Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NOVEMBER 1989 Um hljóðtímarit á snældum eftir Gísla Helgason Nú er tæpt ár siðan Hljóð- bókagerð Blindrafélagsins tók til starfa. Þar er góð aðstaða til hvers kyns hljóðritana og fjölföldunar á tónsnældur. Megintilgangur Hljóðbókagerðarinnar er að stuðla að útgáfu bóka og tímarita á snældum. Nú þegar er útgáfa nokkurra hljóðbóka fyrir almenn- an markað í bígerð. Þannig ættu blindir og sjónskertir og aðrir þeir sem vilja eignast bækur á snæld- um, að geta fengið óskir sínar að einhverju leyti uppfylltar. Um 14 ára skeið hefur Blindra- félagið gefið út hljóðtímaritið Valdar greinar. Þar eru lesnar greinar úr dagblöðum og tímarit- „Megintilgangur Hljóð- bókagerðarinnar er að stuðla að útgáfu bóka og tímarita á snæld- um. um. Morgunblaðið hefur stutt þessa útgáfu með því að gefa Blindrafélaginu áskrift af blaðinu. Snældan hefur að jafnaði komið út hálfsmánaðarlega, en til stend- ur að auka þá útgáfu til muna ef fjármagn fæst. Þá hefur Öryrkjabandalag ís- lands gefið út fréttabréf sitt á snældum, Tryggingastofnun ríkis- ins gefur nú einnig út ritið Al- mannatryggingar á snældum og landlæknir hefur bætt útgáfu á fréttabréfi sínu á hljóðsnældum við þá prentuðu sem fyrir var. Auk þess gefur Blindrabókasafn ís- lands út tímarit Heilsuhringsins, Hollefni og heilsurækt. Með grein þessari langar mig að vekja athygli á þessum hljóð- tímaritum, einkum þó Völdum greinum úr dagblöðunum, en þar geta allir þeir sem erfitt eiga með lestur fengið örlitla innsýn í það efni sem í dagblöðum birtist. Vald- ar greinar eru um 90 mínútur að lengd. Tekið skal fram að hljóð- tímarit þetta er að miklu leyti nið- urgreitt af Blindrafélaginu og er þess vegna á vægu verði. Félagið hefur ákveðið að gefa þeim sem áhuga hafa á og erfitt eiga með lestur að gerast áskrifendur. Þeir Gísli Helgason sem óska fá ókeypis áskrift til áramóta. Höfíindur er forstöðumaður Blindrabókasafhsins. |£/ TONLISTJtRMENN ^ NÁ TÖKUM Á TÆKNINNI Stafræna Technics píanóið Nýja Technics rafmagnspíanóið er meö hamraverki og sama nótnaáslætti og venjulegt píanó. Technics rafmagnspíanóið er meö stafrænum (digital) hljóðmyndunum. Ný innbyggð hljómtækni sem gefur betri víddir í endurhljómi og tónsvörun líkt og t.d. stór hljómleikasalur eða lítil koníaksstofa. Hljómval: píanó (litil og stór), rafmagnspíanó, harpsichord, harpa, gítar, klarinett o.m.fl. Einnig: tónval, taktmælir, innbyggð hljóðritunartæki, tenging við tólvur eða önnur hljómborð (midi), 2x30w og 2x20w stereo magnari, hátalarar. Hægt er að spila á píanóið og æfa sig með heyrnatólum. Technics orgel sx EX5L Dæmigert orgel með hefðbundnum röddum, en nú með stafrænum hljóðmyndum. Fyrir hefð- bundinn orgelleik bjóðast margir raddmöguleik- ar og samhljómun ásamt tuttugu sólóröddum (hljóðfæri) í efra borði. Þrjár bassaraddir, hefðbundinn orgelbassi og kontra- og rafmagns- bassar, sextán taktar fyrir undirleik. m.a. vals, swing, samba, shuffle o.fl. Innbyggður 40w magnari og tveir hátalarar. Stafrænn Technics hljóðgervill Fjölmargar innbyggðar digital hljóðmyndanir. Sambyggt er í tækinu undirleikur (bassi, trommur, alls konar hljómgrunnar) með um 80 taktafbrigðum. Ótrúlegir móguleikar á samsetn- ingu nýrra hljóða eða tónmynda (sound creation). Innbyggð eru um 30 ólík hljóðfæri, magnari og hátalarar, midi tenging, pitch bend og geymsluforritun. Nýtt Technics hljóðfæri sem byggt er á stafræn- um (digital) hljóömyndunum. Hver tónn er nákvæm eftirlíking náttúrulegra hljóða. Píanó- hljómurinn er bylting á rafhljóðfæri og með píanó áslætti. Aðrir hljómmöguleikar eru t.d. orgel (jazz/pípu), málmblástur, tréblástur, 'gítarar, harpichord, strengir, bassi (raf/kontra), clavi, vibetone, vocal ensamble, synth o.m.fl. Petta hljóðfæri er með hljómsveitarundirleik í mörgum taktmöguleikum, samtengdum tromrrí- um og bassaundirleik. Innbyggður stereo' magnari og hátalarar. Technics orgel sx EX35-EX25L-EX15L Nýjar gerðir af orgelum með fleiri sólóhljóðfær- um en áður. Taktar fyrir undirleik og bassa, undirspil er með nýjum og bættum útfærslum. Samspil efra og neðra borðs gefur möguleika á fjölbreyttum undirleik og röddunum. Bassaleikur er nú með ýmsum valmöguleikum og trommur með upphafi, sólóum og endingum. Einnig: reverbtæki, minni fyrir hljómstillingar og takta, kristalskjár með upplýsingum um tóntegund, hljómval og takthraða og samtengingar orgelsins. Allar hljóðmyndanir í orgelunum.eru gerðar með stafrænum hætti (digital) og með stereo hljóm. GREIDSLUKJÖR Ykkur bjóðast afborgunarskilmálar til allt að 24 mánaða. Hafið samband eða komið í verslunina og kynnist tækninni. JAPISS mm\ SKIPAGATA 1 - SIMI 96 25611 HLJÓDFÆRAVERSLUN 4t PALMARS ARNA HF HLJÓÐFÆRASALA - STILLINGAR - VIÐGERÐIR ÁRMÚLI38,108 REYKJAVÍK, SÍMI91-32845 ¦ BORG í Miklaholtshreppi- Nýlega söng Kirkjukór Stykkis- hólmskirkju í Breiðabliki við mikla hrifningu áheyrenda. Undirleikarar voru Erlendur Jónsson og Haf- steinn Sigurðsson, en stjórnandi kórsins er Ronald W. Turner. Páll ¦ UTANRÍKISMÁLANEFND Sambands ungra jafhaðarmanna fagnar þeim árangri sem náðst hef- ur í viðræðum EFTA og EB undir forsæti Jóns Baldvins Hannibals- sonar formanns Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra. í fréttatil- kynningu frá SUJ segir að tryggja verði að Alþýðuflokkurinn hafi áfram með höndum stjórn utanrík- ismála. Þá lýsir utanríkismálanefnd SUJ einnig mikilli ánægju með hin stóru skref í átt til lýðræðis og frels- is í Austur-Evrópu sem stigin hafa verið að undanförnu. ¦ FRAMKVÆMDANEFND um launamál kvenna gengst fyrir ráð- stefnu um konur og kjaramál í Sóknarsalnum 25. nóvember næstkomandi, og hefst ráðstefnan kl. 13. Fjallað verður um hlutdeild kvenna í kjarasamningum, og hafa framsögu þau Ogmundiir Jónas- son, formaður BSRB, 'Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Ingvi Örn Kristinsson, formaður Sam- bands íslenskra bankamanna, Páll Halldórsson, formaður BHMR og Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, formaður Lands- sambands íslenskra verslunar- manna. Að loknum framsöguerind- um verða umræður, en að þeim loknum flytur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagnfræðingur erindi um þversögn í kjarabaráttu kvenna. ¦ STJÓRN Matvæla- og nær- ingarfræðingafélags íslands hef- ur sent ráðherrum í ríkisstjórninni bréf, þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að við ákvörðun á virðis- aukaskatti á matvæl verði fullt til- lit tekið til manneldis- og neyslu- stefnu, sem ríkisstjórnin samþykkti síðastliðið vor og Alþingi sam- þykkti með þingsályktunartillögu. Samkvæmt stefnu þessari ber að stuðla að aukinni neyslu á grófu korni, kartöflum, grænmeti og ávöxtum, en draga úr fitu- og syk- urinnihaldi matvæla. Stjórn MNÍ leggur til að sú matvara sem auka verður í fæðunni samkvæmt mann- eldis- og neyslustefnunni verði í lægra skattþrepi ef um tvö skatt- þrep verður að ræða. HAGGIUNDS DENISON VÖKVADÆLUR ¦ír Olíumagn frá 19-318 l/mín. ¦ír Þrýstingur allt að 240 bar. ¦ír Öxul-flans staðall sá sami og á öðrum skófludælum. ¦ír Hljóðlátar, endingargóðar. •& Einnig fjölbreytt úrval af stimpildælum, mótorum og ventlum. ¦ír Hagstætt verð. ¦ír Ýmsar gerðir á lager. ¦ír Varahlutaþjónusta. ¦ír Hönnum og byggjum upp vökvakerfi. SIC. SVEINBJÖRNSSON HF. Skeiðarási, Carðabæ símar 52850 - 52661

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.