Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 28
% 28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNÚDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 jy scujbi þér c&> grúbursetja. hano. ekki of rwerri hósinu." Það er skemmtilegra að tala við fröken klukku. Vitanlega er þetta ósvik- ið verk. Heldurðu að Pic- asso hefði farið að setja nafn sitt á falsað verk? HÖGNI HREKKVÍSI KÍ-ÆP/ST nJ&LABA&l." Skilnaður eða gifting Til Velvakanda. Hvað er að gerast í þjóðfélag- inu? Allir að skilja _eða gifta sig. Ég hrópa á hjálp. Ég er ein af þessum óþroskuðu misskiidu. Er ekki kominn tími til að stofna fyrir- byggjandi ráðgjöf fyrir fólk í svona hugleiðingum, vekja það til um- hugsunar og gera því grein fyrir því að það er meira að segja en gera að skilja. Málið er ekki svo einfalt. Grasið er ekki grænna hin- um megin við lækinn, þar er t.d. há gaddagirðing, sina og vanda- mál, alls ekki minni. Kæra fólk byijum á að leita hjálpar -til þess að ræða saman og bijóta niður vandamálin sem hæst standa og tökumst á við vandamálið. Ekki flýja. Hjónaband er ekkert annað en fyrirtæki sem þarf að hlúa að rækta. Gleymum því ekki. Ég væri tilbúin að miðla minni reynslu þó sérstaklega barnanna vegna. Við giftingu ættum við að hugsa svona: Allt með gætni gjör ávallt, grant um endann hugsa skalt. Ein misskilin Víkverji Norðurland getur vissulega rétt úr kútnum og myndað traust mótvægi við suðvesturhomið, ef rétt er að málum staðið, sagði fjölfróður kunningi Víkveija á dögunum. Hann nefndi þijár framkvæmdir sem úrslit- um gætu ráðið um farsæla framtíð fjórðungsins: * 1) Alver við Eyjafjörð, * 2) MilUlandaflugvöll í Aðaldal * 3) Jarðgöng um Vaðlaheiði Ef þetta þrennt kæmi til sögunn- ar, til viðbótar því sem fyrir er, væru komin skilyrði fyrir 20 til 25 þúsund manna byggð á Akureyri. Þessar framkvæmdir, ásamt göngum um Olafsfjarðarmúla og nýjum vegi um Lágheiði, tengdu traustlega saman Norðvestur- og Norðausturland, þjappaði fjórðungn- um nokkuð vel saman í eina atvinnu- heild með Akureyri sem höfuðstað. Byggðastefna, sem hvílir á mið- stýrðri skömmtun og styrkjum, hefur bnjgðizt í einu og öllu, samanber byggðaþróun liðin ár. Byggðastefna viðreisnar og nýsköpunar þarf að taka við. Framkvæmdir af því tagi sem að framan greinir myndu varða veg til norðlenzkrar endun-eisnar og farsældar; mynda æskilegt mótvægi við suðvesturhornið. Slík þróun skað- aði í engu höfuðborgarsvæðið. Hins- vegar styrkti hún annann homstein undir íslenzka velmegun — framtíð- arvelmegun. Á FÖRIMUM VEGI „Hádegis- drykkjan er búin“ Hvernig skyldi nú vera um- horfs í hádeginu á krám í Reykjavík eftir að bjórinn kom? Blaðamaður og ljósmyndari brugðu undir sig betri fætinum nú í vikunni til að kanna málið. í Ölkjallaranum í Pósthússtræti 17 var harðlæst vegna fundar. Var þá skundað á Gauk á Stöng og þar var opið. Ekki voru nú gestirnir margir en á stöku borði mátti sjá bjor í glasi. Við vékum okkur fyrst að Ragnari Lár myndlistarmanni sem sat einn út við glugga. að er nú afar sjaldan sem ég fæ mér bjór í hádeginu,“ seg- ir Ragnar. „Mér bauðst far ofan úr Breiðholti, þar sem ég bý, á fund manneskju hér niðri í bæ og Ragnar Lár. ég var of snemma á mér þannig að ég ákvað að kíkja inn á Gauk- inn og fá mér bjórglas. Ég verð nú að segja að mér líkar mjög vel við þann kost að geta farið út hvenær sem er og fengið mér bjór þegar þannig stendur á. Ég kynnt- Morgunblaðið/Arni Sæberg Jón Ingi Ragnarsson, gjaldkeri Landsmótsnefndar UMFÍ, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins, Kristján Sveinbjörns- son, formaður Landsmótsnefiidar UMFI, og . skrifar Víkveiji las greinargerð með frumvarpi til íjárlaga fyrir árið 1990. Þar segir m.a.: „Þann 1. marz 1989 hóf ATVR sölu á áfengu öli, sem talið var að skila myndi ríkissjóði nokki-um tekju- auka- Aætlanir um bjórsölu hafa nokkum veginn gengið eftir. Þó hef- ur innlenda framleiðslan náð stæiri markaðshlutdeild en ráð var fyrir gert. Hins vegar hefur gætt meiri samdráttar í annani áfengissölu en reiknað var með og þá ekki síður í tóbakssölu. Búizt er við svipáðri þró- un á næsta ári, þ.e. að sala þessara vara dagizt saman um 3-4% frá þessu ári“.“ Þessi greinargerð fjáiTnálaráð- hema með nýju fjárlagafrumvarpi sýnir ótvírætt að hrakspár þess efnis að bjórdrykkja yrði hrein viðbót við þá sterku drykki, sem þjóðin svalg áður, en kæmi í engu í stað þeirra, hafa orðið sér til skammar sem betur fer. xxx Annað mál er að heildardrykkja þjóðarinnar — í áfengislítrum mæld — er meiri en góðu hófí gegn- ir. Hóflega dmkkið vín gleður manns- ins hjarta, stendur þar, en ofdiykkja alls ekki; hún er jafnan uppspretta vandamála, sársauka og hörmunga. Það er ríkið sjálft sem dreifir og selur áfengi til þegnanna og sækir í sinn hlut — um áfengissölu — 5.500 milljónir króna á þessu ári, sam- kvæmt greinargerð fjárlagafrum- vaipsins. Ekki á að slá slöku við brennivínssöluna á komandi ári. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu hyggst ríkisstjórnin bæta um betur í markaðssetingu veiganna á árinu 1990 og áætlar tekjur sínar [gróða] þar af hvorki meiri né minni en 6.150 m.kr. Hætt er þó við að versnandi kjarastaða fólks, þ.e. vaxandi at- vinnuleysi en lýrnandi almennur kaupmáttur, kunni að halastífa ráð- gerðan brennivínsgróða fjánnálaráð- hen'ans. X X X Allur almenningur veltir fyrir sér áreiðanleika opinberra áætiana, sem herir sérfræðinga vinna að í köstulum kerfisins, væddir tölvum og tólum. Áætlanir næstliðins og líðandi fjárlagaárs stóðu til rekstrar- afgangs ríkissjóðs, samkvæmt áætl- unum hinna opinberu sérfræðinga, sem Alþingi batt síðan í lög — í meginatriðum. Venileikinn var hinsvegar á öðru máli en sérfræðingamir og meirihluti þingsins. Fjárlagahalli þessara tveggja ára verður trúlega upp á 12.000 m.kr. samtals, þrátt fyrir „rekstrarafgang" í áætlanagerðinni. Fróðlegt verður að sjá hvort áætl- anir komandi árs reynast jafn hald- litlar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.