Morgunblaðið - 03.11.1989, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUPAGUH 3. NÓVEMBER 1989
5
Fyrsta ijáraukalagafrumvarpið í 66 ár:
Boðaður 5,5 milljarða rekstr-
arhalli ríkissjóðs á þessu ári
Gjöld hækki um 10,7% frá flárlögum og tekjur um 3,5%
ÓLAFUR Ragnar Grímsson (jármálaráðherra Iagði í gær fyrir Al-
þingi frumvarp til fjáraukalaga fyrir þetta ár. Er það í fyrsta sinn
síðan 1923 að slíkt frumvarp er lagt fram fyrir yfírstandandi Qárlaga-
ár. í frumvarpinu kemur fram að tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar fara
2.683 milljónir króna fram úr fjárlögum og gjöld 8.153 milljónir, að
frádregnum 650 milljóna króna niðurskurði. Tekjurnar fara 3,48%
fram úr fjárlögum og gjöldin 10,66%. Sfærsti einstaki orsakaliður
aukinna útgjalda er vegna breyttra verðforsendna, 3.105 miljónir
króna.
Ólafur Ragnar kynnti frumvarpið
á blaðamannafundi í gær og rifjaði
þá upp, að hann hefði lýst því yfir
fyrr á þessu ári að frumvarp til
fjáraukalaga yrði lagt fram á yfir-
standandi ári. „Það er ætlun mín á
meðan ég gegni þessu embætti að
halda áfram á þessari braut og
leggja á hveiju ári fjáraukalög fyrir
yfirstandandi ár og ég vænti þess
að aðrir fylgi þar á eftir,“ sagði
Ólafur Ragnar.
Utgjöld aukin um 8,8
milljarða
í frumvarpinu er leitað samþykkis
Alþingis fyrir auknum útgjöldum
ríkissjóðs sem nemur 8.803 milljón-
um króna. Ennfremur er leitað heim-
ildar til að skera niður framlög um
650 milljónir, þar af 500 milljónir
til Byggingarsjóðs ríkisins, þannig
að niðurstöðutalan verði 8.153 millj-
ónir í útgjaldaauka. Aukningin
skiptist í höfuðatriðum þannig, að
rekstrargjöld hækka um 2.343 millj-
ónir, eða um 7,87% frá fjárlögum.
Tilfærslur, það eru tryggingagreiðsl-
ur, framlög og niðurgreiðslur,
hækka um 4.457 milljónir króna, eða
um 15,55%. Fjármagnsgjöld og vext-
ir hækka um 820 milljónir, eða um
10,87%. Loks hækkar íjárfesting og
viðhald um 533 milljónir, eða nálægt
5%.
Fjármálaráðuneytið ber stærstan
hluta útgjaldaaukans, alls um 4.603
milljónir króna, Þar af eru 3.105
milljónir vegna breyttra verðlags-
forsendna, 800 milljónir vegna fyrir-
sjáanlegs greiðsluhalla ríkisstofn-
ana, 350 milljónir vegna skattkerfis-
breytinga og 170 milljónir vegna
geymdra fjáiveitinga frá 1988.
Landbúnaðarráðuneytið fer 901
milljón króna fram úr íjárlögum. Þar
vega þyngst uppbætur á útfluttar
landbúnaðarafurðir, 520 milljónir
króna og 67,6 milljónir eru vegna
sauðfjárveikivarna. 73 milljónir eru
vegna endurgreidds söluskatts í fisk-
eldi og loðdýrtarækt.
Samgönguráðuneytið fer 606
milljónum fram úr íjárlögum, þar
af eru 555 miiljónir vegna Vegagerð-
ar ríkisins.
Á viðskiptaráðuneyti eru skráðar
807,5 milljónir, þar af 800 vegna
niðurgreiðslna.
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti fer
19,1 milljón króna umfram fjárlög.
Þar af eru 3 milljónir til löggæslu-
merktar bæjarfógetanum í Vest-
mannaeyjum.
Tekjur auknar um 2,7
milljarða
Samkvæmt frutnvarpinu aukast
tekjur ríkissjóðs um 2.683 milljónir
króna á árinu miðað við fjárlög, eða
um 3,48%. Beinir skattar eiga að
hækka um 600 milljónir, eða um
4,5%, óbeinir skattar um 802 milljón-
ir, eða um 1,3%. Aðrar tekjur eiga
að aukast um 1.281 milljón, eða um
31,5%. Mest munar þar um vaxta-
tekjur sem aukast um 1.215 milljón-
ir króna.
