Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 38
38 í«? MORGUNBLAÐIf) MIÍJVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989, Kristján Þorgils- son - Minning Fæddur 8. mars 1924 Dáinn 13. nóvember 1989 Kristján Þorgilsson móðurbróðir minn, lést í sjúkrahúsi Akraness 13. nóvember síðastliðinn, eftir ekki ýkja löng veíkindi. Kristján fæddist í Bolungarvík, sonur hjónanna Þorgilsar Guð- mundssonar sjómanns og verka- manns og Katrínar Sigurðardóttur húsmóður, en þau eru nú bæði látin. Systkini Kristjáns eru Margrét Þorgilsdóttir hún var gift Þorkeli E. Jónssyni, sem nú er látinn, Sigur- þór Þorgilsson, kvæntur Jónínu Jó- hannsdóttur, og Élín Þorgilsdóttir, gift séra Þorbergi Kristjánssyni. Kristján kvæntist Sæunni Guð- jónsdóttur og eru börn þeirra Guð- jón skólastjóri í Sandgerði, Hrönn hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, Katrín sjúkraliði í Reykjavík, As- gerður húsmóðir og listakona á Akranesi, og Páll Þór rafvirki í Reykjavík, eina dóttur áttu þau er lést á barnsaldri, Kristján átti fyrir sitt hjónaband einn son, Júlíus Kristjánsson, nú togaraskipstjóri. -Kristján var vélstjóralærður og var sjómannsstarfið hans aðalstarf um ævina.-Man ég fyrst eftir að hann starfaði hjá útgerð Einars Guðfinnssonar, en síðar hófu þeir samstarf um útgerð hann og Ragn- ar Sveinbjörnsson einnig BolvíkingT ur, var það útgerð Sigurfara og Ásdísar sem Kristján gerði einn út síðar. Hann hélt Ásdísarnafninu á fleyi sínu er hann fékk sér minni bát og stundaði á handfæraveiðar, fyrst frá Bolungarvík en síðan frá Arnarstapa á Snæfellsnesi, eftir að hann flutti til Akraness árið 1987. Nokkur kynni hafði ég af Kitta og var alltaf gott að sækja þau hjón heim. Ég minnist liðinna stunda við silungs- og laxveiðar á fögrum sum- ardögum úti í Skálavík, sem fram í Syðridal, þá komu yfirvegun og þolgæði Kitta við veiðarnar vel í ljós og oftar en ekki setti Kitti í lax og veiddi. vel. Ekki heyrði ég hann hafa orð um náttúrufegurð, en tel hann hafa kunnað að meta hana, ekki síst á Arnarstapa á Snæfellsnesi þar sem þau hjón höfðu reist sér sumarhús. Bið ég eiginkonu, afkomendum og aðstandendum guðsblessunar á þessum tímamótum þegar hið óræða fyrir okkur mönnum tekur við. Bjarni Jón Þorkelsson Þann 13. nóvember síðastliðinn lést í sjúkrahúsi Akraness Kristján Þorgilsson sjómaður frá Bolung- arvík eftir hetjulega baráttu við banvænan sjúkdóm þar sem dauð- inn hlaut að sigra að lokum. Krist- ján, eða Kitti eins og við kölluðum hann alltaf, var móðurbróðir okkar og er einkennileg sú tilhugsun að hann kveður þennan heim á sama árstíma og faðir okkar Þorkell Er- lendur Jónsson frá Bolungarvík en hann lést 15. nóvember 1976 eftir ársdvöl á sjúkrahúsi fjarri heimili sínu. Þeir voru mjög samrýndir alla tíð og í veikindum pabba og eftir lát hans reyndist Kitti móður okkar og okkur systkinum alveg einstakur bróðir og frændi. Við viljum hér með þakka honum það. Kristján fæddist í Bolungarvík 8. mars 1924, sonur hjónanna Katrínar Sigurðardóttur frá Ljótar- - stöðum í Skaftártungu og Þorgilsar Guðmundssonar frá Bolungarvík, en þau eru bæði látin. Amma lést 21. ágúst 1976 og afi 12. febrúar 1985. Kitti var næst elstur 5 barna þeirra en eftirlifandi