Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 23 Hollur er heimafenginn baggi a) Ört vaxandi þjóðarframleiðsla og fastgengi leiddi til ört minnk- andi vaxtabyrði íslenskra lántak- enda árin 1986 og 1987. b) Fráhvarf frá fastgengisstefnu og minnkandi vöxtur þjóðarfram- leiðslu réð hins vegar miklu um ógnvekjandi hækkun vaxtabyrði síðustu tvö árin. c) Ef Seðlabanki íslands reyndi að hemja nýsköpun peninga til fjár- mögnunar vaxtakostnaðar af þess- ari stærðargráðu, þá myndu afleið- ingarnar á vettvangi verðmæta- sköpunar verða hrikalegar. Fjármögnun vaxtakostnaðar með skuldsetningu lántakenda er skammgóður vermir — af hrinu gjaldþrota síðustu mánuðina, þrátt fyrir fjármagnstilfærslur hins opin- bera, má ráða að viðskiptabankar uggi nú um framhald leiksins. Miðað við 5% samdrátt þjóðar- framleiðslu á komandi ári, 15% verðbólgu, 15% gengisfellingu og raunvexti upp á 10%, þá blasir við vaxtakostnaður af stærðargráðunni 30% af þjóðarframleiðslu á næstu tólf mánuðum. Hliðstætt hlutfall vaxtakostnað- ar síðustu tvö árin héfur krafist 35% aukningar skuldsetningar lands- manna að meðaltali — ef svo héldi áfram næstu tólf mánuðina, þá er borin von að verðbólgan verði tak- rnörkuð við 15%. í árslok 1987 var hlutfall vaxta- kostnaðar miðað við þjóðarfram- leiðslu af stærðargráðunni 24% sbr. Töflu 2 hér að ofan — þáverandi og núverandi viðskiptaráðherra taldi með réttu, að það hlutfall væri með öllu óviðunandi. „Hvað sem [öllum] ágreiningi [um vaxtamál] líður er ljóst, að vextir hér á landi eru um þessar mundir hærri en við verður búið til lengdar," sagði hann í Morgun- blaðsgrein sinni í janúar, 1988. Ef 24% hlutfall vaxtakostnaðar var „hærra en við verður búið til lengdar", þá er torskilið hvers vegna ráðherra og aðrir yfirmenn íslenskra peningamála kjósa að láta sem 36% hlutfall 1988 og 44% á líðandi ári sé ekki gagnrýnisvert. Ef horfur á 30% hlutfalli vaxta- kostnaðar á komandi ári eru ekki uggvænlegar, þá er vandséð hvers vegna yfirmenn íslenskra peninga- mála lýstu áhyggjum út af fimmt- ungi lægra hlutfalli vaxta miðað við þjóðartekjur í ársbytjun 1988. Lokaorð Ríkjandi peningastefna á sér sterka formælendur innan Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks — tals- menn alþýðu og einkaframtaks hafa tekið höndum saman um afdrifaríka atlögu að velferð íslenskra heimila og atvinnulífs. Eitt er að hafa völd og annað að verðskulda þau — af dugleysi íslenskra stjörnmálaflokka við stjórn fiskveiða og fjármála virðist mega ráða, að hugsjónir hafi end- anlega látið í minni pokann á vett- vangi íslenskrar þjóðmálabaráttu. Höfundur er hagfræðingur. * eftirArna Helgason Með þessum fáu orðum vil ég þakka Páli Daníelssyni fyrir frá- bæra grein sem hann birti í Morg- unblaðinu fyrir skömmu, þar sem- hann tekur í gegn hinar hóflausu skipasmíðar erlendis. Það er alveg rétt sem þar kemur fram að um leið og við felum landsmönnum framkvæmdir erum við ekki einung- is að veita fyrirtækjum atvinnu, heldur líka þeim mönnum sem þar starfa og þótt við fáum eitthvað ódýrara í útlöndum skal því ekki gleymt að allur innlendur iðnaður skapar miklar tekjur bæði í ríkissjóð og þjóðinni almennt og ekki má gleyma því að þeir sem að atvinn- unni vinna fá laun í stað atvinnu- bótastyrks. Hollur er heimafenginn baggi var sagt í uppvexti mínum og það þótti alveg sjálfsagt að vera sér nógur eins og hægt var. Og svo að taka ekki lán nema í sérstöku tilfelli og vera þá búinn að athuga hvernig lánið mætti greiðast aftur. Margt hefir orðið til að glepja fyrir. Stríðsárin eða réttara sagt eftir- stríðsárin hafa glapið fyrir þóðinni svo að í mörgum tilfellum þykir sjálfsagt að bera sig saman við aðra. Fyrst þessi getur það, því þá ekki ég, og svo er síður hugsað um „Er ekki mál að linni og þingmennirnir fari að taka alvarlega á hlutunum heldur en að flækja sig í allskonar vitleysu sem þjóðin hef- ir skömm ár.