Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 55 ast vinnuaðstöðu og vinnuálagi vertíðarfólks á Suðurnesjum þar sem svefntíminn gat farið niður í tvo tíma á sólarhring. En þá þegar sem óharðnaður unglingur vann hann sér álit sem jafnoki sér eldri manna, til hvaða starfa sem hann gekk. Það hefði verið undarlegt ef maður með þessa reynslu legði ekki lið þeirri baráttu sem verkalýðurinn háði um þessar mundir, enda var hann alla tíð gæddur ríkri réttlætis- kennd. Það er raunar þessi kynslóð ísJendinga sem á hvað drýgst dags- verk að baki til heilla eftirkomandi kynslóðum, þessari kynslóð tókst ekki aðeins að breyta hugsunar- hætti þjóðarinnar gagnvart verka- fólki, heldur náði að lögfesta rétt- lætiskröfur um vinnutíma og vinnu- aðstöðu, og með þrotlausri elju og mikilli vinnu að leggja grunn þess velferðarþjóðfélags sem við búum við í dag. Framlag sem var laust við þá sérhagsmunasemi sem við þekkkum of vel í dag. Fram undir þrítugt bjó faðir okkar með móður sinni í Stykkishólmi og stundaði hveija þá vinnu sem til féll til sjós og lands. Hann reisti sér íbúðarhús við Skólastíg í Stykkishólmi, þar hóf hann búskap 1945 með konu sinni, Unu Kristjánsdóttur frá Móa- búð í Eyrarsveit. Bjuggu þau þar samfellt til 1979 er þau fluttu til Reykjavíkur. Þeim hjónum varð átta barna auðið: Ólafía starfs- stúlka, Ingigerður kennari, Jón húsasmiður, Haraldur húsasmiður, Elísabet sjúkraliði, Kristín húsmóð- ir, Gréta Ebba verslunarmaður, Birgitta kjötiðnaðarmaður. Fyrir átti móðir okkar Albert vélstjóra en hann ólst upp hjá móðurömmu sinni. Það var því full þörf fyrir vinnu- samar hendur og hélt faðir okkar uppteknum hætti að stunda vinnu þar sem hún gafst. Beitningar fyrir vertíðarbáta á vetrum og síldar- vinnu fyrir norðan land á sumrum, auk þess sem búið var með kýr og kindur fyrir heimilið. Eftir því sem ómegðin jókst á h'eimilinu var erfiðara að vera lang- dvölum að heiman. Hóf faðir okkar þá að stunda smíðar í Slippstöðinni í Stykkishólmi, var unnið við við- gerðir á bátum á veturna, en húsa- smíði og brúarsmíði í sveitunum í kring á sumrin. Faðir okkar var í hópi þeirra sem síðar stofnuðu Skipavík hf. í Stykkishólmi, og starfaði hann uns hann flutti til Reyjavíkur. Þegar börnin uxu úr grasi og fóru að eiga með sig sjálf, voru ýmsir draumar látnir rætast, t.d. að heimsækja systur sína í Kaliforníu. Varð sú ferð þeim hjón- um eftirminnileg og til mikillar ánægju. Það var erfið ákvörðun að flytja frá Stykkishólmi, en þar réð mestu, að við börnin vorum sem óðast að stofna okkar heimili, flest í Reykjavík, og svo það sem þyngst vó að heilsa móður okkar fór hrak- andi og þurfti hún að vera langdvöl- um undir læknishendi sérfræðinga, sem ekki voru ti! staðar í Stykkis- hólmi. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er sýnt hafa okkur vin- semd og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BJÖRGVINS BJARNASONAR fyrrv. bæjarfógeta, Akranesi. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Svanhildur D. Björgvinsd., Eiður Kr. Benediktsson, Anna Halla Björgvinsdóttir, * Bjarni G. Björgvinsson, Ólöf M. Guðmundsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkirfyrirauðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SÓLVEIGAR EYJÓLFSDÓTTUR, Hlíð, Hvajfjarðarströnd. Jón Bjarnason, Sigrún Jónsdóttir, Jönas Erlendsson, Sigríður Jónsdóttir, Jón Sigurðsson, Guðmunda Jónsdóttir, Vilhjálmur Hannesson, Bjarni Jónsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Eyjólfur Jónsson, Ingibjörg Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð við