Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 46
^ MORGUNjBLAÐIÐ IÞROlllR MIðTIKTOAt3fR 22. NOVEMBER, 1989 + KORFUBOLTI / NBA-DEtLDIN Lakers stend- urvelaðvígi Detroit hefurekki tapað á heimavellj Í26síðustuleikjum Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum LOS ANGELES Lakers hefur unnið flesta leiki allra liða í NBA-deildinni á þessu keppn- istímabili. Flest liðin hafa leikið 8 til 10 leiki. Lakers hef ur leik- ið nfu leiki og aðeins tapað ein- um. Los Angeles Lakers stendur best að vígi í vesturdeildinni og hef- ur leikið mjög vel það sem af er. Magic ¦ Johnson hefur leikið stór hlutverk hjá Lakers. Hann skoraði 25 stig á sunnudag er liðið sigraði Was- hington Bullets, 120:115. Júgóslavinn Vlade Divac, sem kom til liðsins fyrir þetta tíma- bil, hefur einnig komist vel frá leikj- unum og staðið undir þeim vænting- um sem við hann vorú bundnar. í austurdeildinni er það New NBA-deildin____________ Föstudagur: Boston - Minnesota..........................116: 99 Charlotte - Golden State.................. 99: 98 Philadelphia - San Antonio..............108:101 Cleveland - Atlanta Hawks..............131:125 Detroit Pistons - Milwaukee............106: 79 Dallas-L.A.Clippers......................122:105 Utah Jazz - Indiana Pacers..............114:100 L.A. Lakers - Denver.......................119:105 Portland - Phoenix Suns..................110:109 Laugardagur: Atlanta Hawks - Golden State.........112: 96 ^ Detroit Pistons - Boston....................103:86 San Antonio - New Jersey Nets.......110: 95 OrlandoMagic-Philadelphia..........116:103 Dallas Mavericks - Miami Heat........100: 99 New York Knicks - Minnesota.........111: 96 Denver - Houston............................141:111 Phoenix Suns - Washington.............118:107 Seattle - Chicago Bulls....................119:110 Sacramento-IndianaPacers...........107:102 Sunnudagur: , HoustonRockets-MiamiHeat........132: 94 Portland - Seattle............................119:109 L.A. Lakers - Washington...............120:115 ÍH^ItlR -FOLK ¦ ERLAND Johnsen, varnar- maður norska landsliðsins og Bay- ern Miinchen, hefur skrifað undir fjogurra ára samning við enska 1. deildarliðið Chelsea. Sout- hampton og QPR höfðu einnig sýnt áhuga á að fá Er- land, sem er 22 ára gamall og hef- ur verið hjá Bayern í 18 mánuði. Chelsea greiddi 306 þúsund pund fyrir Norðmanninn. Erland skor- aði jöfnunarmark Nprðmanna gegn Skotum með þrumuskoti af t^40 metrá færi í undankeppni HM ^"síðustu viku. „Ég valdi Chelsea vegna þess að ég hef mikið álit á þjálfaranum og eins er liðið í topp- baráttunni," sagði Erland. Reiknað er með að Erland geti farið að leika fljótlega þar sem hann hefur nú þegar atvinnuleyfi í Þýskalandi. ¦ HOWARD Kendall, fyrrum framkvæmdastjóri Everton sem rekinn var frá Atletico Bilbao í síðustu viku, er talinn Iíklegur til að taka við 2. deildarliðinu Stoke. Kendall var aðstoðarþjálfari hjá Stoke fyrir nokkrum árum. Mick ^Mills var sem kunnugt er rekinn frá Stoke fyrir skömmu og Alan Ball tók við framkvæmdastjóra- stöðunni um stundarsakir. ¦ SAMMY Lee, fyrrum leikmað- ur Liverpool sem leikið hefur með Osasuna á Spáni, hefur fengið frjálsa sölu frá spænska liðinu og er á leið til Englands. Lee, sem 'er þrítugur, hefur leikið á Spáni í tvö ár. Frá Bob Hennessy ÍEnglandi York og Detroit Pistons sem eru í miklum ham þessa dagana. New York hefur unnið fimm leiki og tap- að þremur og er efst í öðrum riðlin- um, en Detroit hefur forystu í hin- uum með sex sigra. Detroit tapaði fyrstu þremur leikjunum, en nú er allt annað að sjá til 'liðsins og hefur það nú unnið fimm leiki í röð. Joe Dumars, sem valinn