Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 jrjfiAátmVnjg yMAtAIVTA ou MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 (v R C 17 Ég tel reyndar að heitu pottarnir ykkar og sú þjóðfélagslega umræða sem þar fer fram sé sérstakt félags- legt fyrirbæri sem full ástæða væri til að rannsaka. Þar ríkir alveg ein- staklega skemmtilegt andrúms- loft.“ — Nú heyrast tvö orð stöðugt frá heimalandi þínu: „glasnost“ og „perestrojka“. Þessi orð og Gorb- atsjov, Sovétleiðtogi, eru nánast óaðskiljanleg í vestrænum frétta- flutningi af Sovétríkjunum. Verðið þið Sovétmenn jafnáberandi varir við þjóðfélagsleg áhrif þessara orða í framkvæmd, og við Vestur- landabúar verðum vör við fregnir af þeim? eins og 24 fermetra íbúðarhús- næði. Davíð sagði þó að það hefði komið sér á óvart að hlýða á sovésk- an alþýðukór syngja fyrir Gorbatsj- ov, einkum eftir að hann hefði feng- ið þýðingu á boðskap ljóðanna sem flutt voru. Þau hafa væntanlega verið þýdd af þér. Hann sagði að boðskapur annars ljóðsins hefði verið þessi: Mikki frændi. Mikki frændi. Mikki frændi. Kommúnismi og kjöt fara ekki saman. Má ekki fækka kommúnistunum og ljöiga pylsusölununi? Hitt ljóðið sagði hann hafa verið á þessa vegu: hann miklu vinsælla en það var fyrir hann. Nú, auðvitað eru svo fjölmargir í Sovétríkjunum sem vissu ýmislegt um ísland fyrir leiðtogafundinn, einkum þeir sem hafa áhuga á bók- menntum. Þeir þekkja Laxness og fornbókmenntir ykkar. Svo þekkj- um við auðvitað fiskinn ykkar og ullina.“ Fyrst Valdi er á annað borð far- inn að ræða hefðbundin leiðindamál eins og síld og ull, þá tel ég að við höfum í bili tæmt lista umræðu- efna. Valdi segir að það geti svo sem vel verið, en tekur af mér lof- orð um að láta sjá mig á tónleikum þeirra Stuðmanna, hvað ég efni eftir Agnesi Brogadóttur/ mynd: Bjorni ÞAÐ GERIST ekki á liveijum degi að viðmælandi Morgunblaðsins líti á blaðamanninn ákveðinn á svip í miðju viðtali og segi síðan af myndugleik: „Jæja, nú segi ég ekki orð meir, nema þú komir með mér að synda.“ Sem betur fer ekki á hverjum degi, því þá væri lítil orka eftir til greinaskrifa. Maðurinn sem þetta gerði heitir Vladimir A. Kozlov. Hann er fædd- ur og uppalinn í Leningrad, en býr nú í Moskvu og starfar þar sem túlkur og þýðandi. Hann talar lygi- lega góða íslensku og er hingað til Fróns kominn í boði Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, sem hann túlk- aði fyrir í Sovétríkjunum í sumar, er Davíð sótti Sovét heim. Vladimir, eða Valdi eins og fjölmargir vinir hans og kunningjar hér á landi kalla hann, er nánast kominn heim, svo ítrekað hefur verið reynt að bjóða honum hingað til lands. Hann hefúr sem túlkur unnið með Steingrími Hermannssyni, Halldóri Ásgrímssyni, Svavari Gestssyni og Ásmundi Stefáns- syni, er þeir hafa verið í opinberum heimsóknum eða viðskiptaerindum i Sovét. Auk þess hefur hann verið ýmsum íþróttahópum og leikhópum iiínan handar. Hann hefúr ítrekað verið boðinn í heimsókn til Fróns af þessum inönnum, en aldrei fengið að þekkjast boðið — ekki fyrr en nú í sumar, þegar Davíð sótti starfsbróður sinn í Moskvu heim, og bauð Valda hing- að til lands í kjölfar þeirrar heimsóknar. Ég hitti Valda að máli og við fengum okkur göngutúr um hjarta borgarinnar, skoðuðum Tjörnina og mann- virkið sem þar er að rísa, „ráðhúsið hans Davíðs", eins og Valdi kallaði það, með áberandi hrifningu í rómnum, fengum okkur sundsprett í Vesturbæjar- lauginni og stigum svo trylltan dans í Keisarakjallar- anum við frábæran undirleik og söng þeirra Stuð- manna, sem Valdi hafði vingast við í Rússíá, eins og svo marga aðra. Það var nánast hálfs sólarhrings törn að taka viðtal við kappann rússneska — orku- kræf en skemmtileg törn. 