frá- fall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR HALLDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Þrastarhrauni 4, Hafnarfirði. Sigurður Kristjánsson, Lilja Á. Sigurðardóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Ingimar Kristjánsson, Kristín Gunnbjörnsdóttir, Magnús Kristjánsson, Elísabet Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU BERGUÓTAR BÖÐVARSDÓTTUR fv. stöðvarstjóra Pósts og síma, Laugarvatni. Benjamfn Halldórsson, Bergljót Magnadóttir, Georg Douglas, Halldór Steinar Benjaminss., Sigríður Mikaelsdóttir, Böðvar Ingi Benjamínsson, Sólveig Friðgeirsdóttir og barnabörn. í Reykjavík keyptu þau sér íbúð í Suðurhólum 2 og fluttu þangað ásamt yngtu systur okkar, Birgittu. Hóf faðir okkar störf hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Það voru mikil viðbrigði að flytja til Reykjavíkur, vegalengdir langar og umferðarþungi sem dreifbýlisbúan- um gat reynst erfiður. En á móti kom að samskipti við okkur börnin og barnabörnin urðu nú náin, og veittu ánægju- og gleði. Því miður entist heilsa móður okkar ekki nema í tvö ár eftir að þau fluttu suður, en okkur var það ómetanlegt að hafa þau í nágrenni við okkur þennan tíma. Móðir okkar andaðist 14. apríl 1981. Bjó faðir okkar næstu árin með yngstu systur okk- ar, Birgittu, sem var honum stoð og stytta á þessum árum. Fyrir þrem árum hætti faðir okk- ar störfum hjá Ölgerðinni. Aðgerð- arleysi var honum ekki í blóð borið. Hann vissi um félagsskap aldraðra í Reykjavík, hann hafði mætt á stofnfund félagsins á sínum tíma enda voru réttindamál aldraðra honum ofarlega í huga. Hann tók virkan þátt í starfi eldri borgara í Gerðubergi, söng meðal annars með kór eldri borgara, og var þessi starf- semi honum mikils virði. Á þessum vettvangi kynntist hann eftirlifandi sambýliskonu sinni, Jensínu Óskarsdóttur, sem reyndist honum og fjölskyldunni allri einstaklega vel. Hans síðasta verk var að fylgja bróður sínum til grafar vestur í Grundarfirði. Faðir okkar andaðist 10. desember sl. á Landspítalanum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem). Olafla og Ingigerður Innilegustu þakkir til allra, sem með nærveru sinni, blómum, minningagjöfum og öðrum hætti heiðruðu minningu ÓFEIGS JÓNSSONAR frá Vatnagarði, Stórholti 26, Reykjavik. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Reykjalundar, starfs- mannafélags Hreyfils og Guðmundar Jónassonar hf. Heill og hamingja fylgi ykkur um ókomin ár. Laufey Ófeigsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Óskar Jónsson, Eygló Þórðardóttir, Brynhildur Ósk Gísladóttir, Þormar Ingimarsson, Jón Óskarsson, Kolbrún Leifsdóttir, ÞórðurÓskarsson, Steinunn Helgadóttir. ¥ ¥ NYBOKEFTIR * DANIEIiE STEEL * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ nöfraheimar segir frá Zoyu, 17 ára frænku keisarans, sem þarf að flýja land. Hún sest að í París þar sem hún kynnist bandarískum liðsforingja. Þau giftast og eiga nokk- ur auðug og hamingjurík ár í Ameríku en þá setja óvæntir erfiðleikar strik í reikninginn ... Þetta er saga um baráttu og ást, skrifuð á þann hátt sem Danielle Steel einni er lagið. SETBERG ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ VEISLUELDHÚSIÐ ALFHEIMUM 74 • Veislumatur og dil áhöld. • Veisluráögjöí. • Salarleiga. • Málsverðir í fyrirtæki. • Tertur, kransakökur. • Snittur og pinnamatur. 686220-685660 Þ.Þ0BBBÍMSS0H&C0 ABETE*™* HARÐPLAST Á BORÐ ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Raðgreiðslur Póstsendum samdægurs -SMMK FKAMÚK SNORRABRAUT 60 - SÍMI 12045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.