“ að greiða. Áður neituðu menn sér um það sem ekki var hægt en nú er öldin önnur. Hugsa sér allan þennan innflutning bæði þarfan og óþarfan og svo hitt hvað mörgu er hent á ruslahaugana. Allan þennan bifreiðaflutning og báta og skipa. .Kemur ekki að því að við verðum að endurskoða okkar lífsstandard? Það er ekki alltaf hægt að taka lán fyrir öllu. Ríkið þarf í ár að fá nærri 100 milljarða tekjur og auð- vitað er það tekið af almenningi. Fjárlögin hækka með hverju ári án þess að til tekið sé hve langt er hægt að seilast í vasa skattborg- ara. Og afleiðingar sjáum við alls staðar. Fyrirtæki og heimili verða gjald- þrota og aldrei eins mikið og í ár. Brennivíns- og bjórinnflutningur er lítill gróðavegur hjá ríkinu þegar maður sér allan þennan skara sem dvelja á afvötnunarstöðvum eftii' gjaldþrot á lífi sínu og nú er sterk umræða á Alþingi um varnir gegn þessum ósköpum á sama tíma og þingmennirnir hleyptu þessari bjór- bunu yfir þjóðina. það er margt skrítið í kýrhausnum. Og nú eru erlendar skuldir þjóðarinnar um 130 tnilljarðar. Og alltaf er bætt við. Er ekki mál að linni og þing- mennirnir fari að taka alvarlega á hlutunum heldur en að flækja sig í allskonar vitleysu sem þjóðin hefir skömm ár. Hækka ekki laun sín þegar erfiðismaðurinn verður að lúta því að fá sáralitla eða enga kauphækkun. Höfundur er fyrrv. póst- og simstöðvarstjóri í Stykkishólmi. Skata á Borginni BÆÐI íostudaginn 22. desember og á Þorláksmessu verður elduð skata á Hótel Borg. Auk þess verður jólahlaðborð á Borginni á hverjum degi til jóla. I frétt frá Hótel Borg segir, að það sé tilvalið fyrir fjölskylduna að borða skötuna á Borginni og losna þannig við skötulyktina úr eldhús- inu heima. Stærri hópum er bent á að panta borð í tíma. OT 8 Álitlegur kostur til að lækka tekju- og eignaskatt Kaup á hlutabréfum í traustum fyrirtækjum er mjög álitlegur kostur fyrir þá sem vilja umtals- verða skattalækkun, efla íslenskt atvinnulíf og íjárfesta á öruggan hátt. Umtalsverð skattfríðindi Hlutabréf að nafnverði allt að 1.080.000 kr. eru undanþegin eignaskatti. Þessi upphæð er 2.160.000 kr. hjá hjónum. Tekjuskattur hjóna lækkar allt að 75.000 kr. Ef hlutabréf eru keypt fyrir áramót lækkar tekju- skattstofninn um þá upphæð sem keypt er fyrir allt að 100.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000 kr. hjá hjónum. Arður allt að 10% af nafnverði, hæst 108.000 kr. eða 216.000 hjá hjónum, mun verða skattfrjáls. Vænleg íjárfesting Til að hlutabréfaeigendur njóti þessara fríðinda þurfa viðkomandi fyrirtæki að uppfylla ákveðin skilyrði ríkisskattstjóra. Hjá Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins liggur frammi skrá um hvaða fyrirtæki það eru. í þessum hópi eru traust fyrirtæki á borð vio Verslunarbankann, Iðnaðarbankann, Flugleiðir, Eimskip, Tollvörugeymsluna, Hampiðjuna o.fl. Efling atvinnulífs Um leið og þú bætir eigin afkomu með hlutabréfa- kaupum tryggir þú að fjármunir þínir efii íslenskt atvinnulíf og renni þannig styrkari stoðum undir afkomu komandi kynslóða. Þannig virka hlutabréfakaupin*- Hjón sem kaupa hlutabréf fyrir 200.000 kr. fyrir áramót fá endurgreiddar rúmar 70.000 kr. frá skattinum á næsta ári. Auk þess eru hlutabréfin eignaskattsfrjáls að vissri fjárhæð, og arðgreiðslur að vissu marki tekjuskattsfrjálsar. Höfum til sölu hlutabréf í eftirtöldum fyrirtækjum: EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS HAMPIÐJAN HLUTABRÉFASJÓÐUR IÐNAÐARBANKINN OLÍUFÉLAGIÐ TOLLVÖRUGEYMSLAN ÚTGERÐARFÉLAG AKUREYRINGA VERSLUNARBANKINN ATH: Upphæðirnar hér að framan eru samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi frá Alþingi. VERÐBRÉFAMARKAÐU R FJÁRFESTING ARFÉLAGSINS HF Hafnarstræti 7 Kringlunni Akureyri 28566 . 689700 25000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.