Tekjur af óbeinum sköttum eru
sundurliðaðar þannig í greinargerð,
að innflutningsgjald af bílum verði
315 milljónum króna lægra en í fjár-
lögum, vörugjald skili 450 milljónum
minni tekjum, söluskattstekjur
hækki um 970 milljónir frá fjárlög-
um, skil ÁTVR verði 550 milljónum
minni, tekjur af launatengdum gjöld-
um verði 463 milljónum hærri og
aðrir óbeinir skattar verði 684 millj-
ónum hærri en í fjárlögum.
Forsendur breyttust
Breyttar forsendur eru í greinar-
gerð sagðar skýra frávikin frá fjár-
lögunum, sem fjáraukalagafrum-
varpið boðar. Þijár höfuðástæður
eru nefndar. Hin fyrsta að verð-
forsendur íjárlaga hafi breyst veru-
lega. í stað 13-14% verðhækkunar
sé nú spáð 21-23% meðalhækkun
verðlags á þessu ári. Fjárlagafrum-
varp fyrir næsta ár byggir á 16%
verðlagsbreytingum milli ára. Önnur
höfuðástæðan er sögð ákvarðanir í
tengslum við gerð kjarasamninga
síðastliðið vor um að lækka og jafn-
vel fella niður tiltekna skatta og
ákvarðanir um að auka niðurgreiðsl-
ur. Þriðja ástæðan er sögð ýmsar
ákvarðanir um aukin útgjöld ríkis-
sjóðs frá því fjárlög voru afgreidd,
bæði með samþykktum Alþingis um
viðbótarijármagn til vegamála og
einnig hafí framlög til atvinnumála
verið aukin.
„Allt hefur þetta breytt forsend-
um íjárlaganna þannig að nú eru
horfur á um 4,8 milijarða króna
rekstrarhalla á ríkissjóði í lok þessa
árs. Þessi halli svarar til um það bil
1,5% af landsframleiðslu. Til saman-
burðar má nefna að árið 1988 svar-
aði hallinn á ríkissjóði til tæplega
3% af landsframleiðslu," segir í
greinargerðinni.
Heildarniðurstöður ijáraukalaga-
frumvarpsins eru að halii á rekstri
ríkissjóðs verði 5.470 milljónir
króna. Fjárlög voru hins vegar sam-
þykkt með 636 milljóna króna af-
gangi, þannig að þegar árið er gert
upp verður, samkvæmt áætlun
frumvarpsins, halli ríkissjóðs 4.834
milljónir.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að lántökur ríkissjóðs verði 11.669
milljónir króna, en það er 6.234
milljónum meira en í fjárlögum og
hækkun um 114,7%. Innlend fjáröfl-
un er þegar orðin um 7 milljarðar,
samkvæmt greinargerðinni.
Þessi áætlun á að standast
Um þetta leyti í fyrra sagði Ólafur
Ólafur Ragnar Grímsson
Ragnar Grímsson fjármálaráðherra
að stefndi í um þriggja milljarða
króna halla á ríkissjóði það ár. I
febrúar síðastliðnum kom í ljós að
hallinn varð um 7 milljarðar. Ólafur
var því spurður hvort líkur væru til
að þessar áætlanir, sem nú eru
kynntar í frumvarpi til ijáraukalaga,
séu áreiðanlegri en hinar sem kynnt-
ar voru í nóvember í fyrra. „Já, ég
held að þær séu það tvímælalaust,"
sagði hann, „vegna þess að sú
tekjuáætlun og sú útgjaldaáætlun
sem unnin var fyrir fjárlögyfirstand-
andi árs hefur í sjálfri sér reynst
mjög traust. Það frumvarp til
íjáraukalaga sem ég er hér að leggja
fram, felur að stórum hluta í sér
nýjar ákvarðanir sem teknar voru á
þessu ári og inn í þetta frumvarp
hafa verið teknár tillögur um
ákvarðanir sem menn ætla sér að
hrinda í framkvæmd á næstu tveim-
ur mánuðum. Þannig að það eru
ekki fyrirsjáanlegar neinar nýjar
ákvarðanir sem því eiga að breyta."
Hann sagði að Teynslan fyrstu tíu
mánuði þessa árs bendi ekki til þess,
að brestur sé í tekjuhliðinni, eins og
verið hafi í fyrra. „í samdráttar-
skeiðinu stóra sem var í fyrra, hrundi
tekjuhliðin nánast frá einum mánuði
til annars, en enn sem komið er
hefur ekkert gerst í þeim efnum.“
HUÓMPLÖTUMARKAÐUR
Á 2. hæó verslunormióstöóvarinnor v/Eióistorg (Hagkoupshúsinu) höfum
vió opnaó stórkostlegon hljómplötumorkaó. Þor færó þú ollor hljómplötur (kass., CD) sem fáanlegar eru.
Munurinn er baro sá oð verðiö er ollt oð 90% lægra en annors stoðar. Þoó er stór munur.