Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUE 22. NÓVEMBKR 19i m, ~---------~ Iðnaðarbankinn eignast öll hlutabréfin í Glitni hf. Samkomulag hefur tekist með Iðnaðarbankanum annars vegar og A/S Nevi, Noregi og Sleipner U.K. Ltd., Bretlandi, hins vegar um kaup bankans á hlutabréfum þessara aðilá í eignarleigufyrir- tækinu Glitni hf. Um er að ræða 65% af heildarhlutafé fyrirtækisins. Iðnaðarbankinn, Nevi og Sleipner stofnuðu Glitni í árslok 1985, en eiginleg starfsemi á sviði eignarleigu hófst 1. mars 1986. í júní 1988 keypti Bergen Bank í Noregi öll hlutabréfin í A/S Nevi af Vesta tryggingasamsteypunni. í kjölfarið hefur stefnu A/S Nevi verið breytt að því er varðar þátt- töku í erlendum fyrirtækjum. Þessar breyttu aðstæður leiddu til þess að ofangreint samkomulag var gert, segir meðal annars í fréttatilkynningu frá Glitni hf. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Erfitt var að komast að rótum eldsins við afturhjólið. Sprautað var á hann froðu. Á innfelldu myndinni sést þegar slökkviliðið ræðst til atlögu við eldinn. Eldur í strætisvagni ELDUR kom upp í kyrrstæðum og mannlausum strætisvagni sem stóð í varastæði SVR við austur- gafl lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu, laust eftir klukkan átta í gærmorgun. Slökkvilið var strax kallað til en meðan þess var beðið dældu starfs- menn strætisvagna og lögreglumenn úr handslökkvitækjum á eldinn sem kom upp við vinstra afturhjól vagns- ins. Vegna þess hve erfitt var að komast að rótum eldsins í undirvagni strætisvagnsins þurfti slökkviliðið að nota froðu til að kæfa hann. Nokkr- ar skemmdir urðu á vagninum. • Eldsupptök eru óljós en vagninn hafði staðið í stæðinu stutta stund. Missti framanaf fingrum STARFSMAÐUR Steypustöðv- arinnar Óss í Garðabæ missti framan af þremur fingrum um klukkan 10.30 í gærmorgun. Maðurinn var að vinna við tré- sög, án öryggishlífar. Hann var fluttur á sjúkrahús. Áminning látin nægja VERÐLAGSSTOFNUN hefur látið nægja að áminna íslenska útvarpsfélagið vegna spurninga- leiks Bylgjunnár og Sjóyá- Almennar sem stofnunin taldi ólöglegan. f frétt frá Verðlagsstofnun kem- ur fram að ástæða þess að stofnun- in lætur áminningu nægja er að íslenska útvarpsfélagið hætti strax auglýsingum í dagblöðum um spurningaleikinn, viðurkenndi bréf- lega að það hefði vegna misskiln- ings farið út fyrir ramma verðlags- laganna og lofaði að forðast að samskonar mál kæmi upp aftur, auk þess sem þetta væri í fyrsta skipti sem Verðlagsstofnun hefði haft afskipti af félaginu. Rafgeymir sprakk í andlit manns MAÐUR brenndist og skarst í andliti á verkstæði Istaks við Smiðshöfða á mánudagsmorgun þegar rafgeymir sem hann var að tengja við vél sprakk. Sýra og brot úr geyminum þeyttust í andlit mannsins, sem var fluttur með sjúkrabfl á slysadeild. Geymirinn hafði verið í hleðslu um nóttina. Talið er líklegt að þeg- ar maðurinn tengdi geyminn hafi hlaupið neisti og valdið sprengingu f uppgufun sem safnast hafí saman vegna hleðslunnar. Til London eða Köben fyrir 29.700,- aðeins hjá Veröld og Pólaris Sérsamningur okkar við nýtt hótel í London gerir okkur kleift að bjóða helgarferð til heimsborgarinnar á einstöku verði og einnig 6 daga ferðir til Köben fyrir lægra verð en áður hefur þekkst. London, Þessi einstaka borg, sem þúsundir ís- lendinga heimsækja árlega vegna fjölbreytni heimsborgarinnarog fjölskrúðugs mannlífs. Núna er listalífið í hvað mestum blóma í London og verslanir komnar með fyrstu skreytingarnar fyrir jólin. Veröld býður nú í fyrsta sinn nýjan gististað hjá Hyde Park á einstöku verði. niIAMIISIÍIIN tárCie Kaupmannahöfn skartar nú sínum feg- urstu haustlitum og fyrir þá íslendinga, sem eru vanir að fara til Köben fyrir jólin, er nú einstakt tækifæri til að láta drauminn rætast. í samvinnu við SAS flugfélagið bjóða Veröld og Pólaris nú besta verðið til Köben í vetur. IMRIS Austurstræti 17, sími 622200 og Kirkjutorgi 4, Sími 622011 T O S H I B A SJOIMVARPSTÆK Við fengum takmarkað magn afþessum gæðalitsjónvörpum frá T0SHIBA áeinstökuverði. * Flatur, kantaðurskjármeðfínniupplausn, hægtaðsitjaí2mfjarlægðfrá tækinu. * Fullkomin fjarstýring, allar skipanir birtast á skjánum, en hvería að 5 sek. , liðnum. • Gert fyrir framtíðina, tekur við útsendingum frá öllum keríum: PAL (evrópska), SECAM (franska), NTSC (bandaríska). • SUPER VHS tenging og EUFtO-A Vtengi fyrirmyndbandstæki, hljómtæki, tölvuroggeríihnattamóttóku. * Tímarofi, sem getur slökkt á tækinu að 30, 60, 90 eða 120 mínútum liðnum. Þetta erjólagjöf allrar fjölskyldunnar í ár. Hafið hraðar hendur, því svona tækifæri til að endurnýja gamla tækið gefst ekki aftur á næstunni! * Staðgreiðsluverð. Afborgunarverð erkr. 89.900 Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 — 2? 16995 og 622900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.