Morgunblaðið - 22.11.1989, Síða 20

Morgunblaðið - 22.11.1989, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989 Siðanefiid Blaðamannafélags íslands: Alvarlegt brot blaðamanns DV SIÐANEFND Blaðamaiinafélags íslands úrskurðaði fyrir nokkru í máli Frjálsíþróttadeilar ÍR gegn blaðamanni á DV. í frétt í blaðinu var greint frá meintri ólöglegri lyfjanotkun íþróttamanns úr IR og var niðurstaða siðanefndar sú, að um alvarlegt brot á siðareglum hefði verið að ræða. Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi fréttatilkynning frá stjórn Fijálsíþróttadeildar ÍR: „Stjórn frjáisíþróttadeildar ÍR hef- ur borist bréf frá Siðanefnd Blaða- mannafélags íslands, dagsett 16. október 1989. í bréfinu er greint frá úrskurði nefndarinnar í máli sem deildin lagði fyrir hana vegna fréttar Dagblaðsins Vísi, sem birtist 18. ágúst síðastliðinn, um meinta ólög- lega lyíjanotkun íþróttamanns - úr deildinni. Úrskurður Siðanefndar BÍ er sá, að blaðamaðurinn hafi brotið 3. grein Siðareglna BÍ með frétt sinni um ólöglega lyfjanotkun íþróttamanns í DV 18. ágúst 1989. Brotið er alvar- legt. I bréfinu segir að áburður um ólög- lega lyfjanotkun íþróttamanns, sem er nafngreindur á opinberum vett- vangi, sé mikið áfall fyrir hann. Mannorð íþróttamannsins er í húfi. Blaðamanninum átti að vera ljóst að málið þyrfti rækilegrar könnunar við og varhugavert væri að taka athuga- senjdalaust upp fullyrðingar í aðs- endu bréfi. Nauðsyn væri að ganga eftir frekari heimildum. Að lokum segir í niðurstöðum nefndarinnar að þess hafi ekki verið getið að fréttin hafi verið unnin úr aðsendu efni. Aðdragandi málsins er sá að þann 18. ágúst birtist frétt á íþróttasíðum DV þess efnis að Kristján Skúli Ás- geirsson hefði notað ólögleg astmalyf fyrir og í Bikarkeppni FRÍ í ágúst síðastliðnum. Frjálsíþróttadeild IR óskaði eftir því við ritstjóra DV að Kristján og fjölskylda hans yrðu beð- in afsökunar á þessari frétt. Rökin fyrir þessari afsökunarbeiðni voru: a) Birting fréttarinnar var aðdróttun og að engar sannanir lágu fyrir um ólögmæti notkunar umræddra lyfja. b) Staðfest hafði verið af læknum Kristjáns, lyfjanefnd ÍSÍ og laga- nefnd FRÍ, að um fullkomlega lög- lega notkun á umræddum astmalyfj- um væri að ræða. c) Blaðamaður hafði ekki gætt þeirr- ar tillitssemi sem af honum er kraf- ist í viðkvæmum málum sem þessum, skv. 3. gr. siðareglna Blaðamannafé- lagsins. í siðareglum BÍ segir að viðkom- andi fjölmiðill skuli birta meginniður- stöður nefndarinnar. Svo hefur ekki verið gert af hálfu DV. Því er þess- ari fréttatilkynningu komið á fram- færi. Frá stjórn frjálsíþróttadeildar IR Morgunblaðið/Þorkell Frá fúndi þeim sem þau Dr. Irmgard Adam-Schwaetzer, aðstoðarutanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, héldu með fréttamönnum í gær. Aðstoðarutanríkisráðherra Vestur-Þýskalands: „Skiljum sérstöðu Islands og muiiuni styðja Islendinga“ Aðstoðarutanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, Dr. Irmgard Adam- Schwaetzer, segir að vestur-þýsk stjórnvöld skilji sérstöðu Islands, hvað varðar efnahagslíf Islendinga og að þau muni styðja málstað Is- lendinga þegar og ef til samninga kemur milli EB og EFTA, hvort sem um samninga verður að ræða á milli bandalaganna eða um tvíhliða samninga að milli EB og íslands. Þetta kom fram í máli aðstoðarut- anríkisráðherrans á blaðamannafundi sem hún og Jón Baldvin Hannib- alsson, utanríkisráðherra, héldu í gær. Dr. Adam-Schwaetzer er hér stödd til þess að ræða við íslenska ráðamenn um samskipti EFTA og EB. Auk þess að vera aðstoðarutanríkisráðherra er hún varaformaður Frjálsa sósíal-demókrataflokksins og nánasti samverkamaður Hans Dietrich Genscher. Dr. Adam-Schwaetzer sagði m.a. á fundinum: „Þessar viðræður hafa verið afar gagnlegar. Ég hef átt ítar- legar viðræður við Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, um það starf sem fram hefur farið í við- ræðum EFTA og EB, auk þess sem við höfum farið