Morgunblaðið - 03.11.1989, Side 25

Morgunblaðið - 03.11.1989, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖÍ-5TUDAGUR 3. NÓVENÍIBfeR' 1989 •25 Slippstöðin á Akureyri: Fjármálaráðherra fer með meirihlutaeign Áhrifamenn í ríkissljórninni vilja skipasmíðaiðnaðinn feigan, sagði ráðherra Hagstofunnar Júlíus Sólnes ráðherra Hagstoíúnnar lét að því liggja í utandag- skrárumræðu í Sameinuðu þingi í gær að Halldór Asgrímsson sjávar- útvegsráðherra væri talsmaður þeirra viðhorfa innan ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar sem stefndu íslenzkum skipasmíðaiðnaði til heljar. Þessum ummælum mótmælti Stefán Guðmundsson (F-Nv) harðlega, en þingmenn stjórnarandstöðu töldu ummæli Hagstofu- ráðherra hafa leitt í ljós alvarlegan ágreining í ríkisstjórninni. Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár í Sameinuðu þingi í gær í til- efni af því að Slippstöðin á Akur- eyri hefur neyðst til að segja upp öllum starfsmönnum sínum, 220 talsins. Hann sagði skipasmíðaiðn- aðinn í heild í sömu heljargreipum verkefnaskortsins. Jóhannes Geir krafði Olaf Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra, sem fer með meiri- hlutaeign ríkisins í Slippstöðunni, sagna um, hver myndu verða við- brögð ríkisstjómarinnar. Er ríkis- stjórnin fús til að beina viðskiptum Skipaútgerðar ríkisins sem og rekstraraðila í strandsiglingum inn- anlands, sem njóta beinna og óbeinna ríkisstyrkja, til innlends skipasmíðaiðnaðar? Olafúr Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði vanda Slipp- stöðvarinnar einkum rekja rætur til ákvörðunar um smíði á skipi, sem enginn kaupandi var að. Iðnaðar- ráðherra hafi nú skipað nefnd til að markaðssetja skipið. Ráðherra sagði Skipaútgerð ríkisins njóta verulegra ríkissjóðsstyrkja. Ef ekki yrði leitað hagstæðustu leiða í Kynningarrit um íslenzkar bókmenntir: Viðrar sjónarmið þröngs hóps og eins útgáfufélag's - sagði Halldór Blöndal í þingræðu tungu (Arts and Culture in Ice- land - Literature) kom til um- fjöllunar í fyrirspurnatíma Al- þingis í gær. Halldór Blöndal (S-Ne) gagnrýndi menntamála- ráðherra fyrir það, hvern veg væri að þessu riti staðið, en það dragi dám af sljómmálaskoðun- um ráðherrans, sjónarmiðum þröngs hóps og eins útgáfufé- lags (Máls og menningar). Kynningarrit um íslenzkar bókmenntir, sem menntamála- ráðherra hefúr gefið út á enskri Innlendar skipa- smíðar: Lántöku- nýsmíði með útboðum þýddi það aðeins enn hærri ríkissjóðsstyrki. Tilboð erlendis frá í Vestmanna- eyjafeiju væru og mun hagstæðari en innlend. Engu að síður hlýtur ríkisstjórnin að leita allra leiða til að leysa vanda skipasmíðaiðnaðarin, sagði ráð- herra. Vandi hans væri tekinn í arf frá fyrri ríkisstjórnum, ekki sízt Sjálfstæðisflokknum. Það hefðu og verið sjálfstæðismenn í forystu Slippstöðvarinnar sem ráðið hafi ferð um nýsmíði skips án þess að tryggja kaupanda fyrirfram. Halldór Blöndal (S-Ne) minnti á að nk. mánudag færi fram, að hans beiðni, utandagskrárumræða um atvinnuástand í landinu. Þá gæfízt betri kostur til að fara vel ofan í saumana á vanda íslenzks skipasmíðaiðnaðar og málfiutning fjármálaráðherra. Asakanir ráð- herra á hendur Sjálfstæðisflokkn- um, vegna stöðu mála undir verk- stjórn núverandi ríkisstjórnar, væru nánast skálkaskjól. Ef Slippstöðin hefði ekki farið út í nýsmíði á sinni tíð þá hefði blasað við sá kostur einn að