Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 C 19 Landshlutasjónvarp á Norður- og Austurlandi LANDSBYGGÐARMENN éta ekki Qölniiðlabyltinguna hráa úr hendi Reykvíkinga. Úti á landi eru einnig sjálfstæð fjölmiðlafyrirtæki. AAkureyri eru fyrirtækin Sam- ver og Eyfirska sjónvarps- félagið. Þessi fyrirtæki starfa saman hlið við hlið að sögn Bjarna Hafþórs Helgasonar annars af framkvæmdastjórum fyrirtækj- anna. Hjá félögunum vinna alls 11 starfsmenn. Samver er með eigið myndver og upptökubíl og Rugla klám til Bretlands HOLLENZK gervihnattarr- ás, RTL Veronique, seni sjónvarpar klámefni til Bret- lands seint á kvöldin, hefúr ákveðið að rugla útsending- ar sínar vegna gagnrýni, sem sendingar hennar hafa sætt. Breskir sjónvarpsnotendur, sem hafa keypt Astra- gervihnattadiska til að horfa á Sky-sjónvarpið, hafa einnig getað fylgst með klámdagskrá hollensku stöðvarinnar, Club Verotique. Margir hringja í Sky-sjónvarpið til að spyija hvernig hægt sé að ná Club Verotique, en fáir viðurkenna að þeir horfi á dagskrána, að sögn talsmanns Astra-geivi- hnattarins. Hann taldi líklegt að fjörleg viðskipti með ólöglega „afr- uglara" mundu hefjast í Bret- landi vegna ákvörðunarinnar um að rugla klámsendingarnar frá Hollandi. Síðan ákveðið var að rugla sendingar skandinav- ísku klámrásarinnar Fil.mnet, sem einnig em sendar um Astra-hnöttinn, er talið er að um 2,000 ólöglegir afruglarar hafi selst. annan nauðsynlegan tæknibúnað til sjónvarpsupptöku. Fyrirtækið selur þjónustu sína þeim sem kaupa vill. Eyfirska sjónvai-ps- félagið dreifir dagskrá Stöðvar 2 í Eyjafirði til um 3.000 heimila. Þar að auki eru gerðir sjálfstæðir þættir sem sendir em óbrenglaðir út og koma þeir í stað nokkurs af erlendu efni Stöðvar 2. Þær sendingar ná til um 20 þúsund íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu. Þætt- irnir eru svæðisbundið efni og fréttir og fréttatengt efni úr Eyja- firði. Bjarni Hafþór sagði að þess- ir þættir, sem hefðu verið gerðir undanfarin 3 ár, væra orðnir á annað hundraðið. Þeir sem búsett- ir era utan Eyjaíjarðar geta pant- að þessa þætti á myndböndum. í nóvember verða sendir út tveir 40 mínútna þættir og 3 þættir jafn- langir fram að jólum. Sjónvarps- félagið verður með sérstaka jóla- og aramótadagskrá. Á Egilsstöðum er Austfirska sjónvarpsfélagið. Starf þess er að flestu leyti sambærilegt við starf Samvers og Eyfírska sjónvarps- félagsins. Starfsmenn Austfirska sjónvarpsfélagsins era 3. Fyrir- tækið dreifir dagskrá Stöðvar 2 til um 1.000 heimila og þar að auki sér það um fréttavinnu fyrir Stöð 2 á Austurlandi. Ágúst sagði að sjálfstæð þátta- gerð félagsins hefði fallið niður í sumar en nú yrði þráðurinn aftur tekinn upp. Áformað er að senda 30 mínútna þætti á hálfsmánaðar fresti með fréttum og fréttatengdu efni, menningu og mannlífi af öllu Austurlandi. Þættirnir eru óbrenglaðir og ná u.