Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 Virðisaukaskattur: ASI, VSI og VMSS báðu um greiðslufrest í tolli ALÞÝÐUSAMBAND íslands, Vinnuveitendasaraband íslands og Vinnu- málasamband samvinnufélaganna hafa beint þeim tilmælum til fjármála- ráðherra að veittur verði greiðslufrestur á virðisaukaskatti við almenn- an innflutning í allt að tvo mánuði, til þess að halda verðlagshækkunum í skefjum. Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi þessara aðila á þriðjudag og fóru fulltrúar þeirra á lund fjármálaráðherra á miðviku- dag með þessi tilmæli. í umræðum á Alþingi í fyrrakvöld sagði fjár- málaráðherra að hann hygðist veita greiðslufrest, bæði iðnaði og al- mennum innflutningi. „Það var sameiginlegt mat að upptaka virðisaukaskatts um næstu áramót eins og hún liggur fyrir núna, skapaði alvarlega ógnun í verðlags- málunum og það var ákveðið að Al- þýðusambandið, Vinnumálasam- bandið og Vinnuveitendasambandið mundu formlega fara þess á leit við fjármálaráðuneytið að greiðslufrest- ur yrði gefinn á virðisaukaskatti í tolli, ekki bara gagnvart hráefni til iðnaðar, heldur gagnvart innflutningi almennt, og að þessi frestur yrði að minnsta kosti tveir mánuðir á upp- hafstíma þessa nýja skatts, hvað sem síðar yrði,“ segir Þórarinn V. Þórar- insson framkvæmdastjóri VSI. Þórarinn, Ásmundur Stefánsson forseti ASI og Hjörtur Stefánsson formaður VMSS gengu á miðvikudag á fund Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra og komu þessum óskum formlega á framfæri. í umræðum á Alþingi á miðviku- dagskvöld sagði fjármálaráðherra að vegna mikilla áskorana, þar á meðal frá samtökum alþýðu, yrði veittur greiðslufrestur á virðisaukaskatti við Félag símsmiða: Vandræði símnotenda á ábyrgð forráðamanna MORGUNBLAÐINU hefiir bo- rist eftirfarandi frá Félagi símsmiða: „Vegna frétta af erfiðleikum og viðgerðum á símum telur Félag símsmiða rétt að eftirfarandi komi fram: Frá byijun júlí og fram í septem- ber 1988 bárust Pósti og síma óskir frá 105 símsmiðum um breytingu á ráðningarkjörum þannig að þeir tækju laun sam- kvæmt samningi Rafiðnaðarsam- bands íslands og gerðust þá um leið félagsmenn þar eins og mý- mörg fordæmi voru fyrir hjá út- varpi og sjónvarpi um starfsmenn sem ekki höfðu iðnréttindi. Þessu var skotið til umsagnar fjármála- ráðuneytisins sem taldi ekki unnt að verða við óskum símsmiðanna þar eð gildandi samningur við RSÍ tæki eingöngu til rafvirkja og raf- eindavirkja og nema í þeim iðn- greinum og auk þess væru símsmiðirnir bundnir af samningi Félags íslenskra símamanna út samningstímabilið. Bréfi fjár- málaráðuneytisins lauk þannig orðrétt: Fjármálaráðuneytið er á hinn bóginn tilbúið til að taka beiðni þessa til athugunar þegar kjara- samningar verða lausir á ný.