Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 {■ Margra radda söngkona Bókmenntir ErlendurJónsson Stefán Jökulsson: HALLBJÖRG. 212 bls. Tákn. 1989: »Ég náði því takmarki sem ég setti mér á æskuárunum. Ég hef spilað með þeim spilum sem örlögin hafa gefið mér. Það voru ekki allt ásar; það leyndust líka tvistar í gjöf- inni. Én lífið et' pókerspil. í svoleið- is spili geta tvistar stundum gert sitt gagn.« Þetta segir Hallbjörg Bjarnadótt- ir þegar hún lítur um öxl yfir farinn æviveg. Hún er nú komin á áttræð- isaldur og hefur iengst af verið búsett erlendis. Hún var samt orðin hér þjóðkunn fyrir söng sinn þegar hún hvarf af landi brott. Hún þótti þá djörf í meira lagi og olli oft hálfgerðri hneykslun hjá þeim sem hafa þörf fyrir að hneykslast. Skemmtikröftum jafnt sem alvöru- listamönnum bar þá að standa á sviðinu stífir eins og gifsmyndir eins og hún greinir frá í endurminn- ingum sínum. En Hallbjörg undi því ekki. Hún hreyfði sig, hreyfði sig mikið. Enda hefur alltaf verið í henni hreyfiafl og kraftur. Nú kemur á daginn að hún er líka sér- stæð meðal listamanna að því leyt- Hallbjörg Bjarnadóttir Jól og áramót eru tilvalin tækifæri til að brydda upp á óvæntum nýjungum til ánægjuauka. Hvernig væri að prófa uppskriftina sem hér fylgir. ÁRAMOTABOLLA u.þ.b. 3 I. 1 I appelsínusafi I/2 I eplasafi V2 I blandaður safi 3 flöskur sítrónugosdrykkur 2 flöskur tónik skvettur af grenadin ís þunnar sítrónu og gúrkusneiðar TÁKN UM TILBREYTINGU Átak gegn áfengi Vímulaus æska Áfengisvarnaráð V/ \_ ið notum ýmis tákn til að vekja viðeigandi stemmingu og tilfinningar. Við skreytum jóiatré um jólin, skjótum flug- eldum um áramót, kveikjum kertaljós til að undirstrika notalegheit og rómantík. Stundum er tilgangurinn með táknunum sá að undirstrika áfanga í lífinu eða einfaldlega að gera sér dagamun. Til þessa er algengt að nota áfengi með öðrum táknum. Sá sem vanist hefur hinu táknræna hlutverki áfengisins getur átt erfitt með að gera sér í hugarlund að hægt sé að vera án þess og nota önnur tákn með sama árangri í staðinn. Tákn sem uppfylla allar kröfur um hátíðleika, til- breytingu og fjölbreytni en hafa þann kost til viðbótar að hafa engar neikvæðar aukaverkanir. inu að hún hefur alla tíð lifað í hamingjusömu hjónabandi — með einum og sama manninum! Hallbjörg er ekki gleymd. Eldri kynslóðin man hana. Auk þess hef- ur hún aldrei rofið með öllu tengsl sín við landið. En það sem olli hneykslun fyrir hálfri öld þykir sjálfsagt nú. Nú þykir ekki tiltöku- mál þó skemmtikraftur hreyfi sig á sviði. Skemmtikraftur verður að lifa og hrærast í andartakinu; og hreyfa sig með því ef svo má að orði kom- ast. Og það hefur Hallbjörg gert. En líf hennar hefur liðið stórátaka- laust. Þó skipst hafi á skin og skúr- ir er á heildina litið bjart yfir endur- minningum hennar. En spenna er þar minni en ætla mætti. Hallbjörg segir lipurlega — og í alllöngu máli — frá bernsku og æsku. Allt er það vel læsilegt. Hins vegar má lesa svipaðar frásagnir í ótal ævi- sögum sem jafnaldrar hennar hafa verið að senda frá sér seinni árin. Ærsl og leikir, leikfélagar og vinir, foreldrar og ættingjar — allt er það með svipuðu sniði í bók eftir bók. Virðist þá litlu breyta hvort barnið varð síðar bóndi eða sjómaður — eða frægðarpersóna eins og Hall- björg. Hversdagsleikinn sýnist hafa gengið jafnt yfir alla. Öðru máli gegnir um feril Hall- LITLI Bókmenntir SigurðurHaukur Guðjónsson Höfundar: Sempé og Goscinny. Þýðing: Ingunn Thorarensen. Tölvusett ritvinnsla. Prentun: Prentstofa G. Bene- diktssonar. Bókband: Arnarfell. Útgefandi: Fjölvi. „Það er sól um þennan mann, þótt hann rigni á hina.