Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990 Signrður Hallgrímsson veitir verðlaunum sínum viðtöku úr hendi danska menningamálaráðherrans, Ole Vig Jensen. íslenskur arkitekt hlýt- ur verðlaun í Danmörku ÍSLENSKUR arkitekt, Sigurður Hallgrímsson, hlaut í desember dönsku Icopal-verðlaunin fyrir Iokaverkefhi sitt við Arkitektaskóla Listaakademíunnar í Kaupmannahöfh; hús undir sýningarsali og vinnustofur í Reylqavik. 45 arkítektúrstúdentar tóku þátt í samkeppni til verðlaunanna, sem Villadsen’s-verksmiðjunnar veita. Verðlaunin skal veita verki þar sem sýnt er fram á mikilvægi þaks fyr- ir arkitektúr húss. Verðlaunaféð nemur 30 þúsund dönskum krón- um. Dómnefnd var einhuga um að veita Sigurði verðlaunin. Afkoma frystingarinnar: Um tíunda hvert hús er rek- ið með nokkrum hagnaði UM TÍUNDI hluti fyrirtækja í frystingu, miðað við fjölda, er rekinn með um 10% betri afkomu en meðaltalið. Miðað við mat Sambands fiskvinnslustöðva er frystingin að meðaltali rekin með 4% tapi nú í upphafi árs. Beztu fyrirtækin eru því rekin með um 6% hagnaði af tekjum, en á sama hátt er tap þess flokks, sem verst er settur um 14%. Skiptingin er svipuð í söltun, en þar er þó meiri munur á af- komu hinna beztu og þeirra lökustu. Afkoma söltunar er að meðal- tali mun lakari en í frystingunni. ' Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar á afkomu frysting- arinnar árið 1988 og dreifingu fyr- irtækjanna eftir afkomu, má gera ráð fyrir því að fyrirtæki með um fimmtung af veltu frystingarinnar, alls tíundi hluti miðað við fjölda, sé rekinn með um eða yfir 10% betri afkomu en meðaltalið. Svipað- ur hluti er svo jafnmikíð fyrir neðan það. Þetta bendir til þess að í þeim hópi, sem bezt er rekinn, séu frem- ur fá en stór frystihús svo og ein- hver af smærra taginu. Svo virðist sem rekstur frystihúsa af miðlungs stærð sé erfiður og að bilið milli vel rekinna húsa og slakra fari vax- andi. VEÐUR Heimild: Veðurstofa íslands / (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 4. JANUAR. YFIRLIT ( GÆR: Skammt suður af Hvarfi er viðáttumikil 945 mb lægð sem þokast austnorðaustur. SPÁ: Suðaustanátt, stinningskaldi með rigningu austan til á landinu fram eftir degi en léttir síðan til norðan- og norðaustanlands. Um sunnan- og vestanvert landið verður sunnangola eða kaldi og skúr- ir. Hiti 4—7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Fremur hæg suðaust- læg átt. Bjart veður og sums staðar vægt frost á Norðurlandi en skúrir eða slydduél og 2—5 stiga hiti sunnanlands. TÁKN: Heiðskirt x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu.og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning f f f * / * / * / * Slydda f * f * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —{- Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +1 léttskýjað Reykjavík 5 alskýjað Bergen vantar Helsinki +12 léttskýjað Kaupmannah. 0 súld á síð. klst. Narssarssuaq 4 úrk. í grennd i Nuuk 4 alskýjað Ósló +7 kornsnjór Stokkhólmur +4 súld á sið. klst. Þórshöfn 6 skúr á sið. klst. Algarve 12 skýjað Amsterdam 2 þokumóða Barcelona 9 þokumóða Berlín 1 mistur Chicago 1 neiðskírt Feneyjar 5 heiðskirt Frankfurt 0 alskýjað Qlasgow 5 rígning Hamborg 0 skýjað Las Palmas 18 súld London 5 alskýjað Los Angeles 9 heiðskírt Lúxemborg +1 skýjað Madríd 8 alskýjað Malaga 13 alskýjað Mallorca 16 alskýjað Montreal +1 alskýjað New York 3 skýjað Orlando 13 skýjað París 1 skýjað Róm 10 þokumóða Vin +1 snjók. síð. klst. Washington +1 skýjað Winnipeg +13 snjókoma Uppgjör fyrir einstök hús fyrir þetta ár liggur ekki fyrir og Þjóð- hagsstofnun gefur ekki upp hvaða hús séu í hópi þeirra bezt reknu. Miðað við afkomuna árið 1988 má áætla að í þessum hópi geti verið einhver eftirtalinna húsa: Hólanes á Skagaströnd, Útgerðarfélag Ak- ureyringa, Jökull á Raufarhöfn, Hraðfrystihúsið