Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLABIÐ :MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVÉMBER 1989 29 Stjóreiarfrumvarp vegna stóra kókaínmálsins: Heimild fyrir með- dómendur í fíkni- emadómstólnum AFGREITT hefiir verið í efri deild, og mælt fyrir um í hinni neðri, frumvarp um breytingu á lögum um um sakadóm í ávana- og fíkni- eíhamálum þess efhis að dómari geti kvatt til setu í dómi með sér tvo meðdómendur, þegar vafi þykir vera um mikilsverð sönnunar- eða iagaatriði. Er ráð fyrir því gert að heimildin taki til stóra kók- aínmálsins svokallaða, sem nú heftir nýlega verið kært í. Dómtaka þess máls bíður endanlegrar afgreiðslu þingsins. í greinargerð með frumvarpinu segir að á undanförnum misserum hafi komið til meðferðar dómsins nokkur umfangsmikil fíkniefnamál, þar sem verið hafi um að ræða inn- flutning og dreifingu á kókaíni, en við slíkum brotum liggja þung við- urlög. „Til að fylgja eftir stefnu stjórnvalda um samfellda, hraða og vandaða málsmeðferð er í 1. gr. frumvarpsins lagt til, að þegar vafi þykir vera um mikilsverð sönnunar- eða lagaatriði, geti dómarinn ákveð- ið að slík mál séu dæmd af þriggja manna dómi, eins og heimilt er að gera, séu slík mál rekin fyrir saka- dómi Reykjavíkur." Segir enn fremur í greinargerð- inni að ekki sé ótvírætt samkvæmt gildandi lögum hvort heimild til þessa sé fyrir hendi, þess vegna sé frumvarpið flutt. Er í 2. gr. frum- varpsins m.a. lagt til að umrædd lagabreyting taki til mála sem þeg- ar eru iil meðferðar hjá dóminum. Rafmagnsveita og Hitaveita Reykjavíkur: Nágrannasveitarfélögiii fái hlutdeild í hagnaði LAGT hefiir verið fram á Alþingi frumvarp sem meðal annars miðar að því að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur geti áskilið sér hlutdeild í afgjaldi veitustofhana Reykjavíkur í borgarsjóð. Yrði hlutdeildin í réttu hlutfalli við þá þjónustu sem viðkomandi sveitarfélög kaupa af veitustofhunum. Frá Alþingi Markarfljót: Varnargarð- ar gegn land- broti við nýju brúna ÁRNI Johnsen (S/Sl) ásamt nokkrum tiðruni þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar þess eíhis að skora á ríkisstjórn- ina að fela Vegagerðinni að gera áætlun um byggingu varnar- garða gegn landbroti sunnan við nýju Markarfyótsbrúarinnar. í greinargerð með tillögu sinni segir að gífurlegar skemmdir hafi orðið á undanförnum árum á rækt- uðu landi sunnan Markarfljóts- brúar; á hálfrar aldar tímabili hafi landbrot við neðanvert Markarfljót átt sér stað á þúsundum hektara. Landbrotið væri mest á 8 km löngu ræktuðu landi og þar hefði fljótið rutt sér leið allt að tveggja kíló- metra leið til vesturs. „Eins og landið er nú óvarið vestan fljótsins er mikil flóðahætta vestur með strandlengjunni allt vestur á Kross- sand og þar með er byggð í Aust- ur—Landeyjum og Vatnsveita Vest- mannaeyja á ströndinni í verulegrii*— hættu," segir í greinargerðinni. Frumvarp þetta er til breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfé- laga. Er í 1. gr. frumvarpsins lagt til að þegar svo hátti að eitt sveitar- félag reki þjónustustarfsemi í al- menningsþágu í öðru sveitarfélagi, megi hið síðarnefnda leggja gjald á starfsemi hins fyrrnefnda í hlut- falli við tekjur þjónustufyrirtækis- ins frá íbúum hins síðarnefnda. Gjald þetta leggist á hreinan rekstr- arafgang þjónustufyrirtækisins, þegar allur rekstrarkostnaður sé greiddur og megi það aldrei nema meira en áður tilgreindu hlutfalli af því afgjaldi sem frá þjónustufyr- irtækinu falli til þess sveitarfélags sem rekur það. í 2. gr. frumvarpsins er ráð fyrir því gert að ráðherra staðfesti þessa gjaldtöku hverju sinni og setji jafn- framt nánari reglur um hana. í greinargerð með