Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 4
 í H3Í imO'/ !! 1 /JLiH ■' U / (HIV. ' . ' : ' —t 4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NOVEMBER 1989 „Hefur ver- ið lærdóms- ríkur tími“ - segirHugrún Linda Guð- mundsdóttir HUGRÚN Linda Guðmundsdótt- ir tekur þátt í fegurðarsam- keppninni Ungfrú heimur í dag í Hong Kong. Hugrún hefur ver- ið tæpar fímm vikur í Hong Kong þar sem farið hafa fram æfingar fyrir keppnina. Keppnin fiefst á hádegi í dag, að íslensk- um tima, og verður sýnd á Stöð 2 í kvöld. „Þetta hefur verið mjög lær- dómsríkur og skemmtilegur tími. Andinn í hópnum er góður og ég hef eignast góðar vinkonur í hópi keppenda," sagði Hugrún Linda í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum verið að í fimm vikur, fyrst fjórar vikur á Tapei, þar sem við tókum upp dansatriði sem verða sýnd í keppninni, og svo nokkra daga hér í Horig Kong.“ Ein breyting verður á fyrirkomu- lagi keppninnar því aðeins tíu stúlkur komast í úrslit en ekki fimmtán eins og undanfarin ár. Hugrún sagði að þær hefðu mest verið á hótelinu enda lítið fengið að fara í bæinn. Þó væri ekki hægt að kvarta þar sem hótel- ið væri glæsilegt og nóg að gera. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en það er komia held- ur meiri alvara í þetta núna. Ég vil ekkert vera að spá, vona bara það besta," sagði Hugrún Linda Guðmundsdóttir. Uthlutun lóðar við Lág- múla 6 ekki afturkölluð í GREINARGERÐ borgarritara og borgarendurskoðanda vegna úthlut- unar á byggingarrétti við Lágmúla 6, kemur fram að í þeim örfáu til- vikum sem borgarráð hefúr afturkallað úthlutun hafi legið fyrir skjal- fest, að lóðarhafi ætlaði ekki sjálfúr að byggja á fóðinni eða að hann hafi ekki staðið við skilmála. Með hliðsjón af því sé ekki efúi til að gera tillögu um afturköllun á lóðinni. I greinargerð borgarendurskoð- anda kemur fram að mistök hafi orðið í útreikningi gatnagerðagjalda og að þau hafi verið greidd að fullu eftir leiðréttingu. Greinargerðir borgarritara og borgarendurskoðanda voru unnar að ósk Alfreðs Þorsteinssonar Fram- sóknarflokki, og lagðar fram á fundi borgarráðs í gær. Á fundinum kom fram tillaga frá Alfreð um að borgar- ráð afturkallaði. lóðarúthlutun til Snorra hf. vegna ófullnægjandi svara frá fyrirtækinu, en borgarritari byggði greinargerð sína á þeim. Sig- uijón Pétursson Alþýðubandalag, bar fram tillögu um að fresta afgreiðslu málsins en sú tillaga var felld með þremur atkvæðum gegn tveimur. Siguijón lagði fram bókun og mót- mælti afgreiðslu málsins, þar sem borgarráðsmenn hafi ekki haft tími til að kynna sér ný gögn í málinu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks lögðu fram frávísunartillögu, þar sem fram kemur að Alfreð taki ekki tillit tii upplýsinga, sem fyrir liggi og því ljóst að afstaða hans byggist ekki á faglegu mati. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæð- um gegn einu en Siguijón sat hjá. Alfreð bókaði, að með því að vísa frá tillögu um afturköllun á lóðarút- hlutuninni. hafi Sjálfstæðismenn í borgarstjórn ákveðið að axla þetta lóðarmál sem hugsjónarmál sitt. I bókun Bjarna P. Magnússonar, Al- þýðuflokki, segir: „Ég taldi augljóst, þegar að ég heyrði af því að eigandi Snorra hf. hefði selt rekstur sinn að réttur til byggingar á lóðinni við Ármúla hafi fylgt með. Þegar svo er ekki tel ég að eigandinn hafi átt að skila inn lóðinni þar sem forsend- ur fyrir úthlutun séu ekki lengur til staðar. Því samþykki ég að lóðarút- hlutunin verði afturkölluð." i í bókun Elínar Ólafsdóttur Kvennalista, kemur fram að enn sé ýmislegt óljóst. Það sé hins vegar ljóst að borgarfulltrúinn og annar eigandi lóðarinnar hafi fengið aðra fyrirgreiðslu en aðrir borgarar. 28 taka þátt í próf- kjöri í Haftiarfirði VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gaer) I/EÐURHORFUR íDAG, 22. NÓVEMBER. YFIRLIT í GÆR: Hæg breytileg átt og léttskýjað um mest allt landið. Frost var víðast hvar á landinu, mest 7 stig á Raufarhöfn en 3 til 4 stiga hiti á stöku stað við Suðurströndina. SPÁ: Breytileg átt, víðast gola, en kaldi á stöku stað, skýjað með köflum við sjávarsíðuna, en léttskýjað inn til landsins. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt og víðast léttskýjað. Hiti nálægt frostmarki við sjávarsíðuna að degin- um, en annars 2ja til 10 stiga frost. TÁKN: /, Norðan, 4 vindstig: y Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning EE Þoka / / / = Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 5 ? Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tima hiti veður Akureyri +4 léttskýjað Reykjavik 0 léttskýjað Bergen 4 slydduél Helsinki + snjókoma Kaupmannah. 3 þokumóða Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk 5 skýjað Ósló 3 skýjað Stokkhólmur 0 skýjað Þórshöfn 4 léttskýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 11 mistur Barcelona 18 mistur Berlín +2 þoka Chicago ■j-2 iéttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 9 mistur Glasgow 9 mistur Hamborg +1 þokumóða Las Palmas 24 léttskýjað tondon 9 þoka Los Angeles 15 heiðskírt Lúxemborg 7 skýjað Madríd 11 rigning Malaga 16 súld Mallorca 20 skýjað Montreal *6 snjókoma New York 2 úrkoma Orlando 11 þokumóða París 13 skýjað Róm 18 skýjað Vín 1 þokumóða Washington 3 léttskýjað Winnipeg +8 alskýjað Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði hefur staðfest tillögu kjörnefndar um frambjóðendur til prófkjörs vegna bæjarstjórnarkosn- inga á næsta ári. Prófkjörið, sem er opið, verður 2. og 3. desember, í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði. Prófkjörið fer þannig fram, að merkja á við að minnsta kosti níu menn á listanum, með tölunum 1-9. Frambjóðendur eru 28 talsins og var dregið um röð þeirra á kjörseðlinum. í efsta sæti er Jóhann G. Bergþórs- son, þá Hafsteinn Þórðarson, Jóhann Guðmundsson, Valgerður Sigurðar- dóttir, Guðjón Tómasson, Valur Blomsterberg, Hulda Sigurðardóttir, Oddur H. Oddsson, Sigurður Þor- varðarson, Magnús J. Kjartansson, Tryggvi Þór Jónsson, Hermann Þórð- arson, Rannveig Sigurðardóttir, Kristinn A. Jóhannesson, Ellert Borgar Þorvaldsson, Ása María Valdimarsdóttir, Mjöll Flosadóttir, Erlingur Kristjánsson, Bima K. Ragnarsdóttir, Sigurður Ragnars- son, Hjördís Guðbjömsdóttir, Hjálm- ar Ingimundarson, Þorgils Ó. Mathi- esen, Trausti Jónasson, Helga Stef- ánsdóttir, Magnús Gunnarsson, Stef- anía Víglundsdóttir og Ásdís Konr- áðs. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði eru nú fjórir, Árni Grétar Finnsson, Sólveig Ágústs- dóttir, Jóhann G. Bergþórsson og Hjördís Guðbjörnsdóttir. Árni Grétar og Sólveig gáfu ekki kost á sér á listann nú. Frambjóðendumir 28 verða með kynningarfund í veitingahúsinu Skútunni klukkan 15 á sunnudag. Nýr gagnrýnandi ritar um bókmenntir INGI Bogi Bogason bætist nú í hóp bókmenntagagnrýnenda Morgunblaðsins. Hann hefur áð- ur skrifað um bækur í tímarit og blöð. Ingi Bogi lauk cand. mag. prófi í ísiensku og almennri bókmennta- fræði frá Háskóla Islands 1986. Hann var íslenskukennari við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti frá 1980 til 1988, en hefur síðan starfað sem lektor í íslensku við norrænudeild háskólans í Kiev í V-Þýskalandi. Hann var meðal þeirra sem sáu um útgáfu á bókinni Gegnum ljóð- múrinn (1987), safni íslenskra ljóða á tuttugustu öld. Hann skrifaði handrit að og hafði umsjón með sjónvarpsþætti um Stein Steinarr og vinnur nú að rannsóknarverkefni um líf Steins og ljóð. Fyrsti ritdómur Inga Boga birtist Ingi Bogi Bogason á bls. 3 í. aukablaði Morgunbiaðs- ins, Menning og listir, í dag. Nýr leiklistargagnrýn andi Morgunblaðsins GUÐRÚN Þóra Gunnarsdóttir, 24 ára Svarfdælingur, mun rita um leiklist fyrir Morgunblaðið í vetur. Fyrsti leikdómur hennar, Haust með Gorki, birtist í dag á blaðsíðu 4 í aukablaði Morgun- blaðsins, Menning og listir. Guðrún Þóra er 24 ára Svarf- dælingur, frá Brekku. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1985. Guðrún Þóra er að ljúka BA-prófi í íslenzkum bókmenntum við Háskóla íslands, en í námi sínu hefur hún meðal annars lagt stund á leiklistarsögu. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.