Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 48
Greiða ekki söluskatt afHúna- vershátíð SKATTSTJÓRINN í Reykjavík hefiir komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé grundvöllur fyrir álagn- ingu söluskatts á aðgangseyri á hátíð Stuðmanna í Húnaveri um verslunarmannahelgina í sumar, eins og málið liggi fyrir. Mörður Arnason, upplýsingafulltrúi fjár- málaráðuneytisins, segist gera ráð fyrir að þetta séu endalok málsins af hálfu ráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefði söluskattur vegna hátíðar- innar numið um íjórum milljónum króna. Mörður sagði að málið hefði snú- ist um það hvort undanþága ráðu- neytisins til Stuðmanna vegna tón- leikahalds hefði verið veitt á réttum forsendum og skattstjórinn í Reykjavík kæmist að þeirri niður- stöðu á grundvelli fyrirliggjandi gagna að svo væri. Fjármálaráðu- neytið hefði ákveðið að greina ekki á milli tónlistartegunda eða hvemig tónleikagestir höguðu sér, hvort þeir sætu í sætum sínum eða stæðu upp og hreyfðu sig. "T# Mörður sagði að ekki hefði verið tekin afstaða til þessarar niðurstöðu skattstjóra í fjármálaráðuneytinu. Hann ætti ekki von á frekari að- gerðum af hálfu ráðneytisins, en þó væri ekki hægt að útiloka það. 30 manns sagt upp störfum á Reyðarfirði Öllu fastráðnu starfsfólki frysti- Jiúss Kaupfélags Héraðsbúa á áxeyðarfirði, yfir 30 manns, var sagt upp störfúm í gær vegna hráefnisskorts, að sögn Hauks Þorleifssonar formanns Verka- lýðsfélags Reyðaríjaröar. Á Seyðisfirði hafa 30-100 manns verið atvinnulausir í haust, að sögn Hallsteins Friðþjófssonar formanns verkamannafélagsins Fram. Hjá Gullbergi hf. á Seyðisfirði hafa um 120 manns unnið við síldarfrystingu og -söltun í haust og verður meiri- hluta þessa fólks sagt upp störfum náist ekki saltsíldarsamningar við Sovétmenn. Ákvörðun um uppsagn- irnar verður tekin í dag. Það eykur á vandann í sjávarplássum að lítið ftefur veiðst af stórri sfld til fryst- ingar á Japansmarkað. Miðbærinn nötr- aði vegna öflugr- ar sprengingar LAUST fyrir klukkan tíu í gærkvöldi sprakk mjög öflug sprengja á göngustíg sem liggur á milli húsanna númer 22 og 24 við Laufás- veg að bakhlið hússins að Fríkirkjuvegi 11. Talið er að um tuttugu rúður háfi brotnað á vesturhlið hússins að Laufásvegi 24. Tvær rúður brotnuðu í kjallara á Fríkirkjuvegi 11, og einnig brotnaði rúða í kjallara nærliggjandi húss við Skothúsveg. Engin slys urðu á fólki og enginn virðist hafa verið á ferli í næsta nágrenni er sprengjan sprakk. Um miðnætti var ekki vitað hver valdur var að sprengingunni, en eftir ítarlega leit lögreglunnar og sprengjusérfræðings frá Landhelg- , isgæslunni fundust leifar af kveiki- þræði á göngustígnum, sem talið er líklegt að hafi verið í dínamít- sprengju. Þrátt fyrir nákvæma leit lögreglumanna í nágrenninu höfðu þá engin önnur vegsummerki fund- ist eftir sprengjuna, og var jafnvel talið líklegt að hún hefði sprungið án þess að snerta jörðina. „Það nötraði allt og skalf og ég gerði mér strax grein fyrir að þetta var gífurlega öflug sprenging þó ég væri staddur í hinum enda húss- ins,“ sagði Halldór Hansen læknir, en hann býr í húsinu númer 24 við Laufásveg. Um miðnættið vann flokkur frá Reykjavíkurborg við að setja hlera fyrir glugga í húsi hans. Lögreglunni barst tilkynning um sprenginguna klukkan 21.53, en í Þingholtum og út á Seltjarnarnes varð fólk vart við hávaða af völdum hennar. Lögreglan fór að banda- ríska sendiráðinu við Laufásveg, en í fyrstu var taiið að sprengingin hefði orðið á lóð sendiráðsins. Oupplýst er hveijir voru að verki þegar sprengingar urðu á Öldugötu og Bergþórugötu