Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 28
28 MQRpuNBLAÐJBi .MIÐVIKUDAGUR 22.. NÓVptBER 1989 + Háskólamenn fiinduðu með fjárveitinganefhd: Ekki verði reynt að gera sjávarútvegs- deild út kvótalausa EF FJÁRVEITINGAR til Háskólans á Akureyri fyrir næsta ár verða ^breyttar, miðað við það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi, þýðir það að ekkert verður úr fyrirhugaðri sjávárútvegs- deild við skólann, auk þess sem hætta verður við innritun nýnema í aðra hvora deildina sem fyrir er, heilbrigðisdeild eða rekstrar- deild. Háskólamenn áttu fund með fjáryeitinganefhd Alþingis í gær þar sem málefhi skólans voru rædd. Á fjárlögum fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skólinn fái um 80 milljónir króna, en í beiðni skólans var farið fram á 210 milljónir króna. í fjárlögum Háskólans á Akur- eyri fyrir árið 1990 er gert ráð fyrir að sjávarútvegsdeild og fjórða ár hjúkrunarfræðinnar bætist við starfsemina. Kennslueiningar skólans voru því áætlaðar 35 þús- und, en voru skornar niður í 30 þúsund eftir að samráð hafði verið kaft við menntamálaráðuneyti. í því fjárlagafrumvarpi sem fyrir liggur er hins vegar gert ráð fyrir rúmlega 20 þúsund kennslueining- um, en það þýðir að sjávarútvegs- deildin er út úr myndinni og hætta verður við innritun nýnema í aðra hvora deild skólans. Kostnaður við kennslu 10 þúsund eininga er áætl- aður 8-10 miljónir króna. í beiðni háskólans er farið fram á 50 milljónir króna vegna hús- næðis, en það vantar fyrir sjávar- iítvegsdeildina. í fjárlagafrum- varpi er gert ráð fyrir 10 milljónum vegna húsnæðismála. Þá var farið fram á 23 miDjónir vegna innrétt- inga, 45 milljónir vegna búnaðar og 5 milljónir vegna viðhalds. í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 5 milljónum vegna búnaðar. Fjár- iagabeiðni háskólan&var miðuð við að kennsla í sérgreinum væri af eðlilegum gæðum en ekkert undir- málsnám og lögðu háskólamenn á það áherslu í viðtali við fjárveit- inganefnd að það væri að sjálf- sögðu ákvörðun fjárveitingavalds- ins hve hárri upphæð varið væri til þessara hluta, en skortur á kennslubúnaði hiyti að koma niður á gæðum kennslunnar. „Það er trú margra að stofnun Háskólans á Akureyri sé stærsta skrefið sem stigið hefur verið til að snúa við byggðaþróun í landinu. Hér er ekki verið að flytja gróna stofnun af Reykjavíkursvæðinu heldur stofna nýja. Nú þegar í fyrsta sinn er stofnað tii háskóla- náms í sjávarútvegsfræðum, skipt- ir nokkru að ekki verði reynt að gera deildina út kvótalausa. Slíkt hefur sýnt sig að vera vafasamur rekstur," segir í greinargerð há- skólans til fjárveitinganefndar. Frá borgarafundi um atvinnumál í gærkvöldi. 'Morgunbiaðið/Rúnar Þór Akureyrar- kynningí Kringlunni UM 20 fyrirtæki, flest á sviði ferðamála, standa að kynningu í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík 23.-25. nóvember. Tilgangur kynningarinnar er m.a. sá að vekja athygli á Akur- eyri sem áhugaverðum ferða- mannastað, ekki síður á veturna en sumrin. í fréttatilkynningu segir að mikið hafi verið gert til að bæta aðbúnað ferðafólks. í bænum séu góð hótel, fjölbreyttir veitinga- og skemmtistaðir auk þess sem þar sé að finna mörg þékkt söfn. Á síðari árum hafi helgarferðir til Akureyrar notið vaxandi vinsælda- meðal landsmanna. Alla daga kynningarinnar verður ýmislegt til skemmtunar, Ingimar Eydal Ieikur Iétt lög, Laddi bregður á leik, Sjallinn kynnir vetrardagskrá sína, sýndar verða vörur frá Ála- fossi og Strikinu og félagar úr Leik- félagi Akureyrar koma í heimsókn. Fjölmennur borgarafiindur um atvinnumál: Bærinn hefiir um árabil tekið virkan þátt í atvinnulífinu - sagði Sigfus Jónsson bæjarstjóri ÞRJÚ fyrirtæki á Akureyri hafa orðið gjaldþrota það sem af er þessu ári, en tvö fyrirtæki urðu gjaldþrota á síðasta ári. Fjögur fyrir- tæki hafa fengið greiðslustöðvun það sem af er árinu, en einungis eitt fékk greiðslustöðvun á síðasta ári. Uppboðsbeiðnum hefur fjölg- að frá síðasta ári og mörg fyrirtæki standa tæpt og er fleiri gjald- þrotum spáð, jafhvel áður en árið er úti. Þá hafa nokkur fyrirtæki sagt upp starfsfólki sínu, þar á meðal Slippstöðin rúmlega 200 manns, Alafoss, Plasteinangrun, ístess og Vöruhús KEA. Þetta kom m.a. fram í erindi Sigurðar P. Sigmundssonar framkvæmdastjóra