frumvarpinu segir að nokkur dæmi séu um það að veitustofnanir (vatnsveitur, hita- veitur og rafmagnsveitur) eins sveitarfélags seiji þjónustu sína til nágrannasveitarfélaga. Segir í greininni að þegar hluti af tekjum veitustofnunar sveitarfélags renni í viðkomandi syeitarsjóð (afgjöld), vakni sú spurhing hvort ekki sé eðiilegt að slíku^fejaldi sé skipt milli viðkomandi sveitarfélaga í réttu hlutfalli við notkun. Segir áfram í greinargerðinni að rekstur Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu hafi verið með þeim , hætti árum saman að stórar fjár- hæðir hafi runnið í borgarsjóð. Þessu megi jafna við skattlagningu Reykjavíkurborgar á nágranna- sveitarfélögin. Nokkur dæmi eru rakin í greinargerð: Kópavogsbúar hafi á síðustu fimm árum greitt samtals 128 milljónir í formi af- gjalds til borgarsjóðs Reykjavíkur, Hafnfirðingar 42,7 milljónir og Garðbæingar 20 milljónir. Frumvarp um Kísilgúrverksmiðjuna hf: Svigrúm til aukinnar atvinnustarfsemi LAGT hefur verið fram stjórnarfrumvarp í efri deild Alþingis þar sem hlutafélaginu um kísilgúrverksmiðju við Mývatn er heimilað að taka þátt í öðrum atvinnurekstri en framleiðslu kísilgúrs. Er frum- varp þetta í samræmi við samning sem undirritaður var síðastliðið sumar á miili íslenskra stjórnvalda og Manville-fyrirtækisins, sem er eignaraðili að verksmiðjunni. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpinu í efri deild. Hann sagði að ljóst væri að samkvæmt núgildandi lögum væri verksvið verksmiðjunnar ákaf- lega takmarkað; það væri takmark- að við kísilgúrframleiðslu. Ekki væri fært að auka þennan þátt í starfsemi félagsins m.a. vegna framleiðsluaukningar á kísilgúr í heiminum og þar af leiðandi harðn- • andi samkeppni á þeim markaði. Að sögn iðnaðarráðherra hefur afkoma verksmiðjunnar verið með miklum ágætum undanfarin ár. Tekist hefði að greiða niður allar langtímaskuldir og eiginfjárhlutfall væri orðið yfir 90%. Ráðherra taldi það eðlilegt að rýmka svigrúm fyrirtækisins þann- ig að því gæfist kostur á að nýta þá krafta sem í því byggi á fleiri sviðum en upphaflega hafi verið áætlað, þannig að verksmiðjan geti orðið virkari þátttakandi í atvinnu- rekstri í landinu, bæði nýiðnaði og þeim rekstri sem fyrir væri í landinu. Sem álitlegan möguleika nefndi ráðherrann vinnslu seólíta úr kísilgúrefnum, en markaður fyr- ir það efni færi vaxandi. Jón Sigurðsson gat þess að sam- starf Manville Corporation og Iðn-. tæknistofnunar hefði tekist það vei undanfarið \ að fyrirtækið hefði fengið stofnunina til rannsókna fyr- ir sig í öðrum löndum. Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna: Skipaðir af ráðherra eða kosnir af Alþingi? SKIPTAR skoðanir eru um það á Alþingi hvernig háttað skuli skipun fulltrúa ríkisvaldsins í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra telur rétt að ráðherrar mennta- og fjármála skipi fulltrúana, en ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn leggja til að Alþingi kjósi stjórnarmenn. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, hafði nýverið framsögu fyrir stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um námslán og náms- styrki. Frumvarpið snýr að skipan í stjórn en samkvæmt gildandi lögum skipa námsmannasamtökin fulltrúa í stjórnina til tveggja ára en mennta- málaráðherra og fjármálaráðherra til fjögurra ára. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að skipunartími fulitrúa ríkisvaldsins verði tvö ár, þó þannig að umboð viðkomandi falli niður, ef sá ráðherra sem hann skipaði eða tilnefndi léti af embætti. Segir í at- hugasemdum frumvarpsihs að laga- breytingunni sé ætlað að tryggja að fullt trúnaðarsamband sé milli full- trúa ríkisvaldsins í sjóðsstjórninni og viðkomandi ráðherra. Birgir ísleifur Gunnarsson (S/Rv) taldi frumvarp þetta vera heldur ógeðfelida aðferð til þess að losna við núverandi ríkisstjórnarfull- trúa í stjórn LÍN og kæmi þetta í kjölfar áróðurs ráðherra um að nú- verandi fulltrúar væru honum and- stæðir, þegar það eina sem þeir hefðu til sakar unnið væri að hafa bent á að ákvarðanir ráðherra rúm- uðust ekki innan ramma fjárlaga. Birgir taldi mun eðlilegra að breyta frá núverandi lögum og til- högun frumvarpsins og fela Alþingi að tilnefna fulltrúana. Hreggviður Jónsson (FH/Rn) taldi ljóst að hér væri einvörðungu verið að leggja til breytingu á núver- andi stjórn LÍN, þar eð hún hlypi ekki eftir því sem ráðherra segði. Sagði Hreggviður það ekki vera hlutverk Alþingis að búa til pólitíska stofnun. Hreggviður taldi eðlilegast að færa Lánasjóðinn undir annan hvorn ríkisbankanna, en að öðru leyti mætti fallast á það að Alþingi tilnefndi fulltrúana. Kristín Einarsdóttir (SK/Rv) taldi hugsanlega koma til greina að líta á skipan stjórnarinnar; ef skip- anin ætti að vera óbreytt væri eðii- legt að fulltrúar ráðherra sætu ekki lengur en viðkomandi ráðherrar. Menntamálaráðherra taldi það ekki fýsilegan kost að fela Alþingi að tilnefna fulltrúa í stjórn LÍN. Nauðsynlegt væri að í stjórninni sætu fulltrúar ríkisvaldsins og náms- manna, því það væru þessir aðilar sem semdu um kjörin. Stjórn LÍN ætti að vera viðræðu- og samnings- grundvöllur en ekki einvörðungu ákvörðunartæki. Taldi ráðherra líkur á því að námsmenn myndu fljótlega missa sína fulltrúa úr stjórninni ef Alþingi kysi fulltrúa í stjórnina. ÞINGSÁLYKTANIR Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra mælti nýverið í Sameinuðu þingi fyrir stjórnartil- lögu til þingsályktunar um íslenzka heilbrigðisáætlun. Tillag- an markar opinbera stefnu í heil- brigðismálum fram til ársins 2000. Sigríður Lillý Baldursdóttir (SK-Rv) hefur mælt fyrir tillögu til þingsályktunar um -tækni- frjóvganir, sem hún flytur ásamt þingmönnum úr öllum þingflokk- um. Tillagan felur það í sér að ríkisstjórnin sjái til þess að áður en glasafrjóvganir verða hafnar hér á landi verði lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp um réttarstöðu og tryggingarmál þeirra sem hlut eiga að máli þegar tæknifrjóvgun- um er beitt. Níels Arni Lund (F-Rn) hefur mælt fyrir tillögu til þingsályktun- ar um könnun á nýtingarmögu- leikum Bláa lónsins við Svarts- engi. Asgeir Hannes Eiríksson (B- Rv) hefur flutt tillögu til þings- ályktunar um að Alþingi feli fjár- málaráðherra að leggja niður mötuneyti starfsmánna ríkisins, fyrirtækja og stofnana á ríkisins vegum, þar sem alhliða veitinga- hús eru á næstu grösum. Starfs- menn fái síðan ávísanir á mat á veitingahúsum eftir nánara sam-„ komulagi þar um. Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK/Vl) hefur ásamt fleiri þing- mönnum lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að sam- göngumálaráðherra verði falið að sjá til þess að í skipulögðum hóp- ferðum erlendra aðila á íslandi sé ætíð með í för íslenskur leið- sögumaður sem njóti réttinda samkvæmt reglugerð um starfs- menntun ieiðsögumanna ferða- fólks nr. 130/1981. Ásgeir Hannes Eiríksson (B/Rv) hefur iagt fram þings- ályktunarfillögu þess efnis að ut- anríkisráðherra verði falið að skipa þegar í stað viðskiptanefnd til að leita nýrra markaða í Aust- ur -Evrópu vegna þeirra breytinga sem þar eru að gerast. Er lagt til að utanríkisráðherra hafi sam- ráð við samtök útflytjenda á hefð- bundinni framleiðsluvöru og einn- ig huga að nýjum leiðum á sviði þjónustu, ferðamála, orkumála, hugvits og fleiri greina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.