Morgunblaðið - 22.11.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 22.11.1989, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989 „ Hir. domocri, Kam e/- að ó/eiia. VitriicS. " Já ’ann er heima núna því hann fylgist með spennu- þættinum Morðið í hjólbör- unum. \ < ^ ICZ-' — O — Jú, konan min er heima. Það segir sig sjálft úr því ég verð að slá blettinn ... Hæpin Ijár- festing Til Velvakanda. Nú nýlega bættist við enn eitt glæsilegt fiskiskip í flota lands- manna, frystitogarinn Júlíus Geir- mundsson. Hann mun vera smíðaður í Flekkefjord í Noregi, svo ekki fengu íslenskar skip- asmíðastöðvar það verkefni, og mun hafa kostað 440 milljónir króna, enda mun hann vera glæsi- legastur íslenskra fiskiskipa eins og reyndar er sagt um öll ný fiski- skip þegar þau koma. Þar eð hann er frystiskip mun hann skapa litla sem enga atvinnu í landi heldur nýta sameiginlega auðlind lands- manna í þágu eigenda og áhafnar. Nú mun varla vera um það deilt að fiskiskipaflotinn er alltof stór og ekki heldur um ofíjárfest- ingu í honum. Þarna munu því erlendar skuldir þjóðarinnar hafa aukist um 400 milljónir og vorum við þó fyrir ein skuldugasta þjóð í heimi. Næsta ár verður þriðja sam- dráttarárið í röð í íslensku efna- hagslífi. Fiskistofnarnir eru of- veiddir og sumir segja að þorsk- stofninn sé kominn að hruni. P *■- »«* .^* * A ' ' '1 RJÚPNAVEIÐIMENN Treystið öryggi ykkar sem mest í hverri veiðiferð. Gætið þess .ávallt að skotvopn ykkar séu í fullkomnu lagi og vel hirt. Hafið meðferðis áttavita og kort og búnað til ljós- og^hljóð- merkjagjafa. Hefjið veiðiferð- ina árla dags og ljúkið henni áður en náttmyrkur skellur yfir. Verið ávallt stundvísir á áfangastað. Okkur veitir því ekki af að takast á við þennan vanda og skapa ný verðmæti í þjóðarbúið til að skapa betri lifskjör og borga skuldir okkar. Til Velvakanda. Stofnun hér í borg var með könnun á tekjum fólks og kom það fram i fjölmiðlum 9. og 10. þ.m. Þar kemur fram að heildar- tekjur fullvinnandi karla voru um 123 þúsund á mánuði, og þá hlýt- ur að vera átt við meðaltekjur, þó það komi hvergi fram í könnun- inni. En við vitum að sumir hafa meira, aðrir minna eins og gengur. Meðalkaup 23 aðildarfélaga Dagsbrúnar er 10.692 á viku eða 46.312 kr. á mánuði. Er þá miðað við kaup eftir að starfsmaður hafi unnið í greininni í 3 ár. Hvað þarf Dagsbrúnarmaður að vinna mikla yfirvinnu til að hafa 123.000 kr. á mánuði. Kaup- ið í yfirvinnu væri 481 kr. á klst. Dæmið yrði svona: Því er það áleitin spurning hvaða aukningu á þjóðartekjum þessi nýja fjárfesting muni skila. Ásgeir Leifsson 123.000-46.312 = 76.688,481 = 159 ’klst. á mánuði í yfirvinnu, það gerir um 7 klst. á dag 5 daga vikunnar í yfirtíð. Semsagt meðal- Dagsbrúnarmaður þarf að vinna 15 klst. á dag. Víða lýkur dag- vinnu kl. 16 og þyrfti Dagsbrúnar- maðurinn að vinna til 23 álla 5 daga vinnuvikunnar. Skyldi sá maður ekki vera orðinn lúinn eftir vikuna, skyldi honum veita af að hvíla sig laugardag og sunnudag til að vera tilbúinn í slaginn á ný. En hvar býðst svona mikil yfir- vinna í dag. Ég veit að öfugt við aðrar þjóðir sækjast íslendingar eftir yfirvinnu, því miður, og er yfirvinna komin inn í samninga sumstaðar, þ.e. að lágmarksyfir- vinna skuli vera og er skömm að því að slíkt skuli vera í samning- um. K.S. YFIRVINNA HÖGNI HREKKVÍSI Yíkverji skrifar Um árabil hafa verið viðvaranir á sígarettupökkum, þar sem greint er frá því, að reykingar séu hættulegar heilsu manna. í síðustu viku gengu í gildi lög í Bandaríkjun- um, sem skylda framleiðendur á öli og öðrum áfengum diykkjum til að hafa viðvaranir á framleiðslu sinni. Á slík viðvörun að vera á öllum slíkum dósum eða flöskum í Banda- ríkjunum frá og með föstudeginum 17. nóvember. Á ílátunum skal standa: „Viðvöiun frá stjómvöldum: (1) Landlæknir segir að konur eigi ekki að drekka áfengi á meðan þær eru þungaðar vegna hættu fyrir fóst- rið. (2) Neysla áfengis minnkar getu þína til að aka bifreið eða vinna við vélar og kann að valda heilsutjóni." Samkvæmt reglunum eiga allar dósir og flöskur með áfengi á banda- rískum markaði, hvort heldur þær eiga uppiuna sinn þar eða erlendis, að bera þessa viðvörun. Séu ílátin fyrir 23,6 sentilítra eða meira á við- vörunin að véra skráð með stöfum sem ekki eru minni en tveir millimetr- ar á hæð. Ef ílátin eru minni getur viðvörunin verið með eins millimetra stöfum. xxx Fréttir herma, að ýmsir telji þess- ar reglur of óljósar, þar sem ekki sé sagt, hvar á ílátin eigi- að' setja viðvörunina eða hvemig letur eigi að nota. Hér verður ekki staldr- að við framkvæmdina á þessum bandarísku reglum, heldur þá stað- reynd að þær skuli hafa verið settar og hrundið í framkvæmd. Við skulum nefnilega minnast þess, að hér á landi er það einmitt ríkið sem einokar sölu á þessum heilsuspillandi vamingi og tóbaki að auki. Ér þetta ein af mörgum þver- sögnum sem við stöndum frammi fyrir, þegar við metum forsjá ríkis- ins. Ríkið myndi líklega ekki líða mörgum hér á landi að bjóða á al- mennum markaði vaming með sams- konar viðvörun og er á tóbaki hér á landi. Nú hlýtur sú spuming að vakna, hvort ekki eigi að fara að dæmi Bandaríkjamanna og vara al- menning við áfengisneyslu hér með svipuðum hætti og þeir gera hjá sér. xxx Víkveiji fór með erlendu kunn- ingjafólki í ferð til Þingvalla og til Gullfoss og Geysis í fögru verði á sunnudag. Gestimir heilluðust mest af hverasvæðinu við Geysi. Var ævin- týri líkast að ganga þar um í vetrar- stillunni. Fjöldi ferðamanna var þar, að minnsta kosti miðað við árstíma. Viðurgemingur í Hótel Geysi var eins og best verður á kosið. í góðum bílum sem eru vel búnir til vetrarferða og traustir þótt hálka sé á vegum er ekki síður ánægjulegt að sýna blessað landið í vetrarklæð- um en sumarskrúða. Til þess að auð- velda slík ferðalög er mikils virði, að jafn góð þjónusta skuli veitt allan ársins hring og unnt er að fá í Hót- el Geysi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.