Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 22
22 MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR' 22: NÓVEMBÉR 1989 Upplausnin í Austur-Evropu Búlgaría: Andófsöfl vöruð við kröfuhörku Sofíu. Reuter. Stjórnmálaráðið í Búlgaríu sendi frá sér yfirlýsingu á mánu- dag þar sem kom fram að nokk- urs ótta gætir vegna háværra krafha almennings um lýðræði. Svíþjóð: Máli Petters- sons verður ekki áfrýjað Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. ' SÆNSKI ríkissaksóknarinn Torsten Jonsson kvaðst í gær ekki ætla að áfrýja úrskurði hofréttarins, sem sýknaði Christer Pettersson af ákærunni um morðið á Olof Palme forsæt- isráðherra. Ákvörðun ríkissaksóknarans merkir að úrskurður hofréttarins tekur gildi 30. nóvember og verður þá Christer Pettersson formlega sýkn saka. Saksóknarinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri raunsætt að ætla að æðsti dóm- stóll landsins dæmdi Petterssón sekan þar sem löglærðu dómararn- ir í undirrétti og allur hofrétturinn úrskurðuðu hann saklausan. Verjandi Petterssons kvaðst mjög ánægður með ákvörðunina °g hyggst ráðfæra sig við skjól- stæðing sinn um hversu hárra skaðabóta þeir skuli krefjast vegna tíu mánaða fangelsisvistar Petters- sons. Flokksþing í Rúmeníu: Ceausescu heldur fast við harð- línustefiiu Búkarest. Reuter. SOVÉSK og ungversk stjórnvöld hvöttu Rúmena um helgina til að koma á umbótum en Nicolae Ceau- seseu, forseti Iandsins, gaf til kynna á mánudag, er þing rúmenska kommúnista- flokksins var sett, að hann hygðist hvergi hvika frá harðlínustefnu sinni. Kommúnistaflokkur Sov- étríkjanna sendi rúmenskum stjórnvöldum orðsendingu áð- ur en þingið var sett, þar sem þau voru hvött til þess að gefa gaum að þróuninni í Austur- Evrópu að undanförnu. Sósí- alistaflokkurinn í Ungverjal- andi gekk lengra og hvatti stjórnvöld í Búkarest til að koma á auknu lýðræði og virða mannréttindi þjóðarbrota í landinu. Ceausescu sagði við mikil fagnaðarlæti 3.300 fulltrúa á flokksþinginu að ekki kæmi til greina að kommúnistaflokkur- inn afsalaði sér völdunum. Hann lagði til að efnt yrði til alþjóðlegrar ráðstefnu um kreppu kommúnismans. „Bent var á að öfga hefði gætt síðastliðna þrjá daga og það gæti orðið til að leggja stein í götu umbótastefnunnar," sagði í yfirlýsingunni. Petar Mladekov forseti hefur vísað á bug orð- rómi þess efhis að Sovétstjórnin og yfirmenn búlgarska hersins hafi hjálpað honum við að velta fyrrum leiðtoga landsins, Todor Zhívkov. í yfirlýsingu stjórnmálaráðsins sagði að bregðast yrði við tilraun- um til að nýta sér fjöldafundi, sjón- varpið og aðra fjölmiðla til að setja fram „ofstækisfullar kröfur... sem eru í andstöðu við grundvallar- atriði sósíalismans." Erlendir stjórnarerindrekar telja þó ekki að ráðamenn hyggist kæfa allt andóf í fæðingu heldur sé þessari viðvör- un beint til ákveðinna manna sem þeir telji ganga of langt. Óljóst sé hins vegar hve mikið frelsi fjöl- miðlar hafi í reynd fengið þar sem gagnrýni þeirra hafi aðallega beinst að Zhíykov og spillingar- stjórn hans. Á fjöldafundum' um síðustu helgi var krafist lýðræðis og frelsis og sýndi sjónvarpið myndir frá fundunum og hluta