systkini eru Margrét móðir okkar, Sigurþór, hans kona er Jónína Jóhannsdóttir, og Elín, gift séra Þorbergi Krist- jánssyni. Kitti var hamingjumaður. Hann kvæntist Sæunni Guðjónsdóttur frá Hnífsdal 25. desember 1948 og eru fyrstu minningar okkar elstu systr- anna tengdar því er þau hreiðruðu um sig í annarri tveggja samliggj- andi stofa á heimili okkar, á meðan útbúin var íbúð fyrir þau í kjallaran- um þar sem þau bjuggu í nokkur ár og gerðu ekki rniklar kröfur til aðbúnaðar. Frá þessu sambýli fjölskyldnanna og síðar, eftir að þau höfðu flutt út á Bakka, þá komin í nálægð við afa og ömmu á Bökkunum, eigum við góðar minningar og þær ein- kennast af því hversu glaðlyndur og skapgóður Kitti var og stutt í hlátur. Hann var mikill heimilis- faðir og einstaklega barngóður. Hann var listrænn og hæfileikarík- ur og hafa börn hans erft þá hæfi- leika hans. Sjómennskan var hans ævistarf t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og iangafi, SIGURÐUR EIÐSSON, Suðurgötu 39, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 23. nóvember kl. 15.00. Fjóla Pálsdóttir, Soffía Sigurðardóttir, Markús B. Kristinsson, Eiður Sigurðsson, - HrafnhildUr Sigurðardóttir, Páll Sigurðsson, Benný Þórðardóttir, RagnarSigurðsson, - Unnur Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Minningarathöfn um GUÐMUNO BERNHARÐSSON, frá Ástúni, HátúnilO, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. nóvember kl. 15.00. Hann verður jarðsunginn frá Sæbólskirkju á Ingjaldssandi laugar- daginn 25. nóvember kl. 14.00. Anna Sigmundsdóttir, Finnur Guðmundsson, Ásvaldur Guðmundsson, Sigri'ður G. Wilheimsen, Bernharður Guðmundsson, Þóra A. Guðmundsdóttir, Gerða Pétursdóttir, Erik Wilhelmsen, Guðrún Jónsdóttir, Bjarni Sighvatsson, barnabörn og barnabarnabörn. og lengst af í Bolungarvík en fyrir tveimur árum fluttu þau hjón til Akraness og hann stundaði útgerð frá Arnarstapa á trillunni sinni á sumrin og þar höfðu þau komið_ sér upp aðstöðu til sumardvalar. Attu þau þar dýrmætar stundir, ekki síst í sumar, er hann fór þangað sár- þjáður í hinsta sinn. Sæa lifir mann sinn og hefur verið einstök stoð í veikindum hans. Þau eignuðust 6 börn: Guðjón, skólastjóra, Sandgerði, hans kona er Ólöf Björgvinsdóttir og eiga þau þrjú börn, Asgerður Katrín, sem lést 4 ára, Hrönn hjúkrunarfræð- ingur, Reykjavík, hennar maður er Aðalsteinn Snævar Guðmundsson, þau eiga tvö börn. Tvíburarnir Katrín sjúkraliði, Reykjavík, hennar maður er Guðmundur Gíslason, þau eiga tvær dætur, og Ásgerður, heimilisfræðingur, Akranesi, henn- ar maður er Halldór Ebeneserson og eiga þau þrjú börn. Yngstur er Páll Þór, rafvirki, Reykjavík, hans kona er María Jónsdóttir og eiga þau tvö börn. Áður hafði Kitti eign- ast Júlíus, skipstjóra, Akrureyri, hans kona er Steinunn Benna Hreiðarsdóttir og eiga þau eina dóttur. Önnur einkennileg tilhugsun er sú, að tveim dögum eftir að Kitti kveður þennan heim gerir það einn- ig tengdamóðir hans, Ásgerður Guðmundína Jensdóttir, 98 ára að aldri. Það sýnir best hversu góða samleið þau áttu á lífsleiðinni, að þeim skuli einnig valin samleið í dauðanum. Ása fæddist 9. október_1891 og var maður hennar Guðjón Ólafsson, sem lést 28. október 1956. Þau