Morgunblaðið - 22.11.1989, Síða 32

Morgunblaðið - 22.11.1989, Síða 32
32 MORGLfNBLAÐIÐ MIÐVIKIJOAGUR' 22. NÓVEMB.BR 1989 SEXTAN STORAR SIÐUR AF SPENNANDI í Sprellibókinni er aö finna leiki, þrautir, uppskriftir, föndur og samkeppni meö Floridaferö í verðlaun. ALLT ÞETTA OGMARGT FLEIRA FÆST í MATVÖRUBÚÐUM Á Asgerður Jens- dóttir - Minning Fædd 9. október 1891 Dáin 15. nóvember 1989 Hún Ása er dáin. Fyrir tæpum mánuði heimsótti ég hana að Höfða. Þegar ég- hafði barið að dyrum á herbergi hennar, gekk ég inn. Þar var enginn. Ég fór aftur fram á gang og heyrði að fólk var þar inn- ar á ganginum. Það stóð heima. Þar sat hún, 98 ára gömul konan, að spila vist við annað heimilisfólk. Spilið var að verða búið, svo að ég fór aftur inn í herbergi hennar og beið hennar þar. Þegar spilinu var lokið, kom gamla konan og heils- aði: „Nei, er þetta Addi? Mikið var gaman að sjá þig. Mikið varstu ind- æll að líta til mín.“ Næsta vor verða líklegast komin 50 ár síðafl ég kynntist þessari ömmusystur minni fyrst. Hun bjó þá, ásamt Guðjóni heitnum, manni sínum,'í Hnífsdal, í litlu húsi á sjáv- arkambinum, rétt við árósinn. Ég dvaldist þá á sumrin hjá Jensínu, systur hennar, og hennar manni, Páli Þórarinssyni. Hjá þeim átti ég margar sæiustundirnar. Þau bjuggu þá í næsta húsi við Ásu og var því oft litið inn til hennar. Ekki minnist ég þess, að nokkru sinni hafi hún tekið á móti mér öðruvísi en af ein- lægni og hlýju. Þessi gleði hennar og kærleikur hefur oftast breytt venjulegri heimsókn í eftirminni- lega hátíðarstund. Ég held að ég hafi verið 5 eða 6 ára gamall, þegar ég einhveiju sinni var að leika mér fyrir utan húsið hjá henni. Hún var þá að koma úr kaupstaðarferð, innan frá ísafirði. Tók hún þá upp úr pússi sínu lítinn vasahníf og gaf mér. Slíkan grip hafði mig lengi langað til eigpast, til að geta tálgað spýt- ur. Ég var henni því afar þakklátur fyrir gjöfina, og einnig fyrir það traust, sem hún sýndi mér með því að gefa mér slíkan grip, svo ungur sem ég þá var. Hún var komin yfir nírætt, þegar ég heimsótti hana að Höfða, með konu minni og dóttur, sem þá var á 1. ári. Áður en við kvöddum, dró hún undan sessunni í stólnum sínum vettlinga, hosur og fleira, sem hún hafði nýlega prjónað. Var nú valið úr safninu eitthvað, sem passaði á dótturina. Síðan var okkur fylgt niður stiga og fram í útidyr. Ékki var við annað komandi. Eitt sinn, er ég heimsótti hana, fyrir tveimur eða þremur árum, voru hjá henni tvær ungar telpur, á að giska 9 eða 10 ára. Þær voru með öllu óskyldar henni, en önnur þeirra hafði búið í sama húsi og Ólafur sonur hennar. Þaðan þekktu þær Ásu. Þarna sátu þær við spil á gólfinu. Þegar því var lokið, stilltu þær sér upp, hvor til sinnar handar henni, þar sem hún sat í stól sínum, og struku henni blíðlega meðan hún ræddi við mig. Hvað kom ungum telpum til að heimsækja konu á þessum aldri; konu, sem farin var að tapa heyrn? Ég veit að það var vegna þess, að þótt hún hafi alla tíð búið smátt, þá átti hún alltaf nóg til að gefa öðrum. Þar á ég ekki aðeins við veitingar, heldur ekki síður gleði og kærleika. Nú er hún dáin, en ég veit að hún mun lifa lengi enn. Hjá mér mun hún lifa, sem glitrandi perla í safni minninganna. Adolf Tómasson Föðuramma mín, Ásgerður Jens- dóttir, lést á Sjúkrahúsi Akraness sl. miðvikudag, 98 ára að aldri. Þrátt fyrir háan aldur, var amma ern fram í andlátið og fylgdist náið með öllu sem fram fór, bæði innan íjölskyldunnar og öllu því sem frétt- næmt var. Engu að síður háði það henni mikið síðustu árin hve heyrn var orðin léleg, svo og sjón. Amma var einstök kona og elsk- uð af öllum sem hana þekktu. Hún var fædd í Arnardal í Norður-ísa- íjarðarsýslu en bjó í Hnífsdal til ársins 1963, er hún flutti með for- eldrum mínum til Akraness._ Hún giftist afa mínum, Guðjóni Ólafs- syni, árið 1912 og bjuggu þau allan sinn búskap í Hnífsdal. Þau eignuð- ust tvö börn, föður minn, Ólaf Kjartan, árið 1913 og Sæunni, árið 1925. Amma talaði