á Fáskrúðsfirði, Fiskiðjuver KASK á Homafirði, Haraldur Böðvarsson og Co. á Akranesi og þau hús á Vestfjörðum sem bezt standa. Þama gætu einn- ig verið einhver smærri hús. Þá mun rekstur frystihúsanna í Nes- kaupstað og á Eskifirði hafa geng- ið vel undanfarin misseri og svo á reyndar við um mörg önnur. Námskeið Heilsuverndarstöðvarinnar: Tilraimir að heijast með nefuða gegn reykingum ÞATTTAKENDUM á námskeið- um Heilsuverndarstöðvarinnar gegn reykingum verður á nýja árinu gefinn kostur á að prófa notagildi nikótín-nefúða við að hætta að reykja. Sambærilegar prófanir fara nú fram í Banda- ríkjunum og Svíþjóð. Að sögn Þorsteins Blöndal læknis, sem hefur umsjón með námskeiðun- um og prófununum, er vonast til að úðinn geti skilað enn betri árangri en nikótín-tyggigúm- míið sem margir hafa notað við að hætta að reykja. 40-45% þeirra sem notað hafa tyggigúmmíið hafa náð að hætta reykingum lengur en í eitt ár og batnar árangrinn eftir því sem lyf- ið er meira notað. Að sögn Þor- steins rís nikótín-magn í blóðinu hraðar þegar úðinn er notaður og líkara því sem er við reykingar. Því er vonast til að notkun hans skili meiri árangri. Fyrsta námskeiðið á nýja árinu hefst næstkomandi mánudag en önnur námskeið verða h^ldin í byijun febrúar, mars og apríl. Þátttakendur fá nikótín-úðann til ókeypis nota í allt að eitt ár. Nán- ari upplýsingar eru veittar á Heilsuverndarstöðinni. Þar fer inn- ritun einnig fram. VÍðræður ASI, VSI og VMS; Stífari fundahöld undirbúin FYRSTI fundur aðila vinnu- markaðarins á nýju ári um nýja kjarasamninga var hald- inn í gær í húsnæði Vinnumála- sambands samvinnufélaganna við Kirkjusand. Annar fundur hefiir verið ákveðinn seinni- partinn á morgun í húsnæði Alþýðusambands íslands við Grensásveg. Á fundinum í gær var farið yfir stöðu mála og hvað komið hefði fram á fundum samtakanna fyrir jól og milli jóla og nýárs. Gert er ráð fyrir að meiri kraftur komist nú á viðræðurnar og fund- ir verði tíðari. Hækkun á gjaldskrá sundstaða í Reykjavík BORGARRÁÐ hefur samþykkt hækkun á gjaldskrá sundstaða frá og með 1. janúar. Einstakur miði fullorðinna kostar nú kr. 100 en kostaði kr. 90, ein- stakur miði barna kostar kr. 50 en kostaði kr. 45. Hækkunin er ll,l%., Tíu miðar fullorðinna kosta kr. 900 en kostuðu kr. 810, tíu miðar bama kosta kr. 290 en kostuðu kr. 260 og þijátíu miðar fullorðinna kosta kr. 2.200 en kostuðu kr. 2.000. Einstakir miðar í gufubað kosta kr. 210 en kostuðu kr. 190, tíu miðar í gufubað kosta kr. 1.820 en kostuðu kr. 1.650 og leiga á hand- klæðum og sundfötum hækkar úr kr. 130 í kr. 150. Árskort fullorð- inna hækkar í kr. 13.000 en kost- aði kr. 11.700, árskort fyrir börn kostar kr. 4.800 en kostaði kr. 4.400, fyrirtækjakort hækka í kr. 2.200 en kostaði kr. 2.000. Gjald í vatnsrennibrautir sem var kr. 100 er fellt niður.' Landsbankinn lækkaði nafiivexti um áramótin LANDSBANKI íslands lækkaði nafnvexti um áramótin af hluta útlána og innlána. Forvextir af víxlum lækkuðu úr 27,5% í 25,5% og vextir af yfirdráttarlánum lækkuðu úr 32,5% í 30,5%. Þá varð lækkun á vöxt- um af almennum tékkareikninguni úr 2% í 1%, vextir af sértékkareikn- ingum lækkuðu úr 10% í 8% og vextir af sparisjóðsbókum lækkuðu úr 11% í 9%. Aðrir bankar og sparisjóðir breyttu ekki nafnvöxtum af útlánum og eru þeir nú að jafnaði hærri en vextir Landsbankans. Þannig eru vextir af víxlum annarra banka og sparisjóðanna 27,5% og vextir af yfirdráttarlánum eru á bilinu 32,5-35%. Algengustu vextir af verð- tryggðum og óverðtryggðum skulda- bréfum eru jafnháir nú hjá Lands- banka og búnaðarbanka eða 7,5% og 31,5%. Hjá öðrum bankastofnun- um eru algengustu vextir af óverð- tryggðum skuldabréfum 31,75- 32,75% og af verðtryggðum skulda- bréfum eru þeir á bilinu 7,75-8,25%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.