var besti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, hefur verið at- kvæðamikill fyrir Detroit. Hann gerði 27 stig gegn Boston á laugar- daginn og á föstudaginn gerði hann 22 stig gegn Millwaukee Bucks. Detroit hefur ekki tapað á heima- velli sínum í síðustu 26 leikjum. AHt bendir til þess að einn besti bakvörður NBA-deildarinnar, Ron Harper, verði seldur frá Cleveland til Los Angeles Clippers. Samninga- viðræður eru á lokastigi. Cleveland fær Reggie Williams í skiptum og auk þess forkaupsrétt á Danny Ferry sem leikur nú á ítalíu. Talið er líklegt að Ferry snú aftur til Bandaríkjanna eftir þetta keppnis- tímabil. Tarpleyíbann? Roy Tarpley, sem leikið hefur mjög vel fyrir Dallas og tekið hefur flest fráköstin í NBA-deildinni það sem af er, hefur verið grunaður um neyslu ólöglegra lyfja. Hann var tekinn á bíl sínum fyrir skömmu og var talið að hann væri drukkinn og því tekin af honum blóðprufa. Hann hefur tvívegis verið dæmdur fyrir kókaínneyslu og er reiknað með að hann hafi verið undir þeim áhrifum er hann var tekinn. Ef rannsókn blóðprufunnar leiðir í ljós að hann hafi notað kókaín mun hann fá ævilangt bann í bandaríska NBA-körfuboItanum. Gerald Wilkins og félagar í New York Knicks eru efstir í öðrum riðli austur- deildarinnar. Wilkins er hér um það bil að troða knettinum í körfu New Jersey Nets á dögunum. AUSTUR-ÞYSKALAND Frá Bob Hennessy ÍEnglandi íþrHmir FOLX ¦ ROY Aitken, fyrirliði skoska landsliðsins og Celtic, óskaði eftir að vera settur á sölulista hjá Celtic í gær. Aitken hefur kvartað yfir slæmri framkomu stuðningsmanna fé- lagsins í sinn garð og einnig hefur hann kvartað yfir stjórnarmönnum félagsins. New- castle hefur sýnt áhuga á að fá þennan 31 árs varnarleikmann til sín. ¦ JOHN Lyall, fyrrum fram- kvæmdastjóri West Ham, hefur gengið til liðs við Tottenham. Hann verður tæknilegur ráðunautur Terry Venables, framkvæmda- stjóra félagsins og mun verða yfir- maður „njósnaradeildar" Totten- ham - eða þeirra manna sem hafa það hlutverk að ferðast um Evrópu til að hafa auga með efnilegum leik- mönnum. Lyall hafði áður neitað mörgum freistandi tilboðum frá enskum liðum og ýmsum félögum í Evrópu. „Það er stórkostlegt fyr- ir okkur að hafa fengið Lyall til starfa," sagði Venables. H LYALL mun einnig aðstoða Bobby Robson, landsliðsþjálfara Englands, með því að hafa auga með og taka út mótherja Englend- inga í heimsmeistarakeppninni. Atvinnumennska viðurkennd fþróttafólki leyft að ganga til liðs við erlend félög eftir áramót Innan skamms mun allt íþrótta- fólk í Austur-Þýskalandi gera sérstakan samning við félög sín og verður byrjað að semja við lands- liðsfólk. Atvinnumennska verður þar með viðurkennd, en hingað til hefur verið látið í það skína að áhugamennska væri allsráðandi í íþróttum. Þá verður afreksfólki í íþróttum leyft að ganga til liðs við erlend félög þegar í janúar á næsta ári. Stefna Sovétríkjanna verður höfð að leiðarljósi og er gert ráð fyrir að íþróttafólk, sem er orðið 28 ára og hefur þjónað föðurlandinu vel, f ái að fara. íþróttafélög mega nú vera með HANDKNATTLEIKUR / DÓMARAHORNIÐ Stöðvun tímatöku Eitt er það sem sífellt veldur deilum og misskilningi, bæði meðal leikmanna og áhorfenda. Er það hvenær dómararnir eiga að stöðva leiktímann. Því er rétt að skýra frá því hvað reglurnar segja um þetta, en rétt er þó að benda á, að dóm- arar eiga að stöðva leiktíma eins sjaldan og kostur er, enda er það í eðli leiksins, að hann gangi hratt og vel fyrir sig. I skýringum með leikreglunum segir eftirfarandi: Hvenær á að stöðva tímatöku? 