Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 Bjargmundur Jóns son - Minning Fæddur 10. júlí 1915 Dáinn 10. desember 1989 í dag verður Bjargmundur Jóns- son skipasmiður frá Stykkishólmi jarðsunginn frá Fossvogskapellu. Bjargmundur var Snæfellingur, fæddur í Eyrarsveit, en að mestu alinn upp í Stykkishólmi. Þangað flutti móðir hans, með sinn stóra barnahóp, eftir að hún varð ekkja. Fjölskyldan var fátæk og þurftu þau systkinin og móðir þeirra mikið á sig að leggja til að halda heimil- inu saman. Gaman var að hlusta á Bjarg- mund segja frá uppvaxtarárum sínum fyrir vestan. Frásögn hans var svo lifandi að það var sem maður væri staddur í miðri rás at- burðanna. Það fór ekki fram hjá þeim er á hlýddu að hann dáði móður sína mjög og taldi sig eiga henni mikið að þakka. Bjargmundur fór snemma að vinna fyrir sér eins og venjan var í þá daga. Víst er að hann hefur bæði verið kjarkmikill og vinnufús. Honum tókst, ungum manni, með fádæma dugnaði og sparsemi að byggja reisulegt steinhús í Stykkis- hólmi. í þessu húsi við Skólastíg bjó hann síðan öll sín manndómsár með konu sinni, Unu Kristjáns- dóttur frá Grundarfirði. Þar fædd- ust og ólust upp börnin hans átta, og þaðan átti hann sínar bestu minningar. Árið 1979 seldu þau hjónin hús sitt fyrir vestan og fluttu til Reykjavíkur. Una var þá orðin heilsuveil og lést árið 1981. Bjarg- mundur syrgði konu sína mjög. Þau voru ákaflega samheldin og ánægð hjón og börnum sínum góðar fyrir- myndir. Þó að Bjargmundur væri fluttur til Reykjavíkur þá var hugur hans í Stykkishólmi. Hann fylgdist grannt með gangi mála þar, aðal- lega atvinnulífinu, og fór þangað eins oft og hann gat. Það er tákn- rænt að hann var einmitt að koma frá Stykkishólmi er dauða hans bar skyndilega að. Seinustu þrjú árin bjuggu þau saman hann og móðir mín, en hún og Una voru systkinabörn. Þau voru bæði komin yfir sjötugt er þau hófu sambúð. Það duldist engum hversu vel þeim leið saman og hversu mikinn félagsskap og styrk þau höfðu hvort af öðru. Þau lifðu sannarlega lífinu lifandi, sóttu sam- an samkomur aldraðra og höfðu gaman af að blanda geði við annað fólk. Mig langar að þakka Bjarg- mundi fyrir þessi ár. Hann tók okk- ur systkinunum af mikilli ljúf- mennsku og reyndist börnum okkar afar vel. Bjargmundur er um margt minnisstæður maður. Hann var fastmótaður af óblíðum kjörum bernsku sinnar, dugnaður, kjarkur og ósérhlífni voru honum í blóð borin. Þá var hann ákaflega fróður og athugull. Greinilegt var að lífsins skóli hafði orðið honum notadijúg- ur. Það gefur augaleið að maður sem hafði fyrir svo stóru heimili að sjá, hefur ekki átt margar tóm- stundir. En hin síðari ár, þegar tími hans var nægur, naut hann þess mjög að sitja við lestur og átti gott safn bóka. Bjargmundur hafðir einstaklega gott samband við allan sinn stóra barnahóp og fjölskyldur þeirra. Það er sár harmur að þeim kveðinn við skyndilegt fráfall hans. Ég sendi þeim innilegar samúðarkveðjur og þakkir fyrir hversu vel þau hafa reynst móður minni á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu hans. Minnie Eggertsdóttir Hún var dimm þokan á Selvöll- um, og kynjamyndir hraunsins tóku á sig óhugnanlegar myndir, og kunnustu heimilisdýrin birtust sem algjörar ófreskjur í þokunni. Það var erfitt að vera aðeins níu ára drengur undir slíkum kringumstæð- um, langt frá móður sinni og systk- inum. Sjálfsagt var grátið smávegis ofan í næstu mosaþúfu og hugsað heim til mömmu. Eflaust var hugs- að um hve gott væri að geta farið heim niður í Hólm, en fyrir níu ára dreng var það löng leið, of löng til að takast hana á hendur einn í þoku og dimmviðri, auk þess sem það var að bregðast, bregðast hús- bændum sínum, sem höfðu trúað honum fyrir kvíaánum, bregðast móður sinni sem hafði treyst honum til að vera matvinnungur um sum- arið, og síðast en ekki síst