bjuggu Iengst af í Hnífsdal og eíg- um við góðar minningar úr litla húsinu þeirra við ána og síðar hjá þeim Sæu og Kitta, en þar átti hún athvarf og einnig hjá syni hennar Ólafi Kjartani fyrrverandi kaup- félagsstjóra í Hnífsdal og konu hans, Filippíu Jónsdóttir, en þau hafa búið á Akranesi allmörg ár og þangað flutti Ása með þeim. Við biðjum góðan Guð um að styrkja Sæu og alla hennar fjöl- skyldu. Það er mikil raun að kveðja á sama tíma móður og eiginmann. Blessuð sé minning Kitta frærida. Guðlaug, Helga Jóna, Katrín og Anna Sigríður. Kristján fæddist í Bolungarvík. Foreldrar hans voru þau Katrín Sigurðardóttir og Þorgils Guð- mundsson. Hann var elstur fjögurra barna þeirra hjóna, sem komust til fullorðinsára, hin voru Margrét, Sigurþór og Elín. Þorgils faðir hans var sjómaður, auk þess átti hann nokkrar kindur, eins og margir hér, á þeim árum. Ungur að árum fór Kristján að stunda sjóinn, fyrst hér heima og eins í Hnífsdal, en nokkrar vertíðir var hann á bátum frá Akranesi, áður en hann kom heim aftur og gerðist yélstjóri. Hann tók vélstjóra- préf á ísafirði árið 1946. Kristján giftist eftirlifandi eigin- konu sinni 25. desember 1948, Sæunni Guðjónsdóttur frá Hnífsdal, mikilli sæmdarkonu. Þau áttu sitt heimili hér í Bolungarvík, þar til þau fluttu til Akraness fyrir 2 árum. Sæunn og Kristján eignuðust 6 börn, eitt misstu þau ungt, hin eru uppkomin og búin að stofna sín eigin heimili. Ein»*son átti Kristján áður en hann giftist. Árið 1947 var stofnað hlutafélagið Völusteinn. Hluthafar voru 6 og vorum við Kristján meðal þeirra. Félagið lét byggja 40 tonna bát á Seyðisfirði sama ár. Ég sem þessar línur rita var skipstjóri á þessum báti. Krist- ján réðst þá sem vélstjóri, það var mér mikið lán að fá slíkan mann sem hann var sem vélstjóra. Hann hafði litla reynslu þá, en reyndist þó vandanum vaxinn, því hann var aðgætinn, laginn og samviskusam- ur, hann reyndi alltaf að hafa alla hluti í lagi, eftir því sem hægt var. Hann var duglegur verkmaður og úrræðagóður, kom það sér oft vel, þegar hann kom til starfa með há- setunum á þilfarinu, en það var oft sem hann gerði það. Við Kristján áttum langt og ánægjulegt samstarf, hann var vél- stjóri hjá mér á þremur skipum, sem öll báru sama nafnið sem var Einar Hálfdáns, og síðast á 250 tonna skipi sem hét Sólrún. Alls var hann vélstjóri í 22 ár hjá mér eða þar til t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÚLÍUS BJARNASON, Akurey, V-Landeyjum, verður jarðsunginn frá Akureyjarkirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 11.30. Haraldur Júliusson, Bjargmundur Júlíusson, Ingigerður Antonsdóttir, Lilja Júlíusdóttir, Sveinbjörn Runólfsson, og barnaböm. t Þökkum innilega-öllum sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR SVEINSDÓTTUR, frá Flóðatanga. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Borgar- nesi fyrir frábæra umönnun. JóhannosJónson, Jón Jóhannesson, Helga Jóhannesdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Sveinn Jóhannesson, Ólaf ur Jóhannesson, Eysteinn Jóhannesson, Auður Jóhannesdóttir, Steingn'mur Ingólfsson, Þorbjörg Valdimarsdóttir, Gerða Ásriín Jónsdóttir, Gísli S. Guðjónsson, Marteinn Valdemarsson, María Eyþórsdóttir og barnabörn. ég hætti sjómennsku um haustið 1969. Eg átti því láni að fagna að vera alltaf með úrvals skipverja og með .