“ Til þess að ofangreind atriði stæðu ekki í vegi þegar samningar færu í hönd sl. haust brugðu símsmiðir á það ráð að segja sig formlega úr Félagi íslenskra síma- manna og sækja um inngöngu í Rafiðnaðarsambandið og í samn- ingaviðræðum við ríkið áttu þeir sína fulltrúa í samninganefnd Raf- iðnðarsambandsins, en samninga- nefnd ríkisins var ófáanleg til þess að taka inn í samninginn bein ákvæði um símsmiði vegna þess að samningur við Félag íslenskra símamanna væri ekki útrunninn og ennfremur benti starfsmanna- stjóri Pósts og síma og fleiri samn- inganefndarmenn ríkisins á að símsmiðirnir yrðu að segja upp störfum áður en lengra yrði haldið. Af þessum sökum hafa símsmiðir sagt upp störfum, stofn- að sitt eigið stéttarfélag og falið Rafiðnaðarsambandinu að fara fram á samningaviðræður við ríkið fyrir félagsins hönd, nú þegar samningur Félags íslenskra síma- manna er runninn út. En þrátt fyrir að öllum þeim annmörkum, sem ríkið hefur bent á, hafi verið rutt úr vegi, hefur ósk Rafiðnaðarsambandsins um samningaviðræður verið hafnað af fjármálaráðuneytinu vegna þess að „breytingar á ofangreindri (þ.e.( núverandi) skipan mála eru ekki fyfirhugaðar af hálfu ráðu- neytisins," eins og segir orðrétt í svari fjármálaráðuneytisins. Félagi símsmiða þykir miður að símnotendur skuli þurfa að verða fyrir óþægindum og vandræðum, en af ofanrituðu sést að vandræð- in eru á ábyrgð ráðamanna hjá Pósti og síma og í fjármálaráðu- neytinu og eiga rætur í þeim við- horfumað valdsmenn eigi að ráða því hvernig launþegar skipa sér í félög — viðhorf sem þessa dagana er verið að leggja í róða í hverju austantjaldsríkinu af öðru.“ GENGISSKRÁNING Nr. 246 22. desemb«r 1989 Kr. Kr. TolF Ein. Kl. 09.16 Kaup Sala Gengi Dollari 61.47000 61.63000 62.82000 Sterlp. 99,15100 99,40900 98,12800 Kan. dollari 53,06900 53.20700 53.84200 Dönsk kr. 9,17810 9.20190 9,00970 Norsk kr. 9.25200 9.27600 9.17080 Sænsk kr. 9.84470 9.87030 9.80180 Fi. mark 15.05700 15.09610 14.86860 Fr. franki 10,44920 10.47640 10,24630 Belg. franki 1,69670 1.70110 1.66590 Sv. franki 39,50010 39.60290 39,05380 Holl. gyilmi 31,59520 31.67740 31.00610 V-p. mark 35.67610 35.76900 34,97190 it. líra 0.04780 0.04792 0.04740 Austurr. sch. 5.06530 5.07850 4.96700 Port. escudo 0,40610 0,40720 0,40110 Sp. peseti -0.55420 0.55560 0.54450 Jap. yen 0.42799 0,42910 0.43696 írskt pund 94,01800 94,26300 92.29200 SDR (Sérst.) 80,39290 80.60220 80,63320 ECU, evr.m. 72.34710 72.53540 71,16560 Tollgengi fyrir desember er sölugengi 28. nóvember. Sjólfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. innflutning. Að sögn Marðar Áma- sonar upplýsingafulltrúa ráðherrans hafa ekki verið útfærðar reglur um greiðslufrestinn, en hugmyndin mun vera sú, að veita frest sem nemur uppgjörstímabilinu við innflutning hrávara til iðnaðar, við almennan innflutning verður veittur mánaðar frestur í upphafi næsta árs. Hug- myndin mun vera sú, að sá frestur styttist þegar líður á árið, þannig að í árslok verði virðisaukaskattur í al- mennum innflutningi staðgreiddur við tollafgreiðslu. Að sögn Marðar réði það úrslitum um afstöðu ráðherrans varðandi al- mennan innflutning, að Alþýðusam- bandið lagðist á sveif með verslun- inni að biðja um greiðslufrestinn. Þórarinn V. Þórarinsson segist fagna