senda á þriðja hundrað manns í atvinnuléysið. Stærsti eignaraðilinn, ríkið, ber að sínum hluta ábyrgð gagnvart starfsmönn- um Slippstöðvarinnar. Júlíus Sólnes ráðherra Hag- stofú fullyrti að skipasmíðaiðnaður- inn væri samkeppnisfær við erlend- an% Arni Gunnarsson (A-Ne) sagði að móta yrði heildarstefnu í málefn- um skipasmíðaiðnaðarins og þar yrði ríkisstjórnin að hafa forystu. Bátar í slipp Málmfríður Sigurðardóttir (SK-Ne) sagði skipasmíðaiðnaðinn eiga við þrenns konar vanda að etja: verkefnaskort, háan lánsfjár- kostnað og skilningsleysi stjórn- valda. Eg lýsi ábyrgð á hendur stjórnvöldum, sem eru að tefla at- vinnuöryggi hundruða einstaklinga í tvísýnu; setja heimili viðkomandi út á Guð og gaddinn, sagði þing- maðurinn. Skúli Alexandersson (Abl-Vl) sagði það rangt hjá ráðherra að hnýta vanda Slippstöðvarinnar við smíði eins skips. Vandinn væri einn og samur hjá skipasmíðastöðvum um land allt. Kristín Einarsdóttir (SK-Rvk) sagði að viðhorfsbreytingar væri þörf, ekki aðeins hjá stjórnvöldum heldur ekki síður hjá útveginum, til íslenzks skipasmíðaiðnaðar, Stefán Guðmundsson (F-Nv) sagði að sú þróun, sem nú væri orðin, hafi verið fyrirséð. Hann rakti efnisatriði þingsályktunar um skipasmíðaiðnaðinn frá liðnu vori. Þar hafi ríkisstjórninni verið falið að leita ráða til lausnar á vanda þessarar atvinnugreinar. Stefán Valgeirsson (SJF-Ne) sagði að frelsið væri að drepa at- vinnulífið, fijálsir vextir, fijáls út- boð og fijáls innflutningur. Ingi Björn Albertsson (FH- VI) vitnaði til orða Júlíusar Sólnes í viðtali við Dag á Akureyri: „ Málefni skipasmíðaiðnaðarins hafa ekki verið rædd í ríkisstjórn- inni síðan Borgaraflokkurinn gerð- ist aðili að henni. Það er engu líkara erj að áhrifamenn í ríkisstjórninni ætli sér að láta þennan iðnað logn- ast út af og telji það jákvætt“. Hveijir eru þessir aðilar innan ríkisstjórnarinnar spurði Ingi Björn. Hagstofuráðherra skuldar Alþingi og þjóðinni svör við þeirri spurn- ingu, Fjöldi þingmanna tók til máls í umræðunni, þó hér verði ekki leng- ur rakið. Júlíus Sólnes Hagstofu- ráðherra sagði í svari við fyrir- spurn Inga Björns, að viðhorf sjáv- arútvegsins væru þau að hag- kvæmara væri að beina nýsmíði út fyrir landsteina. Sjávarútvegsráð- herra væri talsmaður sjávarútvegs- ins í ríkisstjórninni. Stefán Guð- mundsson (F-Nv) mótmælti harð- lega ummælum Hagstofuráðherra sem röngum og ómaklegum. Hann sagði sjávarútvegsráðherra haíV fullan skilning á vanda skipasmíða- iðnaðarins. Stjórnarandstöðuþing- menn sögðu hinsvegar að ummæli Hagstofuráðherra opinberuðu al- varlegan ágreining í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar í þessu mikilvæga máli. Sameiginleg’ verkefiii ríkis og sveitarfélaga: Kostnaðarhlutur ríkissjóðs ekki í fjárlagafrumvarpi Reglugerðir væntanlegar eftir hálfan mánuð Svavar Gestsson menntamálaráðherra sagði í þingræðu sl. fimmtudag að reglugerð um kostnaðaruppgör milli ríkissjóðs og sveitarfélaga vegna áfallinna skuldbindinga rkissjóðs við byggingu dagvistarheimila, grunnskóla, íþróttamannvirkja og félagsheimila (samkvæmt lögum um verkaskiptingu nr. 87/1989) yrði gefin út um miðjan þennan mánuð. Jóhanna Sigurðardóttir félagsinálaráð- herra upplýsti jafnframt að reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga (lög nr. 91/1989, liti dagsins Ijós um svipað leiti. Ráðherrarin- ir vóru að