Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 16
V { 16 MORGUNBLÁÐÍÐ FIMMTUDAGUR- 21: DESEMBER 11)8» SILFUR EGILS Bókmenntir Jenna Jensdóttir Sigrún Davíðsdóttir. Silfur Egils. Kápuhönnun: Steingrímur Ey- fjörð Kristmundsson. Almenna bókafélagið 1989. Það er alltaf áhugavekjandi að kynnast barna- og unglingabókum þar sem efniviðurinn er að ein- hveiju eða öllu leyti sóttur í forn- sögur okkar. Hér hefur Sigrún Davíðsdóttir gert að söguefni verðmæti þau, er Egill Skal- lagrímsson átti að hafa grafið í jörð í Mosfellssveitinni. Um þann fjársjóð hafa stungið upp kollinum spaugilegar frásagnir — eða alvar- legar þenkingar og skýringar er- lendra sem innlendra fræðimanna, sem reynt hafa að grafast fyrir og leiða í ljós sannleiksgildi um hinn fólgna fjársjóð. Sagan hefst í París. íslensk hjón með tvo syni, Gunnar þrettán ára og Snorra níu ára, eiga eftir einn dag af fríi sínu saman. Fyrir ár- vekni Snorra. komast þau yfir ferðabók, sem franskur náttúru- fræðingur hafði ritað um Islands- ferð sína 1835. Allmargar myndir ena í ferða- bókinni og mikið um spássíugrein- ar. Bókin er merkt höfundi sjálfum og spássíukrotið sýnilega með hans hendi. Sigrún Davíðsdóttir 0HITACHI Hágœóa feröatœki Stereo 80 x 3D Verðfrá: 22.100* Ómetanlegt tœkifœri til aö fjárfesta í hljómtcekjum á viöráöanlegu veröi. Mini samstœöa 2 x 50 wött meðsi Verð frá: 51.900' eislaspilara. Stereo feröatœki Meðfjórum bylgjum og segulbandi. Verðfrá: 8.100* Hljómtœkjasamstœöa Midi HIFI 2 x 60 wött geislaspilara. Án skáps. Verð frá: 61.900* STEREO feröatœki. Með tónjafnara, tvöföldu segulbandi - hraðaupptöku og fjórum bylgjum, einstakt tœki. Verð frá: 13.400* Vasadiskó. STEREO, FM, AM og segulband. Góður hliómur, Verðfrá: 5.600* RÖNNING Við erum ehki bara hagstœöir... KRINGLAN ...við erum betri S: 68 58 68 Það sem sérlega vekur forvitni fjölskyldunnar er mynd af Mos- felli í Mosfellssveit — þar sem spássían er útskrifuð og má ráða í að það sé um Egil Skallagríms- son og silfur hans. Nú skilja leið- ir, pabbi og drengirnir halda heim til Islands, en mamma verður eftir og ætlar á frönskunámskeið. Aður en þeir feðgar fara heim lofar hún drengjunum að senda þeim þýðingu á því sem sagt er á spássíu, um fjársjóð Egils í bók franska fræðimannsins. Þegar heim kemur snúast nán- ast allar hugsanir og gerðir drengjanna um silfrið og Egil. Þeir leita sér fróðleiks þar um sem best þeir mega. Landsbókasafnið verður vettvangur og hjá afa kom- ast þeir í kynni við þann hluta í Egilssögu sem fjallar um gerðir Egils og fjársjóð hans. Mamma sendir þýðingu sína á spássíugreininni. Og nú láta drengirnir til skarar skríða og heimsækja Mosfell án vitundar pabba. Fyrri ferð þeirra þangað er árangurslaus, en í seinni ferð- inni komast þeir að því sem þeir leita að — en allt fer á annan veg en þeir hugsuðu fyrir ... Mér finnst höfundur gera reynsluheim ungra drengja mjög ósennilegan. Og tilf inningaleg við- brögð þeirra, sem frá höfundar hendi eiga að sýna leiftrandi áhuga, koma til lesanda sem sjúk- leg árátta sömu hugsana. Osennilegt virðist mér að ferða- bókin hafi haft svo sterk áhrif á drengina