þessari grundvallarafstöðu ráðuneytisins sem í þessu felst, þótt ekki hafi að fullu verið farið að beiðni samtakanna. „Það er sívaxandi áhugi á að reyna þessa leið sem menn hafa verið að tala um í kjara- samningunum, að sigla hér áfram til sem lægstrar verðbólgu. Þá mega menn ekki við einhveiju, hvort heldur það heitir eitt, tvö eða fjögur pró- sent, í hækkunum á almennu verð- lagi vegna kerfisbreytinga í skatti, þannig að það var afar mikilvægt að fjármálaráðuneytið skyldi fallast á þetta.“ Stelpur tUbúnar með kakókönnumar. Selfoss: Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fjármagna vinabæjar- ferð með kakósölu Selfossi. TÍU ára krakkar í Barnaskóla Selfoss, foreldrar þeirra og kenn- arar, stefna að utanlandsferð er börnin verða tólf ára. Fyrirhugað er að fara til vinabæjarins Aren- dal í Noregi en þar vinna böm að sams konar ferð til íslands. Undirbúningur ferðarinnar er hafinn. Skipuð hefur verið nefnd sem í eru foreldrar og nemendur. Hún hefur það verkefni að vinna að fjáröflun fyrir ferðina. Einn lið- urinn í fjáröfíuninni var kakósala 16. desember, þegar jólasveinarnir komu á Tryggvatorg. Þá komu krakkamir sér fyrir í anddyri Vöru- húss KÁ og buðu fólki heitt kakó með þeyttum ijóma. Kakóið var hitað í Tryggvaskála og borið á milli húsa í hitakönnum. Þetta kunni fólk vel að meta og góð sala var. Fyrirhugað er að selja kakó aftur á Þorláksmessu. Víst er að margir munu þiggja þessa hressingu krakkanna í miðjum jólaönnum og nota tækifærið að staldra við og spjalla. — Sig. Jóns. Miðstöð rannsókna á norð- urslóðum verði á Islandi - segir Þór Jakobsson veðurfræðingur ÞÓR Jakobsson, deildarstjóri í haflsdeild Veðurstofu íslands, vill að íslendingar hafí forgöngu um að stofnað verði til alþjóðlegrar samvinnu ríkja sem eijga hafsvæði að Norður-íshafi um rannsókn- ir á þessum slóðum. I _þessu skyni vill hann að komið verði upp rannsóknarmiðstöð á Islandi. I samtali við Morgunblaðið sagði hann að landfræðilega hljóti ísland að teljast ákjósanlegur staður fyrir slíka miðstöð. Lánskjara- vísitala hækk- ar um 1,8% SEÐLABANKI íslands hefiir reiknað út lánskjaravísitölu fyr- ir janúarmánuð 1990 og gildir vísitalan 2.771 fyrir mánuðinn. Jafngildir það 1,8% hækkun frá fyrra mánuði. Umreiknað til árshækkunar jafngildir hækkun frá fyrra mán- uði 23,9% verðbólgu á heilu ári, hækkunin síðustu þrjá mánuði 21,4% verðbólgu á heilu ári, síðustu sex mánuði 19,0% verð- bólgu og síðastliðna 12 mánuði hefur lánskjaravísitalan hækkað um 21,6%. Þór segir að íslendingar séu miklir eftirbátar annarra þjóða í hafísrannsóknum og slík miðstöð hefði það í för með sér að íslensk- ir vísindamenn á þessu sviði myndu njóta góðs af slíku sam- starfi. Undanfama daga hefur hafís- inn Norðanlands verið mikið í fréttum enda ekki jafn mikill ís verið við strendur landsins í des- ember frá því 1917. Þór segir að mun umfangsmeiri hafísrannsókn- ir séu íslendingum lifsnauðsynleg- ar því hafísinn hefur ekki aðeins áhrif á siglingar við landið og veðr- áttu heldur