Alþýðublaðið - 10.10.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.10.1932, Blaðsíða 3
AfcR?ÐUK3AÐIS 3 Eggerí Kristján&son & Co. hafa fagt á hann.. En félagiði selur hann út á 26 krónur! í fyrra kostaði bezta tegund af sveskjuin, heill kassi, kr. 19,00., en þær sveskjur, sem nú komu hingað, eru ekki bezta tegund. í fyrra var 10 kg. rúsínukassi helmingi ódýrari hjá heildsölum ejn nú. Nú kostar hann kr. 19,75. Éins ér með þurkuð epli-og apri- kosur. Eplakassinn kostar kr. 54,80 (i fyrra 30—35 kr.) og apri- oosukassinn kr. 35,00 (í fyrra 23— 24 kr.). Pað má auðvitað gera ráð fyrir því, að þessi vara hafi hækkað nokkuð síðan innflutningshöftin voru sett á, en hækkunin er á- reiðanlega ekM nándar niærri svona tíiikil. Þa'ð er sannað mál, að hin ó- hæfu innflutningshöft eru nú notað af stjórn Morgunbliaðsins, Tí|mins og Vísis til að hjálpa ein- staka mönnum til að selja t. d. þuirkaða ávexti við okurverði. Er það alveg óhæfilegt, og verða allir að leggjast á eitt um, það, að knýja ihaldsf|okkiim, sem hefir ríid'sstjórnina í hendi sér, til að fá höftin algerlega afmimm.. Batnar? Lundúnum, skrifáð 22. sept. Helztu iðjuhöldar Bretlands telja viðskiftahorlurnar hafa batnað til mikilla rnuna upp á síðkastið og telja þær mun betri nú en nokkru sdnni á midanförnum mánuðum. Þjóökunnir veiiksmiðjueigendur í ullariðnáðdnum segja, að verðlag fari hækkandi og ullarbirgðir fyr- ir hendi séu ófullnægjandi tíl að mæta eftirspurninni. Eftirspurnán eftir fatnaði úr grófgerðum ull- ardúkum hefir minkað, en sala á öllum fíngerðari. ullarfatnaði hef- új ankist. (Or blaðatilkynningum Bretastjórnar. — FB.) Hafnarflðrðnr. ípróttafélag verkamcama hélt aðalfund sinn 30. f. m. Stjórn þess skipa nú Helgi Sigurðsson formaður, Frímann Eiríksson rit- ari, Guðjón Gí'slason gjaldkeri og Jóakim Pétursson. og Sigurbjart- ur Vilhjálmsson meðstjórnendur, Æfingar félagsins verða á simnu- dögum kl. 10 árd., miðvikudög- um kf. 10 siðdegis og föstudög- um kl. 8 síðd. Æfingar kvenna- flokksins byrja nk. miðyikudag kl. 8 og verða á þeim tíma og á föstudögum kl. 9. Þær stúlkur, sem ætla að taka þátt í þeiml, gefi isig fram við Sigríði Thor- darsen, Reykjavíikurvegi 20. Heima kl. 7—8. ivarp til lélaga st. ,¥íklugs‘ nr. 104. Góðlemplarastúkurnar eru nú allar fluttar í sin gömlu heim- kynni, Templaiahúsið við Vonar- stræti, en sökum þess að eTfitt var að koma þvi þannig fyrir, að þær hefðu allar sömu fundar- daga og áður, hafa sumar þeirra tekið upp þá nýbreytni að hafa hálfsmánaðarfundi. T. d. hafa st. „Framtíðiri' og st. „Víkingur'1 samvinnu um hálfsmánaðarfundi á mánudagskvöldum, og þarf því enginn mánudagur að falla úr hjá fundsæltnum félögum, enda er þess vænst, að félagarnir sæki fundina á víxl hverir hjá öðrurn. St. „Vikingur" heldur sinn fyrsta fund í gamla Templarahúsinu í kvöld kl. 81/2, og vill æ. t. stúk- unnar hvetja félagana að mæ-ta vel; mundi það gleðja bæði hann og aðra, ef nýir félagar kæm.u til inngöngu á þessum fundi. Ann- ars vill forma'ðurinn beina' þvi mjög alvarlega til félaganna yfir- leitt, að sýna nú af sér dá'ð og drengskap að fara nú að vinna með fullum krafti að vexti og •viögangi stúkunnar, svo hún nái' aftur þeim sessi, er hún einu sinni hafði. Mætið þvi; öll, sem það mögulega getið, á fundinum í kvöld, og gerið þar heitstreng- ingar, sem feður ykkar til forna, um framtíðarstarfið í vetur. Jóm Gudirmon. Akureyri, 8. okt. FB. I Menta- skólanum eru um 170 nemiend- ur, þar af um 50 í lærdómsdeild. Einn nýr kennari er við skölann, Sigurður Pálsson, er nýlega hefir lokið námi við háskólann í Leed’s á Englandi. Bæjarstjórnin hefir sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara öll- um lögregluþjónum, heilbrigðis- fulltrúa og byggingafulltríia. Sláturtíðlinni er lökið. Slátrað var um 16000 fjár, þar af um 15 000 hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Fmghm erföi 18 milljónir 'króna. í fyrra var