Morgunblaðið - 22.11.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 22.11.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NOVEMBER 1989 Að koma bókmenntum smá- þjóða út til heimsbyggðarinnar... Rætt við Erik Vagn Jensen bókaútgefanda um danskt framtak í þá áttina, um velheppnað starf norskra í þá veru - og um þjóð sem ekki svarar bréfum ... Eins og ýmsar aðrar þjóðir, hafa Danir komið menningu sinni á framfæri í útlöndum í gegnum sendiráð sín, haft þar starfandi menningarfulltrúa til að kynna danska menningu vítt og breitt um heiminn. En nú er hart í ári í Danmörku og það á að spara, meðal annars á að leggja niður menningarskrifstofur sendiráð- anna. Það þótti ýmsum dönskum menningarfrömuðum hart, en á móti var það syar gefið, að það stæði til að koma upp menningar- skrifstofu heima fyrir við utanrík- isráðuneytið og eins væri ætlunin að eiga samstarf við einkaaðila. Einn af þeim, sem bauð þá fram aðstoð sína, var Erik Vagn Jensen bókaútgefandi. Hann hefiir til skamms tíma rekið bókaútgáfuna Vindrosen og meðal annars gefið út danskar þýðingar á bókum Einars Más Guðmundssonar, auk bóka eftir danska og annarra þjóða rithöfunda. Á fallegri skrifstofu í gömlu húsi gegnt Thorvaldsen-safninu í Kaup- mannahöfn var hann beðinn um að segja svolítið frá hugmyndum sínum um kynningu á dönskum bókmennt- um erlendis, um menningarsam- skipti og kannski hann komi aðeins inn á hvernig honum sýnist íslend- ingar standa að sínu kynningar- starfi. En hvað er það þá, sem Erik Vagn Jensen beitti sér fyrir að gert væri í því að kynna danskar bók- menntir? „Upphafið er, að okkur fannst ýmsum að utanríkisráðuneytið færi nokkuð skakkt að, að draga svo mjög úr menningarkynningu erlend- is, þegar ýmis önnur lönd gera ein- mitt svo mikið. Við vórum því nokkr- ir, sem skrifuðum opið bréf til ut- anríkisráðherra og bentum á þetta, en fengum þá það svar, að það væri ekki ætlunin að draga saman seglin, heldur að bera sig faglegar að. Eg skrifaði þá enn og benti á, að kynningaráhlaup væru ágæt, en betra væri að sjá til þess, að dan- skar bókmenntir væru kynntar ár- lega og ég vildi gjarnan sjá um að gera kynningarrit. Hugmyndinni var vel tekið og þá var hægt að hefjast handa við framkvæmdimar. Það er ekki allt jafn gott, sem út kemur og því var engin spurning um, að það þurfti að velja úr höf- unda til að kynna. Það er ekki hægt að kynna alla, líka vegna þess, að það eiga kannski ekki allir sama erindi á erlendan markað. Því voru valdir úr höfundar, sem ástæða þótti að kynna og sá sem það gerði var prófessor Torben Brostrom. Þetta urðu • tæplega fjöru tíu höfundar, þegar upp var staðið. Hugmyndin er að gefa út árlegt hefti til að útgefendur hafi eitthvað í höndunum til að kynna höfunda sína. Eitthvað, sem þeir geta sent út fyrir bókasýningar, þannig að hugsanlegir viðskiptamenn komi á sýninguna og hafi kannski einhver dönsk nöfn í kollinum, sem þeir vildu vita meira um. Það þýðir ekkert að dreifa bæklingum á sýningunum sjálfum. Þeir lenda flestir í ruslinu. Ritið er einnig sent í þá rúmlega hundrað háskóla vítt og breitt um heiminn, þar sem eitthvað er feng- ist við danskar bókmenntir, en það er fyrst og fremt ætlað fyrir bókaút- gefendur. Flestir þeir höfundar, sem eru kynntir í ritinu hafa fengist við fag- urbókmenntir, það er aðeins lítillega komið við fagbækur, svosem bækur um listir og heimspeki. Höfundarnh' dreifast á um 15-20 útgefendur. Það er auðvitað hægt að velja á marga vegu, en við lögðum áherslu á að kynna höfunda, sem þegar hafa fest sig í sessi. Valið miðast við að kynna bækur, sem við áiítum, að eitthvað sé hægt að gera fyrir, en það er augljóst að einhverjir maklegir falla utan rammans. Það vekur áhuga erlendra útgefenda að sjá hvort eitt- hvað og þá hvað hefur verið þýtt eftir viðkomandi höfunda, svo slíkar upplýsingar fylgja með og gjarnan þá erlendir dómar einnig. Ritið er á ensku, sem liggur nokkuð í augum uppi, en vissulega hefði verið gaman að geta boðið upp á útgáfu þess á fleiri málum. um og vekja athygli erlendra for- laga. Einmitt það að þeir sjá fjallað um bækur, sem hafa vakið athygli hér eða þar, gæti leitt huga þeirra að því, að kannski ætti þessi bók erindi hjá þeirra forlagi.