Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÖIÐ. MIÐVIKUDAGUR-22.: NOVEMBER 19S9 27 LANDSFUNDUR ALÞYÐUBANDALAGSINS Sigurbjörn Bárðarson á hryssunni Hildu á Evrópumótinu í Svíþjóð árið 1985. Hestamannafélagið Fákur: Fræðslufundur á Víðivöllum Fræðslunefhd hestamannafélagsins Fáks heldur fræðslufund í félags- heimili Fáks á Víðvöllum næstkomandi fimmtudag og hefst fundur- inn klukkan 20.30. Á fundinum flytur Sigurbjörn Bárðarson erindi um þjálfun og undirbúning kynbótahrossa og Þor- kell Bjarnason hrossaræktarráðu- nautur fjallar um val og dóma kyn- bótahrossa. Leiðrétting: Æðarfiiglinn og Óvitar í frétt Morgunblaðsins þann 18. nóvember var sagt að Óvitar væru vinsælasta barnaleikrit sem sýnt hefði verið á. íslandi. Þar vantaði orð,^ þvi Óvitar eru vinsælasta íslenska barnaleikritið sem sýnt hef- ur verið, en erlendu barnaleikritin Kardimommubærinn, Dýrin í Hálsa- skógi og Lína Langsokkur eiga enn vinninginn í aðsókn. I fréttum-um innflutningsbann á íslenskum æðardúni í Þýskalandi, sem birtust á baksíðu og bls. 31 í blaðinu í gær, er á tveimur stöðum ranglega farið með ártalið sem æðar- fugl var alfriðaður hér á landi. Kon- ungur friðaði æðarfuglinn með til- skipun árið 1847. 4 Fiskverð á uppboðsmörkuðum 21. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 79,00 63,00 67,93 21,340 1.449.566 Þorskur(ósL) 80,00 46,00 67,06 7,170 480.883 Þorskur(smár) 46,00 46,00 46,00 0,016 736 Ýsa 84,00 40,00 77,26 25,614 1.978.875 Ýsa(ósl.) 79,00 40,00 60,02 7,138 '428.478 Karfi 35,00 25,00 34,61 19,720 682.456 Steinbítur 57,00 49,00 55,01 12,015 660.978 Hlýri 49,00 49,00 49,00 0,380 18.620 Ufsi N 39,00 20,00 38,30 35,637 1.364.771 Langa 35,00 30,00 33,07 2,051 67.818 Langa(ósL) 30,00 30,00 30,00 0,226 6.780^ Lúða 440,00 100,00 224,17 1,111 248.996 Koli 35,00 33,00 34,38 0,310 10.640 Keila 14,00 14,00 14,00 1,485 20.784 Keila(ósl.) 14,00 14,00 14,00 0,631 8.834 Kinnar 70,00 70,00 70,00 0,060 4.200 Gellur 205,00 205,00 205,00 0,015 3.075 Samtals 55,12 134,969 7.439.270 Selt var meða annars úr Elínu Þorbjamardóttur IS og Óskari Halldórssyni RE. i dag verður selt óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík — Þorskur 101,00 62,00 71,30 29,160 2.079.069 Ýsa 95,00 40,00 69,61 20,854 1.451.576 Karfi 35,00 25,00 34,12 4,734 161.543 Ufsi 45,00 37,00 43,64 17,880 780.286 Steinbítur 66,00 45,00 64,35 7,342 472.445 Hlýri 20,00 20,00 20,00 0,047 940 Langa 35,00 20,00 32,51 0,466 15.149 Lúða 310,00 100,00 204,32 0,619 126.475 Skarkoli 89,00 71,00 78,85 0,039 3'.075 Keila 17,00 17,00 17,00 0,378 6.426 Skötuselur 150,00 150,00 150,00 0,043 6.450 Hrogn 113,00 113,00 133,00 0,021 2.373 Samtals 6244 81,826 5.109.467 i dag verður selt óákveðið mag i úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 89,50 38,00 62,87 22,722 1.428.573 Þorskur(umál) 20,00 20,00 20,00 0,356 7.120 .' Ýsa 75,00 20,00 65,12 15,255 993.349 Karfi 26,00 15,00 24,79 0,725 17.970 Ufsi 18,00 10,00 15,67 0,293 4.592 Steinbítur 44,00 44,00 44,00 0,350 15.400 *», Hlýri 44,00 44,00 44,00 0,300 13.200 Langa 35,00 15,00 31,05 3,834 119.029 Lúða 335,00 50,00 174,73 0,735 128.429 Keila 18,50 10,00 16,97 7,483 126.975 Lýsa 23,00 23,00 23,00 0,092 2.116 Samtals 54,69 52,349 2.863.109 