Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 24
24 MORG.UNBBAÐIÐ MIÐVIKUBAGUR 22. NÓVEMBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Nýlenduveldi í upplausn Erfðir og krans- æðasjúkdómar Sovétríkin eru síðasta ný- lenduveldið og þau eru að hruni komin. Þetta var meðaí þess sem hinn kunni sérfræð- ingur í málefnum Sovétríkj- anna, Michael Voslen^ky, hafði að segja á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varð- bergs sem haldinn var síðastlið- inn laugardag. Þeirri staðreynd að Sovétríkin séu nýlenduveldi verður ekki andmælt. Að þau séu að liðast í sundur kann að þykja ósennilegt en margt bendir hins vegar til þess að mat Voslenskys sé rétt. í Morgunblaðinu í gær er skýrt frá því, að þing einnar sovésku nýlendunnar, Sovétlýð- veldisins Georgíu, hafi sam- þykkt breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins sem kveður á um „heilagan“ rétt ráðamanna þess til að segja íbúa Georgíu úr lögum við Sovétríkin. Frægasti sonur Georgíu á þessari öld og sá sem hefur komist lengst í valdakerfi Sovétríkjanna er enginn annar en sjálfur Jósep Stalín. Nú leggja ráðamenn ættlands hans til atlögu við sovéska nýlenduveldið eins og heilagur Georg réðst á drekann með spjóti sínú áður. Þeirri orr- ustu lauk með falli drekans. Enn á eftir að koma í Ijós, hvernig atlögu ráðamanna ein- stakra Sovétlýðvelda gegn herrunum í Kreml lyktar. Voslensky skýrði frá því á fundinum, að hermenn Kreml- veija hefðu af ásetningi beitt eiturgasi gegn mótmælendum í Tíflis, höfuðborg Georgíu/ í apríl síðastliðnum þegar 20 borgarar voru myrtir. Fólkið söng sálma og fór með bænir, þegar ráðist var á það. Segir Voslensky að enginn vafi sé á því að Gorbatsjov hafi verið með í ráðum, þegar ákvörðun var tekin um að nota eiturgas- ið. Tilgangurinn hafi verið sá að hræða almenning frá frekari mótmælum. Síðan hafi komið í Ijós, að grimmdarverkið bar ekki tilætlaðan árangur. Fólk heldur áfram að mótmæla. Samþykkt þings Georgíu sýnir að krafan um sjálfstæði undan stjórninni í Moskvu á mikinn hljómgrunn. Eystrasaltsríkin hafa oftar en einu sinni haft að^engu til- mæli um að hægja á sjálfstæð- isbaráttunni. Forystumenn þeirra standa fast gegn Mikh- aíl Gorbatsjov Sovétforseta sjálfum og segjast ætla að fara sínu fram, hvað sem tautar og raular. Standi þeir við þau orð stefnir allt í það sem Voslensky lýsti: upplausn sovéska ný- lenduveldisins. Nái fámennar þjóðir Eistlands, Lettlands og Litháens markmiðum sínum getur ekkert stöðvað hinar ijöl- mennari eins og Georgíu og Úkraínu. Það væri með ólíkindum ef þessi raunverulega bylting í Sovétríkjunum gerðist friðsam- lega. Voslensky sagði, að sov- éskir viðmælendur sínir notuðu orðið borgarastyijöld, þegar þeir væru spurðir um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Þetta er stórt orð og ekki síst, þegar öflugt kjarnorkuveldi á í hlut. Öll hljótum við að vona, að sovésku nýlendurnar öðlist frelsi án þess að til hernaðar- átaka komi og þar verði þróun- in með svipuðum hætti að lok- um og í ríkjum Austur-Evrópu, þar sem valdhafar hrökklast frá völdum vegna friðsamra mót- mæla fólksins. Nauðsyn varðstöðu Yfirmaður sænska heraflans hefur sagt að