Morgunblaðið - 22.11.1989, Side 25

Morgunblaðið - 22.11.1989, Side 25
Gunnar Sigurðsson „Nýleg íslensk rann- sókn á einstaklingum sem fengu kransæða- stíflu undir 40 ára aldri sýndi að nánast allir þeirra höfðu reykt tób- ak og meira en helm- ingur þeirra hafði ætt- arsögu um kransæða- stíflu.“ fólks með ættarsögu um kransæða- sjúkdóm. Margar erlendar rannsókn- ir hafa einnig bent í þá átt að reykingar séu miklum mun hættu- legri meðal þeirra sem hafa ættar- sögu um kransæðasjúkdóm en ann- arra, jafnvel þó að aðrir áhættuþætt- ir séu sambærilegir. Af þessu má sérstaklega ráðleggja ættingjum kransæðasjúklinga: 1. Reykið ekki. 2. Látið fylgjast með blóðþrýst- ingi og blóðfitu. Hækkun þessara þátta af völdum erfða þarf þó ekki að koma fram fyrr en eftir 30 ára aldurinn. Ve! má vera að nýlegar tækni- framfarir á sviði erfðafræði kunni að gera kleift í náinni framtíð að finna betri erfðamörk en nú eru þekkt til að greina þá sem eru í mestri áhættu að fá kransæðasjúk- dóm svo unnt verði að gefa þeim ráð þegar á unga aldri. Ilöfimdur er yfírlæknir á lyflækningadeild Borgarspítala. G. Jakob Sigurðsson „Svar mitt var rétt. „Rentan“ — án þeirrar nafngiftar — er greidd, ofgreidd, og verður áfram greidd, en hún á ekkert erindi inn í ríkis- sjóð.“ ig segir hann réttilega, að sjávarút- vegurinn hafi bætt kjör allra neyt- enda í landinu, einnig á þennan óbeina hátt, með því að skaffa þeim erlendan gjaldeyri á of lágu verði. Þetta, sem auðvitað er óumdeilan- legt, kalla ég ekkert smávegis af- gjald fyrir hina „sameiginiegu eign þjóðarinnar". Samt segir G.Þ.G: „Það er bæði óhagkvæmt og rang- látt að dreifa afgjaldinu, rentunni, af auðlindum sjávarins til þjóðarinn- ar í formi óeðlilega lágs verðs á öllu sem keypt er frá útlöndum." Eftir þannig tvítekna viðurkenningu á því 'MORGHNfeLÁpÍ) MIÐVIKUDAGDR 22i .S’ÓVEMBER HKSii 25 Ráðsteftia um firamtíð íslensks málmiðnaðar: Breyta þarf úreltum reglum um við- hald og þjónustu erlendra fiskiskipa - sagði iðnaðarráðherra. Tillögur um gagngera uppstokkun greinarinnar og umhverfis hennar TILLÖGUR uni róttækar breytingar á skipulagi, rekstri og markmið- um fyrirtækja í málmiðnaði ásamt tillögum um miklar breytingar af hálfu stjórnvalda á rekstrarumhverfi greinarinnar voru kynntar á ráðstefiiu um íramtíð íslensks málmiðnaðar í gær. Ráðstefhan var haldin til að kynna niðurstöður samstarfsverkefnis Félags málmiðnað- arfyrirtækja, Landssambands iðnaðarmanna og iðnaðarráðuneytisins um stefiiumörkun íslensks málmiðnaðar og aðgerðaráætlun sam- ræmds þróunarátaks. Meginmarkmið átaksins er að auka samkeppn- ishæfni, verðmætasköpun og arðsemi í málmiðnaði, byggja upp fjöl- breyttan tækjaiðnað tengdan rafeindaiðnaði og tryggja að fram- leiðni og gæði þjónustuhluta greinarinnar sé að minnsta kosti eins og best gerist meðal samkeppnisþjóða. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra sagði í ávarpi að meðal möguleika til að auka verkefni mál- miðnaðar væri að breyta úreltum reglum og heimila viðgerðir er- lendra fiskiskipa og þjónustu við þau, væri meðal annars hægt að líta til rússneska flotans í þeim eftium. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði smíði véla og tækja fyrir fisk- veiðar og fiskvinnslu vera einn helsta iðnaðargrundvöll íslendinga á eftir vinnslu sjávarafúrðanna og nýtingu orkulindanna til stóriðju. Jón nefndi dæmi um vel heppnaðan iðnað og útflutning á þeim sviðum, þar á meðal ráðandi heimsmarkaðs- hlutdeild íslenskra fyrirtækja í smiði og sölu voga fyrir fiskiskip. „Það er auðvitað á þessu sviði sem íslensk fyrirtæki búa að nokkrum heimamarkaði, sem getur staðið undir hönnun og þróun véla og tækja, og ekki síður sem mjög mik- ilvægt er, prófunum þeirra.