Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESBMBER 1989 Að vera saman - ájólum Hér um daginn var ég að fletta erlendu biaði og rakst þar á tímabæra hugvekju sem mig iangar að koma á framfæri hér. Þetta var bréf sem kona nokkur skrifaði í blaðið í tilefni jól- anna, og fer efiii þess hér á eftir í samantekt og lauslegri þýðingu: Fyrir nokkrum árum, segir kon- an, sá ég mynd í sjónvarpinu skömmu fyrir jól sem snart mig svo mjög að mér hefur oft verið hugsað til hennar. Og enn í dag eru sögupersónurnar Ijóslifandi í huga mínum. Myndin gerist á elliheimili fyrir konur á aðfangadag jóla, 24. des- ember. Mikil spenna ríkir í setu- stofunni. Gömlu konurnar rifja upp minningar frá liðnum dögum og ræða saman um það hvemig jólin voru hér áður fyrr. En ein kvennanna tekur ekki þátt í sam- ræðunum. Hún situr og starir sífellt á dyrnar með gleðibros á vör. Degi er tekið að halla og rökkrið að færast yfir. Þá opnast dyrnar og ungur maður kemur inn í stofuna með blómvönd í hendi. Gamla konan sprettur alsæl upp úr stólnum og kastar sér í fangið á syni sínum. Hann verður hálf vandræðalegur og reynir að af- henda henni blómvöndinn, en gamla konan virðist alls ekki taka eftir blómunum. Hún er bersýni- lega yfir sig ánægð með að sonur- inn skuli vera kominn, því nú fái hún að fara með honum og halda jólin hátíðleg með fjölskyldunni. Við stólinn stendur ferðataska konunnar. Við fáum að vita að konan hefur útbúið jólapakka handa tengdadótturinni og barna- börnunum og stungið þeim niður í töskuna. Þegar hún ætlar að taka upp ferðatöskuna segir son- urinn henni að það sé óþarfi, hún þurfi ekki á töskunni að halda. Það tekur hana nokkra stund að komast í skilning um hvað sonur- inn er að segja. Að móðirin geti ekki komið með að þessu sinni þar sem eiginkonan hafi boðið vinum og kunningjum. Þess vegna geti mamma gamla hvergi fengið að gista heima, og útilokað sé að aka með hana til baka til elliheim- ilisins seint í nótt — leiðin sé svo löng. Þegar sonurinn hefur loks kom- ið móður sinni í skilning um þetta er erindi hans lokið, og hann skundar á brott. Gamla konan stendur eftir með blómvöndinn í annarri hendi og töskuna með gjöfunum í hinni. Hún er eins og steinrunnin óg utangátta. Niður fölar kinnar hennar streyma tár- in . . . Sonurinn hafði bersýnilega gleymt boðskap jólanna, hátíðar fjölskyldunnar, samveru og kær- leika. Og hann- er engin undan- tekning. Æ fleiri gleyma tilgangi jólanna og reyna að hlaupast frá öllu umstanginu eða — eins og sumir segja — allri helgislepjunni. Sá sem ekki eyðir jólunum í skíða- brekkum Alpanna eða á pálma- ströndum sólarlandanna er ekki maður með mönnum lengur. Sleppum allri þessari hræsni og njótum frídaganna — svona hugsa margir. Það sýna skýrslur ferða- skrifstofanna. En jólin eru hátíð kærleikans og samvistanna, og við eigum að vera móttækileg fyrir þeim til- finningum sem gera okkur fært að sýna öðrum væntumþykju. Við eigum að láta töfra jólanna ná taki á okkur og njóta þeirrar vin- áttu og kærleika sem jólin boða. Það styrkir fjölskylduböndin að fá að sitja og syngja saman á þessari helgu hátíð. Samveran styrkir okkur, og það er ekki stór- mannlegt að neita einhveijum nákomnum um að fá að sækja sér þennan styrk og njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar. Hátíð kærleikans og fjölskyld- unnar gefur okkur tækifæri til að skilja tilgang lífsins, og það er ekki skynsamlegt að láta það tækifæri fram hjá sér fara. Því jólin kenna okkur að umgangast hvert annað í kærleika, að búa saman í friði og skilja betur hveit annað. Gleðileg jól! Jórunn. Eyðimerkurgangan __________Bækur______________ Berglind Gunnarsdóttir Þorvarður Helgason: Svíða sands augu, Fjölvi, 1989. Maður liggur á geðdeild í ein- hveiju vestrænu landi, er samt ekki nógu geðveikur til að þeir vilji hafa hann þar áfram, hann er sendur til þriðjaheimslands í boði forseta landsins sem er gamall skólafélagi hans. í landinu er stríðsástand, hann á að skrifa blaðagreinar um það sem er að gerast þar. Og þar hefur hann sína vegferð á ný, öðl- asts manndómsvígslu úti í eyði- mörkinni, kraflar sig úr afneitun og sljóleika