Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989 ~| FLUGMÁLASTJÓRN vesturs 17, ágúst 1989 Varaflugvöllur NATO ný útflutningshöfh eftirKristin Pétursson Það heyrist lítið af forkönnun varaflugvallar frá núverandi stjórnvöldum. Varaflugvöllur NATO er eitt mikilvægasta byggðamálið. Sem þingmaður Austurlands hef ég persónulega mestan áhuga á að fá varaflugvöll- inn staðsettan á Austurlandi. I þessari blaðagrein mun ég færa rök fyrir mikilvægi þessa máls fyr- ir landsbyggðina. Öryggismál lýðræðisskipulagsins Fyrst ber að nefna hagsmuni vegna öryggismála lýðræðisskipu- lagsins. NATO er lögregla lýðræð- isskipulagsins. Afvopnunarmálin «£*ru guði sé lof á réttri leið. En það þýðirekki að við eigum að lina á öryggisgæslu varðandi umferð í lofti. Afvopnunarviðræður munu halda áfram og vonandi næst árangur í fækkun kjarnavopna og hvers kyns vígatóla. Eftir sem áður verður öryggisgæslu með hernað- arumsvifum haldið áfram í þágu lýðræðisskipulagsins. Einræðis- skipulaginu verður aldrei treyst- andi til fulls, og lýðræðisþróun í austantjaldslöndunum mun taka langan tíma, við skulum óska þeim góðs gengis í Iýðræðisþróuninni. Hagsmunir ferðamannaþjónustu Varaflugvöllur NATO gefur N ferðamannaþjónustu sem vaxandi atvinnugrein • stórbrotna mögu- leika. Flugvöllur með svo fullkom- inn öryggisbúnað hefur alla burði til þess að stuðla mjög að fjölgun millilendinga erlendra flugfélaga hér á landi. Lítum á legu okkar (sjá ferilkort). Yfir ísland og rétt hjá fljúga um 300 flugvélar á sólar- hring! Eigum við ekki að reyna að ná einhverju af þessu niður á jörð- ina og efla ferðamannaþjónustu? Við þurfum að fara að hugsa þessi málefni út frá staðreyndum og sleppa „hernaðarkjaftæðinu". Al- þingi samþykkti fyrir rúmum fjör- utíu árum varnarsamninginn milli íslands og Bandaríkjanna með 37 atkvæðum gegn 13 og tveir sátu hjá. Auðvitað tökum við þátt í ör- yggisgæslu lýðræðisskipulagsins. Einn stjórnmálaflokkur eins og Alþýðubandalagið hefur engan rétt til þess að krefjast að ekki skuli farið að vilja meirihluta Alþingis Unglingavanda- málpabbans Kvikmyndir Arnaldurlndriðason Ein geggjuð („She's Out of Control"). Sýnd í Stjörnubíói. Leikstjóri: Stan Dragoti. Aðal- hlutverk: Tony Danza. Sjónvarpsstjarnan Tony Danza (Hver á að ráða) leikur föður í gaman-unglingamyndinni Ein geggjuð, sem lendir í hreinustu martröð þegar hann uppgötvar að litla, saklausa dóttir hans er ekki lengur lítli tíkarspeni pabba síns heldur hið mesta þrumuskuð og eftirsótt af hverju einasta ungl- ingavandamáii í hverfinu. Myndin snýst um breytinga- skeiðið sem pabbinn gengur í gegn- um þegar hann verður vitni að vin- sældum og útstáelsi dótturinnar með hinum og þessum gaurnum og er nokkuð snjöll á köflum í martraðarlegri útlistun á kvíða föð- urins, sem Danza leikur með varan- legum áhyggjusvip. Einnig er Wallace Shawn einstaklega góður sáii, sem þykist hafa öli svör á reiðum höndum þegar kemur að pörun unglinga. En efnið er bara svo hræðilega ómerkilegt á farsaplani myndarinn- ar, meðhöndlunin svo sæt og áferð- arfalleg, væmnin svo bleik og takt- arnir svo kunnuglegir úr þúsund öðrum unglingamyndum að þessi hverfur í hópinn eins og selur í hvalskjaft og gleymist áður en hún endar. Sjónvarpsstjarnan Danza minnir mann sífellt á að þessi mynd hentar best sjónvarpsgiápi. og þjóðarinnar. Aldeilis fráleitt! Okkur ber skylda til þess að virða skoðanir herstöðvarandstæðinga, á sama hátt og þeim ber skylda til þess að virða skoðanir meirihluta þjóðarinnar, og meirihluta Alþing- is. Hagsmunir ferðamannaþjón- ustu á landsbyggðinni er eitt af því sem getur stutt við hinar dreifðu byggðir þar sem erlendum ferðamönnum þykir mest um að skoða dreifbýlið. Ferðaþjónusta bænda er mjög gott málefni. Það þekki ég af per- sónulegri reynslu. Við verðum að horfa á þessa hluti í heilu lagi. 2.400 og síðar 2.700 metra flug- braut á Egilsstöðum er gott mál. En við þurfum fullorðinn varaflug- völl með slökkviliði og öryggis- gæslu sem stenst kröfur framtí- ðarinnar. Þannig treystum við stöðu Iandsbyggðarinnar í framtí- ðinni. Önnur útflutningshöfn Ekki megum við gleyma hags- munum atvinnulífsins. Forsenda bættra lífskjara er bætt staða at- vinnulifsins. Bættar samgöngur eru lykilatriði í sambandi við bætta stöðu atvinnulífsins á landsbyggð- 'inni. í framtíðinni fara flutningar í lofti stórvaxandi. Varaflugvöllur Keflavíkur í dag er í Skotlandi. Boeing 747 þarf að hafa 20 tonn af eldsneyti aukalega vegna þess að næsti varaflugvöllur er í Skot- landi. Væri varaflugvóllurinn t.d. einhyerstaðar á Héraði þyrfti aukaeldsneyti að vera u.