Morgunblaðið - 21.12.1989, Page 27

Morgunblaðið - 21.12.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 27 Credo, kristin trú fræði, komin út Eggert Lárusson, formaður Hins íslenska kennarafélags: Launaflokkshækkun- in í júlí sérstakt mál ÚT ER komin á vegum Háskóla- útgáfunnar og Guðliræðistofiiun- ar Háskóla íslands bókin Credo, kristin trúfræði, eftir Einar Sig- urbjörnsson, prófessor við guð- fræðideild Háskóla íslands. Bók- in, sem er fyrsta rit sinnar teg- undar á íslensku, er 490 blað- síður í sex hlUtum sem samtals telja 23 kafla. Fyrsti hlutinn er forspjall trú- fræðinnar og reifar kristna trú- fræði, að trúa á Guð, kristna guðs- trú og Biblíuna — grundvöll játning- arinnar. Annar hlutinn er um sköp- Opið lengur í Kringlunni VERSLANIR í Kringlunni verða opnar lengur nú í jólavikunni en venjulega. Fimmtudaginn 21. desember og föstudaginn 22. desember er’opið til kl. 21 en á Þorláksmessu eru verslanir opnar til kl. 23. Skyndi- bitastaðir hússins verða opnir fimmtudag og föstudag til kl. 22 en til miðnættis á Þorláksmessu og Hard Rock Café er opið alla daga a.m.k. til kl. ,23.30. Síðustu daga fyrir jól verða rúm- lega 2800 bílastæði til afnota fyrir viðskiptavini við Kringluna og í næsta nágrenni hússins. Viðbóta- bílastæði eru austan og sunnan við Kringluna, á lóð Verslunarskólans, vestan við og á lóð Prentsmiðju Morgunblaðsins, í kjallara Sjóvá- Almennra og ef frost er þá er heim- ilt að leggja á grassvæði norðan við Hús verslunarinnar. Einnig eru bílastæði í kjallara Kringlunnar 4-6. Vegna lengri afgreiðslutíma fyrir jól verður starfsfólk flestra verslana í Kringlunni í fríi 27. desember og verslanirnar verða lokaðar þann dag. Þó verður opið í apóteki, áfeng- isverslun, banka, gleraugnaverslun, Hans Petersen, pósthúsi og hjá læknum. (Fréttatiikynning) unarguðfræði, rætt er um vitnis- burð Biblíunnar, vitnisburð kirkj- unnar, um illskuna og forsjón Guðs. Þriðji hlutinn fæst við kristsfræði, fjallað er um játninguna, ævi Jesú, friðþægingarverk Jesú og lýkur á kaflanum „Kóngur dýrðar um eilíf ár“. I fjórða hluta ræðir höfundur um Hejlagan anda, trúna á hann, vitnisburð Biblíunnar og játningar- innar. Fimmti hlutinn er um kirkj- una og trúarlífið og sjötti hlutinn ber yfirskriftina „Vonin í heilögum anda“. í bókinni eru nokkrar orða- og hugtakaskýringar, auk lista yfir skammstafanir og sundurliðað efn- isyfirlit er aftan við meginmál í bókarlok. Þá er í bókinni skrá hand- bóka við trúfræðinámið, um biblíu- fræði, sögu guðfræðinnar, alfræði- rit, uppsláttarrit og trúaijátningar. Einar Sigurbjörnsson, prófessor, kennir trúfræði við guðfræðideild Háskólans og hefur efni bókarinnar komið út í heftum sem notuð hafa Einar Sigurbjörnsson, prófessor. verið við kennslu í trúfræði undan- farin þijú ár. Höfundur hefur end- urskoðað þetta efni og endursamið. Bókin er ekki eingöngu hugsuð sem kennslurit fyrir guðfræðistúdenta, heldur mun hún einnig koma sér vel fyrir presta og alla þá sem vilja kanna innihald kristinnar trúar. Credo, kristin trúfræði fæst í Bóksölu stúdenta í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut í Reykjavík og hefur Bóksalan umsjón með dreifingu hennar. „VIÐ hlaupum ekki upp til handa og fóta, þó menn séu með ein- hverjar yfirlýsingar út í bæ,“ sagði Eggert Lárusson, formaður Hins íslenska kennarafélags, að- spurður um hvað hann vildi segja um ki-öfiir þess efnis að samningar Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, sem gerðir voru í vor til rúmra fimm ára, yrðu numdir úr gildi. „Við gerðum þarna samning og gerum ráð fyrir að það verði staðið við hann. Þetta var mjög dýr samn- ingur, þannig að félagsmenn okkar leggja feykilega áherslu á að hann verði haldinn og við höfum enga ástæðu til að ætla annað en samning- ar standi," sagði Eggert ennfremur. Hann sagði að endurskoðunará- kvæði væri í samningunum, þar sem ríkið hefði ekki viljað samþykkja neins konar verðtryggingarákvæði. Hækkunin í júlí um að minnsta kosti einn launafiokk væri sérstakt