þess manns sem hefur hafnað lífinu og keppikeflum hins vestræna heims og öðlast styrk til að takast á við umhverfi sitt, um- heiminn, bjóða honum birginn. Framan af í hinu ókunna landi er sýn hans lituð yfirþyrmandi til- gangsleysi: „Út um herbergis- gluggann sé ég mel, sums staðar er kjarr, kræklótt og pasturslítið, annars staðar einhver lággróður, hvergi tré. Þetta er þurrt land sem ég er að horfa á, of þurrt land en alls staðar þar sem eitthvað hefur vaxið vex eitthvað. Það sem hægt er að nota er notað. Líf, líf sem er tilgangur í sjalfu sér, líf af því það er hægt, af því það getur gerst. Einmitt hér er augsýnilegt að lífið er átak, barátta við dauðann, sand, ryk, þurrk . . . Hvað gerðist ef þessir kyrkingslegu runnar hættu að nenna að standa í þessu? Landið blési upp og sandauðnin breiddist yfir allt, þurr, heitur sandur. Kemur mér það eitthvað við? Væri það ekki bara ágætt, þá hættu mennirn- ir að geta lifað, dræpust og hold þeirra þornaði og eyddist. Eg held að það væri gæfa fyrir jörðina að losna við þessa lús.“ Eftir ferðina út í eyðimörkina, sem er lífshættu- leg, til að afla upplýsinga um inn- rásarherinn fer svo að hann ákveð- ur að þrauka eins og kjarrið og gott betur, hann er heltekinn af því að sýna vestrænum þjóðum fram á lífsblekkingu þeirra, hvernig fátæk- ar þjóðir skapa auð hinna ríkari landa og tekur að sér að kanna hina nýju nýlendustefnu, draga fram óvæginn sannleikann. Sögumaður sem segir frá í fyrstu persónu er fullur af óbeit í garð eigin kynþáttar, hvítingjanna and- spænis hörundslituðum innbyggjur- um, hann fyrirlítur fordóma þeirra og heigulshátt en neyðist til að skoða sig sem einn af þeim. „Ég hefði helst viljað ganga út í borg- ina, vita hvort ég heyrði ógnina í hjartslætti næturinnar. Ég þori það ekki, ekki vegna innrásarinnar, nei, af því ég er hvítur og ber á mér fjármuni, úr, eitthvað af fé, föt og skó. Ég er hræddur við fátækt og atvinnulaust fólk áf öðrum kyn- þætti sem lítur á mig sem sjálfsagð- an óvin.“ í bókinni fléttast saman frásögn- in af dvöl mannsins í landinu og nokkurs konar uppgjör hans við sjálfan sig sem Vesturlandabúa. Hugrenningar frá skólaárum, stjómmál álfunnar og samskipti hans við forseta lýðveldisins rifjast upp þar sem hann er þátttakandi en stendur jafnframt utan við, að- gerðarlaus. Sem maður hefur hann stækkað eftir þessa ferð sína, öðl- ast skilning og tilgang. Þó kemur fram í eftirmála að endalok hans hafi orðið þau að finnast sem illa leikið lík í skurði og bendir til böl- sýnnar niðurstöðu höfundar um samskipti Vestursins og Þriðja heimsins. Sjálfsdáleiðsla __________Bækur_______________k Katrín Fjeldsted Sjálfsdáleiðsla. Höfúndur: Pam Young Þýðandi: Nanna Rögnvaldsdóttir Prentsmiðjan Oddi hf. Iðunn, Reykjavík, 1989. Bókin um sjálfsdáleiðslu eftir Pam Young kom út 1986, en höf- undur hennar er sálfræðingur í Ástralíu og yfirnámsráðgjafi við Tækniháskólann í Nýja Suður- Wales. Hún hefur síðastliðin 11-12 ár verið að þróa aðferðir við dá- leiðslu sem felast helst í því að taka upp á segulband þann texta sem ætlunin er að nota í hveiju tilviki og að sá velji textann og lesi sjálf- ur inn á snældu sem fyrir dáleiðsl- unni á að verða. Henni datt í hug að þessi tegund dáleiðslu kæmi að gagni þar sem hefðbundin dáleiðsla dugar ekki, því að sumir eru ekki sáttir við að vera „undir stjórn“ annars einstaklings. Hún segir frá því í inngangi bók- arinnar að eitt sinn hafi hún ætlað að dáleiða mann, sem var að reyna að hætta að reykja. Þá bilaði segul- bandstækið og hún ákvað að taka dáleiðslutextann upp á band fyrir hann til að láta hann fá síðar. Síðan settist hún niður í makindum og hlustaði á sína eigin rödd til þess að meta upptökuna en gleymdi sér og lét sig berast áfram með rödd- inni á bandinu. Eftir þetta missti hún alla löngun í sígarettur, eftir að hafa reykt í tuttugu og sex ár án þess að geta hætt, þrátt fyrir margar tilraunir. Hefðbundin dáleiðsla hjá læknum eða sálfræðingum felst einkum í því að ná fram slökun og einbeit- ingu hugans til þess að auðvelda fólki að komast yfir ýmiss konar sálarkreppu, rifja upp löngu gleymd atvik sem skýrt geta