Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B Bandankjamenn beita 22.000 hermönnum: Stjómarbylting í Panaina - Noriega kemst í felur Panamaborg, Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sendi þúsundir bandarískra her- manna til Panama í gærmorgun til að koma Manuel Antonio Nor- iega einræðisherra frá völdum. Bandaríski herinn náði stórum hluta landsins á sitt vald en Noriega komst í felur og stuðningsmenn hans hvöttu Panamamenn til þess að berjast fram í rauðan dauð- ann. Tugir Panamamanna og að minnsta kosti ellefu Bandaríkja- menn biðu bana í bardögunum og hermenn hollir Noriega sögðust hafa tekið 61 útlending, aðallega Bandaríkjamenn, í gíslingu. Áður en gripið var til þessara aðgerða höfðu Bandaríkjamenn sett Guill- ermo Endara, forsetaframbjóðanda sljórnarandstæðinga í kosning- unum í maí, inn í embætti forseta og lýst var yfir því að komið hefði verið á lýðræði í landinu. Reuter Lýst yfir neyðarástandi til að binda enda á mótmæli Tala látinna sögð vera allt að 4.000 Bandaríkjaforseti tók þá ákvörðun á sunnudag að beita hernum gegn Noriega og lét til skarar skríða er honum bárust fregnir af því að Nor- iega áformaði árás á Bandaríkja- menn í Panama, að sögn James Bakers, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Bardagar héidu áfram í gærkvöldi og hermenn hollir Noriega héldu enn herbúðum og útvarpsstöð þrátt fyrir harðar árásir Bandaríkja- manna. Talsmenn Bandaríkjastjórn- ar sögðu þó að aðgerðirnar hefðu borið 90% árangur og ný stjórn hefði tekið við völdum. Hét stjórnin milljón dala (62 milljónum ísl. kr.) fyrir upplýsingar er leitt gætu til þess að Noriega yrði handtekinn. Einnig lof- aði hún 150 dölum (9.300 ísl. kr.) fyrii’ hveija byssu sem fylgismenn hans láta af hendi. Stjórnarandstæðingar í Panama og alþjóðleg eftirlitsnefnd segja að Guillermo Endara, sem settur var inn í forsetaembættið, hafi borið sig- ur úr býtum í forsetakosningunum í maí. Hann og tveir ráðherrar í stjórn hans voru í felum í gær, þar sem óttast var að reynt yrði að ráða þá af dögum. Bandarískir embættismenn sögðu að ellefu Bandaríkjamenn hefðu beð- ið banaj eins hermanns væri saknað og 59 hefðu særst. Þeir sögðu einn- ig að 240 panamískir hermenn hefðu verið teknir til fanga. Panamískir embættismenn sögðu að a.m.k. 60 manns hefðu beðið bana í bardögun- um. Sjónarvottar sögðu að íbúar Panamaborgar hefðu notfært sér ringulreiðina í borginni til að láta greipar sópa um verslanir. John Bushnell, sendifulltrúi í bandaríska sendiráðinu í Panama- borg, sagði að Noriega gæti hafa flúið til Nicaragua eða Kúbu. Hann taldi þó líklegra að hershöfðinginn væri í sendiráði Nicaragua í Pan- amaborg eða hefði flúið 'til fjalla, þar sem erfitt yrði að finna hann. Sovétmenn, Kúbveijar og Líbýu- menn fordæmdu hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Panama en Bret- ar lýstu yfir stuðningi við hana. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að öryggisráð stofnunarinnar kæmi saman til að ræða íhlutunina. Sjá: „Hernaðaríhlutun Banda- ríkjanna . ..“ á bls. 29. Rúmenía: Austur-Berlín, París, Búkarest. Reuter. NIKOLAE Ceausescu, forseti Rúmeníu, lýsti yfir neyðar- ástandi í Timis-héraði í vestur- hluta landsins, þar sem öryggis- I lögreglan kvað niður mótmæli um helgina. Austur-þýska frétta- stofan ADN sagði í gær, að allt að 4.000 manns hefðu verið drep- in í Timisoara, liöfuðstað héraðs- ins, á sunnudag þegar mótmæli gegn ógnarstjórn Ceausescus voru bæld niður með skothríð og skriðdrekum. Þá sagði júgó- slavneska fréttastofan Tánjug, að í gær hefðu 50.000 manns efnt til mótmæla í borginni