“ Jón Sigurðsson sagðist telja ljóst að heimildir til innlendra skipa- smíðastöðva og annarra þjónustu- fyrirtækja sjávarútvegs og fisk- veiða til að veita erlendum fiskiskip- um þjónustu, gætu skapað okkar stöðvum verkefni og jafnframt auk- ið sölumöguleika fyamleiðenda véla og tækja í skip. „A þessu sviði gilda úreltar reglur að mínu áliti, sem við þurfum nú að endurskoða, þó að með fullri gát verði gert. Eg bendi á að víða um lönd em mikil verkefni við endurnýjun og endur- bætur á fiskiskipaflota, þar má meðal annars nefna sovéska fiski- hvert arðurinn hafi farið, þ.e. til þjóð- arinnar allrar, hlýtur lesandinn að álykta, fyrst þetta er ekki talið rétt- látt, að það sé alveg sérstakt sálu- hjálparatriði að gjaldið fari fyrst og fremst í ríkissjóð til ráðstöfunar stjórnmálamanna, hvað svo sem þeim dytti í hug að gera við það. Til frekari áherslu á það hvernig afkomu sjávarútvegsins hefir verið haldið niðri með of háu gengi krón- unnar segir G.Þ.G.: „En þegar á heildina er litið, hefir afkomunni (út- vegsins) verið haldið í járnum.“ Þetta er auðvitað rétt, en þegar svo er komið, að meginhluti eigin fjár út- gerðar og fiskvinnslu er horfinn í tap, verður að viðurkenna að jámin hafa ekki verið iátin halda á réttum stað. Allt of mikið hefir verið tekið af þessum atvinnuvegi. Samt heimtar hópur hagfræðinga við Háskóla ís- lands nýjar álögur og þær miklar. Auðvitað hefir annar útflutnings- og samkeppnisiðnaður einnig liðið vegna of hás gengis, og sér þess alls staðar merki, enda eru hagsmun- ir hans og útvegsins í höfuðatriðum hliðstæðir, en ekki andstæðir, en hér er ekki rúm til að ræða það. Að lokum: Svar mitt var rétt. „Rentan" — án þeirrar nafngiftar — er greidd, ofgreidd, og verður áfram greidd, en hún á ekkert erindi inn i ríkissjóð. Fer ekki að verða nóg komið af hverskyns álögum, sköttum, undan- þágum, endurgreiðslum og sívaxandi skriffinnskuflækjum? Sumum fellur þetta vel, og atvinnutækifærum í skrifræðinu fer ört flölgandi. En kerfið stendur ekki óstutt. Einhveijir verða að vera eftir til að vinna fyrir því. Höfundur er forstjóri Sjófangs lif. skipaflotann," sagði hann. Þá nefndi ráðherra að bygging og rekstur álvers yrði mikil lyfti- stöng málmiðnaði og yrði við það miðað í samningaviðræðum að tryggja íslenskum fyrirtækjum for- gang að verkefnum í þjónustu við álver svo og að innlendum aðilum standi til boða að kaupa allt að 5% framleiðslunnar til vinnslu. Verulegir vaxtar- möguleikar Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðn- tæknistofnunar vakti athygli á umfangi málmiðnaðar, þar störfuðu álíka margir og að fiskveiðum, um sex þúsund manns, um 20% af iðn- aði í heild, og verðmætasköpun 1986 nam rúmiega sex milljörðum króna, eða um 23,5% af allri verð- mætasköpun í iðnaði. „Þá er athygl- isvert að verðmætasköpun á mann í málmiðnaði er með því hæsta sem gerist í iðnaði,“ sagði Páll. Hann sagði stærsta hluta fram- leiðslu málmiðnaðar sem seld er hér á landi vera fluttan inn, einkum í formi skipa, véla og tækja til út- gerðar og fiskvinnslu fyrir milljarða króna á ári. „Mörg þessara verk- efna væri íslenskur málmiðnaður fyllilega fær um að leysa tækni- lega.“ Helstu ástæður innflutnings- ins sagði Pál! vera verri samkeppn- isstöðu íslensks málmiðnaðar sem einkum orsakaðist af ytri skilyrðum og litla framleiðni. Helstu þættirnir sem veikja samkeppnisstöðuna eru, að sögn Páls, skattamál, afskrifta- reglur, tollamál og lánamál. Léleg lánskjör valdi því að íslensku fyrir: tækin missi oft af arðvænlegum verkefnum. „íslenskur máimiðnaður er ein af fáum greinum iðnaðar þar sem verulegir möguleikar eru á aukinni starfsemi og þar með fjölgun starfs- manna á næstu árum. Möguleikarn- ir felast hins vegar ekki í viðgerðar- verkefnum. Ef íslenskur málmiðn- aður á að nýta þau tækifæri sem hann hefur til aukinnar verðmæta- sköpunar verður það að gerast með aukningu í framleiðslu,“ sagði Páll. Hann lagði áherslu á mikilvægi fjárfestingar í vöruþróun og mennt- un starfsmanna. Ennfremur að laða þurfi hæfa stjórnendur að greininni og að þeir þurfi að einbeita sér í ríkari mæli að framleiðslunni í stað þess að þurfa að beina kröftum sínum að fjármagnsþættinum í rekstrinum. Góður árangur í upp- byggingu greinarinnar næðist því aðeins að „víðtækt samstarf takist milli fyrirtækja og stjórnvalda um að breyta íslenskum málmiðnaði úr viðhalds- og viðgerðariðnaði í tæknivæddan framleiðsluiðnað sem framleiði ýmiss konar hátæknibún- að til notkunar í sjávarútvegi og fiskvinnslu fyrir heimamarkað og til útflutnings. Þá er líklegt að sam- starf og samvinna fyrirtækja verði að eiga sér stað áSamt þátttöku erlendra aðila í rekstrinum og fjár- féstingu íslenskra fyrirtækja í dótt- urfyrirtækjum erlendis. Slíkt tel ég að sé forsenda þess að árangur verði varanlegur.