Iðnþróunarfélags Eyfirðinga á fjölmennum borgarafundi um atvinnu- mál sem haldinn var í Sjallanum í gærkvöld. vandinn orðinn svo mikill að ekki yrði við hann ráðið. Hann ræddi um hlutverk atvinnumálanefndar og um Framkvæmdasjóð bæjarins, sem nefndin hefur yfir að ráða, en á þessu ári hafa um 13 milljónir verið veittar úr sjóðnum. Sigfús Jónsson bæjarstjóri ræddi um hlutverk Akureyrarbæjar í at- Hólmsteinn Hólmsteinsson for- maður atvinnumálanefndar, en nefndin stóð fyrir fundinum, sagði að blikur væru á lofti í atvinnumál- um á Akureyri. I máli hans kom fram að einkennandi væri að fyrir- tæki væru of lengi rekin við erfiðar aðstæður og ekki væri leitað aðstoð- ar fyrr en í óefni væri komið og vinnumálum, en hann sagði þátt- töku sveitarfélaga í atvinnumáium snúast um grundvallarsjónarmið í stjórnmálum. Erlendis væri það nánast óþekkt og víða lagt við því bann að sveitarfélög stæðu í at- vinnurekstri. ísland hefði því mikla sérstöðu á þessu sviði. „Á íslandi hafa sveitarfélög sjaldnast farið út í atvinnurekstur af pólitískri hug- sjón heldur út úr neyð og þá t.d. með þeim hætti að þau hafa breytt uppsöfnuðum skuldum fyrirtækja, í hlutafé," sagði Sigfús. Hann sagði að þannig hefði því verið farið varð- andi þátttöku Akureyrarbæjar í rekstri fyrirtækja. Bærinn hefði yfirtekið rekstur Krossanesverk- smiðjunnar er Norðmenn ákváðu að hætta rekstrinum, á erfiðleik- atímum í rekstri Útgerðarfélags Akureýringa hefði bærinn gripið í tauma og ætti nú 75% í félaginu, og er Slippstöðin var við það að verða gjaldþrota 1970 hefði bærinn einnig komið þar inn í reksturinn. Sigfús sagði bæinn hafa haldið áfram að taka þátt í atvinnulífi, hann ætti 26% í ístess og 40% í útgerðarfyrirtækinu Oddeyri og væri auk þess stærsti hluthafi í Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar. Þá hefði hann tekið þátt í stofnun Fisk- markaðar Norðurlands, Fiskeldis Eyjafjarðar, Kaupþings Norður- lands og Bifreiðastöðvar Norður- lands. Framkvæmdir hefðu verið stórauknar varðandi byggingu fé- lagslegs húsnæðis og lagning hita- veitu í Gerðahverfi hefði leitt til mikillar vinnu ákveðinna iðnaðar- mannahópa. „Akureyrarbær hefur um langt árabil tekið mikinn þátt í atvinnulífi bæjarins og haft þar mikil áhrif," sagði Sigfús. Krossanes: Arnþór EA kom með fyrsta sfldarfarminn FYRSTI síldarfarmurinn á vertíðinni barst til Krossanesverksmiðjunn- ar þegar hinn nýi Arnþór EA 16 frá Árskógsströnd landaði þar rúm- um 250 tonnum af síld í gær. Síldin fékkst vestur af Hornafirði. Um hádegisbil varð sprenging í þurrkara í verksmiðjunni og tafði það nokkuð að vinnsla á síldinni gæti hafist. Geir Zoéga framkvæmdastjóri Krossaness sagðist vera bjartsýnn á að verksmiðjan færi brátt í fullan gang og átti hann von á að fá loðnu til vinnslu í dag eða í kvöld. Alls hefur verið landað um 500 tonnum af loðnu hjá verksmiðjunni á þessari vertíð og að viðbættum rúmlega 250 tonnum af síld hefur verksmiðjan Tengíð rösklega 750 tonn af Ioðnu og síld til vinnslu. Á haustmánuðum á síðasta ári hafði verksmiðjan tekið á móti 12.500 tonnum af loðnum og síld, þó svo vertíðin hafi einnig þá hafist seint. Arnþór EA kom í fyrsta sínn til heimahafnar, Árskógsstrandar, í #ær, áður en haldið var inn á Krossa- nes. Ingvar Guðmundsson skipstjóri sagði að vel hefði verið tekið á móti skipinu er það kom til heimahafnar. Hann sagði að smávegis af síldinni hefði verið landað á Arskógsströnd og færi hún í beitu og fiystingu. „Þetta er blönduð síld, sem við erum með, meðalstór og ágæt í bræðslu," sagði Ingvar. Arnþór sigldi aftur til Árskógsstrandar í gærkvöldi. Um sex tíma töf varð á að vinnsla á síldinni gæti hafist hjá verksmiðj- unni vegna sprengingar sem varð í þurrkara. Engin meiðsl urðu vegna þessa og tjón ekki umtalsvert, að sögn Geirs. Hann sagði.að það kæmi af og til fyrir að slíkar sprengingar yrðu í þurrkurum, en alllangt væri síðan slíkt hefði gerst i Krossanesi. Morgunblaðið/Rúnar Þðr Arnþór EA 16, skip útgerðar G. Ben á Árskógsströnd, kom með fyrsta síldarfarminn til Krossaness í gær. Á innfelldu myndinni eru Ingvar skipsljóri á Arnþóri, til vinstri, og Hermann útgerðarsljóri, lengst til hægri, en faðir þeirra, Guðmundur Benediktsson, er á milli þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.