úr ræðum sem fluttar voru. Eftir fall Zhívkovs hefur Mla- dekov vikið mörgum harðlínu- mönnum úr æðstu embættum og rætt um möguleikann á frjálsum kosningum. Haft var eftir Stanko Todorov þingforseta í málgagni verkalýðshreyfingarinnar, Trúd, að miðstjórn kommúnistaflokksins kæmi fljótlega saman og þar yrði „sagður sannleikurinn um þróun ríkisins undanfarin 30 ár," þ.e. valdatíma Zhívkovs. Ekkert hefur verið sagt opin- berlega um núverandi dvalarstað Zhívkovs. Heimildarmenn vísa á bug orðrómi um andlát hans og telja líklegt að hann hafi verið sendur í útlegð til heimaborgar sinnar, Prevets. Reuter listaverk- það hefði ofhleðslu. Austur-þýskir listamenn mála austurhlið Berlínarmúrsins. Vesturhliðin hefur lengi verið þakin um og fjölskrúðugu kroti en austurhliðin grá og guggin. Verðir Iétu fólkið afskiptalaust þótt ekki fengið formleg leyfi til verknaðarins en einn þeirra gagnrýndi stíl listamannanna fyrir Segja frjálsar kosning- ar fyrirhugaðar 1991 Austur-Berlín, Bonn, Washington. Reuter. LÍKLEGT er að fyrstu frjálsu þingkosningarnar í sögu Austur-Þýska- lands verði haldnar seint á næsta ári eða vorið 1991. Þetta kom fram í máli Rudolfs Seiters, ráðherra og aðstoðarmanns Helmuts Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, eftir samræður Seiters við ráðamenn í Austur-Berlín í gær. Hann hitti einnig að máli fulltrúa kirkjunnar og andófsmanna og sagði vestur-þýsku stjórnina vilja hafa andófsmenn með í ráðum er teknar yrðu ákvarðanir um aðstoð við Austur-Þýska- land. Markmiðið með ferð Seiters var m. a. að kanna möguleikann á heim- sókn Kohls til Austur-Þýskalands og sagði Seiters að líklega yrði af henni fyrir árslok. Helstu andófs- samtök í Austur-Þýskalandi, Nýr vettvangur, segjast þurfa nokkurn tíma til að skipuleggja starfið áður en kosningar verða haldnar. Félagar í Nýjum vettvangi eru nú um 200.000 og sagði talsmaður samtak- anna í samtali við vestur-þýska út- varpsstöð að allt starf væri unnið á frídögum og um helgar og meiri tíma þyrfti til að skipuleggja samtökin. Auk þess fengju þau ekki nægilegan aðgang að fjölmiðrum. Sérstök nefnd stjórnvalda vinnur nú að undirbún- ingi nýrra kosningalaga. Gottfried Forck, biskup mótmæl- enda í Austur-Þýskalandi, hvatti í gær vestur-þýsk stjórnvöld til að koma á fót tolleftirliti á landamær- um ríkjanna tveggja til að hindra brask. Mikið hefur verið um það að fólk kaupi hræódýrar, niðurgreiddar vörur austan megin og selji þær síðan fyrir vestur-þýsk mörk hinum megin. Vestur-þýska markið er allt að tuttugu sinnum verðmætara en hið austur-þýska á frjálsum mark- aði. Biskupinn sagði að þessi verslun gæti gert út af við efnahag Austur- Þýskalands. Þarlend yfirvöld skýrðu síðar í gær frá því að fyrirhugaðar væru aðgerðir gegn braskinu þótt þær yrðu óvinsælar. Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands, færði í gær George Bush Bandaríkjafor- seta brot úr Berlínarmúrnum. Á blaðamannafundi í Washington sagði Genscher að ekki yrði horft fram hjá því að Þjóðverjar væru ein þjóð og benti á að austur-þýskir andófsmenn væru nú farnir að nefna kröfur um sameiningu ríkjanna. Nýleg skoðanakönnun sýnir að 67% Austur-Þjóðverja vilja sameiningu. Grikkland: Samkomulag næst um myndun þjóðstjórnar Aþenu. Reuter. LEIÐTOGAR þriggja stærstu flokka í Grikklandi, Nýdemó- krataflokksins, sósíalista og Indland: Glundroði eftir kosningarnar? Nýju Delhí. Reuter. LEIÐTOGI flokks hægrisinnaðra hindúa, Lal Krishna Advani, spá- ir glundroða í indverskum stjórn- málum fari svo að kosninga- bandalag stjórnarandstöðuflokk- anna, sem hann styður, sigri í þingkosningunum, sem hófust í gær. Advani fór í gær hörðum orðum um deilur stjórnarandstöðuflokk- anna og sagði þær geta hindrað myndun samsteypustjórnar þeirra eftir kosningarnar. Flokkur hans, Bharatiya Janata-flokkurinn, vildi í fyrstu ekki taka þátt í kosninga- bandalagi flokkanna en samdi síðan um þátttöku til að tryggja að at- kvæði stjórnarandstæðinga féllu ekki dauð vegna skiptingar á milli flokka. kommúnista, náðu í gær sam- komulagi um að mynduð yrði þjóðs^jórn. Forsætisráðherra verður Xenófón Zolotas, 85 ára gamall fyrrverandi seðlabanka- stjóri, en hann gegndi sama embætti í þjóðlegri einingar- stjórn sem mynduð var 1974, eftir afnám herforingjaeinræð- isins. Enginn formanna flokkanna þriggja mun sitja í bráðbirgða- stjórninni sem ætlað er að sitja fram að kosningum í apríl á næsta ári. Konstantín Mitsotakis, leiðtogi hins hægrisinnaða Nýdemókrata- flokks, sagði fréttamönnum að allir flokkarnir, sem hafa saman- Iagt 298 af 300 þingsætum á bak við sig, hefðu slakað til í viðræðun- um. Andreas Papandreou, formað- ur sósíalista, og Harialos Florakis, leiðtogi kommúnista, tóku undir þessi ummæli og sagði sá siðar- nefndi leiðtogana þrjá hafa verið einhuga um að koma í veg fyrir þriðju þingkosningarnar á þessu ári. Ákveðið var að skera niður Reuter Xenófón Zolotas, nýr forsætis- ráðherra í Grikklandi. ríkisútgjöld um fjárhæð sem svar- ar allt að 3% af þjóðarframleiðsl- unni. Hins vegar var frestað að taka ákvörðun um framtíð banda- rískra herstöðva í landinu, breyt- ingar á kosningalögum og fleiri viðkvæm deilumál. Efnahags- ástand er slæmt í Grikklandi og fer halli á ríkisbúskapnum sívax- andi. Bush spáir söguleg- um fundi Providencc. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti sagði í fýrrakvöld, að vænt- anlegur fundur þeirra Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkj- anna, gæti orðið mjög sögulegur. Kvaðst hann meðal annars vona, að hann leiddi til miklu nánara samstarfs með ríkjunum. Bush sagði á fundi með flokks- bræðrum sínum og væntanlegum frambjóðendum í kosningunum á næsta ári, að fundur þeirra Gorb- atsjovs 2. og 3. desember nk. gæti orðið til að tryggja friðinn enn frek- ar og auka samstarf ríkjanna á mörgum sviðum. Þá kvaðst hann sérstaklega mundu fara fram á það við Gorbatsjov, að þeir tækju hönd- um saman í baráttunni gegn meng- un og umhverfisspjöllum. „Eg hlakka til fundarins með Gorbatsjov og vonast til að öðlast meiri skilning á þeim stórkostlegu breytingum, sem nú eiga sér stað í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum," sagði Bush. Bush og Gorbatsjov munu ræðast við um borð í bandarísku og sov- ésku herskipi undan Möituströnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.