Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 Síldin í öndvegi Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Birgir Sigurðsson: Svartur sjór af síld. Síldarævintýrin miklu á sjó og landi Útg. Forlagið 1989 Síldin hefur löngum átt alveg sér- stök ítök í íslenskum hjörtum. Okkur er brýn nauðsyn að veiða þorsk, ýsu, karfa og ótal aðrar tegundir. En þessar fisktegundir hafa aldrei orðið ámóta yfirstéttarfiskur og síldin, kjörin af öðrum fiskum til að vera konungur fiskanna eins og kemur fram í frásögn Birgis. Við lítum einnig öðrum augum á síldarvinnu en aðra fiskvinnslu sem varla teist neitt sérleg hefðaratvinnu- grein. Þetta virðist vera af tilfinn- ingalegum toga spunnið; alltaf hefur síldarinnar verið minnst með titrineri í hug og hjarta, lætur hún sjá sig, |||11540 Glæsilegar fullb. íb.: Til sölu 2ja-5 herb. íb. vel staðsettar í Hafnar- firði. Einnig 2ja-7 herb. íb. við Veghús í Grafarvogi. íb. skilast fullfrág. haustið 1990. Mögul. á bílsk. Byggingaraðili: Byggðarverk hf. getur lánað allt að 40% af kaupverði til 4 ára. Einbýlis- og raðhús Rauðagerði: Eitt af glæsil. einbhúsum borgarinnar 475 fm. Hofslundur — Gb.: 310 fm vandað einbhús. Reynimelur: 175 fm parhús ásamt 35 fm bílsk. Saml. stofur, 4 svefnherb. í kj. er 2ja herb. séríb. Sunnuflöt: Glæsil. 370 fm einb- hús. Stórar stofur, 4 góð svefnherb. Falleg lóð. Útsýni. Bein sala eða skipti á minni eign. Markarflöt: 250 fm fallegt einl. einbhús. 4 svefnherb. Vandaðar innr. Falleg ræktuð lóð. Mikið áhv. Kaplaskjólsvegur: Gottl55fm pallaraðh. 3-4 svefnherb. Suðurgarður. Selbraut: 220 fm raðhús á tveimur hæðum. 4 svefnherb. Tvöf. bílsk. Heiðarsel: Fallegt 216 fm tvíl. timbur einbhús. 5 svefnherb. Fallegar innr. Parket. 25 fm bílsk. Valhúsabraut: 175 fm mjög gott tvíl. einbhús. 5 svehjherb. 73 fm bílsk. með 3ja fasa rafmagni. Fallegur garöur. 4ra og 5 herb. Leifsgata: Góð 90 fm íb. á 1. hæð. Saml. stofur, 2 svefnherb. Verð 5,5 míllj. Hávallagata: 90 fm góð neðri hæö í tvíbhúsi ásamt rúmg. herb. f kj. Álfheimar: Góð 100 fm íb. á 1. hæð. 3 svefnh. Verð 6,0 millj. Furugrund: Mjög góð 4ra herb. íb. á 1. hæð í lyftuh. Stæði í bílhýsi. Flókagata: 90 fm góð íb. á efstu hæð í fjórbh. 2 svefnherb. Verð 7,0 m. Hraunbær: Góð 120 fm íb. á 3. hæð. 4 svefnherb. Verð 7,5 millj. Vesturberg: Góð 100 fm íb. á 4. hæð (3. hæð}. 3 svefnh. Glæsil. út- sýni. Laus fljótl. Reynimelur: Glæsil. 140 fm efri sérh. í þríbhúsi. Rúmg. stofur. Arinn. 3 svefnherb. Þvottah. í íb. 30 fm bílsk. Stóragerði: 100 fm talsvert end- urn. íb. á 3. hæð. 3 svefnherb. Parket. Hingbraut — Hf.: 143 ,fm 5 herb. góð neðri sérh. í tvíbhúsi m/bílsk. Útsýni. Laus nú þegar. Neðra-Breiðholt: Óskum eftir 4ra herb. íb. í Bökkunum fyrir traustan kaupanda. Góðar greiðslur i boði. 3ja herb. Vesturgata: Góð 82 fm íb. á 4. hæö í lyftuh. Saml. stofur, 2 svefnherb. íb. er nálægt þjónustumiðstöð. Glæsil. útsýni yfir höfnina. Eskihlíð: 100 fm mikið endurn.íb. á 2. hæð ásamt herb. i risi með að- gangi að snyrtingu og herb. í kj. Garðastræti: 60 fm mikið end- urn. íb. á 1. hæð með sérinng. Parket. bverbrekka: Mjög góð 3ja herb. íb. á 1. hæð. 2 svefnherb. Verð 4,8 millj. Laugavegur: 3ja herb. töluvert endurn. íb. á 2. hæö. Laus strax. Hagst. grkjör í boði. 2ja herb. Hamraborg: 65 fm fb. á 1. hæð. Stæði í bjlskýli. Verð 4,4 millj. Kambasel: Góð 60 fm íb. á 1. hæð. Sérþvottah. Áhv. 1,6 millj. byggsj. FASTEIGNA MARKAÐURINN Óðinsgötu 4 11540 - 21700 ión Guðmund88on sölustj., , Leó E. Löve lögfr., Olafur Stefán&son