þ.b. 3 tonn. Mismunur er 17 tonn, sem jafngildir 170 farþegum í þunga. Sjá menn ekki hversu stórkostlega möguleika við eigum til þess að gera ísland að millilendingarmið- stöð milli Evrópu og Ameríku! Lítum upp í loftið. Hvað sjáum við? Jú, 300 flugvélar á sólarhring sem hafa ekki hag af því að lenda hér vegna þess að næsti varaflug- völlur er í Skotlandi! Ekki myndu þær allar koma niður. En varaflug- völlur NATO er forsenda þess að þeir skoði málið í alvöru sem þurfa 3.000 m braut og gera háar örygg- iskröfur. Þetta er einungis hægt með tveimur fullkomnum flugvöllum, með öryggisbúnaði sem stenst ýtrustu kröfur í framtíðinni. Bætt- ir möguleikar atvinnulífsins til þess að senda vörur á markað, bæði til Ameríku, Evrópu og líka Asíu, Kristinn Pétursson „Þetta snýst ekki um hernað. Þetta snýst um samkeppnisstöðu lands- byggðarinnar gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Þegar samkeppnis- staða landsbyggðarinn- ar batnar með stór- brotnum samgöngubót- um eins og fullkomnum varaflugvelli, sem stenst kröfur framtíðar- innar í öryggismálum, þá er fundin raunhæf lausn á mörgum vanda- málum landsbyggðar- innar." sbr. Flying Tigers, væru stórkost- legir. Hagsmunir fiskeldis, sjávar- útvegs og ýmissa annarra atvinnu- greina varðandi markaðssetningu ferskra matvæla felast einmitt í slíkum varaflugvelli. Sá flugvöllur verður að vera a.m.k. 3.000 m langur með tilheyrandi öryggis- svæðum og oöryggisbúnaði. 2.700 m völlur nægir ekki. Við megum ekki hugsa á hjólabörustiginu til framtíðarinnar. Landsbyggðin á nú í vök að verjast.^Ég fullyrði að ekkert byggðamál er eins mikil- vægt og þetta mál ef við lítum til framtíðarinnar. Jafnframt verðum við að gera stórátak í bættum veg- samgöngum með bundnu slitlagi og jarðgöngum. Við erum jú að tala um nýja útflutningshöfn í lofti. Stórbrotnir möguleikar sem við verðum að sameinast um. Þetta snýst ekki um hernað. Þetta snýst um samkeppnisstöðu landsbyggð- arinnar gagnvart höfuðborgar- svæðinu. Þegar samkeppnisstaða landsbyggðarinnar batnar með stórbrotnum samgöngubótum eins og fullkomnum varaflugvelli, sem stenst kröfur framtíðarinnar í ör- yggismálum, þá er fundin raunhæf lausn á mörgum vandamálum landsbyggðarinnar. Það þýðir ekk- ert að kjafta um „byggðastefnu" og hafna svo svona tækifærum. Svoleiðis fólk er ekki marktækt. Sameinaðir kostir Kjarni þessa máls er þessi: Ég segi alltaf að góð viðskipti séu það þegar báðir aðilar hafa ávinning af viðskiptunum. Sameiginlegir hagsmunir NATO og okkar sem hluti af NATO er öryggisgæsla með flugumferð í lofti. Lýðræðis- þjóðunum ber skylda til þess að sinna slíku öryggiseftirliti og það er vilji meirihluta allra lýðræðis- þjóðanna. Sérstakir hagsmunir okkar af því að hafa afnot af jafn stórkost- legu mannvirki og fullkomnum 3.000 m varaflugvelli, sem yrði hlekkur í bættú samgöngukerfi landsins, eru þessir: 1. Öryggismál lýðræðisskipulags- ins. 2. Stórefling ferðamannaþjónustu og tengdrar starfsemi. 3. Ný útflutningshöfn á ferskum flökum, eldisfiski o.fl. 4. Ný atvinnutækifæri og efling atvinnulífs. 5. Bætt samkeppnisstaða lands- byggðarinnar. Fleira má jákvætt tína til en þetta læt ég nægja. Ég vil að lok- um leggja áherslu á það að það væri ófyrirgefanlegt slys ef flokkar þeir sem nú fara með völd í landinu klúðra þessu máli. Þeir flokkar sem á annað borð kenna sig við lýð- ræði verða að framkvæma vilja þjóðarmeirihluta og meirihluta Al- þingis, sem hefur markað stefnu í öryggis- og varnarmálum. Ekki hefði Ólafur heitinn Jóhannesson Iátið neyða sig til þess að taka upp ranga stefnu í þessum málum, andstætt vilja meirihluta þings og þjóðar. Er það ekki umhugsunar- efni fyrir einhvern? Lýðræðið lengi lifi! Hömndur erþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austfiörðum. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.