Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUft 22, NÓVEMBER 1989, Stjörnu- speki Umsjón:Gunnlaugur Guðmundsson Stjörnuspeki Þegar við segjumst vera í ákveðnu merki erum við í raun að segja að Sólin hafí verið í merkinu þegar við fæddumst. Tungl, Merkúr, Venus, Mars, Rísandi merki og Miðhiminn skipta einnig miklu hvað varðar persónuleika okkar. Sólin er táknræn fyrir grunneðli, vilja og lífsorku. Tunglið fyrir til- finningar og daglegt hegðunar- mynstur. Merkúr fyrir hugsun og máltjáningu. Venus fyrir ást, vináttu og listir. Mars fyr- ir framkvæmdaorku. Rísandi merki fyrir fas og framkomu og Miðhiminn fyrir markmið í þjóðfélaginu. Til að geta notað stjörnuspeki verðum við því að þekkja öll merkin okkar og sjá hvernig þau vega og meta hvert annað upp. Hrúturinn Hinn dæmigerði Hrútur (22. mars — 19. apríl) ertilfmninga- ríkur og opinskár. Hann er hreinskilinn, einlægur og bein- skeyttur. Dags daglega getur hann verið rólegur og jákvæður en hann verður ákafur og ör þegar áhugi hans er vakinn. , Hann er þá drífandi og er oft búinn að ljúka af verkum með- an áðrir eru enn að hugsa málið. Hann á til að vera fljót- fær og óþolinmóður, ekki síst ef verk sækjast seint eða ef hann mætir mótspyrnu. Hann á oft erfítt með að stöðva sig þegar hann er á annað borð byrjaður á einhverju. Reglur og utanaðkomandi höft eru Hrúnum lítt að skapi enda vill hann vera sjálfstæður og fara eigin leiðir. Hann er kappsfull- ur og er maður baráttu og áskorana. Hann þarf líf í um- hverfi sitt, hreyfíngu og líkam- lega útrás, ella verður hann áhugalaus og slappur. Hrútur- inn er maður nýrra byrjana og líður best þegar hann er að hefja nýtt verk, en er síðri þeg- ar um langvarandi vanabind- ingu er að ræða. Nýsköpun er lykilorð fyrir Hrútinn. NautiÖ Hið dæmigerða Naut (22. apríl — 20. mars) er jarðbundið og staðfast. Það er frekar rólegt og hlédrægt í skapi og líður best þegar öryggi, varanleiki og regla eru í daglegu lífi þess. Nautið er raunsætt, er lítið fyrir að búa til loftkastala, en leggur meira upp úr því að fást við hagnýt mál og ná áþreifanlegum árangri. Það hefur framkvæmda- og skipu- lagshæfileika. Nautið er þolin- mótt og hefur gott úthald en á til að vera þungt og óhaggan- legt. Þrjóska er þvf meðal eig- inleika þess. í eðli sínu er það friðsamt og góðlynt, en er samt sem áður fast fyrir og er tölu- vert nautnamerki og leggur áherslu á þægindi, ekki síst hvað varðar heimili, húsbúnað og mat. Trygglyndi eða íhalds- semi er einkennandi, sem og áhugi á öllu sem er traust, ekta og varanlegt. Æskilegt er að Naut sem búa í borgum fari annað- slagið út í náttúr- una. Tvíburinn Hinn dæmigerði Tvíburi (21. maí — 20. júnf) er félagslynd- ur, hugmyndaríkur og fjöl- hæfur. Hann verður eirðarlaus ef hann er bundinn of lengi á sama staðnum, en líður vel ef mikið er að gerast og hann hefur mörg járn í eldinum. Hann er forvitinn og fróðleiks- fús. I skapi er Tvíburinn léttur, hress, glaðlyndur og vingjarn- legur. Hann er oft góðlátlega stríðinn. Tvíburinn er merki hugsunar, tjáskipta og upplýs-, iíigamiðlunar og hefur ríka þörf fyrir að læra, tjá sig og segja sögur. Lífsstíll hans þarf iáð einkénnast af fjölbreytni, hreyfingu og samstarfí við margt og ólíkt fólk. Vegna þess finnst öðrum hann stund- um óstöððugur og í einstaka tilvikum óáreiðanlegur. Það er hins vegar í eðli hans að fara víða og vera óháður og frjáls til að kynna sér ólíkar-hliðar - — ---T:::-'--:-rr:~ -------...................: .................................... GARPUR £-FT/K F&EIN ANDA&töK /«£© EINBEITiNGU UNMKLEGT. ÉG F/NN Fy&lH HINDR.UN £ITTH\/AB /yilKID £"/S- GRETTIR / HÉRWA ERHÚM.F/eÁ- l \B/et?ASTA VEKJARAKLUKJCA) ^^^e|\ o t\\Á • Jí'ok n ^ "::::' °/» OcJL A 06 /HE£> STILLIMGU TIL V, HRINGIM6AK EFTK? 3 DA&A H-ZH iww»T«wiiiiin.u.i.m.ii.mu.j...jm.j.muu...ii.....im nwi.:..... .uhiu.i.iili iu..iiiiituiii!»i BRENDA STARR £KJC£BT f?LAUT i' FKÉTTA H£R.8ERS!KU, IHE.MCKEN.' HXÆER Y þAD \AfEG/ EF-NI /HE/L/)\ SBSI/e JBÓKHl/A0pÚEKTF}ÍF/3ÚDUZ Þae> ?y o/ft stöæf as venjor bíam - MAUNA. At-Llf?BUW/l/H£NN V/T/l AÐFtAUTEK EKK/ LIÐID ÍFTSáTTADS/LD/NNI. HL7Ó/U1AZ Vl/DLIKA 'PENNANO/ OGAÐ FA&/HA KAKTOS . .. ;¦;'¦¦¦;'¦'¦;; "......