Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 24
24 C MÓRGÍJNBLAÐIÐ MENNIIMGÁRSTRAUMAR b^knl^agur L nóvember i989 MYNDLIST /Lifa listamenn á ab selja verk sínf Að lifa á list- markaðinum OFT KEMUR fram í viðtölum við listafólk að það geti aðeins stund- að listsköpun sína takmarkað, í tima sem er stolið frá brauðstriti og öðru veraldlegu vafstri, sem fylgir þeirri lifsnauðsyn að hafa í sig og á. Þetta leiðir hugann að því hvað þurfi til að listamenn hafi lifibrauð af sinni list, og jafhframt hvort slíkt sé yfirleitt hægt hér. , Sigurður Einars- q’ Vftv'jOi'"!; son i Listasaihinu í //Máiverk og kjóf fngona ar i Hafiiarborg V* ^ - Ninnýí Gallerí -j | Klippimynaii V//,. essvsla: N^\n\Oí'<^aI I 2sS>'»“ "NS Björg Þorsteins- dóttir í Norræna húsinu & Howb^ ~ Sýnir hjáSævari ^ , Listmunauppboð Karli vfetWr'l?V' fiucigaiieruuupió ’am í nóvember Björg Þorsteins- dóttir í Norræna húsinu -xs ÍÍÉÍSlBorg: Listo,unaUj 'PPbod Sýnir i . «b: r. Listamenn eru mis- hrifiiir af kynningum, en ... “ Isem einföldustu máli má segja, að listamenn geti haft lifibrauð af list sinni á tvennan hátt: með því að selja verk sín á almennum markaði, og með því að njóta styrkja til list- sköpunar. Ef listamönn- um tekst að selja verk sín í nægi- legu magni og við nógu háu verði til að geta lifað á því, þá er það gott og vel. En mark- aðurinn getur því miður ekki verið allsheijarlausn í þessu máli, sem verður hveijum manni ljóst við nánari umhugsun. Þeir listamenn sem hafa náð að skapa sér markað, ef svo má að orði komast, þurftu flestir að vinna í mörg ár og og sýna jafnvel í áratugi áður en þeir fóru að lifa af listinni; annað tveggja þurfti þann tíma til að venja markaðinn við þeirra list — eða þeir þurftu þann tíma til að laga verk sín að smekk markaðarins. Eftirspumin. ræðst nefnilega ekki alltaf af list- rænum verðleikum, heldur ráða aðrir þættir meiru þar um. Mörg dæmi eru þekkt um svo- kallaða héraðs- og bæjarlista- menn, sem eiga sinn ákveðna sess heima fyrir, en þekkjast varla út fyrir hreppamörkin. Einnig eru verk vissra listamanna t.d. áber- andi mikið í eigu hægrimanna, og verk annarra í eigu vinstrisinna. Loks tengjast sumir listamenn ákveðnum þjóðfélagshópum meira en öðmm; jafnvel hestamenn eiga sína hirðmálara. Listrænt gildi þeirra verka sem keypt em skiptir kaupendur alltof oft litlu máli; að listamaðurinn sé af réttum pólitískum lit, máli réttu ijöllin eða réttu hestana, það verða aðalatriði. í gegnum tíðina hefur markaðsgildi samtímalistaverka ætíð ráðist meira af slíkum þáttum en listrænu gildi, svo hér er ekki neitt nýtt á ferðinni; það er aðeins tíminn sem leiðir hið listræna mat til hásætis, þegar aðrir þættir falla í gleymsku. Fleiri orsakir takmarka gildi markaðarins. Til að öðlast athygli markaðarins og fjölmiðla þarf að sýna oft og sýna mikið. Það er óvíst að það sé heppilegt fyrir lista- mann að sýna nema með nokkurra ára millibili, en í hraða nútímans vilja menn gleymast á skemmri tíma en það. Einnig er mikið af þeirri list, sem síðustu áratugi hefur verið talin hve framsæknust og einna best fallin til þess að vekja menn til umhugsunar um ýmsa þætti tilverunnar, alls ekki markaðshæf í venjulegum skiln- ingi þess orðs. Hér er um að ræða hugmyndalist af ýmsu tagi, um- hverfislist, uppsetningar og gjöm- inga, svo nokkuð sé nefnt; fæst af þessu er hægt að ramma inn og bjóða falt á hefðbundinn hátt. Af þessu