Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLADIÐ IÞRÖTTIR MIÐVI! 'w22. NÓVeMBER 1989 fT KNATTSPYRNA / 1. DEILD FOLK ¦ GUNNAR Gunnarsson , ungur Akureyringur, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Júgóslavans Luka Kostic hjá 1. deildarliði Þórs í knattspyrnu. Gunnar, eða Gassi eins og hann er kallaður, hefur undanfarin ár þjálfað 2. flokk fél- agsins, og gerir það áfram jafn- framt _því að aðstoða Kostic. ¦ LARUS Guðmundsson, fram- herji úr Val fór til Grikklands á sunnudaginn, til viðræðna við forr- áðamenn 1. deildarliðsins Iraklis, með hugsanlegan samning í huga. Lárus verður ytra þessa viku. ¦ NAPOLÍ og Werder Bremen leika í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu kl. 13.30 í dag. Leikurinn verður sýndur beint hjá ítölsku sjón- varpsstöðinni RAI 2 og næst út- sendingin hér á landi fyrir þá sem hafa gervihnattaloftnet. Leikur Ju- ventus og Karl-Marx-Stadt frá Austur-Þýskalandi verður^ sýndur beint á sömu rás kl. 19:25. Á morg- un, fímmtudag, kl. 20.00 hefst út- sending frá leik Barcelona og AC Mílanó í Super Cup. ¦ ÚTLENDINGARNIR, sem leika í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik, sýndu listir sínar á Sauðár- króki í gærkvöldi fyrir fullu húsi áhorfenda. Þeir léku við UMFT og unnu 116:93 í mjög skemmtilegum leik. ¦ RÓBERT Haraldsson, HK, tekur út leikbann á laugardag, er HK fær Stjörnuna í heimsókn. Aganefnd HSÍ úrskurðaði Róbert í bann fyrir óíþróttamannslega hegðun eftir leik Gróttu og HK, en að leik loknum sparkaði hann bolta í áhorfanda — og hlaut fimm refsistig fyrir. KNATTSPYRNA / UEFA-KEPPNIN Lélegur leikur enánægðir með úrslitin... - sagði Ásgeir Sigurvinsson eftir 1:0 tap Stuttgart gegn Antwerpen í í Belgíu „ÞETTA var lélegur leikur hjá okkur, en við erum þó ánægðir með úrslitin. Við höfum spilað mjög vel upp á síðkastið, en það er komin þreyta í mannskapinn, eins og sást í deildarleiknum gegn Homburg um síðustu helgi," sagði Ásgeir Sigurvinsson í samtali við Morgunblaðið, eftir leik Vf B Stuttgart gegn Ant- werpen í Evrópukeppni félagsliða í knattspymu í Belgíu ígær- kvöldi. Antwerpen fór með sigur af hólmi, 1:0. Ingi Bjöm Albertsson ráðinn þjálfarí Vals Gerði tveggja ára samning við félagið Ingi Björn Albertsson á Alþingi í gær. Morgunölaöið/júlitís INGI Björn Albertsson gerði í gær tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals og mun hann þjálfa fyrstu deild- ar lið félagsins. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu að- stoðarþjálf ara, en rætt hef ur verið um Óíaf Magnússon, sem þjálfar 2. flokk Vals. Ingi Bjöm er einn af þekktari knattspyrnumönnum landsins og hefur auk þess gert góða hluti sem þjáifari, en hann þjálfaði m. a. meistaraflokk FH í fjögur ár, síðast 1986. Hann hóf að leika með meistaraflokki Vals árið 1970, var 10 sinnum markakóng- ur flokksins, var markakóngur 1. deildar 1976 (16 mörk), er marka- hæsti leikmaður 1. deildar með 126 mörk alls (109 fyrir Val í 160 leikjum og 17 fyrir FH í 50 leikj- um), en lék með Selfyssingum á síðasta keppnistímabiii. Ingi Bjðrn á 15 a-landsleiki að baki, einn leik með U-21 liðinu og fjóra U-18 leiki. Hann þiálfaði yngri flokka Vals og meistaraflokk kvenna áður en hánn fór til FH. „Ég sló til fyrst og fremst vegna mikils áhuga á knattspyrn- unni. Ferillinn sem leikmaður er sennilega á enda og hvað er þá betra en taka að sér þjálfun? Eg hef iengi gælt við að þjálfa á ný y- og nú hefur ákvörðunin verið tek- in," sagði Ingi Björn við Morgun- blaðið í gær. Ingi Björn sagði ennfremur að nýjar starfsaðferðir kæmu með nýjum mönnum, en of snemmt væri að tala um fyrirhugaðar breytingar. „Hitt er hins vegar Ijóst að Valsiiðið er á vissum tíma- mótum og ýmsum spurningum er ósvarað." Ingi Björn er þingmaður og formaður Frjálslynda hægri flokksins og sagði hann að þing- störfin myndu áfram hafa for- gang. „Það er fullur skilningur á því innan Vals að þingstörfin hafa forgang og því mun ég hafa að-jJ. stoðarþjálfara mér við hlið." Eggert Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Vals, var mjög ánægður með að hafa fengið Inga Björn til liðs við Valsmenn. „Hann er