Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C tramÞIiifeUtí STOFNAÐ 1913 267. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 22. NOVEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fyrsti fundur fulltrúa tékkneskra kommúnista og srjórnarandstæðinga: Ráðamenn sagðir heita veralegum tílslökunum Rúmlega 200.000 manns krefjast afsagnar flokksleiðtogans í miðborg Prag — Gorbatsjov segir að hraða verði allsherjar umbótum í Austantjaldsríkjunum Á þriðja hundrað þúsund manns komu saman á Wenceslas-torgi í miðborg Prag í gær og kröfð- ust þess að leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins, Milos Ja- kes, legði niður völd. Á mánu- dag kröfðust um 200.000 Tékk- ar hins sama í fjölmennustu mótmælum í Tékkóslóvakíu frá árinu 1968 er Sovétmenn bundu enda á umbótastefnu stjórn- valda þar með hervaldi. Prag, París. Reuter. VLADISLAV Adamec, forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, hét því á hindi með talsmönnum „Vettvangs borgaranna", óháðrar tékkneskrar stjórn- málahreyfingar, og náms- og listamönnum í gær að gerðar yrðu breyt- ingar á forystuhlutverki tékkneska komtnúnistaflokksins. Heimildar- maður JRei/íers-fréttastofunnar í Prag, blaðamaðurinn Mihal Horacek, sagði að á fundinum hefði einnig komið fram að ráðamenn tékkneskir væru tilbúnir til að hleypa fulltrúum annarra hópa en kommúnista inn í rikissljórn landsins. A þriðja hundrað þúsund manns tóku þátt í mótmælum í miðborg Prag í gær, hinum mestu í borginni í 20 ár. Krafan var líkt og áður sú að kommúnistar legðu niður völd í landinu. Þetta er í fyrsta skipti sem fulltrú- ar yfirvalda í Tékkóslóvakíu ræða við stjórnarandstæðinga, Mihal Horacek, sem sat fundinn, sagði að Adamec hefði lýst sig fylgjandi því að teknar yrðu upp viðræður við samtök stjórnarandstæðinga þ. á m. fulitrúa mannréttindasamtakanna „Charta 77". Hefði hann og sagt að gera ætti breytingar á ríkisstjórninni þannig að þar sætu einnig fulltrúar ungs fólks og þeirra flokka sem ekki fylgdu kommúnistum að málum. Hefði hann og heitið því að gerðar yrðu breytingar á „forystuhlutverki kommúnistaflokksins" sem jafnan hefur verið skiigreint í stjórnarskrám kommúnistaríkjanna. Þá hefði hann lýst yfir þv! að framvegis yrði örygg- issveitum stjórnvalda ekki sigað á mótmælendur með þessum orðum: „Það verða enga blóðsúthellingar og herlög verða ekki sett." Adamec hefði ennfremur lýst yfir því að það hefði verið í óþökk stjórnvalda er ráðist var til atlögu við mótmælendur í miðborg Prag á föstudagskvöld. Var þessi yfirlýsing hans í algjörri mótsögn við tilkynningu yfirvalda frá því á mánudagskvöld en í henni sagði að ofbeldisverk öryggissveitanna hefðu veríð réttlætanleg. Tékkneska fréttastofan CTK skýrði frá því í gærmorgun að afráðið hefði verið að hefja opinbera rannsókn vegna framferðis liðsmanna öryggissveit- anna á föstudagskvöld. Skömmu eftir fund Adamecs og stjórnarandstæðinga gengu á þriðja hundrað þúsunda manns í fylkingu um miðborg Prag. Mannfjöldinn safnaðist saman á Wenceslas-torgi og krafðist þess að Milos Jakes, leið- togi tékkneska kommúnistaflokks- ins, segði af sér. Jiri Hajek, sem var utanríkisráð- herra landsins er hersveitir Sovét- manna og leppríkja þeirra í Varsjár- bandalaginu brutu á bak aftur um- bótastefnu valdhafa í Prag árið 1968, sagði í viðtali við franska útvarps- menn í Prag í gær að núverandi ráða- rrienn í Tékkóslóvakíu væru þess ekki umkomnir að koma á umbótum í landinu jafnvel þótt þeir vildu það. Skuggi fortíðarinnar myndi ævinlega hvíla á þeim. Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, sagði í gær að h'raða þyrfti umbótum í Austur-Evrópu. Leiðtogar komm- únistaríkjanna hefðu metið stöðu mála ranglega fyrir áratug eða svo og nú yrði að vinna tapaðan tíma upp. Ummæli hans voru tekin sem bein áskorun til leiðtoga Austan- tjaldsríkjanna að aðlagast breyttum tímum með því að grípa sem hraðast til allsherjar umbóta. Leiðtogar tékkneska kommúnista- flokksins hótuðu í gær að „koma á röð og reglu" í landinu. Litið var á það sem hótun um að stöðva frekari mótmælagöngur með hervaldi. Laxárnar í Noregi að „deyja" ein af annarri Ósló. Frá Eune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. Margvíslegir sjúkdómar ógna nú laxin- um í norskum ám og þar sem ástandið er al- varlegast er hann að verða aldauða. Að minnsta kosti tveir sjúkdó- manna hafa borist í villta laxinn með laxi og silungi, sem sloppið hefur úr eldiskvíum. Sníkjudýrið eða agðan gyrodacylus salaris hefur fundist í laxi í meira en 30 ám og í mörgum ám á Vesturlandinu og í Norður- Noregi er laxinn horfinn eða er að hverfa af þessum sökum. Leggst hún fyrst á seiðin og drepur þau og er svo bráðsmitandi, að einn sýktur fiskur í ánni smitar allan stofninn. Agðan, sem þrífst ein- göngu í fersku vatni, er landlæg í Svíþjóð en þar drepur hún ekki fisk- inn. Kýlapestin (furunkulose) hefur einnig borist í árnar frá eldisfiski en talið er, að allt að milljón fiskar sieppi úr eldisstöðvunum í Noregi á ári hverju. Er þessi sjúkdómur orðinn að miklu vandamáli í mörg- um ám en hann veldur stórum sár- um á fiskinum, sem síðan drepst. Nú að undanförnu hefur svo orðið vart annars sjúkdóms í ám á Vest- urlandinu, sem líkist kýlapest en er þó ekki fullgreindur enn. Reuter El Salvador: Skæruliðar halda 20 gíslum í lúxushóteli San Salvador. Reuter. SKÆRULIÐAR vinstrimanna í El Salvador réðust í gærmorgun á stórt hótel í höfiiðborginni, San Salvador, og náðu hluta þess og 20 gíslum á sitt vald. Meðal þeirrá eru fjórir starfsmenn bandaríska sendiráðsins. Sljórnarherinn umkringdi hótelið strax og fram eftir degi var ákaft barist við bygginguna. Um 80 gestir voru í hótelinu, sem áður tilheyrði Sheraton-hótel- hringnum, þegar skæruliðarnir réð- ust inn í það og þar á meðal Joao Baena, framkvæmdastjóri Samtaka Ameríkuríkja. Hann er þó ekki meðal gíslanna 20. Talsmaður hers- ins í El Salvador sagði, að Banda- ríkjamennirnir væru hugsanlega í hópi 55 hernaðarráðgjafa, sem Bandaríkjastjórn hefur sent til landsins, en talið er, að tveir útlend- ingar aðrir séu á valdi skærulið- anna, frá Chile og Guatemala. Framkvæmdastjóri hótelsins sagði, að skæruliðarnir væru reiðu- búnir til samninga við stjórnvöld en talsmaður hersins tilkynnti, að unnið væri að björgun gíslanna. Sagði hann, að herinn réði efri hæðum byggingarinnar en að það torveldaði björgunina, að skærulið- ar hefðu komið fyrir sprengjum í stigum og lyftum. Stórsókn skæruliða gegn stjórn- arhernum í sjálfri höfuðborginni og víðar í landinu hófst 11. nóvember s). og er talið, að síðan hafi að minnsta kosti 1.300 manns fallið af liði beggja og enn fleiri særst. Á mánudag sagði talsmaður stjórnar- hersins, að sóknin hefði verið brotin á bak aftur en svo er augljóslega ekki. Moskva: Zajkov settur af Moskvu. Keuter. LEV Zajkov var settur af sem formaður Moskvudeildar sovéska kommúnistaflokksins í gær, að sögn talsmanns flokksins. í stað /;ij- kovs, sem þykir harðlínumaður, var Júrí Prokofjev skipaður flokks- leiðtogi í Moskvu. Prokofjev er talinn umbótasinni og Iíklegri tíl að falla Moskvubúum í geð, en þeir höfðu andúð á Zajkov vegna harðlínustefnu hans. Talið er að mannaskiptin tengist þeirri fyrirætlan Gorbatsjovs að leiðtogar hinna ýmsu flokksdeilda verði í framboði við bæjar- og sveitar- stjórnakosningar í mars nk. Zajkov var skipaður flokksleið- togi í Moskvu fyrir tveimur árum í stað Borís Jeltsíns, sem hafði í frammi harða gagnrýni þar eð hon- um þóttu umbætur, sem boðaðar voru með perestrojku Míkhaíls Gor- batsjovs, Sovétleiðtoga, ganga of hægt fyrir sig. Zajkov tók sæti í stjórnmálaráði sovéska kommún- istaflókksins í mars 1986. Talið er að hann vermi það sæti ekki öllu lengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.