má sjá, að markaðin- um er einum og sér varla treyst- andi til að skapa listamönnum lífvænlegt umhverfi, vegna þess að hann leggur aðeins takmörkuð gildi til grundvállar mati sínu, gildi sem mörg hver hafa lítið með myndlist að gera. Eins greinir list- markaðurinn lítt á milli þeirra framsæknu og hinna, sem einfald- lega fylgja viðurkenndum for- skriftum; listræn gæði og nýlunda er engin trygging fyrir sölu, og í raun oftar en ekki listamanninum fjötur um fót við sölu listaverka. Að lokum má nefna að listmark- aðurinn er þrátt fyrir allt líkur öllum öðrum mörkuðum í eðli sínu; það selst helst, sem mest er hald- ið fram — þar til annað (svo sem ,,vörugæði“) kemur í ljós. Á meðan auglýsingar og vörutilboð gegna þessu hlutverki fyrir flestar vöru- tegundir, gegna fjölmiðlar því fyr- ir myndlistina, með kynningum og viðtölum, gagnrýni og umfjöllun. En fjölmiðlarnir gegna hlutverkinu misvel, og hafa í raun misgóða aðstöðu til að fjalla um myndlist — og standa prentmiðlar og sjón- varp þar best að vígi (hvemig þeir nýta þá aðstöðu er svo allt annar handleggur). Listamenn eru mishrifnir af kynningum, en skilja vissulega gildi þeirra. Á meðan sumir kunna á miðlana, passa upp á að eiga vini-á réttum stöðum og minna á sig reglulega, hafa aðrir lítið fjöl- miðlageð og sækjast síður en svo eftir að láta nokkum miðil vita af því sem þeir em að gera. Það kemur síðan niður á „markaðs- stöðunni", en sú staða hefur — enn og aftur — ekkert með list- rænt gildi verkanna að gera. Þannig er listmarkaðurinn á íslandi ekki þess megnugur einn og sér að gera þeim listamönnum, sem stunda list sína af alvöra, kleift að lifa á list sinni. Fleira þarf að koma til. Hvernig er styrkjum við íslenska myndlist háttað? eftir Eirík Þorláksson LEIKLIST/Z/^r/fer alþýbanf Leihhús sem uppeldis- og menningarmiðstöð ÍSLENDINGAR HAFA löngum státað sig afþví að eiga heimsmet í leikhússókn. Hins vegar hefur ekki oft verið kannað hveijir sækja leikhús hér á landi og í hvaða tilgangi? Það er kominn tími á rann- sóknir sem geta gefið okkur vísbendingu um skiptingu áhorfenda eftir aldri, kyni, menntun og þjóðfélagsstöðu á einstakar leiksýning- ar bæði í stofnanaleikhúsum og hjá ftjálsum leikhópum. Hver eru viðhorf áhorfenda til leikhússins og verkefnavalsins? Er eitthvað til í gömlum lummunni um að „fólkið“ — almenningur vilji aðeins sjá söngleiki og farsa? Hveð er það eiginlega sem „fólkið“ vill? (Spenn- andi verkeftii fyrir leikhús- og félagsfræðinga.) jóðleikhús er fyrir þjóðina, sem er allt fólkið í landinu. Ef fólkið í landinu er alþýða manna, er þá Þjóðleikhúsið al- þýðuleikhús? Kemur alþýðan í Þjóðleikhúsið, eða fer hún frekar í leikhúsið, sem er kennt við hana, Alþýðuleikhúsið? Ef til vill sækir alþýðan hvorugt eftir Hlín þessara leikhúsa, Agnorsdóttur en fer frekar að horfa á Bibbu í Gríniðjunni. Ef sú væri raunin, þá gæti Gríniðjan kallað sig Alþýðu- leikhús. Umræðan um alþýðuleikhús er ekki ný af nálinni í leikhúslifi Evrópu. Leikhúsmenn álfunnar hafa frá því á síðustu öld skrifað og skeggrætt um nauðsyn leikhúss fyrir „massann“ — alþýðustéttim- ar í stórborgunum. Og ýmislegt hefur verið framkvæmt. Nægir þar að nefna tilraunir Franz Mehring og félaga hans í Fijálsa alþýðu- leikhúsinu í Þýskalandi í lok síðustu aldar. Þeir ráku leikhús, sem var algerlega háð áhorfendum sinum fjárhagslega. í tengslum við leikhúsið fáku þeir sterk áhorfen- dasamtök