Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989
Valgeir er
bestur um-
búðalaus
Tónlist
Ami Johnsen
Það er eiginlega erfitt að ímynda
sér að Valgeir Guðjónsson hitti ekki
í mark með því sem hann gerir, en
sú er reyndin á plötu hans, Góðir
áheyrendur. Valgeir hefur verið
ástsæll lagasmiður, textasmiður og
söngvari og hljóðfæraleikari og það
er fullkomlega eðlilegt, því hann
er bæði snjall og skemmtilegur
listamaður. En líklega bera Góðir
áheyrendur í bakkafullan lækinn i
ákveðnum takti og tónbyggingu
sem hann hefur haldið sig við upp
á síðkastið, en þó ræður ef til vill
mestu um að platan mun vart slá
í gegn sú aðferð Valgeirs að auka
enn við rafmögnun í hljóðfæraleik.
Valgeir sjálfur er bestur eins og
hann er sjálfur, umbúðalaus og
eðlilegur og sama er að segja um
tónlist hans að mínu mati, persónu-
legu hljóðfærin sem þurfa enga
rafmagnaða milliliði hæfa best
snilld Valgeirs. Ræðuávarpið góðir
áheyrendur stendur og fellur með
því sem á eftir kemur, ræðunni sem
fylgir í kjölfarið eða á að fylgja í
kjölfarið. Lulluð og sléttlend ræða
skilur ekki mikið eftir sig og þótt
plata Valgeirs Góðir áheyrendur sé
vissulega notaleg eins og hans er
von og vísa og með ágætum köflum
þá er sléttlendið heidur of mikið í
heild miðað við þann fjallgarð sem
Valgeir hefur skapað sér með ímynd
sinni í gegn um tíðina, en þá er
bara að bíða eftir því að listamaður-
inn bretti upp ermarnar fyrir næstu
lotu. Hæfileikar hans staldra varla
lengi við á sléttunni þótt hún geti
sannarlega verið eftirsóknarverð á
sinn hátt. Fjöllin sjálf verða hins
vegar að fá að njóta sín þar sem
tign þeirra er mælanleg úr hæðum
og víddum í senn. Sama er að segja
um Valgeir Guðjónsson, menn ætl-
ast til meiri titrings í þeim gáium
sem hann hringir af stað í fljóti
tónlistarinnar.
Jólalegjól,
handan hafs
Jólaleg jól, plata Svanhildar Jak-
obsdóttur og Önnu Mjallar Ólafs-
dóttur, er ekki beint í hefðbundnum
stíl íslenskra jólalaga. Þær mæðgur
syngja báðar vel, Svanhildur með
sinni alkunnu rödd af lipurð og
þroska og Anna Mjöll er ekki síður
góð söngkona þótt hún eigi eftir
að skólast eitthvað til. Öll lögin á
plötunni eru bandarísk jólalög og
ugglaust þykja þau jólaleg þar á
bæ, en hér norður á Fróni minna
þau mun meira á hversdaglegar
dægurflugur en eitthvað sem teng-
ist jólunum. Mörg lögin eru falleg
og Ólafur Gaukur er snjall í útsetn-
ingum, en hætt er við að þau fari
fyrir ofan garð og neðan í því sem
við köllum íslensk jólastemmning.
Platan er ágæt í þeim stíl sem hún
er unnin í, en textamir eru þó veik-
asti hluti plötunnar, beinlínis slæm-
ir margir og í raun aðeins einn sem-
stendur. Það er textinn Hátið í bæ,
sem reyndar er löngu kunnur. Því
miður er ekki ástæða til þess að
hafa mörg orð um þessa plötu.
Plötuumslagið er fagurt, enda prýð-
ir mynd af þeim mæðgum það,
Iíflegum og glæsilegum, en hætt
er við að innihaldið hitti ekki í
mark. Við söngvarana er þó ekki
að sakast en í fæstum tilvikum njóta
þær sín eins og þær eiga skilið og
það verður skemmtilegt að fylgjast
með ferli Önnu Mjallar sem auð-
heyrilega er margt til lista lagt í
þágu sönggyðjunnar, þótt hún sé
að þessu sinni á fremur hæpnu
svæði í þessari lotu.
Líttu inn og fáðu lipra þjónustu í Ijúfum bæ.
Orient armbandsúr í miðbænum!