viðskiptafr. gefur hún færi á að við veiðum hana, skerum hana á háls og söltum hana ofan í tunnu? Skáld á borð við Knut Hamsun svo aðeins sé nú minnst á hann hér hefur skrifað um mikilvægi síldarinn- ar í einu merkasta ritverki sínu. Lagasmiðir og textahöfundar hafa gert bragi um síldina og ófá eru þau sjómannalögin þar sem rómantík síldaráranna- þegar þau stóðu undir nafni- voru og hétu. Síldin heldur sínum sessi, hvað eftir annað hefur hún brugðist okkur og viðbrögðin verið hálfgildings þjóðarharmur, ekki aðeins vegna þess fjárhagsskaða sem hún bakar þar með. Síldin er óútreiknanleg, smýgur úr greipum okkar þegar við höldum að við höfum hana í hendi okkar. Seinna kemur hún aftur, duttlunga- fyllri en nokkur kvenvera og allt er fyrirgefið, gleymt og grafið. Síldin boðar peninga og aftur peninga, vinnu myrkranna á milli en hún flyt- ur lika með sér þennan rómantíska andblæ sem við getum augsýnilega síst án verið. Öllu þessu og raunar miklu meiru gerir Birgir Sigurðsson skil í stóru riti sína um síldina. Hann hefur aflað sér fanga um víðan völl og vinnur úr heimildum sínum af stakri kost- gæfni en með handbragði rithöfund- arins svo að til fróðleiks og skemmt- unar er. Og þó svo Birgir sinni sögu og staðreyndum gætir hann vel að hinum mannlega þætti. Það er ótrú- lega mikill fróðleikur sem Birgir hef- ur safnað hér saman og spannar mjög vítt svið í nánast öllum skiln- ingi. Virkið fljótandi Bókmenntir Birgir Sigurðsson Það er nauðsynlegt að lesa þessa bók af mikilli athygli til að allt kom- ist til skila því að magnið af sögu og fróðleik má eiginlega varla meira vera. Birgir temur sér hófsaman stíl en virðist þó kunna best við sig í samfélagi við frásagnir um það sem er nær í tímanum, svo sem þau hin eiginlegu síldartímabil sem hér hafa orðið. Engu að síður fannst mér þó öllu meiri veigur í hinni sögulegu upprifjun og frásögnum af þeim sem í rauninni voru brautryðjendur í að leiða síidina til þess öndvegis sem hún hefur skipað. Myndir eru margar og ti) prýði. Umbrot er nokkuð þungt og síðurnar massívar og það hefði forlagið átt að hafa langtum aðgengilegra. Erlendur Jónsson Burkard von Mullenheim- Rechberg barón: Orrustuskipið Bismarck. Halldór Vilhjálmsson þýddi. 327 bls. Aimenna bókafé- lagið. Reykjavk, 1989. í Evrópu naut hermennska óskoraðrar virðingar á 19. öld og fram eftir hinni 20. Fáir voru dáð- ari en sigursælir hershöfðingjar. Því þótti ekki lítil virðingarstaða að stjórna herskipi eins og Bis- marck, glæsilegu tækniundri; skipi sem var slík völundarsmíð að það átti ekki að geta sokkið. Bismarck var ávöxtur iðnaðarþjóðfélagsins. Það var stolt þýska flotans, ægi- skelfir óvinarins. En máltækið segir að oft vet'ði litið úr því högginu sem hátt er reitt. Sú er líka ein kald- hæðni örlaganna að skipum, sem alls ekki eiga að geta sokkið, hefur einatt orðið öðrum hættara við að hverfa í djúpið. Örlög Bismarcks urðu stórbrotin en skammæ. í fyrst- unni virtust ætla að rætast vonir þær sem við það höfðu verið bundn- ar. Því tókst að sýna óvininum í tvo heimana. En sigurför Bismarcks varð sem sagt endaslepp. Svo fór að það átti sér mun færri lífdaga en nokkurn hafði órað fyrir. Og sáralitlu breytti það um gang styij- aldarinnar. Tvö þúsund ungir menn hurfu í hafdjúpið með þessum ógn- Eitt skáldskaparár Bókmenntir Sigurjón Björnsson Vestur í frumbýli. Stephan G. Stephansson: Frá einu ári. Kvæði, bréf og erindi frá árinu 1891. Rósa Benediktsson: Foreldrar mínir. Með myndum efltir Eirík Smith. Stephan G. Stephansson: 50 stökur. Finnbogi Guðmunds- son gaf út. Reykjavík 1989. 