'ladimir segir mér að hann sé fæddur og uppalinn í Leníngrad. Hann hafi stundað alla sína skóla- göngu þar. Það sé eftir fyrstu tíu árin í skóla sem sovésk skólabörn geti þreytt inntökupróf í sovéska háskóla og það hafi hann gert. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á tungu- málum og bókmenntum, enda hafði sá’ áhugi verið viðvarandi í fjöl- skyldu minni um langa hríð. Ég lærði svglitla frönsku af ömmu minni, en eftir að ég hóf nám við háskólann í Leníngrad þá valdi ég að fara í málvísindadeildina. Heillaðist af forníslenskunni Þá var nýbyijað að kenna nor- rænu í sérstakri skandinavískri deild og þar lagði ég stund á norsku. Við höfðum alveg frábæran próf- essor við þá deild, sem heitir Mik- hail Steblin Kamenskij. Hann er heiðursdoktor við Háskóla íslands. yfir á rússnesku. Ég hef þýtt tals- vert af nútímaljóðum og bækur eft- ir Halldór Stefánsson. Ég var svo túlkur fyrir Davíð Oddsson í sumar, þegar hann var í opinberri heimsókn í Moskvu. Þá var hann svo elskulegur að bjóða mér hingað og hér er ég,“ segir Valdi og hlær við, greinilega hinn ánægðasti. Hann kemur mér reynd- ar hvað eftir annað á óvart með íslenskukunnáttu sinni. Hann er 38 ára gamall, talar 6 mál reiprenn- andi en segist vera að koma út fyr- ir Sovétríkin í fyrsta sinn á ævinni. „Núna er ég að átta mig á þýðingu íslenska málsháttarins „Heimskt er heima alið barn“,“ segir Valdi og hefur greinilega gaman af að slá um sig með kunnáttu sinni, því hann getur sýnt fram á enn meiri þekkingu. Brosir drýgindalega og segir: „Eða „Margt veit sá er víða ratar.“ Þýðir það ekki það sama?“ Góði! Kanntu annan betri! Hann vakti áhuga minn á fornís- lensku og kenndi okkur þá grein sem grundvöll að öðrum norrænum fræðum. Ég heillaðist bókstaflega af fomíslenskunni. Mér fannst hún og finnst afar sérkennilegt mál og athyglisvert. Svo vildi þannig til að ég fór að vinna sem túlkur með Skandinövum og íslendingum. Þetta var að námi loknu og ég var fluttur til Moskvu, líklega árið 1973. ■Þá var ég fenginn til þess að vera túlkur fyrir alls konar sendi- nefndir, eins og frá Alþýðusam- bandinu, viðskiptasendinefndir og ýmsa aðila. Síðan þetta var, þá hef ég starfað sem túlkur þegar tæki- færi gefast, en svo hef ég einnig verið að þýða bækur af íslensku Það era engar ýkjur að segja að Vladimir tali íslensku svo vel að erfitt sé að ímynda sér að hægt sé að tileinka sér málið með þeim hætti sem hann hefur gert, innilok- aður í Sovétríkjunum, en engu að síður er íslenskukunnátta hans staðreynd. Það var því hálfhlægi- legt að heyra hann lýsa raunum sínum af því að sækja dansleiki hér í borginni, en vinir hans og kunn- ingjar sem skipta að minnsta kosti mörgum tugum hafa verið iðnir við að draga hann á öldurhús og skemmtistaði um helgar. Hann sagði mér, hálfundrandi á svipinn, að hann hefði lent í því (svona eins og gengur og gerist) að fara að ræða við ókunnugar stúlkur hér á „Við finnum að mikil breyting er að eiga sér stað í Sovétríkjunum. Það eitt að ég sit hér er mikil