m.a. til þess að koma í veg fyrir að leikhúsið þyrfti að vera háð afskiptum borgaralegra aðila, peningamanna, sem yfirleitt ráku leikhús á þeim tíma. í stjórn leikhússins vora þó alltaf skiptar skoðanir um markmið og verk- efnaval; t.d. hvort þetta alþýðu- leikhús ætti að virka sem uppeldis- stöð í Ieiklistinni fyrir alþýðuna m.a. með því að setja á svið sígild verk leikbókmenntanna? í öðrum löndum voru gerðar svipaðar til- raunir um alþýðuleikhús m.a. í Sovétríkjunum undir stjórn Meyer- holds og á 4. áratugnum i Svíþjóð undir stjórn Lindbergs. Lindberg skilgreindi alþýðuleikhús sem leik- hús fyrir alla þjóðina án tillits til stéttarstöðu og likjast hugmyndir hans miklu frekar hugmynd okkar í dag um það sem kallað er þjóð- leikhús. Hinsvegar var markmið Lindbergs með tali sínu um al- þýðuleikhús, að kynna „Listina“ og sígild leikverk fyrir ómenntaðri alþýðunni. Honum fannst leik- húsið hafa stóra uppeldishlutverki að gegna gagnvart fólkinu. Hugmyndir manna um alþýðu- leikhús hafa verið mismunandi allt eftir þvi hvemig þjóðfélagsástand- ið hefur verið hveiju sinni. Ef til vill eiga hugmyndir um leikhús í milljónaþjóðfélögum ekki við á ís- landi. Við getum þó heilmikið lært af sögunni. í dag lifum við á frjáls- lyndum og hálf skoðanalausum tímum. Allt er leyfilegt. Spuming- in er þó ennþá, fyrir hveija rekum við leikhús? Hefur leikhúsið nægi- legan áhuga á áhorfendum sínum? Nú um helgina ræðir leikhús- fólk um framtíð Þjóðleikhúss, sem loka á með vorinu vegna viðgerða og endurbóta. Enduropnun þess hlýtur að kalla á ný rekstrarform, breytt viðhorf, nýja stöðu. Með tilkomu Borgarleikhúss, nýrri framtíð í Þjóðleikhúsi, stöðugri fjölgun lítilla atvinnuleikhópa, eykst fjölbreytnin- í leikhúslífinu. Sú íjölbreytni hlýtur að kalla á betri skilgreiningij á fjölmörgum hlutverkum leikhússins í samfé- laginu. Þetta ert þú Plata sem ekki er plata. DÆGURTÓNLIST //.,7/,/ erplata plataf ÞETTA ERTÞÚ EKKIER langt síðan hljómsveitin Reptilicus sendi frá sér plötu sem ekki var plata í venjulegum skilningi þess orðs. Þegar „platan“ er tekin úr umslaginu kemur í ljós svartmáluð LP-plata með áfastri blöðru. Tvær aukablöðrur eru í umslaginu. Aftaná því eru ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig á að nota uppblásna blöðru, h(jómplötuna og plötuspilara til að spila lagið Tat twam asi, sem er á a-hlið. Á b-hlið er síðan „extended mix“ að eigin vali. Reptilicus skipa tveir piltar, Guð- mundur Ingi Markússon og Jó- hann Eiríksson, en við gerð plötunn- ar kom einnig við sögu Bjami „móhí- kani“, sem söng eitt sinn með hljóm- sveitinni Sjálfsfró- un. Nú hefur Rep- tilicus ekki aðeins sent frá sér téða „plötu“, heldur átt íög á safnsnældum og væntanleg önn- ur safnsnælda með eftir Árno tónlist hljómsveit- Motthíasson arinnar, sem erfitt er að lýsa. Ég leitaði til piltanna í Reptilicus og þeir sögðu mér að þeir hefðu hist i desember síðastliðnum og á fyrsta fundi þeirra hafi hljóm- sveitin verið stofnuð. Tónlist sveitar- innar sögðu þeir byggjast á spuna að mestu leyti, en þeir hefðu alltaf einhveija grunnhuginynd í huga þeg- ar farið væri af stað. Þeir sögðust nýta sér venjuleg hljóðfæri en einnig mikið af tölvum og allskyns hljóð- framleiðslutólum og „drasli", enda hefðu þeir gaman af frumstæðum hávaða ekki síður en stafrænum hljóðum. Þeir sögðu að Tat twam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.