79 blaðsíður. Þetta litla indæla kver hefur Finnbogi Guðmundsson tekið sam- an. Fyrsti hluti þess, Kvæði og bréf Stephans G. Stephanssonar frá ár- inu 1891, birtust áður árið 1970 á vegum Hins íslenzka þjóðvinafélags undir heitinu Frá einu ári. Annar hlutinn er stutt ritgerð Rósu Bene- diktsson, dóttur Stephans, sem nefnist Foreldrar mínir. Hún birtist upphaflega árið 1956, en í þessari útgáfu bætast við myndir eftir Eirík Smith listmálara. Loks er svo 50 stökur Stephans sem Finnbogi valdi og birti í Andvara 1977. Nú fylgja stökunum fáeinar skýringar. Heldur finnst mér ankanalegt að fara að skrifa um skáldskap Steph- ans G. Stephanssonar fyrir íslenska lesendur. Mér finnst einhvern veg- inn svo sjálfsagt að allir íslendingar sem læsir eru og með fullu viti þekki svo vel til kvæða hans að þess eigi ekki að þurfa. Fyrir mig er þessi litla bók eins og að fagna góðum og gömlum vini og gleðjast með honum nokkra stund. Vona ég að svo sé um flesta sem fá þessa bók í hendur. Árið 1891 var Stephan G. á besta aldri og átti 36 ár ólifuð. Hann var þá fyrir tveimur árum fluttur vestur í Albertafylki í Kanada og vel á veg VINKLAR A TRE kominn að koma sér og fjölskyldu sinni þar fyrir. Þetta ár /ar Stephani nokkuð fijótt til skáldskapar, þrátt fyrir mikla búskaparönn. Fegurstu og mestu kvæðin hans fæddust að vísu ekki þá, en margar snilldarlínur eru samt frá þessum tíma. Ég gríp nið- Að hnjóta um lífsins hála svið, að hrasa og falla, en upp á við er ferill að framfara auði. Og hver man ekki eftir kvæði hans um Vantrúna, er hefst svo? Hún kom eins og geisli í grafarhúm kalt og glóandi birtuna lagði yfir allt. Síðast þetta: Ég á orðið einhvem v<>ginn ekkert fóðurland. Ritgerð Rósu, svo einföld og lát- laus sem hún er, sendir okkur beint inn á heimili Stephans og Helgu. Hún kynnir okkur foreldra sína í daglegri önn, skapferli og lífshátt- um betur en aðrir gætu gert. Stökur Stephans eru eins og allir unnendur skáldskapar hans vita margar hvetjar snilldarvel gerðar. Ég get ekki stillt mig um að lokum að minna Reykvíkinga á, ef þeir skyldu hafa gleymt því, að það var Stephan G. Stephanson Norðlendingurinn Stephan G. sem orti þett: Falla Hlés í faðminn út firðir nesjagrænir. Náttklædd Esjan, ofanlút, er að lesa bænir. Það var gaman að fá þessa litlu bók í hendur. arisa. Stjórnendur ríkis, sem réðu yfir sjötíu til áttatíu milljónum, hafa ef til vill litið svo á að skaðinn sá væri ekki óbætanlegur. Stríðið hélt líka áfram eins og ekkert hefði í skorist. En ungu mennirnir urðu ekki kallaðir til lífsins aftur. Ormstuskipið Bismarck er að sýnu leyti hugvitlega samin bók og hæfír þannig efni því sem hún fjall- ar um. En bókin er ekki samin handa íslendingum heldur handa þjóð sem háð hefur stríð og veit meira um herskip. Lýsingin á skip- inu er bæði nákvæm og tæknileg og hefur vissulega reynt á kunnáttu þýðandans. Tilkomumikil er frásögnin af lokafrágangi og sjósetningu skips- ins svo dæmi sé tekið. Að sjálf- sögðu gerðist það allt með viðhöfn. Hvers konar hersýningar voru jafn- framt skrautsýningar. Og reyndar auglýsingar fyrir ríkjandi stjórnar- far — eins og gerist og gengur enn í sumum löndum! Menn urðu að láta sem sigurinn væri vís. Skipið var búið öllu því fullkomnasta sem völ var á. Liðið var þjálfað. Siðan hófst siglingin. Mikið og sögulegt sjónarspil. Vafalaust hefur margur hásetinn talið sig öruggari en efni stóðu til vegna stærðar skipsins, vopnabúnaðar og mannfjöldans um borð. »Fljótandi líftrygging!