Morgunblaðið - 22.11.1989, Side 19

Morgunblaðið - 22.11.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989 19 þekkingu á markaðnum, sem til þarf. Það getur einnig verið gull- vægt að haía. samband við góða þýðendur. Ég get tekið sem dæmi tékkneskan þýðanda, sem á 20 árum hefur þýtt 24 danskar bækur og komið þeim út. Hann hefur sambönd við öll tékknesk forlög, sem máli skipta og veit bókstaflega allt um tékknesk útgáfumál, sem vert er að vita. Það eru sambönd við svona menn, sem gera firna mikið gagn.“ Er eitthvað að segja um meiri eða minni áhuga á dönskum eða norrænum bókmenntum utan Norðurlanda? „Látum það vera, en það er alltof lítið lagt í að kynna þær. Það er ekki nóg að skjóta einhverju á loft eins og Scandinavia Today. Slíkt framtak held ég að sé alltof fálm- kennt, svo út úr því kemur ekkert markvert eða áþreifanlegt. Mér, finnst Norðmenn hafa staðið firna vel að sínum málum, án þess að miklu sé kostað til. Þeir reka skrif- stofu, sem kallast NORLA og sú sem stendur fyrir henni heitir Krist- in Brudevoll. Fyrir nokkrum árum byijaði hún að halda þýðingarstefn- ur í Noregi. Sú fyrsta var fyrir vest- ur-þýska þýðendur. Um fimmtán þýskum þýðendum var boðið með góðum fyrirvara á stefnuna, sem stóð í um tíu daga og var haldin á fjallahóteli. Erlendu gestirnir voru beðnir um að kaupa ódýra flugmiða í tæka tíð og gestgjafarnir borguðu bæði ferðir og uppihald. En þeir fengu einnig smá verkefni. Þeir áttu að þýða smásögu, ljóð eða hluta af skáldsögu og senda NORLA mánuði fyrir stefnuna og þar fengu þeir síðan tækifæri til að hitta þann eða þá höfunda, sem þeir þýddu, því viðkomandi höfundum var einnig boðið á stefnuna. Allir skemmtu sér vel, þýðendurnir urðu vinnuglaðari og af þessari einu stefnu spruttu átta útgáfusamningar, hvorki meira né minna! Þessu hefur verið fylgt eftir og þýðendum boðið frá Bandaríkjun- um, Englandi, Hollandi, Ungveija- landi, Sovétríkjunum, __ Austur- Þýskalandi og víðar. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, því þýðingum- úr norsku á þessi mál hefur fjölgað gríðarlega. NORLA hefur líka haft sig í frammi erlend- is, á bókasýningum að sjálfsögðu, en einnig við háskóla, þar sem norska er kennd. Og árlega er há- skólakennurum í norsku í Banda- ríkjunum stefnt saman, þar sem þeir fá að hitta þijá til fjóra norska rithöfunda. Peningarnir til þess arna eru sóttir til utanríkisráðuneytisins, einnig til landa, sem hafa gert menningarsamninga við Noreg, einkum þá ferðapeningar. Svíar eiga sér einnig stofnun, Svensk institut, sem sér um að kynna sænskar bókmenntir erlendis. í haust verður haldinn fundur í Prag á vegum þess og boðið þangað sænskum rithöfundum til að hitta þýðendur úr sænsku þar. Það er nauðsynlegt að hafa eitthvert slíkt form á, að það sé einhver stöfnun, sem sér um þetta. Ég er ekki að tala um eitthvert ógnar batterí, heldur einhvern drífandi mann, sem getur haldið í þræðina. Það skiptir öllu hver er fenginn til þess. Hann þarf að vera vakinn og sofinn yfir að komast í réttu samböndin og geta ferðast mikið. En það verður að vera eitthvert slíkt form á, ein- hver stofnun, svo það sé ekki alltaf verið að byija á byijuninni." Er hægt að þéna á bókaútflutn- ingi? „Danskar kvikmyndir hafa geng- ið firnavel undanfarið. Það eflir áhugann á dönskum bókmenntum og öðrum dönskum vörum. En slíkan ábata er ekki hægt að mæla. Hann kemur hvergi beint fram.