Morgunblaðið - 23.12.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2?. DESEMBER 1989
17
Endurgreiðsla söluskatts af óseldum byggingum:
Um hundruð milljóna króna að
tefla fyrir byggingariðnaðinn
- segir framkvæmdasljóri Verktakasambandsins.
Verður ekki, segir ríkisskattstjóri
ÝMSIR byggingaraðilar, sem reist hafa atvinnuhúsnæði á eiginn
kostnað og hyggjast selja, velta nú fyrir sér hvort söluskattur fáist
endurgreiddur af óseldum byggingum um áramót. í gildandi lögum
um virðisaukaskatt, frá 1988, er kveðið á um að endurgreiða skuli
skattinn, en í frumvarpi um breytingar á lögunum er það ákvæði
horfið. Að sögn Pálma Kristinssonar framkvæmdastjóra Verktaka-
sambandsins gætu hundruð milljóna króna verið í tafli. Garðar Valdi-
marsson ríkisskattstjóri telur ótvírætt, að ákvæði frumvarpsins muni
gilda. Um er að tefla hundruð miljóna króna á markaðnum i heild.
Gildandi lög um virðisaukaskatt
eru frá 24. maí 1988 og segir í
gildistökuákvæði þeirra: „Lög þessi
öðlast þegar gildi,“ undantekning
er í ákvæðinu þess eðlis, að skatt-
heimta kæmi til framkvæmda síðar.
Sú skattheimta kemur til fram-
kvæmda nú um áramót. í bráða-
birgðaákvæði laganna segir svo:
„Þeim aðilum, sem um ræðir í 4.
mgr. 6. gr., er heimilt við uppgjör
virðisaukaskatts að draga frá
greiddan söluskatt af byggingarefni
í byggingar og verk sem byggð eru
í þeim tilgangi að selja skráðum
aðilum en eru óseld þann 30. júní
1989.“ Dagsetningunni hefur síðan
verið breytt og er 31. desember.
í frumvarpi til breytinga á virðis-
aukaskattslögunum hefur þessu
ákvæði verið breytt og er þar þann-
ig: „Heimilt er að endurgreiða virð-
isaukaskattskyldum aðilum, sem
hafa húsbyggingar eða aðra mann-
virkjagerð með höndum í atvinnu-
skyni, söluskatt sem hvílir á birgð-
um þeirra af óseldu byggingarefni
31. desember 1989.“
Pálmi Kristinsson segir að þessi
breyting þýði, að endurgreiðslan
verði óveruleg, þar sem menn eigi
yfirleitt litlar birgðir af efni. Hins
vegar yrði allur söluskattur af að-
föngum til húsbygginga endur-
greiddur samkvæmt ákvæði lag-
anna, ef það gilti áfram. Hlutfali
söluskattsins af byggingarkostnaði
er á bilinu 12 til 15%, að sögn
Pálma. Hann segir að þar af leið-
andi gæti verið um tugi eða jafnvel
hundruð milljóna króna að ræða
fyrir byggingariðnaðinn í heild
sinni.
Þar sem lögin öðluðust gildi 24.
maí 1988, en breytingarnar 1. jan-
úar 1990, ef þær verða samþykkt-
ar, vilja byggingaraðilar iáta á það
reyna hvort þeir eigi rétt á þessari
endurgreiðslu af byggingarkostn-
aðinum, samkvæmt ákvæði lag-
anna, að sögn Pálma. „Það er ekki
ólíklegt, ef skattyfirvöld hafna
þessu, að látið verði á það reyna
fyrir dómstólum, hvort fyrra
ákvæðið sé enn í gildi, enda ljóst
að gríðarlegir hagsmunir margra
Ráðherra á að veita starfs-
leyfi samkvæmt lögum
- segir í bréfi áhugahóps um fæðingarþjónustu
FULLTRÚAR áhugahóps um bætta og aukna fæðingarþjónustu hafa
sent Guðmundi Bjarnasyni heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
bréf þar sem farið er fram á að hann svari því skriflega hvort hann
hyggist hafa afskipti af leigu 1. og 2. hæðar Fæðingarheimilisins í
Reykjavík.
Áhugahópurinn afhenti ráðherra
nýlega áskorun um að hann veiti
ekki starfsleyfi til ellefu lækna sem
ætla að taka fyrrgreint húsnæði á
leigu. Við það tækifæri sagði ráð-
herrann að læknunum væri heimilt
að hefja starfsemi án sinna af-
skipta.
I bréfi áhugahópsins til ráðherra
er vitnað til 26. greinar laga um
heilbrigðisþjónustu þar sem segir:
„Óheimilt er að setja á stofn eða
reka sjúkrahús skv. 24. gr., nema
með leyfi ráðherra. Sama gildir um
hvers konar aðra starfsemi sem
talin er vera í lækningaskyni. Sama
máli gegnir um allar meiri háttar
breytingar á húsakynnum og starf-
semi slíkra stofnana."
í bréfi áhugahópsins segir að
ótvírætt sé að leita beri leyfis ráð-
' herra fyrir fyrirhuguðum rekstri
læknanna í húsnæðinu.
byggingarfyrirtækj a eru í húfi,“
segir Pálmi.
Garðar Valdimarsson ríkisskatt-
stjóri segir ótvírætt að ákvæði
frumvarpsins muni gilda, þar sem
þau eiga að öðlast gildi 1. janúar
1990. Þegar menn geri upp virðis-
aukaskattinn verði því væntanlega
komin ný lög og eftir þeim verði
farið á þeim tíma. „Þá gildir auðvit-
að þetta ákvæði eins og því er
breytt þarna, um virðisaukaskatt-
inn sem tekur gildi 1. janúar 1990,
þannig að þá er fallið úr gildi þetta
ákvæði sem er núna í lögunum. Það
segir reyndar í því ákvæði: „...er
heimilt við uppgjör virðisauka-
skatts." Fyrsta uppgjörstímabilið
er frá 1. janúar 1990 til febrúarloka
1990 og síðan er gjalddagi þess
tímabils 5. apríl, þannig að það er
augljóst að þá eru þessar gömlu
reglur fallnar úr gildi,“ segir ríkis-
skattstjóri.
Bragðgóður hrísgrjónaréttur
með nautakjötskrafti og ör-
litlu hvítlauksbragði. Saman-
við er bætt ferskum grænum
baunum og gulrótum. Sérlega
góð uppfylling.
Fyrir 4 - suðutími 8 mín.
Heildsölubirgðir:
KARL K. KARLSSON\CO.
Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32
PÉTUR TRYGGVI
gullsmiður
SÖLUSÝNING
GALLERÍIÐ
Kænuvogi 36,
104 Reykjavík, sími 678950.
Opiðkl. 11-21 15.-23. des.
Sérverslun með listræna húsmuni
Borgartúni 29 Simi 20640