Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 Fiskveiðar og fíármál Dé Longhi djúp- steikingarpotturinn er byltingarkennd nýjung Vvrð aðcins kr. 10.990,- staðgreitt Hallandi karfa, sem snýst meðan ó steikingu stendur: • jafnari steiking • notar aðeins 1,2 Itr. af olíu í stað 3ja Itr. í venjulegum" pottum • styttri steikingartíma • 50% orkusparnaður —50%— (DeLonghi) Dé Longhi er fallegur fyrirferbarlítill ogfljótur iFOnix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 eftir Gunnar Tómasson í grein Þorvaldar Gylfasonar, „Stjórn fiskveiða er ekki einkamál útvegsmanna“ (Morgunblaðið, 29. nóvember), var sett fram rökstudd gagnrýni á ríkjandi fiskveiðistefnu íslenskra stjórnvalda og bent á ein- faldar leiðir til úrlausnar. Hitt er svo annað mál, eins og Þorvaldur benti á, „að enginn stjómmálaflokkur í landinu hefur enn sem komið er séð sér hag í því að hefja baráttu fyrir hagkvæmustu aðferð, sem völ er á við stjórn fisk- veiða“. Lánleysi landsfeðra á vettvangi lífsbjargar þjóðarinnar verður vart betur lýst — aðall stjórnmálastarf- semi í Austur-Evrópu var til skamms tíma sá, að stefnumótun skyldi taka mið af „flokkshag" en þjóðarhagur mætti fara lönd og leið. Þótt góðir menn telji að „þorsk- stofninn við landið sé í alvarlegri útrýmingarhættu", eins og kemur fram í grein Þorvaldar, þá sér eng- in merki slíks á þurru landi — a.m.k. verður slíkt ekki ráðið af íslenskri vaxta- og peningastefnu. „Veit ekki hvað vextir eru“ Við fyrstu sýn kann ýmsum að virðast sem Eggert Haukdal al- þingismaður hafi tekið of djúpt í árinni, er hann valdi þessa fyrirsögn á Morgunblaðsgrein fyrr á árinu, þar sem hann gagnrýndi vaxta- stefnu Seðlabanka Islands. Höfundur er hins vegar sammála Eggert Haukdal um kjama málsins og telur hávaxtastefnu íslenskra stjórnvalda hafa um árabil strítt gegn raunhæfri fiskveiðistjómun. Vandinn er sá, að vaxtakröfur umfram arðgjöf fjármagns í sjávar- útvegi skerða eiginfjárstöðu fyrir- KASTAR ÞU PENINGUM I RUSLIÐ? Tilvalin jólagjöf Verð kr. 3.200 Láttu dósapressuna spara þér tíma og fyrirhöfn. • Fyrirferð dósanna minnkar 5-6 falt • Margfalt færri ferðir • Skilagjald greitt í beinhörðum peningum* Pantið í síma 626311, GRIP umboðs- og heildverslun * Ath! Endurvinnslan hf. greiðir fyrir pressaðar dósir, en sjálfvirkir dnsamóttakarar taka ekki við beim. Söluaðilar Byggt & Búiö, Kringlunni Hamborg hf. Laugavegi og Hafnarstræti. TIL SOLU Þessi Coles 40/45 t. bílkrani árg. ’76 er til sölu. Kraninn þarfnast viðgerðar. Tilvalin kaup fyrir aðila, sem hafa aðstöðu til við- gerða. Gott staðgreiðsluverð eða skuldabréf til lengri tíma. Upplýsingar á skrifstofu S.H. verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði, sími 652221. tækja og neyða þau til skuldsetn- ingar við banka- og sjóðakerfið — í grein sinni vék Þorvaldur að þess- ari hlið málsins. „Sumir hafa haldið því fram, að sala veiðileyfa komi ekki til greina vegna þess, að hún myndi færa veiðileyfin í hendur þeirra