Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 í HEIMSÓKN HJÁ OTTO SANDGREEN, EINU AF HÖFUÐSKÁLDUM GRÆNLANDS Á DISKÓEYNNI GGRIR BÓMFORIAG DT A DRAIJGASOGIJR eftir Árna Johnsen - 0jclbrt>jc og tand íbr tand Forsíðumyndin á bók- arkápu nýjustu bókar Otto Sandgrocn, Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, er eftir grænlenska teikn- arann Ejnar Heilmann. EINN helsti rithöfimdur Grænlands, Otto Sandgreen, býr nú í smábænum Góðhöfn á Diskóeynni í Diskósundi á vesturströnd Græn- lands. Þangað flutti þessi rithöfundur á sjötug- asta og flórða aldursári í fyrra með sitt eigið bókaforlag frá höfúðstaðnum Nuuk sem liggur mun sunnar. Otto Sandgreen hefur sterkan persónuleika, í senn alvörugefínn og gaman- samur og mjög snöggur að taka ákvarðanir, en slíkt er ekki það venjulega í fari þessara ágætu granna okkar I vestri. Otto Sandgreen lét af prestsstörfúm fyrir nokkrum árum, en á prestsferli sínum hafði hann þjónað í öllum byggðum Grænlands,bæði á austurströndinni og vesturströndinni. Eg heimsótti Otto í haust leið á Diskóeynni og ræddi við þennan athafna- mann sem stofnaði eigið forlag þegar hann var sjötíu og eins árs gamall vegna þess að hann nennti ekki að bíða eftir því að öðrum bókafor- lögum þóknaðist að gefa bækur hans út. Eg hef skrifað 15 bækur alls, sú fyrsta kom út 1954,“ sagði Otto í upphafi samtals okk- ar, „Grænlandssögur, bók um Nuuk, drengjabók, veiðibækur og sagnabækur auk skáldsagna. Ég stofnaði mitt eigið forlag árið 1983, því eina bókaforlagið sem var fyrir í Grænlandi lét mig alltaf bíða með útgáfu á bókum mínum. Það var reyndar gamall draumur hjá mér að stofna eigið forlag, draumur sem ég hef verið með allt frá því að ég starfaði sem prestur í Thule fyrir nokkrum áratugum. Á þeim tíma skrifaði ég grein um málið. Fyrsta bókin sem ég gaf út hjá eigin for- lagi var prentuð á dönsku og á bæði gömlu og nýju ritmáli, en út- gáfa hennar varð fjárhagslegt hneyksli, ég tapaði svo á útgáf- unni. Þá fór ég útí það að gefa út draugasögur til þess að hjálpa upp á fjárhaginn. Það gekk mjög vel, því fólk vildi kaupa þessar bækur og það má segja að ég geri bókafor- lagið út á draugasögunum. Ég hef þegar gefið út tvær drauga- sögubækur og stefni að þeirri þriðju. Það er grænlensk sögn sem seg- ir frá því að veiðibjalla og ijúpa hafi slegist og sjófuglinrj hafi reynt að drekkja landfuglinum. En á síðustu stundu tókst ijúpunni að losna og af gleði yfir frelsinu skrækti' hún: Qa-qeg-ga-gaa, sagt á mannamáli: Með naumindum lifði ég af. aðeins leikurinn einn, það þyrfti líka að stæla kraftana, gat hann ekki gert sér í hugariund hvað byggi að baki. Hann varð bara að sætta sig við að hlýða föður sínum. Eins og aðrir drengir léku Naaja og félagar hans sér mest með steina, alls kon- ar steina, köstuðu til marks eða reyndu með sér hver væri sterkast- ur, hver gæti lyft þyngsta steinin- um. Og vegna þess að þetta var Skipulag grænlensku þorpanna er ekki mjög hefðbundið, staðsetuing klappanna og landslagið sjálft ráða mestu uin röðun húsa. Skammt undan landi dóla ísjakar jafnvel um hásumarið og oft á dag heyrast livalavöðurnar blása. Það heppnaðist mér eins og íjúpunni að bjarga mér á síðustu stundu, setja upp eigið forlag. Þar brýt ég allt um sjálfur, vélrita, lími upp og geng frá til