metnaðarfullur maður, sem viii gera það vei, er hann tekur sér fyrir hehdur, og því líst mér vel á framhaldið," sagði Eggert Þar með hafaölíliðin, sem leika í fyrstu deiid næsta ár, gengið frá þjálfaramálum sinum. að Bjami Markússon skrifarfrá Anlwerpen Asgeir var bjartsýnn á að Stuttgart kæmist áfram þrátt fyrir tapið. „Seinni leikurinn ætti vinnast á heimavelli, þar sem •við verðum studdir af 40 til 50 þúsund áhorfendum. Við ættum að geta unn- ið upp eins marks mun. Við fundum ekki fyrir áhorf- endum hér — þeir gerðu ekki mikið gegn fyrir Antwerpen," sagði Ás- geir, en um 15.000 manns voru á leiknum. Þess má getaað þetta í fyrsta skipti skipti sem Ásgeir spil- ar í Belgíu frá því hann var hjá Standard Liege. FELAGSLIF Aðalfundur SR Aðalfundur Skiðafélags Reykjavíkur fer fram í skrif- stofu félagsins að Amtmannsstíg 2 í Reykjavík á morgun, fimmtudag, kl. 20.00. Það var Vestur-Þjóðverjinn Hans Peter Lehnhoff sem gerði eina mark leiksins strax á 9. mín. Hann fékk sendingu upp hægri kantinn, komst framhjá Frontzcek og inn í teig, og skoraði síðan framhjá Im- mel markverði, sem kom út á móti honum. Antwerpen fékk nokkur tækifæri til að skora — tvö mjög góð; og hefði átt stærri sigur skilið. Immel varði vel í fyrra skiptið og Czerniatynski brást bogalistin í það seinna. Leikurinn var ekki skemmti- légur á að horfa — ekkert augna- yndi, eins og þjálfari Antwerpen hafði þó nánast lofað. Arie Haan, þjálfari Stuttgart, viðurkenndi að sínir menn hefðu leikið illa. „Við ætluðum okkur að skora en fengum fá tækifæri — mínir menn voru ekki nógu frískir. En ég er samt ánægður með úrslit- in; þau voru sanngjörn. Við erum sterkir á heimavelli og ættum að ná að knýja fram sigur þar og fara áfram," sagði hann í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Haan þjálfaði lið Antwerpen tímabilið 1983-'84. Reuter Asgeir Sigurwinsson í barát1,u við Ralf Geilenkirchen í ieiknum í gær- kvöldi. Belginn hefur betur og það gerði lið hans einnig, en seinni leikurinn verður í Stuttgart eftir hálfan mánuð. Leikurinn var frekar rólegur, mikið um miðjuþóf. Talsverð harka var í leiknum en sovéskur dómari sá þó ekki ástæðu til að lyfta gula spjaldi. Ásgeir átti nokkrar snilldar sendingar á samherjana en hreyf- ingu vantaði í liðið til að þær nýtt- ust. Leikmenn Stuttgart sættu sig greinilega við 1:0 tap og voru ekki að reyna neinar kúnstir. Seinni viðureign liðanna fer fram í Vestur-Þýskalandi eftir hálfan mánuð. FráAtla Hilmarssyni á Spáni FOLK ¦ KráfENSK/landsliðsmaðurinn Vaseli Stinga er nú markhæstur á Spáni - í úrvalsdeildarkeppninni í handknattleik. Hann hefur skorað 58 mörk fyrir Va- lencia í sjö leikjum. Vujovic, Barcel- ona, hefur sk«j|#8 54 mörk. Næstir koma Kuzmanowski, Malaga, 48, Obucian, San Antonio, 47 og Puzovic, Caja Madrid, 44 mörk. Markahæstu menn eru því fjórir Júgóslavar og einn Rúmeni. ¦ ALFREÐ Gíslason er marka- hæsti íslendingurinn í deildinni - með 30 mörk. ¦ HANS Guðmundsson og félag- ar hans hjá Iluerto Cruz Tene- rife, lögðu Óskar llcigason og félaga hjá Puerto Sagunto að Velli, 31:24. Tenerife er í þriðja sæti í 1. deild, en. Sagunto því níunda. URSLIT, Handknattleikur 3. deild Karln: FVlkir - Grótta b.........................................28:26 2. deild kvennæ ÍR - Þróttur................................................28:22 Risakeppnin í Vestur-Þýskalandi [Super Cup] - 1. umferð: A-riðiU: Sovétríkir. - Svíþjóð....................................27:26 V-Þýskaland b - A-Þýskaland...................18:24 B-ríðUi: Júgóslavia - Rúmenia................................24:23 V-Þýskaland a - Tékkóslóvakía................ÍMPT Knattspyrna England 2. d.-ild: Blackburn - Middlesborough.........................2:4 Bikarkeppnin: Swindon - Bollon............................................2:1 Bury - Rotherham..........................................1:2 Chester - Maeclesfield....................................3:2 Hayes - Peterborough................................ .0:1 Reading - Bristol Rovers................................1:1 (eftir framlengingu). ../'"¦^,.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.