fyrir- tækja og einstaklinga sem eiga greiðastan aðgang að bankakerfinu gegnum stjómmálasambönd." Menn hafa hér lög að mæla — hávaxtastefna, sem býður heim tap- rekstri í sjávarútvegi, úthýsir þar með eðlilegum viðskiptasjónarmið- um við lánafyrirgreiðslu banka og sjóða gagnvart þeim fyrirtækjum, sem hlut eiga að máli. Raunhæf úrlausn myndi vega að rótum vandans — aðlögun vaxta- stefnu að arðgjöf fjármagns í sjáv- arútvegi er augljós forsenda nauð- synlegra umbóta í fiskveiðistjórn. „Ný greinargerð Seðlabanka“ Þar er hins vegar við ramman reip að draga — yfirstjóm íslenskra peningamála lætur alla gagnrýni á hávaxtastefnu síðustu ára sem vind um eyru þjóta og er ekki til viðtals um skynsamlega nýbreytni á því sviði. A blaðamannafundi forsætisráð- herra um miðjan september sl. kom fram að Seðlabanki íslands hefur einfaldlega neitað ríkisstjórn um umsögn varðandi breytta skipan útlánastjórnar í bankakerfinu, sem myndi stórlækka allan vaxtakostn- að. Seðlabankastjóri sagði gagnrýni forsætisráðherra ekki vera svara- verða — fyrr á árinu hafði aðstoð- arseðlabankastjóri sett ofan í við forsætisráðhema á opinberum fundi vegna þess, sem hann sagði vera „rugl“ á sviði efnahagsmála. A fullveldisdaginn 1. desember sl. flutti Morgunblaðið frétt af „nýrri greinargerð" Seðlabanka ís- lands um vaxtamál — bankinn „tel- ur að enginn vafi leiki á því að raunvextir hér á landi séu nú að jafnaði lægri en [víðast erlendis]. Vitræn umræða um íslensk vaxtamál verður ekki byggð á „rugli“ um „raunvexti" — ef seðla- bankamenn eru á öðru máli, þá býður höfundur þeim að svara opin- berlega gagnrýni hans- á nýlega „greinargerð" embættismanna um málið. Nokkrum dögum áður hafði Guð- mundur J. Guðmundsson gengið af fundi ASÍ — „sagði hann að umræð- ur um vaxtamál hefðu gengið svo fram af sér að hann hefði ekki mátt sitja undir þeim lengur“, að sögn Morgunblaðsins 28. nóvem- ber. „Það er vaxtakostnaður sem er Gabriele 100 §§ §|| r 7J\ TRIUMPHADtER Ritvélar í úrvali Verö frá kr. 17.900,-stgr EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 Gunnar Tómasson „Og hvaðan kemur verðbólgan? Vaxta- kostnaður atvinnulífs umfram arðgjöf fjár- magns hefiir magnað verðbólgn á Islandi um árabil — Seðlabanki ís- lands hefiir leyft við- skiptabönkum að fjár- mag-na slíkan umfram- kostnað með seðla- prentun.“ að sliga almenning og fyrirtækin í landinu og ASI kemur þetta ekki við,“ sagði Guðmundur til útskýr- ingar. Hverjar eru staðreyndir málsins? Vextir og verðbólga í greinargerð embættismanna, sem áður var vikið að, er að finna „upplýsingar" um hlutfall vaxta- kostnaðar miðað við aðrar hag- stærðir — ef þar væri ekki hallað réttu máli, þá væri augljóst, að Guðmundur „veit ekki hvað vextir eru“. Tafla 1. Vaxtagjöld atvinnu- rekstrar, 1985-1988 1985 1986 1987 1988 Hlutfall af veltu 1,3% 2,7% 2,3% 3,7% Hlutfall af veigum þáttatekjum 4,3% 8,7% 8,9% 11,0% Til samanburðar Hlutfall launa af vergum þáttat. 