oft um barnalán sitt og þakkaði það að bæði börnin skyldu komast á legg, en slíkt þótti ekkert sjálfsagt mál í þá daga. Þá var amma einnig þakklát fyrir að hafa eignast elskuleg tengdabörn, móður mína, Filippíu Jónsdóttur frá Svarfaðardal, og tengdason sinn, Kristján Þorgilsson frá Bolung- arvík. Kristján lést einum og hálfum sólarhring áður en amma lést, að- eins 65 ára að aldri, og verða þau jarðsungin saman. Ég vil votta æunni frænku minni og hennar ölskyldu mína dýpstu samúð. Barnabörn ömmu urðu átta, barnabörnin átján og amma átti einnig eitt langalangömmubarn og annað á leiðinni. Amma vakti yfir velferð okkar allra, fylgdist með öllu sem fram fór og sá til þess alla tíð að engan vantaði hiýja sokka. Afi minn, Guðjón Ólafsson, lést árið 1956 og þá flutti amma inn á heimili mitt. Ég var þá sex ára að aldri og varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að alast upp við hlið ömmu minnar og foreldra. Mér hef- ur oft verið hugsað til þess síðar hve gott var að hafa ömmu svo nálægt, hún hafði alltaf nægan tíma til að tala við mig og spila á spil. Amma bjó á heimili foreldra minna á Akranesi þar til hún flutti á dvalarheimili aldraðra og síðar á hið nýja dvalarheimili í Höfða. Þar bjó hún aila tíð síðan og var orðin aldursforseti þar er hún lést. Ömmu leið vel í Höfða, þar hafði Mn litla fallega íbúð og naut einstakrar umönnunar' starfsfólksins. Fyrir það vil ég þakka starfsfólki í Höfða fyrr og síðar. Þá vil ég þakka for- eldrum mínum fyrir hve vel þau vöktu yfir velferð ömmu alla tíð. Það gladdi ömmu mikið þegar Sæ- unn dóttir hennar og Kristján tengdasonur fluttu til Akraness og naut hún þess síðustu árin að hafa börn sín og tengdabörn nálægt sér. Á Akranesi eignaðist amma marga góða vini sem heimsóttu hana reglulega. Hún var líka kona sem gott var að heimsækja, hún var gefandi, hlý og glaðlynd. Það var alltaf hennar fyrsta verk að rjúka í ísskápinn og ná í konfekt til að bjóða gestum, svo var farið í sokka- pokann og gestir fóru sjaldnast tómhentir heim. Amma var sípijón- andi alveg þangað til sl. sumar, að hún pakkaði prjónunum og sagðist vera hætt. Amma lést, eftir stutt veikindi, sátt við Guð og menn. Hún átti sína einlægu trú alla ævi og bað fyrir fólkinu sínu. Ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið að eiga ömmu mína að svo lengi. Blessuð sé minning hennar. Asgerður Ólafsdóttir Elskuleg amma mín lést í Sjúkra- húsi Akraness að morgni miðviku- dagsins 15. nóvember. Hun fékk friðsælt andlát, eftir skamma legu. Undanfarin ellefu ár hafði hún dvalið á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi og notið þar frábærrar umönnunar góðs starfsfólks. Hún kunní vel við sig þar, las mikið meðan sjónin leyfði, fylgdist með fréttum fram á seinustu daga og prjónaði fimlega og fagurlega fram á seinasta misseri. Þar áður hafði hún dvalið á heimili foreldra minna, Filippíu Jónsdóttur og Ólafs K. Guðjónssonar, frá því að afi minn dó árið 1956, en þau fluttu til Akra- ness árið 1963. Ásgerður, eða Ása eins og hún var oftast nefnd, fæddist í Arnardal í ísafjarðardjúpi, dóttir Jens Jóns- sonar útvegsbónda og Sæunnar Sigurðardóttur. Árið 1912 giftist hún afa mínum, Guðjóni Ólafssyni frá Fæti, en hann lést í október 1956. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hnífsdal. Börn þeirra eru Ólafur Kjartan og Sæunn, bæði búsett á Akranesi. Sæunn og maður hennar, Kristján Þorgilsson, vélstjóri frá Bolungarvík, fluttust til Akraness frá Bolungarvík árið 1987. Kristján lést 13. þessa mánaðar, eftir erfiða sjúkdómslegu, og verða þau kvödd saman hinstu kveðju í Akranes- kirkju miðvikudaginn 22. nóvem- ber. Útförina annast sr. Þorbergur Kristjánsson, prestur í Kópavogi, en kona harts er Elín, systir Krist- jáns. Margar ljúfar minningar um ömmu mína sækja á hugann. Minn- ingar um konu sem var sívinnandi, alltaf sátt við lífið og tilveruna og kvartaði aldrei, þótt oft væri starfið erfitt og stundum þröngt í búi. Þegar