Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989 Samið í deilu Háskólans og stjórnvalda: > HI kaupir tölvur fyr- ir Þjóðarbókhlöðuna SÆTTIR hafa tekist í deilu Háskóla íslands og flármálaráðherra um ráðstöfun þess fjár sem háskólinn fær frá Happdrætti Há- skóla Islands. I fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að rúmar ' 87 milljónir færu í ýmis verkefni, þar af 60 milljónir í Þjóðarbók- hlöðuna. Eftir miklar deilur hefiir verið fallið frá þessu og þess í stað mun Háskólinn koma upp tölvukerfi í Þjóðarbókhlöðunni og tölvuneti um háskólasvæðið en gert er ráð fyrir að þetta kosti um 53 milljónir króna. í samkomulaginu segir að Há- skólaráð skuli gera áætlun um ráðstöfun tekna af happdrætti HÍ til nokkurra ára í senn og hafi á hverju ári samráð við mennta- málaráðuneytið. Þá segir að Raunvísindastofnun Háskólans og Tilraunastöð Háskólans skuli eiga rétt til styrkja úr sjóðum Háskói- ans til jafns við aðrar rannsóknar- stofnanir. - I ijárlögum fyrir árið 1990 er miðað við að 53 milljónir af fé Háskólans renni til Þjóðarbók- hlöðunnar og að auki taki Háskói- inn þátt í kostnaði við hluta hús- búnaðar í lestrarrýmum Þjóðar- bókhlöðu en samið verður um það síðar. Ekki er víst að hluti Háskól- ans komi allur til greiðslu á næsta ári. Sigmundur _ Guðbjamason, rektor Háskóla íslands, sagði að með þessu samkomulagi'~væri sjálfstæði Háskólans staðfest. „Þetta var sú lausn sem við gátum fallist á og tryggir áframhaldandi sjálfstæði Háskólans. Við fáum að ráða í hvað við notum pening- ana í stað þess að fjárveitinga- Morgunblaðið/Þorkell Sigmundur Guðbjamason, rektor Háskóla íslands, og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, undirrita samninginn. valdið úthluti fénu beint. Ég geri hinsvegar ráð fyrir að það verði deildar meiningar um þessa sam- þykkt en við töldum þetta far- sælla en að eiga í erfiðu stríði við stjórnvöld," sagði Sigmundur. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, sagði að hann teldi að þessu deilumáli væri nú lokið með fullum sóma beggja aðila. „Ég tel að þetta mál geri mönnum betur grein fyrir mikilvægi Háskólans og eigi eftir að styrkja hann,“ sagði Svavar. Tjón af völdum bruna hefiir tvöfaldast á tveimur árum TJÓN af völdum brana hefiir tvöfaldast á tveimur árum og eld- varnareftirliti er mjög ábótavant og illa fylgt eftir. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu nefiidar sem Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, skipaði til að gera úttekt á stöðu brunamála hér á Iandi. Á síðasta ári greiddu vátrygg- ingafélögin rúmlega 650 milljónir króna i brunatjón, á verðlagi í júlí 1989. Þessi tala er þegar komin nokkuð yfir 700 milljónir króna á þessu ári en var um 391 milljón árið 1986. í skýrslunni segir m.a. að í tíu stærstu brunum síðustu ára hafi eldvamareftirlit í flestum tilfellum brugðist. Ekki er nægilega vel far- ið eftir lögum um brunavarnir, og athugasemdum um úrbætur lítt fylgt eftir. Þá segir nefndin það athyglisvert að í stærstu bmnum síðustu átta ára em eldsupptök ókunn í rúmlega helmingi þeirra. í nefndinni vom Magnús H. Magnússon, fyrrverandi ráðherra, Ingi R. Helgason, forstjóri Bruna- bótafélags Islands, og Hákon Ól- afsson, forstöðumaður Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins. Þessi nefnd var skipuð eftir stór- brunann á Réttarhálsi 2 sl. vetur. Nefndin telur mjög brýnt að sett verði ný reglugerð um bmna- varnir og bmnamál, eldvarnar- eftirlit verði samræmt og að sveit- arfélög skipi tæknimenntaða bmnamálafulltrúa sem fylgist með því að ákvæðum brunamálareglu- gerðar verði fylgt. Ingi R. Helgason sagði það ekki vera ætlun nefndarinnar að finna einn ákveðinn sökudólg heldur væri tilgangur skýrslunnar að benda á það sem