Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 35
eaei mmmzm .rs ííuoaqutmmií aiaAuaMuoaoM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 35 Þj óðhagsstofiiun: Almenniir vöruinnflutning- ur dregst saman um 17% Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann rýrnar um 8% í ár og 5,5% á næsta ári ENDURSKOÐUN á þjóðhagsáætlun bendir til að í ár hafí kaup- máttur minnkað minna en gert var ráð fyrir í fyrri spám Þjóð- hagsstofnunar, eða um 6‘/2% frá síðasta ári í staðinn fyrir 7'/2%. Atvinnutekjur virðast hafa hækkað um 13% á milli ára, í staðinn fyrir 12% samkvæmt fyrri spá. Ástæðan er einkum sú að vinnutími starfsmanna á almennum vinnumarkaði hefur lengst um hálfa klukkustund á viku. Vegna hærri skatta er kaupmáttur ráðstöfúnar- tekna á mann 8% minni í ár en á síðasta ári. Samkvæmt þeim for- sendum sem Þjóðhagsstofnun gefúr sér um þróun mála á næsta ári rýrnar kaupmáttur ráðstöfúnartekna á mann um 5 ‘/z% til við- bótar kaupmáttarrýrnun þessa árs. Vöruinnflutningur hefur dregist saman á þessu ári og leitt til þess að viðskiptahalli landsins við út- lönd er minni en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Talið er að hall- inn verði 7 milljarðar á árinu, eða 2,4% af landsframleiðslu en áður hefur verið reiknað með 2,9% halla. Almennur vöruinnflutningur fyrstu tíu mánuði ársins var 17% minni en sama tímabil á síðasta ári. Annar innflutningur hefur dregist minna saman þannig að i heild hefur vöruinnflutningurinn dregist. saman um 10%. Sam- kvæmt yfirliti Þjóðhagsstofnunar er reiknað með því að innflutning- ur haldi áfram að dragast saman á næsta ári. Búist ér við að vöru- skiptajöfnuðurinn verði þá hag- stæður um 7,4 milljarða. Við- skiptajöfnuðurinn verður þó áfram neikvæður vegna óhagstæðs vaxtajafnaðar. Telur Þjóðhags- stofnunm að viðskiptajöfnuðurinn verði neikvæður um 7,6 milljarða, sem svarar til 2,2% af landsfram- leiðslu. Þjóðhagsstofnun spáir því að 3.000 manns verði atvinnulausir að jafnaði á næsta ári, eða 2,5% af vinnuframboði. Mest er talið að atvinnuleysi verði í janúar eða 4-5% en minnst í september, 1-2%. Til samanburðar má geta þess að Engin staðfesting hefur borizt frá Sovétríkjunum um viðbótar- kaup á 50.000 tunnum af saltsíld, en gert var ráð fyrir þeim mögu- leika í samningi við Sovrybflot þar eystra. Einu sinni hefur staðfesting þessi borizt hingað heim á að- fangadag og fékkst þá leyfi til almennra veiða eftir áramót, en veiðum á venjulega að vera lokið fyrir 15. desember. Ráðuneytið hefur samþykkt að veiðar haldi áfram eftir áramót vegna frystingar, flökunar og sölt- FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM 20. desember. FAXAMARKAÐUR hf. í Hæsta verð Reykjavík Lægsta verð Meðal- verð Magn (lestir) Heildar- verð (kr.) Þorskur 79,00 79,00 79,00 0,750 59.250 Ýsa 110,00 51,00 84,73 8,695 736.666 Karfi 35,00 35,00 35,00 0,365 12.775 Ufsi 40,00 40,00 40,00 0,081 3.240 Hlýri+steinb. 42,00 42,00 42,00 2,919 122.609 Langa 39,00 39,00 39,00 2,583 100.737 Lúða 225,00 225,00 225,00 0,132 29.700 Skarkoli 69,00 69,00 69,00 0,102 7.038 Sólkoli 39,00 39,00 39,00 0,028 1.092 Keila 17,00 17,00 17,00 0,077 1.309 Skötuselur Samtals 140,00 140,00 140,00 68,44 0,031 15,763 4.340 1.078.756 í dag verða meðal annar seld 10 tonn af þorski, 28 tonn af ýsu af karfa úr Margréti EA og Hjalteyrinni EA. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. og 10 tonn Þorskur 77,00 20,00 69,55 25,551 1.777.020 Undirmál 20,00 20,00 20,00 0,400 8.000 Ýsa 95,00 30,00 77,53 3,938 305.300 Karfi 30,00 15,00 15,27 1,977 30.195 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,049 735 Steinbítur 40,00 36,00 36,87 0,781 28.792 Langa 30,00 30,00 30,00 0,037 1.110 Lúða 250,00 73,00 122,69 0,334 40.979 Keila 15,00 10,00 14,06 2,342 32.920 Öfugkjafta Samtals 20,00 20,00 20,00 62,62 0,185 35,594 3.700 2.228.751 búist er við að atvinnuleysið í ár svari til 1,7% af vinnuframboði, þar af 2,3% hjá konum og 1,2% hjá körlum. Fram kemur að undan- farin þijú ár hefur atvinnuleysi verið um það bil tvöfalt meira meðal kvenna en karla. Við mat á efnahagshorfum fyrir næsta ár gefur Þjóðhagsstofnun sér þær forsendUr að framleiðsla sjávarafurða muni minnka um 3% á næsta ári en útflutningsfram- leiðslan í heild um 1%. Vakin er athygli á þeirri óvissu sem ríkir vegna tregrar loðnuveiði en í spánni er ekki reiknað með að loðnustofninn hafi orðið fyrir veru- legum skakkaföllum. Brynjólfur Lárusson og Páll Stefánsson við upptöku. ■ BLANDA er nafn á hljómplötu sem vestfirskir tónlistarmenn úr Bolungarvík hafa sent frá sér. Upptökur fóru fram í stúdíói Hrólfs Vagnssonar í Hannover auk þess sem hann annaðist mest allan und- irleik en sönginn sjá Brynjólfur Lárusson og Páll Stefánsson um. ■ FÍM-salurinn og húsgagna- verslun Kristjáns Siggeirssonar standa að myndlistarkynningu í húsakynnum verslunarinnar að Hesthálsi 2-4. Anna Gunnlaugs- dóttir myndlistarmaður mun verða þar með verk sín til sýnis og sölu fram yfir áramót. Hún hefur haldið þfjár einkasýningar, tvær í Gallerí Borg og síðast haustið 1988 í Gall- erí Gangskör. Evrópubandalagið: Tollahækkun á innflutnings- kvótum fyrir saltaðan fisk Tilhneiging EB til stöðugra tollahækkana er alvarlegt mál, segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SIF Síldarvertíðin: Viðbótarkaup frá Sovét enn óstaðfest Vertíðinni lýkur þó ekki fyrr en eftir áramót SÍLDVEIÐUM og vinnslu fyrir jól er nú að ljúka. Talið er að salt- að verði í tæplega 240.000 tunnur alls fyrir jólin, en eitthvert fi-am- hald verði síðan eftir áramótin. Er þá fyrst og fremst miðað við frystingu, flökun og söltun stórsíldar, en mörg fordæmi eru fyrir leyfí til framhalds eftir áramót. ÁKVEÐIÐ hefur verið innan Evrópubandalágsins hvernig tollum á innfluttum saltfíski þangað á næsta ári verði háttað. Um litlar breyt- ingar á tollum milli ára er að ræða, en hækkun er þó á tollum á svokölluðum innflutningskvótum. Magnús Gunnarsson, framkvæmda- stjóri SIF, segir það vera í raun alvarlegt mál, að EB hækki stöðugt, tolla á því takmarkaða magni, sem heimiit sé að flytja inn án fullrar tollheimtu. Reyndar megi segja að ekki skipti meginmáli hvort fiskur- inn sé með 6 eða 7% tolli, heldur hitt að verið sé að keppa við toll- frjálsan físk frá helztu samkeppnislöndum okkar. Hins vegar sé það jákvætt að vita með góðum fyrirvara hvernig fískurinn verði tollað- ur. Nærri lætur að á þessu ári verði greiddar 600 til 700 milljónir króna í tolla af íslenzkum saltfíski seldum innan aðildarlanda EB. unar stórsíldar, en hana hefur skort í afla bátanna til þessa. Því hefur ekki náðst að uppfylla alla samninga um sölu á síld af þess- ari stærð. Á þriðjudagskvöld hafði verið saltað í 238.200 tunnur. í gær var saltað í Þorlákshöfn og á Fáskrúðsfirði og var það síðasti söltunardagurinn fyrir jólin. Grindvíkingar hafa nú saltað í 34.700 tunnur, Eskfirðingar í 31.100, Hornfirðingar í 29.600 og Fáskrúðsfirðingar í 21.900. Samkvæmt ákvörðun EB tekur gildi þann fyrsta janúar næstkom- andi 25.000 tonna tollfrjáls inn- flutningskvóti. Að honum uppfyllt- um hefði að öllu óbreyttu orðið 13% tollur á flöttum fiski, 20% á þorsk- flökum og 16% tollur á ufsaflökum. Þess í stað