« sagði maður nokkur. Þarna var lika fyrir öllu séð. Talið var öruggt að skipið mundi heyja orrustur. Og þá þurftu læknar og hjúkrunarlið að vera um borð til að gera að sárum manna. Þegar að lokum dró var meira en nóg að starfa fyrir það fólk þó svo að liðsinni þess kæmi fyrir litið. Feigum varð ekki forðað. Hrollköid er þessi lýsing til að mynda: »Hundruð særðra lágu þar sem þeir höfðu hnigið niður víðsvegar um skipið: Frammi í lyftingu, uppi á stjórnpöllum, á pöllunum við fall- byssurnat', við loftvarnarbyssurnar, á efra þilfari, niðri á virkisdekki og millidekki. Sjúkraliðar, þeirra á meðal menn úr þjónustuliði áhafn- arinnar, báru hina særðu úr kúlna- regninu ofan af efra þilfari. Læknar og hjúkrunarliðar fengu raunar lítið að gert við þessar aðstæður annað en að gefa hinum fjölmörgu særðu morfín til þess að lina kvalir þeirra. Enginn þeirra manna komst af, er sagt gæti nánar frá öllu þvi, sem á þessari stundu var afrekað í ‘sjúkrasölum og aðhlynningarskýl- um fyrir hina særðu skipsfélaga.« Þetta var gjaldið sem að þessu sinni þurfti að greiða fyrir þjóðar- stoltið. Nú heyrir þetta allt sögunni til og Bismarck liggur grafkyrrt á hafsbotni. En minningin lifir. Og vissulega er bók þessi verðug eftirmæli þeirra sem létu lífið á þessu öflugasta fljótandi virki allra tíma. Meiriháttar bók, ef til vill nokkuð langdregin en áhrifamikil eigi að síður. Þýðingin er að mínu viti vel af hendi leyst en hún hefur verið vandaverk sem áður segir. KRUMMIKLEINUSNUÐUR Bókmenntir Þ.ÞDRGRlMSSOH&CO ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Jenna Jensdóttir Z Sigurgeir Jónasar: Krummi. Teikningar: Súsanna Jónasar. Fjölvi 1989. Sagan gerist í nágrenni Reykjavíkur og segir af bræðrum tveim, þeim Róbert tólf ára og Erni átta ára. Á fögrum sumardegi verða þeir vitni að skothríð veiðimanns nokkurs í Búafjalli í nánd við Esj- una. Felmtraðir af ótta og hryllingi fara þeir að kanna atburðinn og finna dauða fugla eins og hráviði út um allt. Aðeins einn finna þeir á lífi, særðan hrafn. Þeir fara með hann til dýralæknis og síðan heim til sín á Seltjarnarnes. Krumma batnar og hann ílendist hjá bræðr- unum. Þeir hafa auglýst eftir eig- andá hrafnsins, en enginn gefur sig fram. Þeir hafa nú krumma með sér um fjörur í nágrenninu, inn í Reykjavík og hvert sem þeir fara. Krummi vekur athygli, hann er slunginn og getur talað mannamái þótt erfitt reynist að skilja hann. Að lokum fara þeir bræður með hann aftur að Búafjalli. í þeirri ferð bregður svo við að þeir eru komnir óralangt aftur í tímann og hitta Búa, son Esju gömlu land- námskonu (sem sagt er frá í Kjal- nesingasögu). Búi á hrafninn og vill launa drengjunum góðverkið með gjöfum mætum. Meðan dreng- irnir eru hjá Búa hverfur þeim sýn á nútímaumhverfi. Og umhverfi landnáms birtist þeim er þeir líta Kjalarnes og nágrenni allt. Heima trúir enginn sögu þeirra og sönnun- argögn þau er þeir töldu sig hafa eru ekki lengur. En Krummi... Sagan er fræðandi, en um Ieið skemmtileg og lipurt orðafar. Lif- andi lýsing er á umhverfi því er sögusvið spannar yfir. Mikið er um örnefni og kort er af sögusviði inn- an á bókarspjöldum. Það sýnist vera að komast í tísku á ný að höfundar barna- og unglingasagna leiðl ungar nútímapersónur með dularfullum fyrirbrigðum inn í heim fornsagnanna — og veki á þann hátt athygli á þeim og áhuga ef vel tekst til. Ágætar teikningar eru samstillt- ar texta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.