án þess, að herinn réðist á fólkið. Voða- verkin í Rúmeníu hafa vakið mikla reiði víða um heim og einna ákafasta í öðrum Austur- Evfópuríkjum en í sjónvarpsá- varpi, sem Ceausescu flutti í gær, nýkominn úr opinberri heimsókn í íran, kenndi hann „erlendum undirróðursmönn- um“, einkum í Ungverjalandi, um ólguna í landinu. Austui'-þýska fréttastofan hafði fréttirnar eftir Rúmenum í Austur- Þýskalandi, sem tekist hafði að ná símasambandi við ættingja sína í Rúmeníu, og sögðu þeir, að at- burðirnir í Timisoara hefðu verið slátrun þar sem skotið var á fólkið með vélbyssum og úr þyrlum og ekið yf ir það á skriðdrekum. Sögðu þeir, að líkahrúgurnar hefðu legið eftir og herinn tekið þeim fjölda- gröf eða brennt. Er miðborgin í rústum en ADN sagði, að komið hefði til átaka í fjölmörgum borg- um. Bandarískir hermenn búa sig undir bardaga við þing- húsið í Panamaborg í gær. Bandaríkjamenn náðu þá stórum hluta Panama á sitt vald eftir að George Bush, Bandaríkjaforseti, hafði gef- ið fyrirskipun um að beitt yrði hervaldi til að koma Manuel Antonio Noriega hershöfðingja frá völdum. Katólska fréttastofan Kathpress kveðst hafa heimildir fyrir því, að presturinn Laszlo Toekes hafi látist í fangelsi. Fyrstu mótmælin brutust út í Timisoara eftir að stjórnvöld höfðu hótað að láta handtaka hann. Júgóslavneska fréttastofan Tanj- ug sagði, að viðbúnaður rúmenska hersins væri sem á stríðstímum og hvarvetna varaliðar og nýliðar á leið til herbúða. Ceausescu sagði í sjónvarpsá- varpi í gær, að „erlendir undirróð- ursmenn, heimsvaldasinnar og end- urskoðunarsinnar" hefðu átt sök á átökunum í Rúmeníu og sagði, að herinn hefði „gegnt skyldu sinni við föðurlandið". Morðvígin í Rúmeníu hafa vakið reiði og fordæmingu um allan heim. Júgóslavneski kommúnistaflokkur- inn sleil í gær öllum tengslum við þann rúmenska og í höfuðborgum margra Austur-Evrópuríkja var efnt til mótmæla fyrir utan sendiráð Rúmeníu. Vestræn • ríki sökuðu Ceausescu um glæp gegn mann- kyninu. Þá hafa íslensk stjórnvöld harðlega fordæmt fjöldamorðin. Sjá „Þessum manneskium . . . “ á bls. 31. Sovétlýðveldið Litháen: Oháður flokkur kommúnista KOMMÚNISTAR í Sovétlýðveldinu Litháen samþykktu í gær að stoftia nýjan flokk sem verður óháður stjórnvöldum í Moskvu. Þetta er í fyrsta skipti sem klofningur kemur upp innan Kommúnista- flokks Sovétríkjanna. Vladas Dodolas, fréttamaður útvarpsins í Viln- ius, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta væri mjög merkileg- ur atburður sein kæmi til með að hafa áhrif víðar í Sovétríkjunum: „Nú er skriðan farin af stað og það verður erfitt að stöðva hana.“ Rúmlega 1.000 fulltrúar sitja þing kommúnistafiokksins í Lithá- en og samþykktu 855 þeirra stofn- un nýs og óháðs flokks. 160 fulltrú- ar greiddu atkvæði gegn tillögunni og 12 sátu hjá. „Þessi samþykkt felur í sér að stofnaður hefur verið óháður kommúnistaflokkur í Lithá- en sem mun sjálfur móta stefnu- skrá sína og lög,“ sagði Vladas Dodlas. Tilgangurinn með stofnun nýja flokksins er einkum sá að koma í veg fyrir fylgishrun kommúnista í kosningum til bæjarráða og Æðsta ráðs Litháen í febrúarmánuði. „Menn óttuðust að almenningur allur myndi snúa baki við flokknum og ég tel að án þessarar breytingar hefðu kommúnistar ekki átt neina möguleika í komandi kosningum,“ sagði Vladas Dodlas. Hann taldi líklegt að flokkar kommúnista í hinum tveimur Eystrasaltsríkjun- um, Lettlandi og Eistlandi, gerðu slíkt hið sama og e.t.v. einnig víðar í Sovétríkjunum, t.a.m. í Rússlandi þar sem ekki væri starfandi sér- stakur flokkur kommúnista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.