“ Þetta vísu- brot fermingarföður míns, skáld- klerksins séra Helga Sveinssonar, hljómaði í huga mér við lestur þessarar bókar. Lífsfjör, þróttur og ærsl Nikulásar litla eru svo barnslega heilbrigð, að það er eins 0g þú sitjir í geislabaði við lestur- inn. Hann á pabba, sem langar og þykist ráða, mömmu sem gerir það í raun, og fyrri hluti sögunnar snýst um sólarlandaför fjöiskyld- unnar. Pabbi átti draum um að kanna furður undirdjúpanna, en sá draumur rættist ekki þetta sinnið, svo var ærslum Lása og þeirra er að honum drógust um að kenna. Karlinn var á þönum, keyrður eins og þræll undir kenja- svipu strákanna, lenti alsaklaus í útistöðum við hina og þessa. Eitt sinn var það hola í sandi, eitt sinn bolti í brimgarði, eitt sinn golfkúla bjargar erlendis. Þar segir hún frá fólki og atburðum af því taginu sem ekki eru á hveiju strái. Skrásetjar- inn reynir líka að ýta undir sögu- hetjuna með sniðugum spurningum eins og: »Bjugguð þið lengi í ferða- 1 tösku?« Og tekst bragðið að nokkru leyti. Sögumanni og skrásetjara lukkast þannig að færa efnið í auk- ) ana með því að hjala létt. Lesandan- um getur þá fundist sem þetta hafi allt verið nokkuð merkilegt — af ) því að- það var Hallbjörg. Þannig getur tekist að blása lífi í smávægi- leg atvik frá löngu liðnum tíma. Og víst ber við að í lífi listamanns gerist hitt og annað óvænt sem hversdagsmanninn dreymir um en upplifir aldrei. Höfundurinn, sem unnið hefur sem dagskrárgerðarmaður hjá út- varpi, leynist ekki með öllu að baki söguhetjunni eins og títt er í svona bókum. Fyrir kemur að hann laum- ar að setningu og setningu. Því má kalla að þetta líkist röð dæmi- gerðra rabbþátta eins og þeir ger- ast algengastir í hljóðvarpi þessi árin. En fyrirfinnist einhver sem , aldrei hefur heyrt Hallbjargar Bjarnadóttur getið og vilji svo til að sá hinn sami lesi þessa bók er hætt við að honum þyki þetta vera langt mál um lítið. LASI á bílþaki, eitt sinn ... Já, uppá- tæki strákormanna vom óteljandi, svo að vesalings pabbinn mátti meira að segja dúsa í rúmi um tíma, og að því er látið liggja, að þá heim kom hafi marga daga þurft, við vinnu, til hvíldar, eftir fríið. Síðari hlutinn er næsta sum- arfrí. Hjónin koma stráknum af sér, í sumarbúðir, og því eru það ekki þau, heldur Haraldur, ungur i hraustur piltur, sem var með hell- ur í eyrum og uppgefinn á sál og líkama, er fríi Lása litla lauk. | Hann sjálfur eitt sólskinsbros, eins og alltaf áður. Bráðfjörug frásögn af tilburð- 1 um lítilla snáða sem langar að sýnast menn, sprenghlægileg, meistaralega sögð. Þýðing Ingunnar létt og lipur, oftast á mjög fallegu máli. Oftast, sagði ég, því ég kann ekki og mun aldrei kunna við: helling af þessu eða hinu, ferlega hlægilegur, heil- margar stangir, harða kani, og því líkum krakkaorðum á bók. Slíkur stílisti, sem Ingunn vissulega er, yrði ekki í vanda að finna betri orð og kenna þau börnum. Myndir fjörlegar, falla vel að efni. Frágangur allur góður, mjög góður. Tölvan að vísu með óþekkt á stundum, en sára sjaldan. Frá- bær bók, sem marga á eftir að gleðja. Pappírs-Pési Bókmenntir Jenna Jensdóttir Pappírs-Pési, saga byggð á sjónvarpsmynd lrá Hrif. Texti: Herdís Egilsdóttir. Myndir Bernd Ogrodnik. Mál og menn- ing 1989. Saga þessi er eftir sjónvarps- mynd, sem hlaut miklar vinsældir hjá smáfólkinu. En hún náði einn- ig til hinna fullorðnu eins og góð- ar barnamyndir og sögur gera. Pappírs-Pési er einnig saga urn einmana drenginn Magga, sem fluttur er í ókunnugt umhverfi — þekkir engan og þráir félagsskap við börnin, sem leika sér glöð og fjörug fyrir utan gluggann hans. Neikvæð viðbrögð krakkanna, þegar Maggi reynir að vekja á sér athygli, færa honum vonbrigði og meiri einmanakennd. Bara kisa og hann — foreldrarnir úti að vinna. Hann einn og vinalaus. Skugginn af honum sjálfum leiðir hann til athafna. Hann fer að teikna. Og Pappírs-Pési verður til — verður lifandi persónn full af góðvild, en getur ekki tjáð sig. Viðhorf krakkanna gagnvart Magga breytist. Hann verður brátt einn af hópnum — og Pappírs- Pési líka. En sá sem getur ekki tjáð sig er varnarlaus. Það verður Pappírs-Pési sannarlega líka, þeg- ar hann lendir í hættulegum hrakningum án vitundar krak- kanna. En sá sem á góða vini á alltaf von um hjálp. Það reynir Pappírs-Pési einnig. Flest íslensk börn ætla ég að þekki þessa sögu. Þetta er ekki bara saga um einn pappírsstrák og vini hans. Þetta er saga úr lífsferli þess sem minnst má sín. Saga jim vináttu og samheldni. Höfundurinn er þekktur fyrir ágætar barnabækur og mynd- skreytingar. Og einnig fyrir já-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.