að hún útiloki flest annað í hugsun og tali þeirra á ferð um Eiffel-turninn, jafnvel þótt þeir hafi komið þar áður. Mörgum lesanda gæti dottið í hug að yngri drengurinn þyrfti á læknishjálp að halda, þar sem of- urmagn skynjunai' skræmir stund- um áleitnar hugsanir hans og veld- ur draumförum, sem orsaka svefn- slit — allt út af silfri Egils. Endurtekin árétting um aldur drengjanna og árabil, sem og skýr- ingar á misjöfnu sjónarmiði þeirra út frá því, er óþörf og skapar bresti í söguna. Aftur eru persónulýsingar og leiðir um ferli hinna fullorðnu sannferðugar. Gamli maðurinn, sem þau sjá fyrst í París, er sym- bol í sögunni, en það hlutverk daprast þegar áþreifanlegir at- burðir — eins og með bréfið — gerast. Móðirin gegnir litlu en jákvæðu hlutverki í sögunni. Lýsingin á afa og ömmu er mjög góð. Hið milda samspil þeirra við blóm og gróður og skilningsríkt viðhorf afa þegai' hann les úr Egilssögu fyrir dreng- ina er frábært. Föðurnum er lýst af innsæi í það sem höfundur sér ríkast í fari hans; áhrif frá uppeldi hans í torf- bænum í sveitinni, hrekkleysi hans og takmarkaður skilningur á óvendni samferðarmanna. Auðhyggjumanninum Júlíusi er vel lýst og næmi drengjanna fyrir óheilindum hans trúverðugt. Aftur er aðför Júlíusar og Frakkans að drengjunum eins og úr annarri átti — minnir helst á erlenda reyf- ara. Höfundur er hér með áhugavert efni, sem hann vill sýna aðlúð en sést stundum ekki fyrir. Ég held að nokkur stytting á sögunni hefði styrkt hana. Þrátt fyrir það sem hér er að fundið, þykir mér vænna um þessa sögu en aðrar þær unglingabækur sem ég hef fjallað um nýútkomnar. í henni finn ég mörg fijókorn sem eru í skyldleika við stórbrotin skáldverk sem æ seiða lesendur til sín. Og ég er þess fullviss, að ef meiri áhersla væri lögð á forn- sögur en nú er á námsferli barna gegnum grunnskólann, kynnu nemendur að meta og leita í þann fjársjóð íslenskrar tungu — og bækur um það efni fönguðu þá hug þeirra. Málfar á sögunni er vandað — stundum listilegt. Langholtskirkja. ■ JÓLASÖNG VAR- Kór Lang- holtskirkju heldur hina árlegu Jóla- söngva kórsins í Langholtskirkju föstudaginn 22. desember. Efniskrá tónleikanna inniheldur innlend og erlend jólalög, svo og jólasálma. Barnakór Arbæjarskóla kemur fram á tónleikunum. Langholts- kirkja verður upplýst með kertum á meðan tónleikunum stendur. ■ K OLBEINN Bj arnason flautu- leikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari munu halda tónleika í Skálholtskirkju föstudagskvöldið, 22. desember kl. 21 og í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði kl. 20.30 á Þorláksmessukvöldi. Á efnisskránni verða verk eftir þýsk barokktón- skáld, þá Georg Philip Telemann, Georg Friedrich Handel og Jo- hann Sebastian Bach. SIMAHAPPDRÆTT11989 STYRKTARFÉLAG LAMAÐRAOG FATLAÐRA Háaleitisbraut 11 -13 Reykjavík SAAB 900 Vinningar eru skattfrjálsir ____VERÐKR______ | 500.00 | Upplýsingar um vinninga í símsvara 91-686690 og á skrifstofu félagsins í síma 91 -84999 Dregiö 23. desember 1989 CtTROEN BX19 4x4 Sparisjóður Reykjavikurog nágrennis CITROENAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.