staða heims- mála valdi því, að frekar sé þörf fyrir að auka framlög til varnarmála í Svíþjóð en draga þau saman. Þessi afstaða er skiljanleg þegar litið er til legu Svíþjóðar við Eystrasalt, skammt frá Eistlandi, Lett- landi, Litháen, Póllandi og Austur-Þýskalandi. Þar er ekki lengur stöðugleiki heldur upp- lausn og óvissa. Við slíkar að- stæður er mest hætta á að frið- urinn rofni. Frá Bandaríkjunum berast hins vegar þær fréttir, að Ric- hard Cheney varnarmálaráð- herra telji breytingar í Austur- Evrópu valda því, að verja megi minna fé en ella til hernaðarút- gjalda. Þegar litið er til óvis- sunnar fyrir austan tjald hlýtur sú spurning að vakna, hvort yfirlýsingar sem þessar séu tímabærar. Obifanleg varð- staða Vesturlanda um lýðræði og frelsi er leiðarljós hinna kúg- uðu þjóða. Þróunin í Austur- Evrópu væri óhugsandi án Atl- antshafsbandalagsins. eftir Gunnar Sigurðsson Kransæðasjúkdómar urðu fyrst algengir á íslandi eftir 1950. Því verður að telja að breytingar á lifnað- arháttum fyrir og um þann tíma eigi stóran þátt í tilkomu þessa „farald- urs“ á íslandi, svo sem auknar reykingar, breytt mataræði, aukin líkamsþyngd, minni líkamsáreynsla, hreyfing o.fl. Hins vegar er ýmislegt sem bendir til þess að erfðaeiginleik- ar ráði miklu um svörun einstakling- anna við breyttum lifnaðarháttum og komi þannig inn í myndina hvaða einstaklingum sé hættara við að fá kransæðasjúkdóm en öðrum. í merkri rannsókn sem Óskar Þórðarson læknir og Sturla Friðriks- son erfðafræðingur gerðu fyrir all- mörgum árum kom í ljós að nánum ættingjum sjúklinga sem fengið höfðu kransæðastíflu fyrir 65 ára aldur var að minnsta kosti þrefalt hættara við að fá kransæðasjúkdóm en þeim sem ekki áttu náinn ætt- ingja með kransæðasjúkdóm en þeim sem ekki áttu náinn ættingja með kransæðasjúkdóm. Meðal fjarskyldra ættingja var áhættan 1,5-föld. Þess- ar niðurstöður eru svipaðar erlendum rannsóknum um þetta efni. Þessi áhætta er þó meiri ef kransæðasjúkl- ingurinn er ungur að árum (undir 50 ára aldri) eða er kvenkyns. Hvernig má skýra þessa ætta- fylgju? Rannsókn Hjartaverndar hefur sýnt glögglega að þrír þættir í fari fólks (auk aldurs) auka líkurnar á kransæðasjúkdómi; a) Hátt kólesteról í blóði. b) Reykingar. c) Hár blóðþrýstingur. Reykingavenjur einstaklinga hafa oft dregið dám af því hverju fólk venst á heimilum í uppvexti. I könn- un meðal skólabarna í Reykjavík, sem gerð var á vegum Borgariækni- sembættisins, sagði helmingur nem- eftir G. Jakob Sigurðsson í grein próf. Gylfa Þ. Gíslasonar í Morgunblaðinu 26. okt. sl. leggur hann höfuðáherslu á að ríkinu beri að selja útvegsmönnum veiðileyfi fyrir skip sín fyrir upphæðir, sem ættu að nema mörgum milljörðum króna árlega. Eins og hann og samherjar hans hafa áður gert, segir hann að útgerð- armenn greiði nú þegar hver öðrum stórfé fyrir veiðileyfi, og dregur af því þá ályktun, að þeir hljóti að liafa efni á því að greiða ríkinu ríflega fyrir allan kvótann. „Gjaldið er stað- reynd,“ segif hann. En hvaða gjald? Enginn gerir út fiskiskip fyrst og fremst út á aðkeypt leyfi. Það er engan veginn mögulegt. Hins vegar kaupa menn gjarnan, ef þeir eiga þess kost, viðbótarleyfi til