64,0% 63,8% 71,1% 72,7% Hlutfall vaxta aflaunum 6,7% 13,6% 9,7% 15,1% Á enskri tungu flokkast „upplýs- ingar“ af þessu tagi undir síðasta lið þess, sem kallast „lies, damned lies, and statistics“ — tæpitungu- laust kallast þetta „rugl“. Seðlabankamenn gefa sér þá for- sendu, að kostnaður vegna nafn- vaxta sé frábrugðinn öllum öðrum kostnaði atvinnulífs — í hugarheimi þeirra hafa 35% nafnvextir ekkert að gera með 25% verðbólgu síðustu tveggja ára. Viðskiptaráðherra tók undir þetta sjónarmið í grein í Morgun- blaðinu í janúar 1988 — „Háum vöxtum fylgir vissulega vandi,“ sagði hann þar, „en hið eiginlega vandamál er verðbólgan.“ Og hvaðan kemur verðbólgan? Vaxtakostnaður atvinnulífs um- fram arðgjöf fjármagns hefur magnað verðbólgu á Islandi um árabil — Seðlabanki íslands hefur leyft viðskiptabönkum að fjár,- magna slíkan umframkostnað með seðlaprentun. „Rugl“ um raunvexti breytir ekki einföldum staðreyndum málsins — á tímabilinu 1986-1989 mun þjóð- arframleiðsla aukast um 12% samtímis því sem nýsköpun kaup- máttar f mynd útlána lánakerfisins mun jafngilda 135%. Verðbólga er rökrétt afleiðing slíkrar útlánaþenslu — vaxtakostn- aður umfram arðgjöf fjármagns í atvinnulífi þjóðarinnar er beinn verðbólguvaldur þegar bankakerfi fjármagnar hann með nýsköpun kaupmáttar. Yfirstjórn íslenskra peningamála kýs að loka augunum lyrir þessari' einföldu staðreynd — hvers vegna? Vaxtabyrði lántakenda Viðskiptaráðherra gagnrýndi í Morgunblaðsgrein sinni í janúar 1988 málflutning þeirra, sem telja „að háir vextir væru í þann veg að leggja atvinnulíf landsmanna í rúst og knésetja heimilin í Iandinu“. Staðreyndir málsins benda til þess, að þeir hinir sömu hafi haft eitthvað til síns máls — bylgja gjald- þrota atvinnufyrirtækja og heimila, sem gengið hefur yfir síðan þessi orð voru rituð, er enn ekki öll. Háir vextir eru „að leggja at- vinnulíf landsmanna í rúst og kné- setja heimilin í landinu" — seðla- prentun lánakerfis vegna vaxta- kostnaðar hefur mildað dauðagrip hávaxtastefnu á vettvangi atvinnu- lífs á kostnað verðbólgunnar. Höfundur hefur gert eftirfarandi töflu um hlutfall vaxtakostnaðar miðað við þjóðarframleiðslu árin 1985-1989 — útreikninginn má endurbæta, en vandinn er ótvírætt af þeirri stærðargráðu, sem hér kemur fram. Tafla 2. Vextir og þjóðarfram- leiðsla, 1985-1989 (í milljörðum króna) Á ársgrundvelli í árslok „Spá“ 1985 1986 1987 1988 1989 Vaxtakostn. 65 62 60 109 148 lnnl. lán 37 43 48 79 83 Erllán 28 19 12 30 65 íjóðarframl. 152 188 245 305 333 Hlutfall V/Þ 43% 33% .24% 36% 44% Hvert steftiir? Af gögnum málsins má m.a. ráða eftirfarandi um þróun síðustu ára og horfur á komandi tíð: ÞQRLAKS SAGA HELGA Þegar Jóhannes Póll II pófi kom hingað til lands í júní sl., kom út ný útgófa af Þorlóks sögu helga, Skól- holtsbiskups, búin til prent- unar af Ásdísi Egilsdóttur, bókmenntafræðingi, sem skrifar formóla að bókinni. ÞORLAKS SA6A HELGA ER KÆRKOMIN JOLAGJOF Þorlákssiiður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.