¦¦¦¦¦?¦¦--•¦- — ¦¦¦¦¦ ¦ |'; ;;¦¦', ¦¦;¦¦¦¦.¦p.r—¦¦¦-¦¦¦--.¦.. ¦, ; ¦¦— ... :¦¦:; ¦¦¦ ,. ¦. ¦¦ .. ¦"¦ . ;, ¦¦¦? ¦¦;¦¦?;¦ ¦ ¦! ¦¦;¦¦¦¦?! ! . ..1 J.llll.lll. Jll LJOSKA FERDINAND ——.—.— -...--.. . SMAFOLK I CÁNTCATCHTH05E PECAU5E THE 6K0UNP IST0O BUMPY! -^r^^:—nTI © 1969 Un'ted ^p31"^ ^GSjfeSlS; iV HE WHO CANNOT PANCE PUT5 THE BLAME0NTHEFL00R" /'uUHATEVER \lt VTHAT MEAN5.. ) S7M&. H-it Ég næ þessum boltum ekki af því að jörðin er svo grýtt! „Sá sem getur ekki dansað Hvað sem það nú þýðir. skellir skuidinni á gólfið." BRIDS Hindrun vesturs ýtir NS fram hjá auðveldum þremur gröndum upp í öllu verri ellefu slaga samning. En mun skemmtilegri. Suður gefur; NS á hættu. Norður ? Á764 V84 ? Á93 ? D1082 Vestur Austur ? G9 ...... . ?D1052 ¥A92 II ¥DG10653 ? DG108762 ? 4 ? 7 +64 Suður ? K83 VK7 ? K5 ? ÁKG953 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 lauf 3 tíglar 4 lauf Pass 5 lauf Pass Pass Pass Utspil: tíguldrottning. Þetta spil er skýrt dæmi um nauðsyn þess að spila neikvæð dobl við hindrunarsögnum. Dobl til úttektar í þessari stöðu heldur öllum leiðum opnum; suður myndi í þessu tilfelli segja þrjú grönd þar sem hægt er að leggja upp 10 slagi. En þá hefði hann ekki fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína í fimmlaufum. „Góð sagntækni, herra minn, getur af sér til- þrifalítinn brids," er haft eftir ákveðinni sögupersónu. Nokkuð til í því. Suður drepur fyrsta slaginn á tígulkóng og tekur tvisvar tromp. Tekur síðan tvo efstu í spaða, tígulás og níu og hendir spaðahundinum heima! Nú er samningurinn í höfn nema svo ólíklega vilji til að vestur sé með fjórlit í spaða. Þrílit má hann eiga, því þá fríast 13. spaðinn. SKAK Umsjón Margeir Pétursson . í deildakeppni Skáksambands íslands um helgina kom þessi staða upp í 1. deild í innbyrðis viðureign sveita Taflfélags Reykjavíkur. Snorri G. Bergsson (hafði hvítt, en Dan Hansson (2.280) svart og átti leik. 27. - Hxc3! (Miklu sterkara en 27. - Rxd5, 28. Rxd5 - Dh4, 29. Hfcl - Dh2+, 30. Kfl og er hægt að svara 30. - Rf4 með 31. Rxf4.) 28. Dxc3 - Rxd5! 29. exd5 - Dh4, 30. Hfcl - Rfá, (Þótt hvítur sé hrók yfir er hann nú alveg varnarlaus.) 31. Dh2 - Dh2+, 32. Kfl - Dhl+, 33. Bgl - Dxg2+, 34. Kel - Dxgl+, 35. Kd2 - Df2, 36. Hel - Rxe2, 37. Hxe2 - Eh6+, 38. f4 - Dxf4+ og hvítur gafst upp. Staðan í 1. og 2. deild að loknum fjórum umferðum af sjö er þessi: 1. deild: 1.-2. Taflfélag Reykjavíkur SA-sveit og Taflfélag Reykjavíkur NV-sveit 20 v. af 32 mögulegum, 3. Skákfélag Ak- ureyrar, A-sveit 16 v. 4. Skáksam- band Vestfjarða, A-sveit 15 v. 5. Skákfélag Akureyrar, B-sveit 15 v. 6. Taflfélag Garðabæjar, A-sveit 14 v. 7. Taflfélag Seltjarn- arness, A-sveit 13 v. 8. Skákfélag Hafnarfjarðar, A-sveit 13 v. 2. deild: 1. TaflfélagReykjavíkur, C-sveit 17 v. 2.-3. Taflfélag Reykjavíkur, D-sveit og Skákfélag Keflavíkur 13 v. 4. UMSE 12 v. 5.-6. USAH og Taflfélag Kópa- vogs 11 v. 7. Skákfélag Hafnar- fjarðar, B-sveit 9 v. 8. Skáksam- band Austfjarða 7 v. TR má aðeins hafa tvær sveitir í hverri deild, svo Ijóst er að bar- áttan um 1. deildarsætið verður mjög spennandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.