einnig allt líf í hafinu. Að sögn Þórs hafa flestar þjóðir sem hagsmuna hafa að gæta á norðurslóðum yfir að ráða fjar- könnunartækni á háu stigi, þ.e. hafa skilyrði fyrir móttö'ku á gerfi- hnattamyndum. Það hafa íslend- ingar hins vegar ekki og telur Þór brýnt að bætt verði úr því. Þór segir að hugmyndir um að íslendingar gegni forystuhlutverki á sviði náttúruverndar séu byggð- ar á mikilli vanþekkingu og ein- sýnt sé að þeir geti aðeins verið í samfloti með öðmm þjóðum á þeim vettvangi. Nær væri að efna til samstarfs við aðrar þjóðir um rannsóknir á höfunum og loft- hjúpnum yfir pólarsvæðum jarðar. „Mér finnst að leggja beri miklu meiri áherslu á hafísrannsóknir hér á landi og þá einnig alhliða rannsóknir á norðurslóðum. Á þessu hafsvæði stunda vísinda- menn æ umfangsmeiri rannsóknir. íslendingar hafa reynt að taka þátt í þeim með einhveijum hætti en mér þykir ekki nóg að gert,“ sagði Þór. Fremstir á sviði rannsókna á norðurslóðum eru Bandaríkja- menn, Kanadamenn og Sovét- menn og Danir eru um þessar mundir að stórefla rannsóknar- störf sín á þessu svæði. Þór telur þó hins vegar að staðsetning al- þjóðlegrar miðstöðvar sem rækti rannsóknir á norðurslóðum væri ákjósanleg á íslandi vegna þess hve miðsvæðis landið er, nyrst í Atlantshafi, skammt frá mynni íshafsins. „Ef mögulegt er ættu íslending- ar að gegna forystuhlutverki í slíkum rannsóknum með því að koma á fót rannsóknarmiðstöð hér á landi. Við ættum að móta hug- myndirnar að þessu sjálf í stað þess að fá fyrirspurnir frá útlönd- um um hvort erlendir aðilar rpegi setja á stofn slíka stofnun hér á landi. Islenskir ráðamenn eru á stundum ekki nógu kappsfullir og metnaðargjarnir til að ýta hug- myndum á borð við þessa úr vör,“ sagði Þór. Laugarásbíó: Frumsýning á teiknimynd- inni Fyrstu ferðalöngunum LAUGARÁSBÍÓ frumsýnir á annan í jólum teiknimyndina Fyrstu ferðalangana (The land before time). í frétt frá kvikmyndahúsinu segir að Fyrstu ferðalangarnir greini frá lítilli risaeðlu, Smáfót, sem strýkur frá heimkynnum sínum sem eru að leggjast í eyði og heldur út í heim í leit að Stórad- al. Á ferðalagi sínu hittir Smáfótur aðrar risaeðlur sem slást í för með honum. Saman lendir hópurinn í ýmsum hrakningum og ævintýrum en lærir í leiðinni að samheldni og vinskapur getur hjálpað þeim gegnum öll vandræði. Fyrstu ferðalangarnir er eftir bandaríska teiknimyndahöfundinn Don Bluth, sem áður gerði teikni- myndina Draumalandið (An Am- erican Tale). Framleiðendur era Georges Lucas og Steven Spiel- berg. ■ MÝVATNSSVEIT. Aðventu- kvöld var i Reykjahlíðarkirkju fimmtudaginn 14. desember síðast- liðinn. Kór Idrkjunnar söng. undir stjórn Jóns Árna Sigfússonar, séra Örn Friðriksson lék undir. Ein- söngvari með kórnum var Margrét Bóasdóttir. Sigríður Einarsdóttir lék á fiðlu. Þá ávarpaði sóknar- presturinn kirkjugesti. Síðan fóru viðstaddir með faðirvor og síðast var sungið Heims um ból. Þessi kvöldstund í kirkjunni var mjög hátíðleg. - Kristján

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.