2.1. Alltaf í eftirfarandi til- fellum: a) vegna utanaðkomandi áhrifa, (t.d. ef áhorfendur koma inn á völlinn, ef óviðkomandi hlut- ir eru á vellinum, ef skemmdir verða á marki eða knetti, ef knött- urinn fer undir áhorfendabekki, ef bleyta er á vellinum, ef raf- magn fer af o.s.frv.). b) þegar beitt er útilokun eða brottvikningu. c) þegar dómarar þurfa að ræða saman eða ræða við ritara og tímavörð. d) ef álitið er að um meiðsl sé að ræða, t.d. skot í höfuð. 2.2. Ef ástæða þykir til í eftirfarandi tilfellum: e) tafir við töku kasta. f) þegar beitt er áminningu eða brottvísun. g) rangar skiptingar eða of margir á leikvelli. h) bolta kastað burt eða ekki látinn af hendi. Eins og sjá má á þessari upp- talningu, þá eiga dómarar ekki að stöðva leiktíma, ef leikurinn gengur eðlilega fyrir sig, þó að aðeins nokkrar mínútur séu til leiksloka og lítill munur sé á markatölu liðanna, en þá heyrast oft raddir úr áhorfendapöllum og frá leikmönnum um það, að 'dóm- arar eigi að stöðva tímann. Eins sést að ekki er alltaf rétt að stöðva tímann í markvarðar- skiptum eins og margir telja. Þessi ákvörðun dómara um stöðvun leiktíma byggist því bæði á skýrum reglum í ákveðnum til- vikum, og hins vegar á mati þeirra á stöðunni eins og svo margt ann- að í dómgæslunni. Kveðja, Kjartan K. Steinbach formaður dómaranefndar sérstaka styrktaraðila og hefur handknattleikssambandið riðið á vaðið. Landsliðið tekur þátt í risa- keppninni, sem hófst í Vestur- Þýskalandi í gærkvöldi, og eru aug- lýsingar á treyjunum, en gerður var samningur við vestur-þýska versl- unarkeðju. KORFUBOLTI UÍAmeðlOstig Urslit og staðan í 1. deild karla á íslandsmótinu í körfuknatt- leik, sem birtist í blaðinu í gær, voru ekki rétt. Þar var sagt að Bolungarvík hefði unnið báða leiki sína gegn UÍA um helgina sem var ekki rétt því UÍA vann báða leik- ina. Staðan, eins og hún á að vera, er hér að neðan. Þá var Sigurður Bjarnason sagður Gunnarsson í myndatexta. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fj. leikja U J T Mörk Stig SNÆFELL UÍA 0 0 0 3 666: 568 16 561:515 10 8 5 VIKVERJI 7 5 0 2 498:461 10 IS 7 5 0 2 533:466 10 AKRANES 7 4 0 3 545: 514 8 UMFL 6 4 0 2 462:391 8 BOLUNGARV S 2 0 7 552: 655 4 BREIÐABLIK 8 2 Ö 6 527: 631 4 UMSB 7 2 0 5 500: 520 4 LÉTTIR 7 0 0 7 424: 547 0 Punktamót í innanhússknattspyrnu Stjórn KSÍ hefur ákveðið að efna til punktamóta í knatt- spyrnu innanhúss, í samvinnu við samtök 1. deildarfélaga.7 Mótin verða að öllum líkindum þrjú á vetri — í nóvember, desember og febrú- ar, en þó aðeins tvö nú fyrsta vetur- inn. Sextán lið keppa í fjórum riðlum. Að lokinni riðlakeppni fara tvö éfstu liðin í hverjum riðli í átta liða út- sláttarkeppni. Þau lið fá punkta sem sigra í riðlum, og að auki eru gefin stig fyrir fjögur efstu sæti á mótinu. Fyrsta mótið verður nk. laugardag á Akranesi og hið síðara á höfuðborgarsvæðinu um miðjan febrúar. Félögin tíu sem léku í 1. deild karla á yfirstöðnu keppnistímabili og félögin tvö sem unnu sér rétt til að leika í 1. deild næsta sumar hafa þátttökurétt í öllum mótunum. Til að ná sextán liðum verður fjór- um boðið að vera með, en boðslið taka aðeins þátt í einu punktamóti á vetri. Liðin sem keppa nú eru (fasta- lið): KA, FH, Fram, KR, Valur, ÍA, Þór, Víkingur, Fylkir, ÍBK og Stjarnan; og að auki (gestalið) Víðir, Selfoss, Tindastóll, Leiftur og ÍK. Þess má geta að IBV vildi ekki vera með að þessu sinni, og því eru boðsliðin fimm. Mótið hefst kl. 10 á laugardags- morgun, og verður leikið í báðum íþróttahúsunum á Akranesi. í A-riðli verða KR, ÍA, ÍBK og Selfoss. í B-riðli Stjarnan, KA, Þór og ÍK. í C-riðli Fram, Valur, Leift- ur og Víðir, og í D-riðli FH, Viking- ur, Tindastóll og Fylkir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.