líðan og at- burðarás sem á eftir fer. Fólk er auðvitað misjafnlega móttækilegt fyrir dáleiðslu. Margir halda að dáleiðsla sé eins og það sem notað er sem skemmtiatriði og fólk sé fengið til að framkvæma fáránlega hluti og verði sér til skammar fyrir framan fjölda áhorfenda. Ég hef ekki mikið um slíkan „show busi- ness“ að segja, en tel, eins og marg- ir gera, að ekki sé hægt með dá- leiðslu að láta fólk gera hluti gegn vilja sínum. Hins vegar veit ég að dáleiðsla getur hjálpað fólki að sigr- ast á vandamálum af ýmsu tagi og hafði því afar gaman af að lesa um það sem Pam Young er að gera. Bókinni er skipt í fjóra hluta og alls eru kaflarnir tuttugu og sex. Fyrsti hlutinn heitir „Hvað er dá- leiðsla?“ Þar rekur höfundur í meg- inatriðum sögu dáleiðslunnar, kenn- ingar um hana og helstu tegundir meðferðar. Það er þó tekið fram í bókinni að fyrsti hlutinn (fyrstu 46 blaðsíðurnar) sé ekki skyldulesning og því hægt að sleppa án þess að rýra notagildi bókarinnar að öðru leyti. Annar hluti nefnist „Grunntext- inn“. Ég ætla til gamans að birta hér upphaf þrettánda kafla: „Leggstu fyrir og gættu þess að vel fari um þig á allan hátt. Ég ætla að sjá til þess að þú komist í þannig ástand að þú verðir mót- tækilegri fyrir hugmyndum og sefj- un en þú ert, vanur að vera. Ég geri þetta með því að skerpa at- hygli þína og draga hana saman og með því að nota einhæfar endur- tekningar. Á meðan á þessu sfend- ur slakar þú mjög vel á og á eftir finnurðu til vellíðunar og verður afslappaður, rólegur og úthvíldur. Byijaðu á að líta upp, í átt að auga- brúnum þínum. Reyndu að líta enn hærra og um leið skaltu loka augun- um hægt og rólega. Haltu auga- steinunum í sömu stöðu og andaðu djúpt að þér. Haltu niðri í þér and- anum. Andaðu nú frá þér og slak- aðu á augnvöðvunum. Hafðu augun lokuð og einbeittu þér að því að láta sem þú fljótir — það er þægi- leg og jákvæð tilfinning að fljóta...“ Þetta er aðeins lítill hluti af grunntextanum, en síðan er kerfis- Þorvarður Helgason Frásögnin er einföld, skiptist milli nútíðar og fortíðar sögumanns sem sjaldan verður mjög áleitinn sjálfur í fortíðinni, þá er sem les- andi horfi á viðburði álfunnar, fólk og stjórnmálaumræðuna gegnum augnlinsu hans eina saman. Frá- sögnin verkar þá stundum dáh'tið fræðileg, það verða einskonar vit- rænar vangaveltur menntamanns sem hefur glatað trúnni á stjórn- málaiegar lausnir og jafnvel mann- inn sjálfan. En jafnframt er sögu- maður næmur á ýmis smáatriði í fari fólks og aðstæðum sem hann lýsir. I þessari sögu eru uppi viðhorf og umræða úr samtímanum sem fremur finnast í bókmenntum ögn suðlægari landa en algengt er að sjá hér á þessu eylandi sem oft virð- ist svo einkennilega fjarlægt mörgu því sem markar önnur lönd álfunn- ar dýpri sporum. bundið farið yfir það hvernig slaka má á einum líkamshluta eftir ann- an. Að því loknu er hugurinn leidd- ur á jákvæðar brautir.og fallegar hugsanir kallaðar fram. Síðan fylg- ir það sem kalla má sértækan texta, sem að sjálfsögðu má sníða að þörf- um hvers og eins, eftir persónuleik- anum og þeim vandamálum sem takast á við. Þriðji hlutinn fjallar einmitt um sértæka texta og sá fjórði nefnist „Ymsar hugmyndir og textar“. Ég kynntist nokkuð dáleiðslu þegar ég var í framhaldsnámi í Bretlandi og þótt ég hafi ekki beitt henni sjálf svo nokkru nemi þá hef ég sent nokkra sjúklinga mína í slíka meðferð hér á landi og tel að það geti verið gagnlegt í mörgum tilvikum. Hins vegar tek ég undir það með höfundi bókarinnar, að séu vandamálin flókin eða alvarleg sé rétt fyrir fólk að leita sér hjálpar hjá læknum eða sálfræðingum. Bókin er piýðisveí þýdd á lipurt mál af Nönnu Rögnvaldsdóttur. SOP HEIAtAg 5 töraNmiMMA IDUNN ■ FÖRIN til Útgarða-Loka nefnist ný bók sem Iðunn gefur út og er ný teiknimyndasaga í flokkn- um Goðheimar. Sá flokkur er byggður á frásögn Eddukvæða og Snorra-Eddu um æsi ög viðskipti þeirra við jötna, forynjur og furðu- verur. Eftirþessum sögum ogteikn- ingum Peter Madsen hefur verið gerð kvikmynd, sem sýnd hefur verið hérlendis. Bjarni Fr. Karls- son þýddi söguna. (FVóttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.