“ Dýrar tilraunir Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins sagði vinda frelsis og framfara blása um Evrópu þar sem EB gegndi lykilhlutverki með áætl- un um sameiginlegan markað 1992. Hann minnti á sívaxandi viðskipti við lönd Evrópubandalagsins og að þar muni samkeppni fara harðnandi með tilkomu sameiginlega markað- aríns, einnig samkeppni við hérlend fyrirtæki. „Það ætti öllum að vera ljóst að samkeppnisstaða innlends iðnaðar, jafnt á heimamarkaði sem útflutningsmörkuðum, mun óhjá- kvæmilega ráðast í öllum megin- dráttum af því hvernig okkur tekst að bregðast við þessum breytingum. Takist okkur ekki að auka sam- keppnishæfni iðnaðarins tilsvarandi á við það sem gerist innan EB, þá mun iðnaðarframleiðslan óhjá- kvæmilega dragast saman með þeim áhrifum á atvinnustig og lífskjör sem við blasa.“ Þórarinn lagði áherslu á mikil- vægi þess að Islendingar fylgi með öðrum EFTA-ríkjum í samningavið- ræðum við EB um evrópska efna- hagssvæðið og sagði að ef ákveðið yrði að taka ekki þátt í viðræðunum stefndi það íslenskum iðnaði í veru- lega hættu „þar sem það þýðir að við mundum einangrast á næstu árum sem aftur hefði í för með sér versnandi starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja." Þórarinn sagði stjórnvöld verða að búa betur í haginn fyrir fyrirtæk- in með löggjöf, sem drægi úr skatt- heimtu og tryggði betri ávöxtun hlutafjár og gerði þannig eftirsókn- arvert sparnaðarform að eiga hluta- bréf í fyrirtækjum. Hann sagði verðbólguna vera einn versta óvin allrar áætlanagerðar og heilbrigðs reksturs. Þótt oft og víða komi fram að íslensk fyrirtæki standi erlendum að baki hvað varðar rannsóknir og þróun, hafi þau á einu sviði staðið að dýrari og umfangsmeiri tilraun- um en nokkur önnur þjóð. „Það er nær tveggja áratuga þrotlaus leit að leið til að lifa með margfaldri verðbólgu á við það sem gerist meðal helstu viðskiptaþjóða okkar. Þetta rannsókna- og tilraunaferli er búið að vera þessari þjóð ótrú- lega dýrt og ég hygg að við getum flestir verið um það sammála að niðurstaðan sé orðin nógu skýr. Við getum^ekki frekar en aðrar þjóðir lifað með þessari verðbólgu og samtímis náð árangri í efnahags- legri uppbyggingu." Leiðirnar að markmiðinu Átakið, sem kynnt var á ráð- stefnunni ber yfirskriftina „Málmur ’92 - sókn til betri samkeppnis- stöðu“. Leiðir þær sem lagt er til að farnar verði að markinu eru í höfuðatriðum eftirfarandi: Heildaráætlun til að auka fram- leiðni og framleiðslu verði hrundið í framkvæmd. Stuðlað verði að stóreflingu vöru- þróunar og að hönnun færist í aukn- um mæli inn í fyrirtækin. Samvinna málmiðnaðarfyrir- tækja innbyrðis og við fyrirtæki og stofnanir í öðrum greinum verði efld á þeim sviðum þar sem sameig- inlegir hagsmunir vega þyngra en sérhagsmunir. Hvert fyrirtæki móti með skipu- legum hætti stefnu sína um vöxt og viðgang. Stjórnvöld móti stefnu sem miði að jöfnun samkeppnisskilyrða gagnvart þeim sem greinin þarf að keppa við. Aðstaðá sú sem er fyrir hendi í þjóðfélaginu verði virkjuð, til dæm- is innan ýmissa stofnana og sjóða, þannig að hún nýtist málmiðnaðar- fyrirtækjum í samræmdu átaki. Hindrunum verði. velt úr vegi, bæði innan og utan fyrirtækjanna, sem hindra frekari framþróun og vöxt. Samstarfsvettvangur verði myndaður um viðfangsefni og mál- efni sem til hagsbóta eru fyrir iðn- greinina í heild. Fjármuna verði aflað til skil- greindra viðfangsefna innan ramma átaksverkefnisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.