þ.b. 8.000 Austfirðingar sendingunum. Ágúst sagði ekkert vera því til fyrirstöðu að se'nda brottfluttum Austfirðingum myndbönd með þáttunum ef þá fýsti að fá fregnir að heiman. Nokkrir fundarmanna á stofnfundi. Landssamtök kapalkerfa stofiiuð Yfir fimm þúsund heimili kapalvædd KYNNING Á kapalkerfúm eða svonefndum boðveitum er tilgangur „Landssamtaka kapalkerfa" sem voru stofnuð á fúndi í Holiday Inn í Reykjavík um síðustu helgi. Þar að auki ætla samtökin að berjast fyrir réttindum og hagsmunum þeirra sem að þessum kerfúm standa og tengjast. Aundanförnum árum hefur þeim heimiium fjölgað sem tengast boðveitum. Rúnar Birgisson for- maður samtakanna áætlar að 5 til 10 þúsund heimili séu nú þegar tengd. — Og kapalkerfum hefur að sama skapi fjölgað. Félagar í sam- tökunum telja næsta víst að fyrr en vari verði flest heimili landsins tengd boðveitum. Félagar í samtökunum telja það ámælisvert að fyrirhugað er að leggja virðisaukaskatt á starfsemi kapalkerfa. Samtökin benda á að boðveitur nýtist til fleiri hluta en að dreifa myndefni; um þær má einnig senda tölvuboð, tilkynningar og skjátexta ennfremur öryggisboð, þar sem t.d. gamalt fólk er í íbúð- um, af þeim húsum sem tengjast boðveitu er hægt að fjarlægja loft- net og móttökudiska sem víða óprýða umhverfið. Rúnar Birgisson telur hagsmuni kapalkerfa fyrir borð borna í nýju framvarpi til útvarpslaga og nefnir í því sambandi ákvæði um þýðinga- skyldu á erlendu efni nema að um beina útsendingu sé að ræða, enn- fremur ákvæði sem takmarka dreif- ingu á óþýddu erlendu efni nema innan lóðamarka, eins og segir í frumvarpinu. Rúnar segir óeðlilegt að boða haftastefnu í frumvarpi til útvarpslaga í lýðræðissamfélagi sem treysti á fijálst flæði upplýs- inga. Stefán Friðfínnsson. Alþýðublaðið á sjötíu ára afinælinu Viðunandi afkoma Stefán Friðfinnsson stjórnar- aðalfundur félagsins haldinn fyrir formaður Blaðs hf. sagði nokkru. Stjórnarformaðurinn tjáði stöðu Alþýðublaðsins og viku- Morgunblaðinu að reksturinn blaðsins Pressunnar vera „viðun- stæði í jámum, ekki væri fjarri andi“ nú á sjötíu ár afmæli þess því að tekjur og gjöld stæðust á. fyrrnefnda. Sem kunnugt ergefur Aðspurður sagði hann hagnaðinn Blað hf. þessi tvö blöð út og var „ekki mikinn". í fjölmiðlum JÓN ÓTTAR Ragnarsson sjónvarpssljóri Stöðvar 2 hefur verið erlendis undanfarið og gert viðreist um aðildarlönd Evr- ópubandalags- JÓN óttar ins (EB) og Fríverslunar- samtaka Evrópu (EFTA). Jón Ottar mun hafa kynnt sér þær pólitísku og efúahagslegu breytingar sem nú ganga yfir þessi lönd. Sjónvarpsstjórinn mun veita áhorfendum hlutdeild í reynslu sinni og þekkingu í þáttaröð um Evrópubandalagið og EFTA og stöðu íslands innan og utan þessara samtaka. ISTANBUL SANNKALLAÐ ÆVINTÝRI Ferðaskrifstofan SAGA og SAS bjóða þér að slást í för þeirra mörgu sem á þess- um tíma árs streyma til ISTANBUL. Bláa moskan, Grand bazaar, Topkapí höllin, Gullna hornið og Bosporus eru nöfn sem flestir hafa aðeins kynnst í þókum. Nú gefst tækifæri að koma með og upplifa undur þessarar dásamlegu borgar. Síðast en ekki síst er ISTANBÚL ein fremsta verslunarborg Evrópu í dag. Hér er fjöldi verslana með það þesta er þýðst í fatnaði frá stórþorgum Evrópu, eins og Róm, París, London o.fl. og á viðráðanlegu verði. ISTANBÚL KEMUR ÞÉR Á ÓVARTI 7 DAGA HÓPFERÐIR aðeinskr. 42a300)a BROTTFARARDAGAR: 26. nóv.- 3. des 3. des.- 9. des. 10. des.-16. des. 28. jan.- ,3.feb. 4. feb.-IO. feb. 18. feb.-24. feb. 11. mars-17. mars 7 DAGA EINSTAKLINGSFERÐIR frákr. 38*700y" BROTTFÖR ALLA SUNNUDAGA (flug - gisting - morgunverður) S4S m: ■.■FARKWBT [fÍf INNIFALIÐ ER: Flug - gisting - morgunverður - akst- ur til og frá flugvelli og tvær heilsdags kynnisferðirum Istanbul með hádegis- verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.