aflaga fer í bmna- vörnum og mikilvægt væri að efla Branamálastofnun og gera betur grein fyrir verksviði stofnunarinn- ar. Iðgjöld fylgja ástandi fasteigna Nefndin leggur til að vátrygg- ingafélögin nýti sér úttektir eld- vamareftirlitsins við ákvörðun ið- gjalda og setji álag á gmnniðgjald séu brunavarnir óviðunandi. Jafn- framt lækki iðgjöld af þeim fast- eignum þar sem brunavömum er vel sinnt. Þá er einnig talið brýnt að skýr ákvæði verði sett um rétt- arfarslega ábyrgð þeirra sem eiga að sjá um að hús séu í samræmi við lög og reglur, s.s. hönnuði, byggingarfulltrúa og slökkviliðs- stjóra- „Þetta er nokkuð svört skýrsla og útlitið er mun verra en ég átti von á,“ sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðherra. „Það er ýmislegt sem þarf að gera til að efla bmnavarnir en þrátt fyrir ábendingar og athugasemdir verð- ur oft lítið úr framkvæmdum," sagði Jóhanna. I lok skýrslunnar segir að óveij- andi sé að brunavarnagjald renni til annarra nota ríkissjóðs en rekst- urs Bmnamálastofnunar. Á næsta ári er gert ráð fyrir að brunavama- gjöld verði um 60 milljónir en Bmnamálastofnun ríkisins era ætlaðar um 34 milljónir. „Það sem stendur branavarnar- starfi helst fyrir þrifum er peninga- leysi. Þessar 34 milljónir duga ekki einu sinni til að halda áfram því starfi sem fyrir er, hvað þá að auka það eins óg segir í skýrsl- unni,“ sagði Bergsteinn Gizurar- son, bmnamálastjóri. „Bmnamála- stofnun hefur gert úttekt á rúm- lega eitt þúsund húsum og á eftir að gera úttekt á fimm þúsund til viðbótar. Útkoman hefur verið slæm og er i raun í fullu samræmi við þessa skýrslu," sagði Berg- steinn. 250 milljón- ir í útflutn- ingsbætur RÍKISSJÓÐUR greiddi í gær um 220 milljóna króna útflutnings- bætur vegna sauðfjárframleiðslu ársins 1988, og um 30 mjlljónir vegna mjólkurframleiðslu. I frum- varpi til fjáraukalaga fyrir árið 1989 er farið fram á 520 milljónir króna til þess að greiða uppbætur á landbúnaðarafurðir, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins mun vera stefiit að því að greiða þær að fúllu fyrir næstu mánaðamót. Að sögn Gísla Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs land- búnaðarins, ganga útflutningsbæt- urnar til viðskiptabankanna til greiðslu á svokölluðum útflutnings- bótalánum til sláturleyfishafa. Þegar þau hafa verið greidd upp eiga bank- arnir síðan að geta lánað sláturleyfis- höfum afurðalán að fullu vegna framleiðslu þessa árs. DC-þota Flug- leiða laskaðist í hvassviðri DC-ÞOTA Flugleiða skemmdist á mánudagskvöld þegar stigi fauk á hana á Kennedy-flugvelli í New York. Farþegamir voru ýmist hýstir í New York eða komið á áfangastað með öðrum flugfélögum. 155 farþegar áttu bókað far með vélinni. Farangur þeirra var kominh um borð, en þeir vom enn í flug- stöðvarbyggingunni þegar óhappið varð. Einar Sigurðsson, blaðafull- trúi Flugleiða, segir að miklir svipti- vindar hafi verið á vellinum. Stiginn rauf gat á vélina fyrir neðan dyrnar framan á vélinni. Einar sagði enn ekki hægt að segja til um hver kostnaður Flugleiða vegna þessa væri. Viðgerðin sjálf væri ekki mjög dýr, én stærstur hluti kostnaðar væri vegna farþega, sem koma þyrfti á Ieiðarenda með öðmm flug- félögum. Búist er við að þotan verði tekin í notkun að nýju í kvöld, mið- vikudag. Loðdýrarækt: Olíuleki á Bolagalli: Alvarlegt hve seint stað- aryfirvöld voru látin vita Aðstoð verði minni en fyrst var ráðgert Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt að vísa tillögum um aðgerðir vegna vanda loðdýraræktarinnar til dmsagnar þingflokka stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin hefúr haft tillögurnar til umfjöllunar undanfarinn hálfan mánuð, og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa verið gerðar á