Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 19 Hreina línan Bókmenntir ErlendurJónsson Jónas Árnason: GÓÐ BÓK OG GAGNLEG FYR- IR SUMA. 202 bls. Geííð út á kostnað höf. 1989. Titill þessarar bókar er raunar lengri en að ofan greinir: Góð bók og gagnleg fyrir suma þ. á m. sós- íalista, kvennalistakonur, vinstri framsóknarmenn, skynsama krata og viðtalshæfa íhaldsmenn. Svona raðar Jónas frá vinstri til hægri. Þetta er að hans mati hið pólitíska litróf á líðandi stund. Vafalaust er það á gildum rökum reist. Hann ætti að vita það, þingmaður til margra ára. Annars er bók þessi endurprent- un gamalla Þjóðviljagreina með meira frá árum kalda stríðsins, löngu áður en glasnost og perestrojka tóku að róta upp í kerfinu og rugla hinn pólitíska áttavita. Bókin skiptist í sjö kafla. Fyrst eru hernámsmál og utanrík- ismál sem geta má nærri. Síðan koma til að mynda Greinar um ýmis efniog Ádrepur afýmsu tæi. Þess geta gamlir blaðalesendur minnst að þá hafi Þjóðviljinn lifað sína mestu reisn þegar þeir voru þar allir samtímis, Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi, Jónas Árna- son og Magnús Torfi Ólafsson. Þetta voru viðsjálir tímar og reyndar hálffurðulegir, í raun og veru ótrúlegir. Menn bjuggust við nýrri heimsstyijöld, jafnvel á hverri stundu, og hugarfarslega var Þjóðviljinn vel undir hana bú- inn. Hægri menn beittu rökum sem lítils máttu sín gegn háði þeirra Þjóðviijamanna. En flokkur Þjóðviljans naut þeirra forréttinda að standa lengst af utan stjórnar og gat því sleitulaust beint skeyt- H SAMTÓK um byggingu tón- listarhúss standa fyrir hlutavel- tunni „Kringlukast" í Kringlunni dagana 21., 22. og 23. desember. Mörg fyrirtæki í Kringlunni sem og utan hennar hafa gefið vinninga í hlutaveltuna, m.a. vöruúttektir, fatnað, snyrtivörur, gjafavörur, leikföng, hljómplötur og bækur. Hlutaveltan stendur á meðan versl- anir eru opnar í Kringlunni eða þar til uppselt verður, og einnig koma margir þekktir og vinsælir tónlistarmenn í heimsókn og flytja Kringlugestum tónlist. Meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit æskunnar annast miðasölu, en miðaverð er 50 kr. Allur ágóði af „Kringlu- kasti“ rennur til byggingar tónlist- arhúss. um að ríkjandi auðvaldi og heims- valdastefnu, sem náttúrulega stefndi að því að gjöreyða ríki verkamanna og bænda í kjarn- orkustyijöld! Þjóðviijamenn gátu sýknt og heilagt hamrað á því sem þeir vildu ekki en þurftu jafnsjald- an að ljóstra upp hinu: hvað þeir vildu. Bardaginn 30. mars gat verið undanfari þess sem í vænd- um var. Nú er Jónas orðinn gamall og flokksmenn hans óðum að hlaup- ast undan merkjum; sumir orðnir endurskoðunarsinnar, eða jafnvel hálfgerðir kratar! Svona miskunn- arlaust getur tíminn slævt jafnvel björtustu vonir og háleitustu hug- sjónir! Eh hvernig koma þessi skrif fyrir sjónir nú? Nú sýnist þetta allt vera orðið einhvern veginn svo vitameinlaust. Fyrst heimsstyij- öldin • kom ekki á tilsettum tíma virðist þetta allt hafa verið svo tilgángslaust, allur þessi bægsla- gangur, öll þessi tilfinningasemi, öll þessi skrif. Sagt er að gamlir söngvarar uni sér best við að hlusta á gamlar plötur með eigin rödd. Nú er svo komið að þegar Jónas Árnason, forðum einhver skærasta stjarna sósíalista, ákveð- ur að endurprenta þessi