mál, þar Sfem þá væri að fara í gang leið- rétting á þeim launamun sem væri á háskólamenntuðum ríkissstarfs- mönnum og háskólamönnum á al- mennum markaði. Síðan kæmi þetta árlega þar til þessi munur hefði ver- ið jafnaður, en nefnd sem ætti að skera úr um leiðréttingartilefnið ætti að skila af sér niðurstöðu á vordög- um. Eggert sagði að 1,5% hækkanirnar í janúar og maí hefðu verið fastá- kveðnar, en síðan ættu háskólamenn að fá jafngildi þess sem aðrir semdu um eftir 30. nóvember í ár. Ferjuflug- maður í erfið- leikum vegna fimbulkulda ÖLL tæki í tveggja hreyfla Piper Navajo flugvél, sem lenti í erfið- leikum og villtist yfir Grænlandi á leið til íslands í fyrradag, reyndust vera í lagi er loftferða- eftirlit Flugmálasljórnar skoðaði vélina í gær. Er álitið að fimbul- kuldi yfir Grænlandi hafi valdið því að radarinn um borð virkaði ekki, en 48 stiga frost var. Yfir Straumfirði náði flugmað- urinn ekki sambandi við radaivita í Kulusuk og villtist af leið. Vélin kom síðan inn á radar þar sem hún var stödd vestur af Vestfjörðum og náðu flugumferðarstjórar á Reykjavíkurflugvelli að leiðbeina flugmanninum til Reykjavíkur. Þangað kom hann rétt fyrir kl. sex í fyrradag. Flugmaðurinn, sem er breskur og hefur flogið 25 feijuflug um ísland á árinu, hefur áður lent í erfiðleikum. Hann brotlenti flug- vél á Grænlandsjökli fyrir ári og dvaldist þá eina nótt í flakinu. Hann hélt áfram með vélina til Svíþjóðar í gær. Höfundar tölvuleiksins, Magnús Kristinn Jónsson og Matthías Guðmundsson. Nýr íslenskur tölvuleikur CT ER kominn fyrir Sinclair Spectrum-leikjatölvuna nýr íslenskur ævintýraleikur. Nefii- ist hann Leitin og fjallar um leit blaðamanns að týndum fjár- sjóði sem leikmaður þarf að stjórna gegnum ýmsa erfið- leika og hættur áður en yfir lýkur. Reynyiefur verið að vanda sem mest til leiksins og hefur hann tekið næstum þijú ár í fram- leiðslu. í leiknum eru hátt í 300 textaborð, íslenskir stafir og eru myndir í hveiju borði, svo eitthvað sé upp talið. Höfundar eru Magn- ús Kristinn Jónsson og Matthías Guðmundsson. Leikurinn fæst hjá Tölvudeild Magna, Hafnarstræti 5, Reykjavík. (Fréttatilkynning) SKVGGSJÁ - BOKABUÐ OLIVERS STEJNS SF LÆKNINGAMÁTTIJR ÞINN. Harold Sherman. Sherman greinir hérfrá tilraunum sínum á laekningamætti hugans og seturfram ráðleggingar fyrir þá, sem þarfnast lækningar. liann er fullviss um það, að Guðs- krafturinn er til staðar i hverjum manni til að endurvekja hug og likama. DULRÆN REYNSLA. Gudný P. Magnúsdóttir. Frásagnir af dulskynjunum sjö íslenskra kvenna. Áhugi á dulrænum fræðum hefur alltaf verið mikill. Hér segja sjö íslenskar konur frá reynslu sinni í þessum efnum, greina frá þvi sem fyrir þær hefur borið í lífinu á þessu sviði og svara um leið ýmsum áleitnum spurningum. SKIPTIR ÞAÐ MÁLI? Árni Grétar Finnsson. Þetta er önnur Ijóðabók Árna Grétars. 1982 kom út Leikurad orðum, þar sem voru bæði frumort Ijóð og þýdd. Hér eru eingöngu frumort Ijóð, sem eru margbreytileg að efni og framsetningu og bera mörg með sér ákveðinn tón, sem sérkennir höf- undinn. Eiríkur Smith myndskreytti. SAGAN GLEYMIR ENGUM. Ásgeir Jakobsson. Ásgeir segir sögur af sjómönnum og fiskiskipstjórum, sem voru miklir aflamenn og sjósóknarar fyrr á árum, auk sögunnar af skipherra landhelgisgæslunnar, sem Englendingar létu íslenskan forsætisráðherra reka. UNDIR HAMRINUM. Grétar Kristjónsson. Reynslusögur gjaldþrota einstaklinga. Hér er fjallað um reynslu nokkurra einstaklinga, sem lent h^fa í greiðsluerfið- leikum og gjaldþroti. Þetta eru áhrifaríkar frásagnir, þar sem þjáningin og reiðin koma berlega í Ijós. Oft er tekið sterkt til orða og ýmsir fá kaldar kveðjur. OG ENN MÆLTI HANN. Finnbogi Guðmundsson. 20 ræöur og greinar. Hér fjallar Finnbogi um hin margvíslegustu efni, allt frá nýársdaeshugleiðingu í Hafnarfjarðarkirkju til handknattleiks á fimmta tugnum og frásagnar af ferð til Albaníu. Þá er erindi um Þingvelli og Þjóðarbókhlöðu og sitthvað fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.