nákvæmlega yfir það hvers má vænta af ráðherrafundi EFTA og EB þann 19. desember næstkomandi. Mig langar til þess að geta þess að formennska íslands í ráðherra- nefnd EFTA undanfarið hálft ár hef- ur glatt mjög ríkisstjórn Vestur- Þýskalands og önnur Évrópubanda- lagslönd, þar sem mikil og vönduð vinna hefur verið lögð í allan þann undirbúning sem þarf að fara fram, áður en eiginlegar samningaviðræð- ur EB og EFTA geta hafist. Fyrir það þakka ég utanríkisráðherra ykk- ar, Jóni Baldvin, fyrst og fremst, en ég tel framlag hans hafa gert það að verkum, að miklu leyti, að viðræð- urnar hafa verið jafn árangursríkar og raun ber vitni.“ Dr. Adam-Schwaetzer sagðist telja að nú lægi fyrir í grundvaliarat- riðum sá undirbúningur sem fram hefði þurft að fara, áður en eiginleg- ar samningaviðræður hæfust. „í við- ræðum mínum við íslenska ráðamenn nú, hef ég gert skýra grein fyrir því, fyrir hönd ríkisstjórnar minnar, að við styðjum ísland og höfum skiln- ing á sérstöðu þess í efnahagslegu tilliti, þar sem efnahagurinn byggir að svo miklu leyti á fiskveiðum. Við gerum okkur grein fyrir að ykkar litla land hefur sérstakra hagsmuna 'að gæta í þessu sambandi - miklu meiri hagsmuna en nokkur önnur Þorsteinn Pálsson að lokinni heimsókn til ísrael: „Hófleg bjartsýni ráða- manna á friðsamlega lausn“ ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir helstu ráða- menn Israels hóflega bjartsýna á að það takist að tryggja frið fyrir botni Mijarðarhafs á næstu árum. Þorsteinn er nýkominn frá ísrael, þar sem hann dvaldi í boði ísraelsku ríkisstjórnarinnar og átti viðræð- ur við helstu ráðamenn þar, eins og þá Shamir forsætisráðherra og Peres Qármálaráðherra. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði verið mjög ánægjuleg og gagnleg ferð. „Ég átti góðar viðræður við for- ystumenn beggja helstu stjórnmála- flokkanna, bæði Shamir forsætisráð- herra og Peres fjármálaráðherra, sem er formaður Verkamannaflokks- ins. Viðræðurnar við þá snérust fyrst og fremst um stöðuna í deilum ísra- els við Arabaríkin,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að ráðamenn ísraels hefðu rætt við sig þær tillögur sem nú væru uppi á teningnum varðandi hugsanlega lausn á vanda Palestínu- manna á herteknu svæðunum. „Mér fannst koma þarna fram að það er verulegur áhugi af hálfu ríkisstjórn- arinnar í ísrael að finna lausn á því máli. Stjórnin setti fram tillögur sem miðuðu að því að efna til kosninga á herteknu svæðunum og að ísrael- stjórn tæki síðan upp viðræður við Palestínu-Araba, eftir að þeir hefðu í ftjálsum kosningum valið sér full- trúa,“ sagði Þorsteinn. Annað stig þessarar áætlunar yrði síðan að ná einhverskonar samkomulagi um sjálfstjórn þessara svæða og þriðja stigið síðan það að tryggja varanleg- an frið og öryggi á þessu svæði með þátttöku annarra þjóða sem þarna eiga hlut að máli, eins og Jórdaníu- manna og Sýrlendinga. Þorsteinn sagði að þessu til við- bótar hefðu bæst við tillögur frá for- seta Egyptalands og utanríkisráð- herra Bandaríkjanna._ Daginn sem hann hefði komið tii ísrael þá hefði ríkisstjórn ísrael samþykkt að vinna á grundvelli þeirra tillagna sem ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna hefði lagt fram, en þó með því skilyrði að PLO yrði ekki viðurkennt sem við- ræðuaðili. „Ég held að það sé hægt að lýsa því á þann veg að báðir þessir for- ystumenn ríkisstjórnarinnar voru hóflega bjartsýnir á að á þessum grundvelli væri hægt að stíga skref fram á við, til þess að tryggja frið fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði Þorsteinn. „Forsætisráðherrann lenti í ágreiningi í sínum flokki og þrír af hans ráðherrum gengu gegn hon- um óg meirihluta ríkisstjórnarinnar, þegar þessi samþykkt var gerð. Hann sagði hins vegar við mig að hann teldi meira um vert að halda þjóð- stjórninni saman. Ég skynja þetta því á þann veg að þama geti orðið um ákveðið uppgjör að ræða við svo- kallaða harðlínumenn og þeir sem viiji. stefna að friðsamlegri lausn, verði ofan á.