“ TEXTI OG MYNDIR: Sigrún Davíðsdóttir FRICO raímagnshitablásarar eru hljððlátir smekklegir og handhægir Frico rafmagnshitablásarinn, TEMPERATOR 200, fæst hjá Rönning. Þessi frábæri hitablásari er léttur og meðfærilegur. Hann er með hitastillingu, valrofa fyrir afl og loftmagn, kröftugan blástur og yfirhitavörn. TEMPERATOR 200-er sterkbyggður, mjög hljóðlátur og með hitöld úr ryðfríu stáli. Hjá Rönning fást einnig fleiri gerðir af hitablásurum sem henta nánast hvar sém er. Frico TERMOVARM ofnar eru hannaðir til að þola raka t.d. í skipum og bátum. Hann er nrjög fyrirferðarlítill en gefur góðan hita. Á ofninum er rofi af og á, hitastillir og yfirhitavörn. Framhlið má fjarlægja með einu handtaki til að auðvelda þrif. Það er notalegt að sitja við ylinn frá Frico TERMOVARM. Veldu FRICO Rofi af og á. Sérstök hitaþolin lakkhúð. •/////////0/,‘ fi wk y Einfalt að fjarlægja framhlið til að auðvelda þrif. Hitastillir JOHAN jtr RONNING HF Sundaborg 15-104 Reykjavik - sími (91) 84000 Hjá öðrum heitirþað tilboð. Hjá okkur er það sjálfsagður hlutur. Hærri staðgreiðsluafsláttur, afborgunarkjör og jólaafsláttur á öll viðskipti umfram fimmtíu þúsund krónur. Stofu- og herbergjateppið. „Quartet" gólfteppið hefur 5 ára slitþols-, litheldnis- og blettaábyrgð. í hverjum fermetra eru 630 gr af garni. Fæst í góðu litaúrvali. VERÐ AÐEINS KR. 1.598,- fermetrinn. Gólfdúkurinn. „Ornament Life“ er eini gólfdúkurinn með „Scotchgard“ óhreinindavörninni sem auðveldar öll þrif. Fæst í 3ja metra breidd. Óþarfi að líma. VERÐ AÐEINS KR. 1.262,- fermetrinn. Stöku teppin. Gífurlegt úrval af stökum teppum í mörgum gerðum og stærðum. Sem dæmi má nefna „Onyx“ úr 100% ull í stærðinni 60x120 sm. VERÐ AÐEINS KR. 3.345,- stk. Parketið. Eigum nú mikið úrval af parketi. Sem dæmi má nefna „Merbau“ parketið frá Þýskalandi. VERÐ AÐEINS KR. 3.796,- fermetrinn. Stigahúsateppi. „Clarion" er þrautreynt teppi á stigahús í mörgum skemmtilegum litum með 5 ára slitþolsábyrgð. Auðvelt í þrifum, jafnvel með klór. VERÐ AÐEINS KR. 1.397,- fermetrinn. Þetta eru nokkur dæmi um fjölbreytnina í gólfefnum sem stendur þér til boða á einstaklega hagstæðu verði. HÆRRI STAÐGREIÐSLUÁFSLÁ ttur Til að sem flestir geti notfært sér þessi hagstæðu kaup í gólfefnum fyrir jól, munum við bjóða hærri staðgreiðsluafslátt en almennt þekkist í slíkum viðskiptum. AFBORGUNARKJÖR Kjósir þú frekar afborgunarkjör, getur þú notfært þér afborgunarsamninga Visa, Eurocard og Samkorta. JÓLAGJÖFIN OKKAR, ___________ÁFSLÁTTUR,_______________ Jólagjöf okkar til þín er viðbótarafsláttur af öllum viðskiptum fyrir hærri upphæð en 50.000,- krónur. Þessi afsláttur er óháður greiðslukjörum. Teppaland • Dúkaland Grensásvegi 13, sími 83577, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.