Selt var m.a. úr Reyni GK, Ólafi GK, Sandvík GK Jaspisi KE og Nirði EA. dag verða m.a. seld um 30 tonn af þorski og 20tonnafýsu úrdagróðrabátumog 10tonn af karfa úr Þresti. Unnur Kristjánsdóttir: Hræðist að flokkurinn missi fylgi til Kvenna- lista UNNUR Kristjánsdóttir, sem kjörin var gjaldkeri Alþýðu- bandalagsins á landsfundinum segir að framboð Steingríms J. Sigfússonar hafi verið mörgum konum í flokknum afar stór biti að kyngja. „Við höfum barist lengi fyrir þeirri hefð að koma skipi sæti vara- formanns, ef. ekki formanns. Á Norðurlandi nýtur Svanfríður Jón- asdóttir mikils stuðnings og hún nýtur þess sem forverar hennar í varaformannsembættinu nutu ekki, að vera bæði viðurkennd af formanninum og fjölda mörgurn öðrum sem stjórnmálamaður. Ég * hræðist að sjálfsögðu að í kjölfar þessa kjörs muni aftur hópur fara yfir á Kvennalistann," sagði Unn- ur. Hún sagði síðan að þingið hefði ýkt málefnaágreining innan flokksins enda væri það raunar sá bragur sem margir sósíalistar hafa tamið sér að vera hæfilega hvatv- ísi og leggja þungar áherslur, en þingið logaði ekki af málefnaá- greiningi. „Það er viðhorfsmunur í Al- þýðubandalaginu en hann er mikið minni milli armanna en menn vilja vera láta. Hann er verulegur í ákveðnum málaflokkum milli fólks af höfuðborgarsvæðinu og lands- byggðinni. Hann er verulegur í verkalýðsmálum og þá jafnvel inn- an þess hóps ssem telst til verka- lýðsforustunnar. Hins vegar er gleðilega lítill skoðanamunur milli ráðherranna þriggja í þeim málum sem nú er verið að fjalla um í ríkis- stjórn. Það er til dæmis ekki von á uppgjöri í stóriðjumálum, að mínu mati," sagði Unnur Kristj- ánsdóttir. Anna Kristín Sigurðardóttir: Atökin komu lands- byggðar- mönnum á óvart ANNA Kristín Sigurðardóttir, sem kjörin var ritari Alþýðu- bandalagsins, segir að lands- byggðarmenn verði ekki mikið varið við að stríðandi fylkingar séu í Alþýðubandalaginu. „Við sem búum úti á landi verð- um ekki svo mikið vör við þessar fylkingar fyrr en við komum hingað suður. Ég hef heyrt í mörgum landsbyggðarmönnum og þeim kom þetta flestum mjög á óvart, hér á fundinum. Þeir eru löngu búnir að gleyma því hver studdi hvaða form- ahnsefni á Síðasta landsfundi," sagði Anna Kristín. Hún sagði að meginviðfangsefni Alþýðubandalagsins hlýti að vera ríkisstjórnarþátttaka og tryggja að flokkurinn viniii vel þar. Og aðal- Morgunblaðið/Bjami Anna Kristín Sigurðardóttir, ritari Alþýðubandalagsins, og Unnur Kristjánsdóttir, gjaldkeri. mál flokksins hljóta að vera kjara- málin." —Það virðast vera ólík sjónarmið um margt innan flokksins. Sýnist þér að það veðri hægt að sameina þau? „Já, ég held að það sé hægt að sætta þetta.Ég held að sjónarmiðin séu ekki eins ólík og fjölmiðlar segja. Menn skiptast auðvitað á skoðunum og deila á svona fundum og það sjá fjölmiðlarnir." Björn Grétar Sveinsson: Ekki trúar- atriði að sitja í stjórn BJÖRN Grétar Sveinsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs í ritaraembætti Alþýðubanda- lagsins, eftir að ljóst var að Steingrímur Sigfússon var kjör- inn varaformaður. „Þegar það kom upp hér að það átti að fella Svanfríði, þá tók ég strax þá .ákvörðun, með tilliti til reynslu minnar af samstarfi við hana, að ef Svanfríði yrði sparkað út á mjög óverðskuldaðan hátt, þ.