þess að halda skipi, áhöfn og fiskvinnslu í gangi, eftir að eigin kvóta er lokið. Seljendur hafaþá af ýmsum orsökum ekki getað lokið við að fiska sinn kvóta. Fjármagnskostnaður, afborganir og vextir, er að jafnaði mjög stór liður í rekstri fiskiskipa, og munar þá oft ekki mikiu hvort skipið er á veiðum 8 eða 12 mánuði á ári hveiju. Viðhald, tryggingar og margt fleira er heldur ekki í hlutfalli við úthalds- endanna reykingar foreldranna vera ástæðuna fyrir því að þau bytjuðu sjálf að reykja. Hár blóðþrýstingur er að nokkru leyti bundinn erfðum og há blóðfita er bæði háð erfðum og mataræði sem oft er svipað með- al ættingja. Þessir þrír þættir sem eru nátengdir erfðum og sameigin- legu umhverfi skýra að talsverðu leyti hvers vegna kransæðasjúk- dómar virðast leggjast þyngra á sum- ar ættir en aðrar. Sykursýki er einn- ig dæmi um arfbundinn áhættuþátt fyrir kransæðasjúkdómi. Rannsókn Hjartaverndar hefur sýnt að meðalgildi kólesteróls í blóði var nokkru hærra meðal þeirra sem höfðu ættarsögu kransæðasjúkdóma en hinna og sameiginleg rannsókn frá Borgarspítala og Landspítala^ sýndi að nær fimmti hver sjúklingur með kransæðastíflu undir 65 ára aldri hafði arfbundna hækkun á blóð- fitu. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að slík arfbundin hækkun á blóðfitu getur 6tafað af mismunandi erfða- göllum þar sem blóðfituhækkun kemur strax fram í barnæsku í sum- um, en kemur fram í öðrum einung- is eftir 20-30 ára aldur, þegar fólk fer að þyngjast og undirstrikar sam- spil erfða- og umhverfisþátta. Erfða- þættir eru taldir skýra a.m.k. heim- ing breytileika í kólesterólgildum fólks með tiitölulega svipað matar- æði og rannsókn hérlendis sýnir glögglega sterk áhrif þessara þátta. Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir árið 1985 voru einmitt veitt tíma. Þetta verður líka að greiða þó skipið stöðvist. Skipveijar þurfa að hafa samfellda vinnu, og flestar út- gerðir reyna í lengstu lög að komast hjá þvi að segja þeim upp. Mjög margar útgerðir verða einnig að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda vinnslu í landi gangandi sem lengst. Vegna þessara atriða og fleiri getur því verið fyllilega réttlætanlegt fyrir útgerð, sem hefir t.d. 1.000 tonna kvóta, og hefir veitt hann, að kaupa t.d. 100 til 200 tonna leyfi til viðbótar. Ef sá kvóti væri t.d. keypt- ur á kr. 15.000 hvert tonn og kost- aði þannig 1,5-3,0 milljónir, segirþað engan veginn að sama útgerð gæti keypt 1.100 til 1.200 tonn á 16,5 til 18 milljónir. Það er því alrangt, sem þessir hagfræðingar hafa sagt frá upphafi, að kvótasölur manna á milli í smáum stíl séu marktækur mæli- kvarði á það hvað útgerðin gæti greitt, ef öll leyfi væru seld. Þetta er ósköp einfalt og auðskilið, en samt er sífellt hamrað á þessum alranga mælikvarða. , Ég varpaði fram þeirri spurningu í grein minni í Morgunblaðinu 12. október sl. hvar væru allir milljarð- arnir, sem sjávarútvegurinn hefði átt að greiða fyrir kvótann undanfarin ár, og svaraði því, að vegna rangrar gengisskráningar hefði arðurinn af útgerðinni runnið beint til þjóðarinn- ar allrar, og það i ríkara mæli en eðlilegt hefði verið undanfarin ár, I tveimur bandarískum