verður heimilaður inn- flutningskvóti á lægri tollum líkt og í fyrra og getur innflutningur samkvæmt honum hafizt fyrsta apríl næstkomandi. Þá verður heim- ilaður innflutningur á 53.000 tonn- um af flöttum fiski á 7% tolli, en áður var um að ræða 49.000 tonn á 6% tolli. Þá verður heimilt að flytja inn 1.200 tonn af flökum á 11% tolli, en var áður 500 tonn á 10%. Tollar á ufsaflökum breytast ekki frá þeim undanþágum, sem giltu í fyrra, en magn á 10% tolli lækkar úr 4.000 í 3.500. Fyrst í stað voru tollar á innflutningskvót- um af flöttum fiski 3,5% en hafa hækkað á hveiju ári síðan og eru nú komnir í 7%. Norðmenn hafa samið sérstak- lega fyrir sig um tollfijálsan inn- fiutningskvóta og engir tollar eru á saltfiski frá Færeyjum og Græn- landi. Innflutningur frá Kanada fellur hins vegar undir fyrrgreind ákvæði eins og innflutningur héðan. í frétt Morgunblaðsins í gær um þessar breytingar á tollum á salt- fiski urðu þau mistök, að við inn- skrift fréttaskeytis frá fréttaritara Morgunblaðsins í Bi-ussel. urðu 53.000 tonn að 63.000 tonnum. Leiðréttast þessi mistök hér með og biðst Morgunblaðið velvirðingar á þeim. Leiðrétting í myndatexta í miðopnu Morgun- blaðsins í gær var Kaci Kullman Five sögð utanríkisráðherra Nor- egs. Það er rangt, hún er utanríkis- viðskiptaráðherra. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessari prent- villu. Ljóðin eru persónu- legri en fyrri ljóð mín - segir Stefán Snævarr, sem hefiir sent frá sér ljóðabókina Bragabar STEFÁN Snævarr hefur gefið út ljóðabókina Bragabar, seni er sjötta bók hans. „Ljóðin eru nú meiri glíma við sjálfan mig en áður og því persónulegri. Þessa breytingu held ég að megi rekja til þess, að ég hef elst og þroskast og losað mig við hömlur," sagði höfundur í samtali við Morgunblaðið. Stefán sagði að nafn ljóðabókar- innar vísaði til skáldskaparguðsins Braga. „Þessi ljóð urðu til á síðustu tveimur árum og ég held að þau skýri sig sjálf,“ sagði hann. „Ég er ánægður með þann kraft og þann ofsa sem er að finna í ljóðum mínum nú, enda hefur mér lærst með árunum að vinna meira með skapið en áður.“ Stefán býr í Bergen í Noregi, þar sem hann nýtir styrk úr norrænum sjóði til heimspekiiðkana. „Ég blóta bæði viskugyðjuna og skáldgyðj- una,“ sagði hann. „í raun er ég gestur alls staðar, því ég er skáld meðal heimspekinga og heimspek- ingur meðal skálda. Ég er íslend- ingur í Noregi en einhvers konar útlendingur á Islandi, því ég er skoðandi hér, en ekki þátttakandi. Ég er framandi öllu, mest sjálfum mér, en þessi staða mín kyndir undir skáldskapnum. í nútíma- skáldskap eru ótal dæmi um að þeir sem yrkja eru á skjön við hvers- dagsleikann. Og nú er ég farinn að sameina þessar tvær rásir í mér og skrifa um skáldskap með heim- spekilegum hætti og yrki heim- spekilega. Að auki er nú farið að gæta tónlistar í ljóðunum mínum og fólk hefur haft orð á því við mig.“ Stefán sagði mjög misjafnt hversu mjög hann legði stund á skáldskapinn. „Nu í haust, þegar ég var að ganga frá ljóðabókinni, vann ég mjög mikið með ljóðin mín, en hef varla ort kvæði síðan.“ Stefán svaraði aðspurður að Stefán Snævarr, ljóðskáld. hann ætti ekki marga aðdáendur, en þeir væru þeim mun harðsnún- ari. „í hópi aðdáenda minna er einn prestur þjóðkirkjunnar, en einnig tveir menn, sem heilluðust á ungl- ingsaldri af kveðskap mínum þegar fyrsta ljóðabókin kom út árið 1975. Ánnar þeirra er núna alkóhólisti en hinn tugthúslimur. Svo var sagt að Sókrates spillti æskunni! Svona er þetta, aðdáendur mínir er fáir, en ofstækisfullir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.