maður nokkur, Joseph Sulkó að nafni, dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir fjár- svik og falsanir, Er hann nú bú- inn að verá í fangelsimu tæpt ár, Nýlega kallaði - fangelsis-forstjór- inh Sulkó fyrir sig og tilkynti honum, að frændi hans einn í Ungverjalandi væri nýlega lát- inn og hefði hann arflieitt hann að öllum eigum sínum, sem nema 18 milljónum tjekkneskra króna. Sulkó féll í yfiriið' við þessa fregn. Bíður hans nú auður og allsnægtir, er hamn losnar úr fang- elsinu. Bestu kolln Sfmi 184S. Oplð bréf til berra verkastjéra Jóhanns Elrikssonar, MfmisvegS 8, Beyklavfk. (NI.) Ég veik að því áður, að ég teldi að hægt hefði verið að ná betri árangri af vinnunni, ef henni hefði verið hagað á annain veg, og vil ég nú færa þeim orðum stað-. — Og fyrst þér hafið fundið að vinnu minni og félaga minna, ætti mér að vera leyfilegt að gagn- rýna verkstjóm yðar ofurlíitið. Mér virtist verkstjórn yðar nokk- uð viðvaningsleg, sérstaklega hætti yður til að færa mennina of mikið til, og er það ódrjúgt við vinnu ef u:m stóran vinnu- flokk er að ræða. Annað vil ég benda á, sem er mjög óverk- drjúgt. Þegar þér létuð stinga grasrót og taka upp úr skurði, þá stakk einn, annar kastaði og þriðji var á bakka: Nú er það al- gild regla hjá reyndum verk- stjómm, að láta tvo stinga gras- rót í breiðum skurði og einn kasta frá báðum, og hafa þá allir nóg að gera. Með því vinna 3 menn helmingi mieira en 2, og er það ekki .lítill sparnaður í stórum vinnuflokki. Þá mun það verða vinnudrýgra þegar tekin em neðri lög í skurði, að hver kasti því, * er hann stingur, og sparast þá kostnaður. Þetta geri ég ráð fyrir að yður lærist með reynslu, ef þér hafið sæmilegt verksvit. Annars virtist mér þér vilja láta gera vel og ganga ve! ffá, og eru það göðir kostir á verkstjóra. Svo vil ég að endingu ráöleggja yðíur þetta, og ég geri, það af góðum hug: 1. Þegar þér stjórnið verki, þá leggið þér vel niður fyrir yður hvemig verki skal hagað í ein- stökum atriðum og hvernig mönn- um skuli skipað niður til verks, verið búnir að þrauthugsa þetta áð|ur en verk er hafið, svo fyrir- skipanir yðar geti verið skjótar og ákveðnar. 2. Sé um stóran vinnuflokk að ræðia, svo að yður sé erfitt að líta e’ftir öllu verkinu, þá veljið úr mönnunum þá, sem þér treyst- ið bezt vegna verklægni og trú- mensku, og látið þá vera til eftir- lits og leiðbeiningar með smærri hópum. 3. Temjið yður djörfung og ein- beitni með kurteisi, en forðist óeinlægni og heigulshátt. Þá náið þér virðingu undirmannia yðar. Að síðustu birti ég hér vottorð þriggja byggingameistara hér í bæ, sem búnir eru að hafa mörg hundmð manns í vinnu og allir em góðir og hagsýnir verkstjór- ar og vel virtir af mönnum sínum. Er mér umsögn þeirra nægileg uppreisn. Herra Björn Magnússon, Vita- stíg 8 A, vann hjá mér við" stein- steypu í nokknar vikur sumarLð 1930. Hafði ég þann tíma ekkert út á vinnu hans að setja, og vint- ist mér hann halda sig vel að verki. 22/9 1932. Duvlö Jómsson. Ég undirritaður hefi haft Björn Magnússon, Vitastíg 8, oft í vinnu, og hefir hann neynst mér góður verkmaður og trúr við vinnu, og er mér því Ijúft áð gefa honum þau meðmæli. Reykjavík, 23/9 1932. Bergsteinn Jóhmnesson. Ég hefi haft hr. Björn Magnús- son, Vitastíg 8A, oft í vinnu, og er mér ljúft að gefa honum míhj beztu meðmæli sem góðum verka- manni. Reykjavík, 23/9 ’32. Jóm Bergsteinsson. Vitastig 8A. Reykjavík, 26. sept. 1932. Björn 'Magnússon (frá Ægissíðu). IJibi dagtnn og veginn ■ÓF U N D1 i LKlTNSÍlGaí? FRAMTIÐIN NR. 173. Samkvæmt aukalagabreytingu verða fund- ir eftirleiðis annaðhvort mánu- dagskvöld. — Næsti fundur mánudag 17. okt. Samsæti Glímufél. „Áimanns" á föstu- dagskvöldið í alþýðuhúsinu Iðuó fyrir Svíþjóðárfarana fór hið bezta fram. Formaðúr félagsins, Jens Guðbjömsson, bauð menn velkomna til hófsins. Því næst hélt forseti 1. S. I., Ben. G.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.