Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NOVEMBER 1989 Um hljóðtímarit á snældum eftir Gísla Helgason Nú er tæpt ár síðan Hljóð- bókagerð Blindrafélagsins tók til starfa. Þar er góð aðstaða til hvers kyns hljóðritana og fjölföldunar á tónsnældur. Megintilgangur Hljóðbókagerðarinnar er að stuðla að útgáfu bóka og tímarita á snældum. Nú þegar er útgáfa nokkurra hljóðbóka fyrir almenn- an markað í bígerð. Þannig ættu blindir og sjónskertir og aðrir þeir sem vilja eignast bækur á snæld- um, að geta fengið óskir sínar að einhveiju leyti uppfylltar. Um 14 ára skeið hefur Blindra- félagið gefið út hljóðtímaritið Valdar greinar. Þar eru lesnar greinar úr dagblöðum og timarit- „Megintilgangur Hljóð- bókagerðarinnar er að stuðla að útgáfu bóka og tímarita á snæld- um.“ um. Morgunblaðið hefur stutt þessa útgáfu með því að gefa Blindrafélaginu áskrift af blaðinu. Snældan hefur að jafnaði komið út hálfsmánaðarlega, en til stend- ur að auka þá útgáfu til muna ef fjármagn fæst. Þá hefur Öryrkjabandalag ís- lands gefið út fréttabréf sitt á snældum, Tryggingastofnun ríkis- ins gefur nú einnig út ritið Al- mannatryggingar á snældum og landlæknir hefur bætt útgáfu á fréttabréfi sínu á hljóðsnældum við þá prentuðu sem fyrir var. Auk þess gefur Blindrabókasafn Is- lands út tímarit Heilsuhringsins, Hollefni og heilsurækt. Með grein þessari langar mig að vekja athygli á þessum hljóð- tímaritum, einkum þó Völdum greinum úr dagblöðunum, en þar geta allir þeir sem erfitt eiga með lestur fengið örlitla innsýn í það efni sem í dagblöðum birtist. Vald- ar greinar eru um 90 minútur að lengd. Tekið skal fram að hljóð- tímarit þetta er að miklu leyti nið- urgreitt af Blindrafélaginu og er þess vegna á vægu verði. Félagið hefur ákveðið að gefa þeim sem áhuga hafa á og erfitt eiga með lestur að gerast áskrifendur. Þeir Gísli Helgason sem óska fá ókeypis áskrift til áramóta. Höfiindur er forstöðumaður Blindrabókasafhsins. FYRIR TONUSTARMENN SEM VILJA NÁ TÖKUM Á TÆKNINNI Technics orgel sx EX35-EX25L-EX15L Dæmigert orgel með hefðbundnúm röddum, en nú með stafrænum hljóðmyndum. Fyrir hefð- bundinn orgelleik bjóðast margir raddmöguleik- ar og samhljómun ásamt tuttugu sólóröddum (hljóðfæri) í efra borði. Þrjár bassaraddir, hefðbundinn orgelbassi og kontra- og rafmagns- bassar, sextán taktar fyrir undirleik. m.a. vals, swing, samba, shuffle o.fl. Innbyggður 40w magnari og tveir hátalarar. Nýjar gerðir af orgelum með fleiri sólóhljóðfær- um en áður. Taktar fyrir undirleik og bassa, undirspil er með nýjum og bættum útfærslum. Samspil efra og neðra borðs gefur möguleika á fjölbreyttum undirleik og röddunum. Bassaleikur er nú með ýmsum valmöguleikum og trommur með upphafi, sólóum og endingum. Einnig: reverbtæki, minni fyrir hljómstillingar og takta, kristalskjár með upplýsingum um tóntegund, hljómval og takthraða og samtengingar orgelsins. Allar hljóðmyndanir í orgelunum eru gerðar með stafrænum hætti (digital) og með stereo hljóm. GREIÐSLUKJÖR Ykkur bjóðast afborgunarskilmálar til allt að 24 mánaða. Hafið samband eða komið í verslunina og kynnist tækninni. Nýtt Technics hljóðfæri sem byggt er á stafræn- um (digital) hljóðmyndunum. Hver tónn er nákvæm eftirlíking náttúrulegra hljóða. Píanó- hljómurinn er bylting á rafhljóðfæri og með píanó áslætti. Aðrir hljómmöguleikar eru t.d. orgel (jazz/pípu), málmblástur, tréblástur, gítarar, harpichord, strengir, bassi (raf/kontra), clavi, vibetone, vocal ensamble, synth o.m.fl. Þetta hljóðfæri er með hljómsveitarundirieik í mörgum taktmöguleikum, samtengdum tromnf- um og bassaundirleik. Innbyggður stereo" magnari og hátalarar. JAPISS AKtim SKIPAGATA 1 -SIMI 96 25611 HLJÓÐFÆRAVERSLUN