svara fyrirspurn frá Birgi ísl. Gunnai*ssyni (S-Rvk) um þetta efni. gjald end- urgreiðist „Gjald af erlendum lánum, sem tekin voru til skipasmíða hér landi samkvæmt lögum nr. 10/1988 um ráðstafanir í ríkis- fjármálum, sbr. lög nr. 101/1988 og nr. 51/1989, skulu endur- greiðast úr ríkissjóði þegar í stað. Þannig hljóðar fyrri grein frumvarps Halldórs Blöndals (S- Ne) sem lagt var fram á Alþingi í gær. I greinargerð segir að á sama tíma og erlendar skipasmíðastöðvar nutu opinbers stuðnings með bein- um og óbeinum hætti hafi íslenzk- um skipasmíðastöðvum verið gert að greiða sérstakt lántökugjald af erlendum lánum vegna skipasmíða hér innanlands. Þetta hafi skekkt enn frekar samkeppnisstöðu þeirra. Mál sé að linni og gjaldið tafarlaust endurgreitt. Það kemur ekki á óvart, sagði þingmaðurinn, að kynningarritið tíundar Rauða penna og Tímarit máls og menningar, en nefnir ekki Skírni, Vöku, Helgafell eða Nýtt Helgafell. Hvorki Guðmundur Dan- íelsson né Indriði G. Þorsteinsson, sem eru heiðurslaunarithöfundar samkvæmt ákvörðun Alþingis, eru nefndir til sögunnar. Ekki er minnzt einu orði á Kristján Karls- son, sem er mikilhæfur ljóðasmiður og hefur í raun fært út landhelgi íslenzka ljóðsins á líðandi áratug. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, sagði, að ráðuneytið hefði ekki ritskoðað efnisatriði höfunda kynningarritsins. Þetta væri lítið kver, 32 bls., og skáldatal þess hvergi nærri tæmandi. Þar væri ekki minnzt á marga róttæka höf- unda, svo sem Jóhannes úr Kötlum, Stein Steinarr o.fl. Hann vísaði á bug ásökunum um pólitísk sjónar- mið við útgáfu ritsins. Þórhildur Þorleifsdóttir (SK- Rvk) sagði það vekja andstyggð sína þegar þingmaður og ráðherra dragi listamenn í flokkspólitíska dilka. Birgir ísleifúr Gunnarsson (S-Rvk) átaldi hve síðbúnar þessar reglugerðir væru, en seinagangur við samningu þeirra hefði valdið sveitarstjórnarmönnum ýmsum vanda. Hann sagði að hér væri um mikla fjármuni að tefla og fprðu gegni, að ekki væri að finna í frum- varpi fjármálaráðherra að fjárlög- um komandi árs eina einustu krónu til að standa við skuldbindingar við sveitarfélögin. Svavar Gestsson menntíunála- ráðherra sagði að hér væri um að ræða rúmlega 350 mannvirki og að heildarskuldir ríkisins þeirra vegna næmu trúlega 1,2 milljörðum króna, þar af 800 m.kr. vegna grunnskóla, 155 m.kr. vegna dag- vistarstofnana, 230 m.kr. vegna íþróttamannvirkja og 60 m.kr. vegna félagsheimila. Ráðherra sagði það flókið mál að semja reglu- gerð af þessu tagi, en hún væri væntanleg um miðjan mánuðinn. Hann staðfesti að útgjöld vegna uppgjörs við sveitarfélögin væru ekki enn komin inn í fjárlagatillög- ur. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði að reglugerð um Jöfnunarsjóðinn hefði verið sex mánuði í athugun hjá Sambandi ’ísi. sveitarfélaga. Verið væri að kanna ábendingar sambandsins um breytingar. Fullbúin reglugerð yrði væntanlega undirrituð eftir u.þ.b. hálfan mánuð. Starfsmaður í félagsmiðstöð Starfsmaður óskast í félagsmiðstöðina Garðalund. Fullt starf. Vaktavinna. Upplýsingar í síma 41451. Forstöðumaður. Vélstjóri - stýrimaður 2. stýrimann og 1. vélstjóra vantar á ísfisk- togara frá Austfjörðum. Upplýsingar í síma 97-81818 á skrifstofutíma. Pizzugerðarmaður óskast nú þegar. Upplýsingar í símum 685670 og 20150.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.