læknum, Brown og Goldstein, fyrir að sýna fram á undirliggjandi erfðagalla í ættum með mikla kólesterólhækkun í blóði, þar sem annar hver í ættinni hefur eiít þennan galla og honum fylgir oft kransæðasjúkdómur sem nú má væntanlega koma í veg fyrir með nýjum kólesteróllækkandi lyfl- um. Verið er að rannsaka hérlendis stökkbreytingar í geni því sem veldur þessum ákveðna erfðagalla í kólest- erólefnaskiptunum en tíðni hans virð- ist svipuð hérlendis og víðast annars staðar, eða einn af hverjum 500. Það er þó athyglisvert að í vissum ein- angruðum þjóðfélögum er tíðnin verulega meiri. Umdeilt er hvort erfðir gegni sjálf- stæðu hlutverki utan þess að þær komi fram í hækkaðri blóðfitu, há- þrýstingi, sykursýki o.fl. Ymsar rannsóknir benda til að svo kunni að vera en nákvæmari rannsóknir á þegar þekktum áhættuþáttum, t.d. blóðfitu, benda til þess að visst arf- bundið fituprótín sem áður var ekki gaumur gefinn kunni _að gegna þar mikilvægu hlutverki. Á móti kemur að sumir erfðaþættir virðast vernd- andi m.t.t. þessa. Rannsóknir hér- lendis og erlendis benda til þess að þáttur erfða í kransæðasjúkdómi í heild sinni sé á bilinu 30-60%. í flest- um tilvikum virðist um að ræða áhrif ijölmargra gena sem hvert um sig hefur lítilleg áhrif á einhvern áhættu- þáttanna (t.d. kólesteról) en í sumum ættum er um sterk áhrif eins gens að ræða. Nýleg íslensk rannsókn á einstakl- ingum sem fengu kransæðastíflu undir 40 ára aldri sýndi að nánast allir þeirra höfðu reykt tóbak og meira en helmingur þeirra hafði ætt- arsögu um kransæðastíflu en það er verulega hærra hlutfall en almennt í rannsókn Hjartaverndar sem gaf til kynna að um 15-20% miðaldra fólks hefði siíka ættarsögu. Þessi rannsókn undirstrikar því afdrifarík- ar afleiðingar reykinga meðal ungs enda eigið fé útgerðar og fiskvinnslu að mestu þrotið. Útgerðin hefði því greitt þjóðinni allt sem hún hefði getað og meira til. Prófessor G.Þ.G. segir spurning- una skynsamlega og bætir svo við: „En svarið er að mestu leyti rangt." Þessi staðhæfing er fáum skiljanleg, og alveg sérstaklega ef lengra er lesið, því að þessu næst hefst hann handa við að rökstyðja svar mitt. Hann ségir: „Einmitt af því að sjáv- arútvegurinn hefir aldrei þurft að greiða neitt fyrir að hagnýta verð- mætustu auðlind þjóðarinnar, fiski- stofnana í sjónum, hefir gengi ísl. krónunnar, allar götur frá því að farið var að skrá það, verið skráð of hátt. Allir aðrir atvinnuvegir landsmanna hafa þurft að greiða fyrir öll þau verðmæti, sem þeir hafa notað nema sjávarútvegurinn. Það ber að greiða rentu af auðlind," seg- ir hann, „en útgerðin hefir aldrei verið látin greiða rentu." Það skal fúsléga viðurkennt, og lögð á það áhersla, að gengið hafi verið rangt skráð, og að þess vegna hafi framleiðslan fengið of lágt verð fyrir útflutningsvörur sínar, sem hvað mest hefir bitnað á sjávanitveg- inum. En hvert fór svo það, sem af útveginum var haft? Því svarar G.Þ.G. meðal annars þannig: „Afleið- ingin hefir auðvitað orðið sú, að inn- fluttar vörur og innflutt þjónusta hefir orðið ódýrari en elia,“ og þann- Hvert hefur arðurinn af útveginum farið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.