Hjá okkurfer saman gcebi ogglcesileiki
Bankastræti
Laugavegur
12
Guðmundur
Þorsteinsson sl.
Opið í dag
kl. 9-23
Carl A. Bergmann,
úrsmiður,
Skólavörðurstíg 5.
Kornelíus Jónsson,
úra- og skartgripaverslun,
Skólavörðustíg 8 og
Bankastræti 6.
Nýtt bílageymsluhús,
nóg pláss, frítt á
laugardögum
-i
1%
Helgí Sigurðsson,
úrsmiður,
Skólavörðustíg 3.
Guðmundur Þorteinsson sf.,
úra- og skartgripaverslun,
Bankastræti 12.
Söngvarar af
Guðs náð með
góðskáldum
Hljómplata þeirra Egils Ólafsson-
ar og Ólafar Kolbnjnar Harðardóttur
með lögum Jóhanns Helgasonar við
ljóð Davíðs Stefánssonar og Kristj-
áns frá Djúpalæk er glæsileg hljóm-
glata og vinnur á við nánari kynni.
Eg vildi er nafn plötunnar sem er
að marki gefin út til ágóða fyrir
byggingu tónlistarhúss. Útsetningar
eru eftir Áma Harðarson og hafa
þær tekist með ágætum eins og segja
má um plötuna í heild. Ólöf Kolbrún
hefur löngu sýnt og sannað sína
miklu hæfileika í óperusöng og ljóða-
söng og sama er að segja um Egil
sem söngvara almennt, en slík nátt-
úrurödd sem hann býr yfir er sjald-
gæf og líkast til gott dæmi um það
sem menn kalla náttúm af Guðs
náð. Allt sem Egill færir til söngs
verður fagurt.
Á plötunni eru mörg kunn ljóð
eftir skáldin tvö, Kristján með létt-
leika sinn í yrkingum söngtexta og
stílfegurð og Davíð frá Fagraskógi
í öllu sínu veldi. í stuttu máli er
þessi plata bæði fögur og skemmtileg
og að henni mikill fengur. Lögin eiga
eftir að finna sér farveg, en það era
vandaðir og eftirsóttir listamenn sem
leiða þau fram á veginn og ugglaust
eiga einhver þeirra eftir að festast
varanlega í sessi.
■ MIKLAHOLTSHREPPUR.
Aðventukvöld fyrir sóknir Söðuls-
holtsprestakalls var haldið í
Laugagerðisskóla laugardaginn
10. desember síðastliðinn. Mikill
fjöldi fólks úr öllum sveitum presta-
kallsins sótti þessa ágætu sam-
komu. Dagskrá kvöldsins var á þá
leið að fyrst var ávarp sóknarprests-
ins, séra Hreins Hákonarsonar.
Þá lék nemandalúðrasveit Tónlist-
arskólans í Borgarnesi nokkur
lög. Stjórnandi hennar er Bjöm
Leifsson, skólastjóri tónlistarskól-
ans. Eftir það flutti Danfríður
Skarphéðinsdóttir, alþingismað-
ur, góða hugvekju um jólahald.
Síðan kom einsöngur, frú Guðrún
Ellertsdóttir frá Akranesi söng
við undirleik Fríðu Lámsdóttur,
tónlistarkennara. Einnig fluttu
fermingarbörn aðventutexta. Haf-
liði Gíslason, kennari, lék á gítar
og ungir nemendur aðstoðuðu með
ágætum söng. Þá fluttu fermingar-
börn ritningarlestur og bæn í um-
sjón sóknarprests. í lok samko-
munnar spilaði Elías Davíðsson,
tónlistarkennari í Ólafsvík, á
steinaspil. Eftir að dagskrá var
tæmd buðu húsfreyjur í Eyja-
hreppi öllum til rausnarlegrar
kaffidiykkju á eftir. - Páll
DISKOTEK «
Danslög við allra hæfi.
„SNOOKER" og „P00L“
ásínum stað.
u
OKEYPISINN
#speRT
■HIMldiIIWIflimi
BORGARTÚNI32
Aldurstakmark 20 ár
I
BINGÖ!
Hefst kl. 13.30
Aðalvinninqur að verðmæti
________100 bús. kr.
Heildarverðmæti vinninga um
300 þús. kr.
TEMPLARAHOLUN
Eiríksgötu 5 — S. 20010