“ Hvort ritið gerir gagn, verður að koma í ljós, en við reyndum að vera í sem sölumannslegustum stelling- Hvað með bókasýningar, hvernig gagnast þær til að selja bækur lítilla þjóða? „Gautaborgarsýningin er nýyfir- staðin. Hún dugar ekki fyrir okkur, því við þurfum ekki að fara til Svíþjóðar til að sýna þeim, hvað við gerum. Sambandið innan Norður- landanna er gott. Sú sýning er fyrst og fremst fyrir sænska bóksala og bókasöfn. Um Frankfurt gegnir öðru máli. Það er staðurinn til að koma bókum að og þar er gott að koma til að hitta fólk, ekki síst ís- lendinga, sem svara ekki bréfum. Það er því notadijúgt að hitta þá fyrir það, en það væri líka gott ef þeir keyptu sér ritvélar. íslendingar eiga greiðari aðgang að umheiminum í gegnum Norður- löndin, bæði vegna þess hve slakir þeir eru í að eiga samskipti við aðra, en líka vegna þess að hafi íslenskar bækur verið þýddar á eitthvert Norðurlandamál, eru heldur fleiri, sem eiga aðgang að þeim. Það eru ekki margir, sem lesa dönsku úti um heiminn, en þeir eru e.t.v. eitt- hvað fleiri en þeir, sem kunna íslensku. Gamla nýlendustefnan er því kannski enn til gagns ...“ Erik Vagn Jensen bókaútgefandi stendur hér við plakat frá haust- sýningunni á Charlottenborg 1964 og ef það kemur kunnug- lega fyrir sjónir, þá er skýringin sú, að'það er teikning eftir Kjarv- al. Hvernig sýnist þér best að standa að því að koma höfundum á frámfæri við útlend forlög, duga umboðsmenn eða hverjir geta verið lykilmenn í því? „Ég veit til þess að umboðsmenn hafa svolítið verið notaðir, en ekki mikið. Það besta er að komast í sambönd við innlenda menn, sem þekkja vel til forlaga í sínu iandi og hafa góð sambönd við þau. Þeir vita þá, hver þeirra geta hugsanlega haft áhuga á viðkomandi bók eða höfundi. Ég hef haft samband við slíkan Þjóðveija, sem er mjög góður í að sjá hvað getur gengið og hvar. Stór forlög geta sjálf gert mikið, því þau hafa þau sambönd og þá BOKDFORLflGSBOK/ Verðkr. 1.875,00 VIÐ BLAA VOGA eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. ingibjörg Sigurðardóttir er án efa ein af vinsælustu skáldkonum landsins. Nú fá aðdáendur hennar enn eina spennandi ástarsögu frá hennar hendi. Bókin fjallar um fórnfýsi, heitar astir, og vonir og þrár ungu elskend- anna Ásrúnar Ijósmóður og Frosta kennara. ***** Sfjórn ÍUT 1988-’89: Jóhanna Berentsdóttir, Matthías Örlygsson, Sigurða Sigurðardóttir, Ingibergur Jóhannsson, Arndís Hilmars- dóttir. Sitjandi: Herdís Gísladóttir og Linda Þorgilsdóttir. ■ AÐALFUNDUR Siglfírð- ingafélagsins í Reykjavík var haldinn nýlega. Formaður félagsins var endurkjörinn Heiðar Astvalds- son danskennari. Hlutverk félags- ins er að efla kynni Siglfirðinga sem búa í Reykjavík og nágrenni og er það gert m.a. með því að efna til skemmtana. Þá gefur félag- ið út fréttabréf 2-3 á ári. Nýlega var á Siglufírði stofnað Félag áhugamanna um minjasafn, sem ætlað er að varðveita hús og muni er tengjast byggða-’Og atvinnusögu SigluQarðar og_ hreppanna frá Hvanndölum til Ulfsdala. Af þessu tilefni__var formanni hins nýja fé- lags, Örlygi Kristfinnsyni, afhent gjöf frá Siglfirðingafélaginu í Reykjavík, kr. 190.00. 1 ijáröflun- arskyni hefur Félag áhugamanna um minjasafn á Siglufirði gefið út jólakort með vatnslitamyndum af gömlum húsum á Siglufirði. Kortin fást í Bókaverslun Sigfnsar Eymundssonar. ■ VETRARS TARF íslenskra ungtemplara er hafið. Boðið verð- ur upp á fjölbreytt félagslíf auk þess sem ný félög verða stofnuð með tilheyrandi fundarhöldum, námskeiðum og ferðalögum. Sælu- kot, félagsmiðstöð ÍUT, er á Bar- ónsstíg 20 og þar fara frarri helstu viðburðir vetrarins. Fyrsti kynning- arfundur vetrarins verður fimmtu- daginn 23. nóvember n.k. kl. 20 í Sælukoti. Heiðar Ástvaldsson, formaður Siglfirð- ingafélagsins, afhend- ir Örlygi Kristfinns- syni gjöf til Félags áhugamanna um minjasafn á Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.