“ Þorsteinn sagðist auk ofan- greindra viðræðna hafa átt viðræður við fulltrúa þingflokka sem hann hefði hitt í Knesset, þjóðþingi ísrael- manna. Sagði hann að sumir viðmæ- lenda sinna hefðu verið mjög vantrú- aðir á að það næðust samningar um frið á næstu árum. Því væri vafasamt að spá nokkru um niðurstöðuna, þó að pólitískur vilji fyrir jákvæðri lausn hafi tvímælalaust verið fyrir hendi. „Mér fannst einnig mjög áhuga- vert að í máli Peresar, fjármálaráð- herra kom fram vilji fyrir því að í framtíðinni verði á þessu svæði reynt að mynda samskonar efnahagsleg samtök og eru í Evrópu og hefja fijáls viðskipti milli þessarar þjóðar. Þeir gerðu okkur einnig grein fyrir því að þeir þyrftu að endurnýja við- skiptasamninga sína við Évrópu- bandalagið, í kjölfar innri markaðar- ins og í sjálfu sér eru þeir ekki í Þegar Þorsteinn Pálsson átti hádegisverðarfúnd með þing- mönnum ísraelska þjóðþingsins teiknaði einn þingmannanna þessa mynd af honum, sem hann færði Þorsteini að gjöf. Þorsteinn settist þegar niður og teiknaði mynd af þingmanninum, sem hann færði starfsbróður sínum að gjöf. ólíkri stöðu og við að þessu leyti,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagðist hafa farið víða um, meðal annars yfir á Vesturbak- kann, þar sem erfiðleikarnir hefðu verið hvað mestir. Hann hefði skoðað landamærastöðvar við ána Jórdan. Þrátt fyrir ófriðinn væru nokkur samkipti milli landanna, fólk færi á milli svæðanna og vöruskipti ættu sér stað, sem gengju til þess að gera greiðlega fyrir sig, þótt öryggiseftir- lit væri mikið. Evrópuþjóð. Ég hef upplýst starfs- systkin mín í íslensku ríkisstjórninni um það að ísland hefur fullan stuðn- ing ríkisstjórnar lands míns í þessu máli,“ sagði ráðherrann. Aðspurð með hvaða hætti hún teldi að ríkisstjórn Vestur-Þýskalands gæti sýnt íslandi stuðning sinn í verki, sagði Dr. Adam-Schwaetzer: „Það verður auðvitað fjallað um fisk- veiðar í þeim samningaviðræðum sem ég á von á að fari fram milli EB og EFTA á næsta ári. Hvort það tekst í þeim samningaviðræðum að ná því fram að fyrir liggi tvíhliða samningur EB og Islands, eða hvort sérstaklega verður um það fjaliað í heildarsamningum EB og EFTA get ég ekki sagt til um nú. Við munum ekki óska eftir fiskveiðiheimildum í fiskveiðilögsögu ykkar og munum að sjálfsögðu fylgja þeirri stefnu okkar eftir, innan Evrópubandalags- ins.“ Benti hún á í þessu sambandi að það væri ekki framkvæmdastjórn EB í Brussel sem að lokum mótaði stefnu Evrópubandalagsins, heldur ráðherr- aráð Evrópubandalagsins og þótt framkvæmdastjórnin héldi fast við kröfu um veiðiheimildir, þá yrði því máli að lokum ráðið til lykta í ráð- herraráðinu. Dr. Adam-Schwaetzer og Jón Baldvin voru á fundinum á einu máli um það að þau hefðu sömu já- kvæðu væntingarnar um útkomu ráðherrafundarins þann 19. desem- ber næstkomandi, þegar endanleg pólitísk ákvörðun verður tekin um samningaviðræður milli EB og EFTA. Ráðherrann gerði stuttlega grein fyrir því sem nú er að gerast í heima- landi hennar. Hún sagði að sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnunum væru það yfir 80% Vestur-Þjóðveija sem fögnuðu því að Berlínarmúrinn hefði verið rofinn og að Austur- Þjóðveijar ættu nú hægt um vik að heimsækja Vestur-Þýskaland, eða flytjast þangað. Vissulega væru mörg vandamál sem fylgdu þessu breytta þjóðskipulagi. Fyrir því gerðu Vestur-Þjóðveijar sér fulla grein. Aðeins á þessu ári hefðu meira en 700 þúsund manns komið til Vestur- Þýskalands frá Austantjaldslöndun- um og sest þar að. Það væri mikið verk að tryggja öllum húsnæði og atvinnu. Stjórnin hefði samt sem áður tekið ákvarðanir í þá veru að stórauka byggingarframkvæmdir til þess að tryggja nýjum íbúum Vest- ur-Þýskalands húsnæði. Hún kvaðst vera bjartsýn á að áfram yrði haldið á sömu braut og erfiðleikarnir yrðu yfirstignir smám saman.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.