breyt- ing. Margir vinir mínir, sem eru málfræðingar og túlkar, fá núna leyfi tii þess að fara til annarra landa, til dæmis til þess að sækja málfræðiþing og ráðstefnur, en áð- ur var þetta allt miklu lokaðra." Karl Marx, Lenín og Stalín eru dauðir — Þú segir að mikið hafi breyst við tilkomu Gorbatsjovs. Á fundi nú fyrir skömmu lýsti Davíð Odds- son, borgarstjóri, heimspkn sinni til Sovétríkjanna í sumar. Hann sagði m.a. að hann hefði komið fullur bjartsýni í aðra heimsókn sína og talið að hann myndi sjá miklar og jákvæðar þjóðfélagsbreytingar frá fyrri heimsókn. Hann hefði á hinn bóginn orðið fyrir vonbrigðum með það hvað hlutirnir gerðust ofur- hægt. Til dæmis sagði hann að borgarstjórinn í Moskvu hefði sagt sér að yfirvöld í Moskvu gerðu sér vonir um að hver íbúi í Moskvu myndi árið 2000 hafa eins og 4 til 6 fermetra íbúðarhúsnæði. Það jafngildir því að hver fjögurra manna fjölskylda hafi til umráða síðar um kvöldið. Það er skemmst frá því að segja að maðurinn reynd- ist grunsamlega vel að sér og fimur í hinum hefðbundnu, vestrænu rokk- og tjúttdönsum. En eina skýr- ing hans á fótmenntinni vestrænu: „Hvað, heldur þú að við fylgjumst ekki með í Sovétríkjunum?" Vladimir flaug héðan af landi brott í gær, en för hans er ekki heitið heim á leið til Rússíá, a.m.k. ekki í bráð. Hann flaug til Kaup- mannahafnar, þar sem hann hefur skamma viðdvöl og æfir sig vænt- anlega í dönskunni sinni, en þaðan er förinni heitið vestur um haf. Hann flýgur til vesturstrandar Bandaríkjanna og mun næstu fjórar vikurnar dveljast sem gestur Holly- wood-leikhópa og kvikmyndagerð- armanna, sem hann hefur verið inn- an handar í Moskvu, rétt eins og þeim íjölmörgu íslendingum sem hann hefur túlkað fyrir, Valdi er mjög spenntur yfir Ameríkuför sinni og fullur tilhlökkunar að kynn- ast Los Angeles. En hann segir: „Þótt ég fari um allan heim, þá hef ég alltaf vitneskjuna um að hafa séð og kynnst því besta - íslandi." Skyldi hann ekki eiga eftir að fá glýju í augun af öllum neonljósun- um í Hollywood? skemmtistöðum. Þær hafi sumar spurt sig í miðjum samræðum hvað- an hann væri. Hann hafi svarað hreinskilnislega: „Ég er frá Moskvu." Og þá hafi nú ekki tekist betur til en svo að fljóðin ungu hafi sett upp meinhæðin glott í röð- um og spurt í nöprum tón: „Góði! Kanntu annan betri!“ Fékk að þiggja heimboð Davíðs — Hvernig stóð á því að þú fékkst að þekkjast boð Davíðs en ekki allra hinna sem reynt hafa að bjóða þér? Áhugi Valda á að ræða slík sov- ésk kerfismál í botn er áberandi takmarkaður: „Það veit ég ekki. Ég fór bara með boðið, sem undir- ritað var af Davíð Oddssyni og sendiherra íslands í Moskvu, á skrifstofuna, sem veitir slík leyfi og tveimur vikum seinna fékk ég svo boð um það að ég mætti koma og sækja vegabréfið mitt. Þetta er mér auðvitað mikið ævintýri og ég er Davíð og borgarstjórninni hér óumræðilega þakklátur fyrir þetta höfðinglega boð.“ — Hvernig hefur svo verið þekið á móti þér þann tíma sem þú hefur dvalið hér í boði Davíðs? „Ég segi: það skiptir engu máli hvernig veður er úti. Það er veðrið hér inni sem skiptir öllu máli,“ seg- „Kanntu annan betri!“ segja í$len$karpgí§- meyjarrió Vladiniii1 Iiozlov og neita að trúa að hann sé frá Moskvii og í sinnl fyrstu utan- landsferð. Hann talar íslensku nánast eins og innfæddur þótt hann hafi aldrei fyrr hingað koniið en hefur verið túiliur flestra íslenskra ráðamanna og sendinefnda sem heimsótt hafa Sovétríkin seinni ár ir Vladimir og bendir á brjóst sér, „og i íslendingum er mikil sól.