hún var átján ára, brann hús fjölskyldunnar og amma stóð al- snauð með fötin ein sem hún var þá í. Þegar hún sagði frá þessum atburði, lagði hún áherslu á það lán sitt að sleppa lifandi og í kjólnum. Hennar sanna ánægja í lífinu var að gleðja aðra, að gefa en ekki þiggja. Hver sá sem kynntist þess- ari konu, hlaut að verða betri mað- ur af þeim kynnum. Hún var ein- staklega barngóð og hafði mikla ánægju af heimsóknum barnahóps- ins, en fimm ættliðir voru komnir nokkrum árum áður en hún lést. Á árunum í Hnífsdal starfaði amma lengst af í kvenfélaginu Hvöt og henni þótti vænt um þegar hún var gerð heiðursfélagi kvenfé- lagsins eftir að hún hafði flutt til Akraness. Guð blessi minningu um vandaða. og góða sómakonu. Guðjón B. Ólafsson Amma okkar, Ásgerður Jens- dóttir, lést að morgni 15. nóv. síðastliðinn, eftir örskamma sjúkra- húslegu í Sjúkrahúsi Akraness. Hún fæddist 9. okt. 1891 og var því_98 ára þegar kallið kom. Ásgerður ajnma giftist afa okk- ‘ar, Guðjóni Ólafssyni, árið- 1913, og bjuggu þau sinn búskap í Hnífsdal, eða þar til afi lést árið 1956. Börn Ásgerðar og Guðjóns eru þau Ólafur, f. 3. okt. 1913, og er hann kvæntur Filippíu Jónsdóttur, búsett á Akranesi, og móðir okkar, Sæunn, f. 25. nóv. 1925, einnig búsett á Akranesi. Hún var gift föður okkar, Kristjáni Þorgilssyni, en hann lést að kvöldi 13. nóv. síðastliðinn í Sjúkrahúsi Akraness. Þau eru því samferða yfir móðuna miklu, amma okkar og faðir, og er það huggun harmi gegn, því svo gott var ætíð á milli þeirra. Eftir að Guðjón afi dó, var amma til skiptis á heimilum Ólafs sem þá bjó í Hnífsdal, og Sæunnar sem þá bjó í Bolungarvík, og var það ætíð tilhlökkunarefni að fá að hafa hana Ásu ömmu hjá sér. Þegar svo Ólafur flutti til Akra- ness árið 1963, flutti hún með hon- um. Seinustu æviárin dvaldist hún á dvalarheimilinu Höfða, þar sem allir lögðust á eitt með að létta henni stundir, og þar leið henni ætíð vel, og vildi hún hvergi annars staðar vera. ' Viljum við þakka starfs- og vistfólki á Höfða þann hlýleik sem hún varð aðnjótandi þar. Hún Ása amma var einstök-kona, það duldist engum sem til hennar þekktu, svo hlý og góð sem hún var. Það hvernig hún faðmaði mann að sér þegar hún heilsaði og kvaddi var einstakt', svo mikill innileiki var í því falinn. Þrátt fyrir háan aldur bar hún gæfu til að klæðast daglega og fylgjast með öllu því sem var að gerast í kringum hana, allt fram á síðasta dag. Til marks um það má geta þess að eitt af því seinasta sem hún spurði um, var um líðan föður okkar kvöldið sem hann lést, eða rúmum sólarhring fyrir sitt eigið andlát, en hún var búin að fylgjast með erfiðum veikindum hans frá upphafi. Ekki er ýkja langt síðan hún amma lagði frá sér pijónana, og við sem erurn afkomendur hennar, þ.e. barnabörn, barna-barnabörn og barna-barna-barnabarn, fáum _ að njóta góðu sokkanna hennar Ásu ömmu allt fram á þennan dag. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við elskulega ömmu okk- ar, og langömmu barnanna okkar, með þeim sálmi sem henni þótti svo vænt um, og biðjum henni, ásamt föður okkar, Kristjáni Þorgilssyni, Guðs blessunar á nýjum stað þar sem við vitum að vel verður tekið á móti þeim. Ó þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ej varpa von og sorg í Drottins skaut. (J. Schriven. — Matth. Jochumsson) Guðjón Þorgils, Hrönn, Ásgerður, Katrín og Páll Þór Kristjánsbörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar og tengdaföður, JÓHANNESAR JÓHANNESSONAR frá Glerá, Hátúni 11. Karólína Jósefsdóttir, Elsa Jóhannesdóttir, Bergrós Jóhannesdóttir, Ásgeir Jakobsson. t Innilegar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míris, föður okkar, tengdaföður, sonar og afa, REYNIS STEINGRIMSSONAR, Hvammi, Vatnsdal. Guð blessi ykkur öll. Salóme Jónsdóttir, Theódóra Reynisdóttir, Grfmur Jónasson, Valgerður Reynisdóttir, Gísli Úlfarsson, Theódóra Hallgrímsdóttir, Sara Lind Gísladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.