gömlu góðu Þjóðviljaskrif sín verður hann ’ að gefa þetta út sjálfuf! Vanþakk- látur er heimurinn, ekki verður ofsögum sagt af því. Sem betur fer er Jónas þó hvergi sjálfstrausti rúinn, það sýn- ir þessi útgáfa svo ekki verður um villst. Vafalaust fyrirfinnst líka hópur manna sem telur sig sama sinnis og Jónas er enn, og Þjóðvilj- inn var fyrir þijátíu til fjörutíu árum. Þá þótti hið mesta lof ef sagt var um mann að væri »skoð- anafastur«. Að hvika út af flokks- línu var þá talið bera merki um slappa skapgerð eða hræðslu við andstæðinginn. Og að skipta um flokk var eins og að skipta um nafn. í inngangsorðum er Jónas ekki heldur að leyna því að hann ætlar þessum greinum sínum meira en sögulegt gildi. Hann ætlar þeim sem forðum að hafa pólitísk áhrif. Skoðanafastur mað- ur er Jónas Árnason. Herdís Egilsdóttir kvætt viðhorf og skilningsríka handleiðslu óteljandi smáfólks gegnum tíðina. Spurningar í lok bókar hvetja til samræðu milli barna, eða við börnin að lestri loknum. Ríkulegar myndskreyt- ingar draga að sér og marka spor í vitund barna, eins og aðrar myndir ef þær eru góðar. Falleg útgáfa. IBSii Nýtt lambalcjöt á lágmarksyerdi -góö kaup fyrir fjölskylduboðið Steikt lambalæri með rjómasveppasósu - fyrir 6 manna veislu. Ef von er á fleiri gestum er tilvalið að matreiða hrygg- inn líka. 1 lambalœri '/2 tsk rósmarin 2 lárviðarlauf 1 tsk paprikuduft 200 g sveppir 100 g smjör '/2 l kjötsoð 2 dl rjómi 5 msk sósujaftiari Nýtt kjöt í nýjum umbúðum Jólakrásin þarf ekki að kosta mikið ef þú kaupir nýtt lambakjöt á lágmarksverði í hálfúm skrokkum. Þú færð það bæði í úrvalsflokki og fyrsta flokki A og í nýjum umbúðum, þar sem fram koma nákvæmar upplýsingar um innihaldið. Þegar von er á mörgum gestum í mat, eins og oft um jólin, er gott að eiga einn poka eða fleiri. Einstakir blutar, sem nýtast pér illa, bafa verið fjarlœgðir. salt og pipar Kryddið lambalœrið með rósmarin, salti, pipar og lárviðarlaufum og steikið í ofnskúffu við 200 °C i 120 míti Hellið kjötsoðinu yfir Icerið og sjóðið með síðustu 10 min Steikið sveppina í smjörinu og kryddið með paprikudufti, salti og pipar. Hellið soðinu yfir sveppina og sjóðið í 15 mín Pykkið sósuna með sósujafnara og setjið rjómann út í. (í staðinn fyrir kjötsoð má nota vatn og kjötkraft eða súputeninga ) Lambabryggurinn er mat- reiddur á sama hátt og lcerið. Tvöfaldaðu uppskriftina ef þú vilt matreiða brygginn með lambalœrinu en steikið hatin í aðeins 60 mín Aukin snyrting - betri nýting Á myndinni sérðu þá hluta sem nú eru fjarlægðir áður en kjötið er sett í poka. Þú nýtir allt kjötið í jólamatinn og hversdagsmatinn. 6 kg á aðeins 3.378 kr. í hverjum poka eru rúmlega 6 kg af „lambakjöti á lágmarksverði" og kílóið af lambakjöti í fyrsta flokki A kostar því aðeins 563 kr. og í úrvalsflokki 586 kr. Nýttu þér uppskriftina hér tii hliðar og þær sem liggja frammi í verslunum og hafðu sérstaklega gott lambakjöt um jólin. Gleðilega hátíð! í einutn poka af lambakjöti á lágtnarksverdi fœrdu heilt lœri, grillrif súpukjöt og hálfan hrygg. Pú getur valið utn tvenns konar niðurhlutun á hryggnum; í úrvalsflokki er hann sagaður í kótilettur og í fyrsta flokki Á er hann ósagaður. SAMSTARFSHOPUR U M SÖLU LAMBAKJÖTS ~ H ^kbokkob
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.