Morgunblaðið - 22.11.1989, Side 40

Morgunblaðið - 22.11.1989, Side 40
MÓIÍGÚí/blÁöIÐ MIDVÍKUDAGUK 22. NÓVEMBER 1989 -40 fclk f fréttum ifcámtí. Morgunblaðið/Þorkell Karl Harry með skófluna á lofti. FRAMTAK Fyrsta skóflustunga að félagsheimili Stjörnunnar Fyrir nokkru tók Karl Harry Sigurðsson formaður Stjörn- unnar í Garðabæ fyrstu skófl- ustunguna að nýju félagsheimili hins öfluga íþróttafélags þeirra Garðbæinga. Byggingarnefndar- menn segja að húsið eigi að rísa á næstu 2-3 árunum. Formaður byggingarnefndar sagði við at- höfnina að Stjörnuheimilð væri nauðsynlegt til þess að efla enn frekar félags- og íþróttastarf í bænum. Húsinu hefur verið valinn staður við hlið hins nýja glæsilega íþróttahúss í Garðabæ. Aætlaður byggingarkostnaður er 15 til 20 milljónir króna, en grunnflötur hússins er 368 fermetrar. Arkí- tekt er Pálmar Ólason. Áður en Karl Harry formaður lagði til at- lögu við jarðveginn með skófluna að vopni, blessaði sr. Bragi Frið- riksson sóknarprestur byggingar- staðinn. BOKOFORLOGSBOK SANDKORN TÍMANS eftir Sidney Sheldon. Sandkorn timans segir fra fjorum nunnum sem skyndilega neyöast til að flýja verndað umhverft klaustursins i miskunnarlausan heim sem þær hofðu yfirgefið An fynrvara eru þessar fjórar konur orðnar peð i grimmilegri baráftu hreyfmgar Baska og spánska hersms. Þetta er ógleymanleg atburð- arras þar sem ástir og spenna bmda lesandann við lestunnn fra upphah td Verð kr. 2.675,00 KVIKMYNDIR „Bænabeiða“ leikur glæpakvendi Nýlega var farið að sýna kvik- myndina Drugstore Cowboy vestur í Bandaríkjunum og hefur hún fengið almennt góða dóma. Fjallar myndin um eiturlyfjasjúkl- inga og þykir hún býsna trúverðug, ekki síst fyrir þær sakir að myndin er byggð á sögu síbrotamanns og fyrrum eiturlufja- og áfengissjúkl- ings. Drap höfundurinn tímann bak við rimlana með því að skrifa sög- una. Þó myndin þyki góð, er frammistaða meginleikkonunnar talin einna besL Hún heitir Kelly Lynch,' þrítug ljóska. Það kom nokkuð á óvart er hún fékk hlut- verkið. „Eg lék alltaf sætu stelpuna sem sagði nokkrar setningar í hverri mynd, en brosti stöðugt. Ég var orðin hundleið á því,“ segir Lynch sem hefur m. a. leikið slík hlutverk á móti Michael J.Fox, Tom Cruise og Patrick Swayze í myndunum Bright lights - big city, Cocktail og Roadhouse. í DC er hún ófyrirleitið eiturlyija- og glæpakvendi. Lynch telur reyndar að hún sé ekkert af- burða falleg. Hún er hávaxin og segist minna sig á bænabeiðu, sem er skankalangt og ógeðfellt skor- kvikindi. Ungfrúin segist hafa þráð um- rætt hlutverk, það hafi verið kom- inn tími til að sýna fram á að hún gæti tekist á við alvarleg verkefni. Til þess að sýnast groddafengin og hörkuleg kom hún í viðtalið vegna hlutverksins í tættum gallabuxum, snjáðum leðuijakka, ógreidd, ótil- höfð og í skítugum hvítum bol með afskræmdri mynd af Andrési Önd. Gus Van Sant, leikstjóri myndarinn- ar gleypti agnið og réði Lynch. Gagnrýnisraddir heyrðust sam- stundis, en hann benti fólki á að „Bænabeiðan" Kelly Lynch. sjálf hefði Lynch nokkra reynslu af ávan-aefnum og væri því fær um að túlka eiturfíkil í kvikmynd. Þannig er nefnilega mál vexti, að árið 1980 lenti hún í alvarlegu umferðarslysi. Þá brotnaði hún illa á báðum fótum og lá mánuðum saman á sjúkrahúsi, kvalin lengi vel. Til að stemma stigu við kvölun- um fékk Lynch sprautu af demorol á ijögurra tíma fresti og þannig fór að efnið átti hug hennar allan og hún þráði sprautuna þótt hún fyndi ekki lengur verki í fótunum. Þegar að því kom að hætta neyslunni tóku við tíu dagar „í víti“, eins og hún segir sjálf. Hun fékk svitaköst, of- sjónir og æðisköst. Á endanum vandist hún af fíkninni og er nú hækkandi stjarna í Hollywood.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.