PALMARS ARNA HF HLJÓOFÆRASALA - STILLINGAR - VIÐGERDIR ÁRMÚLI 38,108 REYKJAVÍK, SÍMI 91 -32845 Stafrænn Technics hljóðgervill Fjölmargar innbyggðar digital hljóðmyndanir. Sambyggt er í tækinu undirleikur (bassi, trommur, alls konar hljómgrunnar) með um 80 taktafbrigðum. Ótrúlegir möguleikar á samsetn- ingu nýrra hljóða eða tónmynda (sound creation). Innbyggð eru um 30 ólík hljóöfæri, magnari og hátalarar, midi tenging, pitch bend og geymsluforritun. Technics sx PR300 Technics orgel sx EX5L Stafræna Technics píanóið Nýja Technics rafmagnspíanóið er með hamraverki og sama nótnaáslætti og venjulegt píanó. Technics rafmagnspíanóið er með stafrænum (digital) hljóðmyndunum. Ný innbyggð hljómtækni sem gefur betri víddir í endurhljómi og tónsvörun líkt og t.d. stór hljómleikasalur eða lítil koníaksstofa. Hljómval: píanó (lítil og stór), rafmagnspíanó, harpsichord, harpa, gítar, klarinett o.m.fl. Einnig: tónval, taktmælir, innbyggð hljóðritunartæki, tenging við tölvur eða önnur hljómborð (midi), 2x30w og 2x20w stereo magnari, hátalarar. Hægt er að spila á píanóið og æfa sig með heyrnatólum. M BORG í Miklaholtshreppi- Nýlega söng Kirkjukór Stykkis- hólmskirkju í Breiðabliki við mikla hrifningu áheyrenda. Undirleikarar voru Erlendur Jónsson og Haf- steinn Sigurðsson, en stjórnandi kórsins er Ronald W. Turner. Páll ■ UTANRÍKISMÁLANEFND Sambands ungra jafhaðarmanna fagnar þeim árangri sem náðst hef- ur í viðræðum EFTA og EB undir forsæti Jóns Baldvins Hannibals- sonar formanns Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra. í fréttatil- kynningu frá SUJ segir að tryggja verði að Alþýðuflokkurinn hafi áfram með höndum stjórn utanrík- ismála. Þá lýsir utanríkismálanefnd SUJ einnig mikilli ánægju með hin stóru skref í átt til lýðræðis og frels- is í Austur-Evrópu sem stigin hafa verið að undanförnu. ■ FRAMKVÆMDANEFND um launamál kvenna gengst fyrir ráð- stefnu um konur og kjaramál í Sóknarsalnum 25. nóvember næstkomandi, og hefst ráðstefnan kl. 13. I’jallað verður um hlutdeild kvenna í kjarasamningum, og hafa framsögu þau Ogmundur Jónas- son, formaður BSRB, 'Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Ingvi Orn Kristinsson, formaður Sam- bands islenskra bankamanna, Páll Halldórsson, formaður BHMR og Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, formaður Lands- sambands íslenskra verslunar- manna. Að loknum framsöguerind- um verða umræður, en að þeim loknum flytur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagnfræðingur erindi um þversögn í kjarabaráttu kvenna. H STJÓRN Matvæla- og nær- ingarfræðingafélags íslands hef- ur sent ráðherrum í ríkisstjórninni bréf, þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að við ákvörðun á virðis- aukaskatti á matvæl verði fullt til- lit tekið til manneldis- og neyslu- stefnu, sem ríkisstjórnin samþykkti síðastliðið vor og Alþingi sam- þykkti með þingsályktunartillögu. Samkvæmt stefnu þessari ber að stuðla að aukinni neyslu á grófu korni, kartöflum, grænmeti og ávöxtum, en draga úr fitu- og syk- urinnihaldi matvæla. Stjórn MNI leggur til að sú matvara sem auka verður í fæðunni samkvæmt mann- eldis- og neyslustefnunni verði í lægra skattþrepi ef um tvö skatt- þrep verður að ræða. HAGGLUNDS DENISON VÖKVADÆLUR ☆ Olíumagn frá 19-318 l/mín. ☆ Þrýstingur allt að 240 bar. ☆ Öxul-flans staðall sá sami og á öðrum skófludælum. ☆ Hljóðlátar, endingargóðar. ☆ Einnig fjölbreytt úrval af stimpildælum, mótorum og ventlum. ☆ Hagstætt verð. ☆ Ýmsar gerðir á lager. ☆ Varahlutaþjónusta. ☆ Hönnum og byggjum upp vökvakerfi. SIG. SVEINBJÖRNSSON HF. Skeiðarási, Carðabæ símar 52850 - 52661

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.