prentunar og á 5 árum hef ég gengið frá 5 af mínum bókum til prentunar og að auki sett upp 15 bækur fyrir Græn- landsforlagið. Um þessar mundir er ég að vinna að bók um grænlensku kirkj- Auga fyrir auga og tönnfyrirtönn í nýjasta stórvirki Ottós, sagnabókinni Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, skrifar hann í skáldformi sagnir af fólki sem hann hefur kynnst í hinum af- skekktu byggðum Græn- lands á austurströndinni, lífsmáta þess, skilningi og þrá. Spennan í lífsbaráttu Grænlendinga og menningu er grunntónn bókarinnar, en hér fer á eftir þýðing á stutt- um kafla úr þessari nýju bók sem grænlensk blöð segja að sé ein af öndvegisritsmíðum Grænlendinga: Hvernig sem á því stóð var augljóst að Naaja var ekki eins og aðrir drengir, ekki alltaf. Hann lék sér við hina strákana og eins og þeir vildi hann helst ráða ferðinni, en hann gleymdi hins vegar aldrei ströngum fyrirmælum föður síns og alls kyns viðvörunum. Það var einkum á sumrin sem hann öfund- aði aðra drengi, þegar þeir busluðu í ylvolgum sjónum eða léku sér á leirunum._ Sjálfur mátti hann það ekki, hann mátti ekki hlaupa um hálfnakinn, og vegna þess, að það var faðir hans sem bannaði honum það óx innra með honum löngun tii að hefna sín á honum. Þetta olli því, að stundum var Naaja ekki eins og hann átti að sér. Hann varð niðurdreginn og dapur á svip, já, hann var svo sann- arlega ekki lengur í góðu skapi. Það sló fölva á annars ijóðar kinn- arnar þegar hann velti ákaflega fyrir sér þessari einu spumingu: „Hvers vegna?“ Honum var aldrei sagt hvers vegna hann ætti að haga sér svona eða svona og hvers vegna þetta eða hitt var bannað en aldrei útskýrt fyrir honum. Einu sinni spurði hann raunar ömmu hvers vegna hann mætti ekki busla í sjónum, en hún hafði ekki fyrir því að svara honum, drap málinu á dreif með því að víkja talinu að öðru. Naaja hafði því ekki hugmynd um hvers vegna hann varð að lifa þessu lífi. Jafnvel þegar faðir hans sagði að Iífið væri ekki Úr húsi skáldsins i bænum Góðhölh á Diskóeynni sér út á höfnina. leikur, sem var föður hans að skapi, varð Naaja sterkur og æ markviss- ari. Þó var það nú svo, að þegar hann braut heilann um það, sem vissulega fór ekki fram hjá honum, að uppeldi hans var öðruvísi en leik- félaganna, fylltist hann leiða og ama þar til hann var kominn á fremsta hlunn með að spyija föður sinn. Faðirinn vissi hvað syninum leið. Hann vissi hvaða fijókornum hann hafði sáð í sálu hans og hafði vak- andi auga með honum í von um að dag nokkurn gæti hann uppskorið iaunin fyrir allt sitt erfiði. Hann skyldi vaxandi þunglyndi'drengsins sem vott um að hann væri sjálfur ákveðinn í að verða angakkoq, og hann afréð að segja honum bráðum allt af létta. Dagarnir liðu og vorið tók við af vetri. Naaja, sem á stundum hafði verið svo niðurdreginn, varð smám saman rórri og sáttari við sjálfan sig, en þá læddist sá grunur að föður hans, að allt, sem hann hafði talið til marks um vaxandi þroska með syni sínum, hefði bara verið tálsýn og hans eigin ímyndun. Innartuaq-búinn ætlaði að vera um kyrrt, í byggðinni þetta sumar og hann hugsaði sitt með því. Hann vissi, að hitt fólkið flest, já kannski allt, ætlaði að vera annars slaðar um sumarið og þá yrðu þau ein eftir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.