þeim þær breytingar, að í stað ríkisábyrgðar á skuldbreytingu 60% af lausaskuldum loðdýrabænda verði veitt ábyrgð á 40% skuldanna. Þá verði í stað 100 milljóna króna rekstrarstyrks til bænda á næsta ári veittur fæplega Samkvæmt tillögunum í núverandi mynd mun vera gert ráð fyrir því að um 20% loðdýrabænda, eða um 40 bændur, hætti búrekstri nú í haust, en auk þess er talið að fleiri bændur þurfi að hætta rekstri þar sem aðgerðimar em ekki taldar nægja til að leysa greiðsluvanda þeirra, og muni það í flestum tilfell- um leiða til gjaldþrots. Að sögn Hauks Halldórssonar, formanns Stéttarsambands bænda, ríður á að ákvarðanir varðandi loð- dýraræktina verði teknar strax, því 80 milljóna styrkur. bændur verði að fá vitneskju um hvort þeir eigi að lóga lífdýrastofnin- um eða -halda rekstrinum áfram. „Það er Ijóst að búgreinin þarf vera- lega aðstoð núna, og ég held að það gangi ekki upp að stíga skrefið að- eins til hálfs og ætla að kvelja menn áfram.Ég tel að tillögur nefndarinnar sem lagðar vom fyrir ríkisstjómina séu raunsæjar og þær þurfa að ná fram til þess að fleyta loðdýrarækt- inni yfir þanii erfiða hjalla sem nú er. Verulega tilslökun eða hálfkák miðað við það sem nefndin leggur til tel ég mjög orka tvimælis." - segir formaður bæjarráðs Bolungarvíkur UM 20 ÞÚSUND lítrar af hráolíu láku úr olíugeymi við ratsjárstöðina á Bolafjalli í siðustu viku. Talið er að megnið af oliunni hafi farið í sjóinn en töluvert gufaði upp á leiðinni niður Stigahlíð og eitthvað situr enn utan í hlíðinni. Olían var flutt upp á fjallið án vit- undar varnarmálaskrifstofú utanríkisráðuneytisins. Olíugeymarnir voru byggðir án þess að teikningar hefðu verið kynntar Siglingamálastoínun og teknir í notkun án undangenginnar úttektar stofnunarinnar, sem Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri segir að sé skylda. Stöðvarsvæðið hefúr nú verið hreinsað og gengið tryggilega frá olíutönkunum fyrir veturinn. Hráolía hefur á sama hátt verið sett í geyma við rat- sjárstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli. „Ég lít þetta mál allt mjög alvar- legum augum, sérstaklega það hversu seint vamarmálaskrifstofan lét staðaryfirvöld hér vita af þessu mikla mengunarslysi,“ sagði Valdi- mar L. Gíslason, formaður bæjarráðs og formaður heilbrigðisnefndar Bol- ungarvíkurkaupstaðar. „Það boðar ekki gott um samskipti þessara aðila í framtíðinni ef sýna á okkur hér svona lítilsvirðingu,“ sagði Valdimar. Hann sagði að enginn virtist ábyrgur fyrir mannvirkjunum á Bolafjalli og þau hefðu verið gæslulaus í marga mánuði. Vafdimar sagði að bæjarráð Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Hráolíutankurinn viö ratsjárstöðina á Bolafjalli- myndi fylgjast vel með eftirmálun- um. Rannsaka þyrfti hvað hefði kom- ið fyrir og hvaða áhrif mengunin hefði á dýralíf út við Stigahlíðarfjöru og vatnsból kaupstaðarins. Þorsteinn Ingólfsson, skrifstofu- stjóri, sagði að vamarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins hefði ekki verið kunnugt um að olía væri kom- in upp á Bolafjall fyrr en í síðustu viku þegar lekinn uppgötvaðist. Sagði hann að stöðin væri ekki full- gerð og enn í umsjá varnarliðsins. Að hans dómi vom það mistök að flytja olíuna á fjallið nú, þar sem Siglingamálastofnun hefði ekki tekið aðstöðuna út með tilliti til mengunar- varna. Þorsteinn sagði að strax hefði legið fyrir að Bolungarvík stafaði engin hætta af olíunni og því hefði verið farið með málið sem innan- hússmál fyrst þegar það kom upp- Þegar svo í ljós hefði komið að olían hefði komist út úr stöðinni um niður- fall og affallspípu út í ísafjarðardjúp, vegna þess að búnaðurinn hefði brugðist, hefði bæjarstjórinn verið látinn vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.