“ / Það liggur við að mann setji hljóð- an, slík alda þakklætis brýst frá bijósti Rússans. „Það hefur allt verið ótrúlegt, hreint ótrúlegt. Það er búið að fara með mig.um land allt og sýna mér hvað eina sem mig hefur dreymt um að sjá. Það hefur verið farið með mig til Akur- eyrar, í Mývatnssveit, til Vest- mannaeyja, um Suðurland, að Þing- völlum og víðar. Hvar sem ég kem, þá fæ ég bókstaflega konunglegar móttökur," segir Valdi og fer beinlínis hjá sér við slíka samlík- ingu. „Ég fór til dæmis að skoða hitaveituna að Nesjavöllum í dag. Þegar ég kom þangað þá tók stöðv- arstjórinn á móti rnér og hvað held- urðu? Rússneski fáninn var þar við hún! Ég varð bókstaflega orðlauS' við slíkar heiðursmóttökur. Ég er búinn að sjá þúsundir’ mynda frá íslandi og heyra ógrynn- in öll um landið, en ég hafði aldrei gert mér í hugarlund að landið væri eins fallegt og það er. Það er svo stórkostlegt og óvenjulegt, að allt hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum. Enda segið þið íslendingar: Eitt er að heyra, annað að sjá. Það hef ég sannarlega stað- reynt að er rétt.“ Kynntist helmingnum í Moskvu — hinum helmingnum hérna! — Ertu búinn að hitta rnarga þeirra íslendinga sem þú hefur kynnst í gegnum störf þín sem túlk- ur í Moskvu? Vladimir hlær við og segir: „Ég segi stundum í gríni að ég hafi kynnst hálfri íslensku þjóðinni í Moskvu, en hinum helmingnum hafi ég kynnst á þessum þremur vikum mínum hér á landi. Viðmót íslendinga hefur komið mér afar skemmtilega á óvart. Hvarvetna mæti ég gestrisni og hlýhug. Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og einkum sundi. Enda hef ég óspart notfært mér það að geta synt í einni perlunni ykkar, Vesturbæjarsund- lauginni. Starfsfólkið þar er orðið eins og gamlir og góðir vinir mínir og einnig fólkið í heita pottinum. Mikki frændi. Mikki frændi. Mikki frændi. Karl Marx, Lenín og Stalín eru dauðir. Má ekki grafa þá aðeins dýpra? Er þetta vísbending um að aukið frelsi og opnara þjóðfélag í Sovét komi einkum fram með auknu tján- ingarfrelsi, en ekki með annarri þjóðfélagslegri framþróun? Vladimir hlær við og minnist greinilega þýðingar sinnar á ljóðun- um og staðfestir að efnislega hafi innihaldið verið þetta, en kveðst að öðru leyti ófús um að tjá sig frekar um þjóðfélagsbreytingar í Sovét. — Finnst þér sem þekking sov- éskrar alþýðu á íslandi hafi breyst mikið við það að þeir Reagan og Gorbatsjov höfðu leiðtogafund sinn hér í Reykjavík fyrir liðlega þremur árum? „Já, alveg tvímælalaust. Það vita núna allir hvar ísland er og hafa jafnframt einhveija þekkingu um lífið í landinu. Reykjavík geta sjálf- sagt velflestir bent á, á kortinu. Ég er viss um að ísland í augum Rússa, er einskonar vináttutákn — einskonar tengiliður milli austurs og vesturs. Leiðtogafundurinn gerði það að verkum að Island er eftir Drífðu þig með! Skráðu þig strax í síma 65 22 12 HRESS LfKAMSRÆKT CX; IJOS BÆJARHRAUNI 4 V/KEFLAVÍKURVEG eftir Puccini Frumsýning fös. 17. nóv. kl. 20.00 Fastir frumsýningargestir ath.: Ósóttur pantanir áfrumsýitingu verða seldar mánud. 6. nóremher Miðasala er opin alla dagafrá kl. 16.00-19.00. Simi 114 75. ISLENSKA OPERAN T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.