á gæfi ég ekki kost á mér áfram," sagði Björn Grétar við Morgun- blaðið. „Það sjá það einnig allir sem vilja, að þegar búið er að búið er að kjósa tvo karlmenn í embættin tvö, er það sjálfsögð tilltissemi við kvenfólk að eftirláta því hin stjórn- arsætin tvö. Það hefur aldrei verið trúaratriði hjá mér að sitja í stjórn Alþýðubandalagsins heldur hef ég tekið að mér þær skyldur sem flokkurinn hefur falið mér frá þ*í að ég var 16 ára gamall. En nú kom að því að ég sagði stopp," - sagði Björn Grétar. Hann sagði það sitt mat, að ef menn í stjórnmálaflokki ætluðu að takast á um forustuna, þá ætti að takast á um það sem mestu máli skipti, þ.e. formennskuna. „Ég hef ekki hingað til viljað taka landsfund Sjálfstæðisflokks- ins mér til fyrirmyndar og ég ætla að ekki að gera það í framtíðinni, en hér var sömu aðferðum beitt og þar," sagði Björn Grétar. ¦ KRAFA um að virðisauka- skattur verði ekki lagður á íslenskt prentmál var samþykkt í mennta- málaályktun landsfundarins. í stjórnmálaályktuninni er ítrekuð sú stefna flokksins að virðisaukaskatt- ur á brýnustu matvæli og menningu verði lægri en almennt er ákveðið og að virðisaukaskatturinn verði í tveimur þrepum. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins: „Stöðugur ágreiningur milli fylkinga í Alþýðubandalaginu" „MÉR sýnist þetta flokksþing Alþýðubandalagsins fyrst og fremst staðfesta óbreytt ástand. Það er stöðugur ágreiningur milli fylk- inga í Alþýðubandalaginu, um flesta hluti á hinu pólitíska lit- rófi," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins, í samtali við Morgunblaðið um landsfund Alþýðubandalags- ins og niðurstöður hans, eða niðurstöðuleysi. Jón Baldvin sagði að ágreining- þessarar niðurstöðu landsfundar- urinn væri um fortíðina, um þann hugmyndagrundvöll sem flokkur- inn hafi upphaflega verið byggður á, um framtíðina, um það hvort og þá hvernig flokkurinn ætlaði að gera upp þá fortíð sem nú væri sýnilega.í öskunni. Formaður Alþýðuflokksins var spurður hvort hann teldi að ákveð- inn hópur alþýðubandalags- manna, og þá einkum félags- manna í Birtingu, myndu í kjölfar ins segja sig úr Alþýðubandalag- inu og ganga til liðs við Alþýðu- flokkinn: „Eg ætla ekkert að sitja í dómarasæti um það hvernig þeir sem urðu undir í varaformanns- kjörinu munu bregðast við. Ég sá og heyrði fyrstu viðbrögð þeirra, m.a. í sjónvarpi á laugardags- kvöld, og skildi vel afstöðu þeirra sem virtist vera á þá leið að þau teldu það nú vera umhugsunarefni hvort þau ættu samleið með þess- um flokki. Það er auðvitað þeirra mál að gera það upp og ég á ekki von á neinum skyndiákvörð- unum í þeim efnum," sagði Jón Baldvin. „Ég trúi þvi nú ekki, að þetta sé einhver hótun um stjórnarslit vegna þess að ef rökstuðningurinn á að vera sá, að það sé brot á stjórnarsáttmála að heimila könn- un á varaflugvelli, þá er það al- gjörlega á misskilningi byggt," sagði utanríkisráðherra um þá-; ályktun að forkönnun á varaflug- velli væri stjórnarslitaatriði. „Satt að segja spyr ég sjálfan mig: Var landsfundurinn upplýst- ur um málið þannig að hann væri ályktunarhæfur á grunni stað- reynda?", sagði Jón Baldivn. Hannibalsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.