síðsumars. Morgunblaðið/Júlíus Sprengjusérfræðingar rannsaka leifar kveikiþráðs sem fundust á göngustígnum við Laufásveg 24. Á myndinni til hliðar kannar lögreglumaður skemmdir á einu húsanna í nágrenninu. Undirbúningur langtímasamn- ings við Sovétmenn stöðvaður JÓN Baldvin Hannibalsson, ut- anrikisráðherra, gaf í gær fyrir- mæli um það tif íslenskrar sendi- nefndar í Moskvu að viðræður um nýjan langtímasamning ís- lendinga og Sovétmanna hefjist ekki fyrr en niðurstöður liggja fyrir um síldarsölusamning. Ráð- gert hafði verið að undirbúnings- viðræður þjóðanna byijuðu í dag. Jón Baldvin sagði í samtali við Morgunblaðið að sendinefndin, und- ir formennsku Tómasar Á. Tómas- sonar, sendiherra í Moskvu, hefði átt að hefja undirbúningsviðræð- urnar við Sovétmenn í dag. „Þessar viðræður geta ekki hafist af okkar hálfu fyrr en fyrir liggja niðurstöð- ur um þann bráðabirgðasamning sem fyrir liggur um síldarkaup Sov- Þorskur flúinn frá V-Grænlandi vegna versnandi skilyrða LÍn^að Evkur líkur á borskffönffu h ALLUR þorskur er horfinn af miðunum við Vestur-Grænland og og sagði Jakob, að það kæmi ekki hefur af þeim sökum orðið að segja upp fólki í mörgum fiskvinnslu- á óvart enda hefði nú þegar orðið húsum. Vegna þessa hafa vaknað upp spurningar um hvort von sé vart aukinnar þorskgengdar við i á þorskgöngu frá Grænlandi á íslandsmið og hafði Morgunblaðið Austur-Grænland sunnanvert. af því tileftii samband við Jakob Jakobsson, forstjóra Hafrannsókna- Jakob vildi ekkert um það full- stofnunar. Sagði hann, að strax í haust hefði orðið vart við kóln- yrða hvort nú væri von á þorsk- andi sjó við Vestur-Grænland og væri því fúll ástæða fyrir íslenska göngu frá Grænlandi á íslandsmið sjómenn að hafa augun hjá sér og láta óðara vita af merktum þorski. en sagði, að slæm skiiyrði í sjónum þar ykju að sjálfsögðu líkurnar á Jakob sagði, að í haust hefðu þegar var þorskurinn tekinn að því eins og gerst hefði 1980-81. þýskir hafrannsóknamenn skýrt flýja. suður á bóginn. í fréttum frá Hann sagði, að fiskurinn, sem nú frá kólnandi sjó og versnandi skil- Grænlandi segir, að þorskur finnist fengist við Austur-Grænland, væri ► yrðum við Vestur-Grænland og þá nú helst suður og austur af Ilvarfi fimm ára, hægvaxta fiskur, en yfir- ieitt kæmi göngufiskurinn frá Grænlandi hingað til að hrygna 7 eða 8 ára gamall. íslenskir fiski- fræðingar hefðu því almennt ekki átt von á honum fyrr en 1991. Sagði hann, að Danir hefðu verið við fiskmerkingar við Vestur- Grænland í sumar og því væri brýnt, að íslenskir sjómenn fylgd- ust með öllum vísbendingum og létu strax vita fyndu þeir merktan porsk. étmanna," sagði utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagði að staða máls- ins væri þannig að fyrir lægi bráða- birgðasamningur um síldarkaup Sovétmanna, sem gerður hefði ver- ið 4. nóvember sl. og kvæði hann bæði á um magn og verð, þ.e. 15 þúsund tonn af saltsíld, með hugs- anlegri viðbót síðar upp á 5 þúsund tonn. „Það sem strandar á er að sovéski sjávarútvegsráðherrann treystir! sér ekki til þess að stað- festa verðið sem samið var um og var málinu vísað til ráðherranefnd- ar. Frá henni hefur ekkert heyrst og sendinefndin er enn í biðstöðu í Moskvu,“ sagði utanríkisráðherra. Ráðherra sagði að Tómas Á. Tómasson, sendiherra, hefði gengið mjög vasklega fram í því að knýja fram svör, en án árangurs, enn sem komið væri. „Við munum leggja áherslu á að við teljum þennan drátt orðinn gjörsamlega óeðlilegan og viljum ekki una honum lengur. Það verður að fá botn í máiið, á hvern veginn sem það verður," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.