þeirra hjálp og ekki síst Kristjáns vélstjóra, sem svo lengi og dyggi- lega þjónaði okkur, gekk allt áfalla- lítið. En það er víst að aflinn hjá okk- ur hefði oft verið minni ef hans hefði ekki notið við. Ég mun alltaf minnast Kristjáns með miklu þakklæti, fyrir þá hjálp sem hann veitti mér, meðan við störfuðum saman.'Nú þegar hann er laus við þrautir þessa heims, bið ég honum blessunar Guðs í nýjum heimkynnum. Við hjónin sendum Sæunni, börn- um og ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hálfdán Einarsson I dag er til moldar borinn tengda- faðir okkar, Kristján Þorgilsson, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 13. nóvember sl. Kristján fæddist í Bolungarvík 8. mars 1924. Foreldrar hans voru Þorgils Guðmundsson og Katrín Sigurðardóttir sem bæði eru látin, en Kristján var elstur fjögurra barna þeirra. Þann 25. desember 1948 giftist Kristján eftirlifandi eiginkonu sinni, Sæunni G. Guðjónsdóttur, og eign- uðust þau 6 börn. Þau eru: Guðjón Þorgils, fæddur 1948, Ásgerður Katrín, fædd 1949, en hún lést 1954, Hrönn, fædd 1952, tviburarn- ir Ásgerður og Katrín, fæddar 1955, og Páll Þór, fæddur 1962/ Áður hafði Kristján eignast soninn Júlíus sem fæddist á Ákureyri 1947. Móðir Júlíusar var Gunnur Júlíus- dóttir en hún er látin. Bamabörn Kristjáns eru nú 13 talsins. Kristján hóf sjómennsku ungur að árum á árabáti frá Bolungarvík. Snemma varð hann vélstjóri, fyrst á bátum frá Akranesi, en síðar hófst langt samstarf þeirra Hálf- dáns Einarssonar skipstjóra, en þeir reru saman frá Bolungarvík í ríflega tvo áratugi á stærri bátum. Þá er ótalið samstarf Kristjáns og Ragnars Sveinbjörnssonar en þeir áttu saman minni báta. Síðustu árin átti Kristján bátinn Ásdísi sem hann reri eihn á. Eftir nær 40 ára búskap í Bol- ungarvík fluttu Kristján og Sæunn búferlum til Akraness. Kristján hafði þó ekki sagt skilið við sjó- mennskuna og byggðu þau sér sum- arhús á Arnarstapa á Snæfellsnesi og var það draumur þeirra að Kristján sækti þaðan sjó vor og sumar á bátnum sínum Ásdísi. A Arnarstapa leið þeim alltaf sérstak- lega vel og voru þau aldrei glaðari en þegar við, börnin og barnabörn- in, dvöldum hjá þeim. Því miður varð dvölin á Stapanum styttri en ætlunin hafði verið því í byrjun þessa árs kom í ljós að hann var haldinn þeim sjúkdómi sem hann lést úr. Alltaf var hugurinn þó bund- inn við Stapann og sjóinn. Þótt Kristján væri orðinn mjög veikur sl. sumar kaus hann helst að dvelja i húsinu þeirra á Stapanum þar sem hann fann nálægðina við sjóinn og fjölskrúðuga náttúruna. Kristján barðist hetjulega við sjúkdóminn sem að lokum sigraði en mitt í öllum veikindunum stóð kona hans og öll fjölskyldan við hlið hans og studdi hann dyggilega allan tímann. Elsku Sæa, Guð gefi þér styrk og þrek á þessum erfiðum tímamót- um í lífi þínu. Með söknuði kveðjum við Krist- ján Þorgilsson og þökkum allar samverustundirnar sem við áttum með honum. Blessuð sé minning hans. Ólöf, Snævar, Halldór, Guðmundur, María og Steinunn Benna. FESTINGARJÁRN FYRIR BURÐARVIRKI Þ.ÞORGRÍMSSON&CO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.