að bregð- ast sjálfum sér, að vera ekki fær um að axla þá byrði sem á hann var lögð, en það var það síðasta sem faðir okkar, Bjargmundur Jónsson, sem þarna var á ferð hefði látið um sig spyrjast. Endurminningar frá þessum sumarstörfum voru eitt af því sem við heyrðum hann oftast segja frá. Faðir okkar, Bjargmundur Jóns- son, fæddist að Norður-Bár í Eyrar- sveit 10. júlí 1915, sonur Olafíu Hjálmrósar Ólafsdóttur og Jóns Elíssonar, næstyngétur 18 barna móður sinnar, en hún átti fyrir 16 börn úr fyrra hjónabandi. Föður sinn missti Bjargmundur á fjórða ári, en hann drukknaði 31. janúar 1919. Flutti íjölskyldan þá að Skallabúðum í sömu sveit, en þá jörð keypti Ólafía móðir hans og bjuggu þau þar þangað til 1924, en í janúar það ár tók öll hús af jörðinni í ofsaveðri, og lést þá elsta systir Bjargmundar, er bæjarhúsin hrundu yfir fólkið, þegar þakið fór af bænum. Faðir okkar var þá átta ára gamall. Börnum sínum tókst Ólafíu að bjarga til sjávar og í skjóli sjávarkambsins að komast til næsta bæjar, Móabúðar. Um vorið 1924 flutti fjölskyldan til Stykkishólms og óíst faðir okkar þar upp hjá móður sinni. Þetta var ekki tími velferðar og trygginga- kerfis eins og við þekkjum í dag. Þeir sem þurftu að leita til sveitar voru réttindalitlir eða réttindalaus- ir, og máttu búa við þröngan kost. Það var því mikið kappsmál og mikið á sig lagt, að koma upp þess- um stóra barnahóp hjálparlaust, og börnin því snemma vanin við að taka til hendinni, en það var ekki heldur hlaðið undir verkafólkið á þessum árum. Strax sem 16 ára unglingur fékk faðir okkar að kynn- Minningarkort Blindrafélagsins, Hamrahlíú 17, Sími 687333. t SKÚLI SKÚLASON, Skólavörðustig 46, Reykjavík, er látinn. Systkini hins látna. Faðir minn, t EYJÓLFUR JÓNASSON, í Sólheimum, er látinn. F.h. aðstandenda, Ingvi Eyjólfsson. t Elskuleg systir mín, GUÐNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, andaðist í Landspftalanum aðfaranótt 20. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Kristjánsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, andaðist f Borgarspítalanum að morgni 20. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og tengdabörn. t Eiginmaður minn, EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON, Bergstaðastraeti 11a, Reykjavik, áður til heimilis á Brúarósi, Kópavogi, _ andaðist hinn 11. desember á Dvalarheimilinu Skjóli. Útförin hefur farið fram í kyrrpey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Emilsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTÓBERT RÓSINKARSSON vélstjóri, Háaleitisbraut 26, Reykjavík, andaðist f Borgarspítalanum þriðjudaginn 19. desember. Jarðar- förin auglýst síðar. Víví Kristóbertsdóttir, Lydía A. Kristóbertsdóttir, Jensína Veise, tengdasynir, barnabörn og langafabarn. Eiginmaður minn og faðir okkar, ALI ALLAN JAMIL SHWAIKI, ' Rauðahvammi, v/Rauðavatn, lést í Hebron, heimaborg sinni, þann 13. ágúst sl. Sigurlaug Ásgeirsdóttir, Ásgeir Jamil Allanson, Diana Allansdóttir, Hilda Allansdóttir, Sara Allansdóttir. Systir okkar, t ELÍSABET ÞÓRÐARDÓTTIR, Hamrahlíð 17, verður jarðsungin föstudaginn 22. desember kl. 15.00 frá Foss- vogskirkju. Karl Þórðarson, Viktor Þórðarson. t Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTIN GUÐMUNDSDÓTTIR, Furugrund 22, Kópavogi, sem andaðist í Landspítalanum 16. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag van- gefinna. Þórólfur Sveinsson, Birna G. Ágústsdóttir, Guðmundur Jónsson, Petrína S. Agústsdóttir, Sveinsjna Ágústsdóttir, Guðbjörn ÞórÆvarsson, Dröfn Ágústsdóttir, Svanur Jónatansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SVEINBJÖRNS KRISTINSSONAR, Áshamri 59, Vestmannaeyjum, áður til heimilis íTeigaseli 1, I Reykjavík. Aðstandendur. P * jh Itrjpí ■ TF ' nftfafr ií> Metsölublað á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.