Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 12
r i j auowi 12 ■ .1 HIWAU JThWJ'? (flGUUHHUDaOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990” Nokkur orð vegna frumvarps til laga um greiðslukortastarfsemi eftir Sigurð Gizurarson Fyrir Alþingi hefur verið lagt frumvarp til laga um greiðslu- kortastarfsemi og aðra sambæri- lega greiðslumiðlun. Frumvarp- ið er samið af nefnd, sem á veg- um viðskiptaráðuneytis hefur verið fengið það verkefni að fjalla um starfsemi á fjármagns- markaði utan viðskiptabanka og sparisjóða. Frv. stefnir að því að skerða verulega samnings- og markaðsfrelsið að því er tekur til greiðslukorta. Greiðslukort er í rauninni lykill gerður úr plasti, sem opnar lögleg- um handhafa aðgang að lánsvið- skiptum. í greinargerð fyrir frv. er gefið stutt yfirlit yfir sögu þeirra. Þegar upp úr síðustu alda- mótum voru einstaka hótel í Banda- ríkjunum farin að gefa út greiðslu- kort til góðra viðskiptavina. Din- ers’ Club hóf hins vegar greiðslu- miðlun árið 1949. Og bandarískir bankar munu upp úr 1950 hafa farið að gefa út slík kort. Síðar komu til sögu American Express 1958, Visa og Eurocard. Eitt alís- lenzkt kortafyrirtæki starfar hér- lendis, en það er Samkort hf.,sem starfar á vegum SÍS. Notkun greiðslukorta er orðin allalmenn hér á landi. Viðskipti með atbeina þeirra munu hafa numið um 25 milljörðum króna 1988, ogjþar af um 4 milljörðum erlendis. A sama tíma var heildar- velta smásöluverzlunar lands- manna um 66 milljarðar. í umferð meðal íslendinga eru um 110 þús- und greiðsiukort. Engar Iagareglur hafa fram til þessa verið settar sérstaklega um greiðslukort. Meginreglur samn- inga- og kröfuréttar gilda því á þessu sviði. Margt er líkt með greiðslukortum og tékkum, en um þá gilda sérstök lög nr. 94/1933. Ákvæði frv. þess um greiðslukort, sem nú hefur verið lagt fram, eru þó af öðrum toga en ákvæði tékka- laganna. Frv. er ætlað að skerast í hinn frjálsa leik markaðarins í því skyni að vernda þann, sem , minna má sín. Höfundum frv. gengur gott eitt til, en þó má draga í efa, að forsendur þeirra fái staðizt. Viðskiptatraust umsækjenda verði skilyrði þess, að hann fái greiðslukort útgefíð í frumvarpinu er lagt til, að mjög verði þrengd úrræði greiðslu- kortafyrirtækja og umboðsaðila þeirra til að tryggja skilvísi kort- hafa. Fyrirhugað er, að kortafyrir- tækjunum verði bannað að styðjast við annað en viðskiptatraust um- sækjanda sjálfra, þegar ákvörðun er tekin um kortaútgáfu. EinungiS ef sérstaklega stendur á, skal heim- ilt að krefjast fyrirfram trygginga með ábyrgð annarra fyrir úttekt korthafa. Þetta ákvæði frv. er í greinar- gerð rökstutt með því, að greiðslu- kort séu einkum notuð við greiðslur vegna einkaneyzlu og því sé eðli- legt að leggja til grundvallar við- skiptatraust korthafans sjálfs en ekki ábyrðgarmanna. Erlendis tíðkist þeir viðskiptahættir, sem frv. leggur til, og greiðslukort verði þannig skilríki um lánstraust kort- hafans. Tillaga frv. sýnist á hæpnum rökum reist. Erlendis eru greiðslu- kort víða notuð af efnafólki, en síður af öllum almenningi. Efnafólk þarf vitaskuld ekki ábyrgðarmenn. En ef greiðslukort auðvelda við- skipti og gera þau ódýrari, ætti stefna löggjafans hvað sem því líður að vera sú að ýta undir notk- un þeirra á sem flestum sviðum en ekki að spyrna við fótum. Sú skipan er-sjálfri sér ósamkvæm að ’ heimila þeim, sem vill taka víxil- eða skuldabréfalán eða stofna áví- sanareikning, að útvega sér ábyrgðarmann, en banna hinum það, sem hyggst sækja um greiðslukort. Réttarstaða banka gagnvart þeim, sem hafa fengið að opna tékkareikninga, er nú þeg- ar miklu sterkari en réttarstaða greiðslukortafyrirtækja gagnvart korthöfum. Það skýtur skökku við að gera aðstöðumuninn enn frekari en nú er. Ef eigandi tékkheftis gefur út innistæðulausa ávísun, á hann yfir höfði sér ákæru ríkissak- sóknara fyrir fjársvik. Ef hins veg- ar kortahafi stendur ekki í skilum við kortafyrirtæki á gjalddaga, á þáð einungis almenna kröfu á hend- ur honum, og það þótt um stórar fjárhæðir sé að tefla. En svo sem heimilt er samkvæmt núgildandi reglum, stendur ábyrgð þriðja manns oft til tryggingar þeirri skuld. Ungt eignalítið fólk, sem sækir um ávísanareikning eða greiðslu- kort í fyrsta sinn, er ekki í aðstöðu til að sanna fyrirfram, að það sé . traustsins vert. Úr því verður reynslan að skera. Líklegt er því, ef frv. verður að lögum, að greiðslu- kortafyrirtæki muni mjög styðjast við upplýsingar bankakerfisins um skilvísi umsækjenda, svo sem hvernig sá sem í hlut á hefur um- gengist tékkareikning sinn. Og ef þar hefur orðið misbrestur á, mun greiðslukort naumast verða gefið út. Frv. gengur lengra en þörf er á, með því að nefnt ákvæði þess er líklegt til að verða hemill á notk- un greiðslukorta, ef að lögum verð- ur. Full ástæða er á hinn boginn til að koma í veg fyrir, að ábyrgð- ir séu misnotaðar. Allsendis óviðun- andi er, að bankar heimti nöfn ábyrgðarmanna á óútfyllt víxil- eyðublöð, sem síðan eru útfyllt, þegar vanskil verða, með þeirri fjárhæð, sem bankanum þóknast. Slík aðferð er ámælisverð, og fær naumast staðizt samkvæmt núgild- andi reglum. Hvað skilur á milli greiðslukorts og tékka? Greiðslukort (plastkortið) gegnir svipuðu hlutverki og tékkhefti. Sá sem týnir greiðslukorti lendir í svip- aðri stöðu og sá sem týnir tékk- hefti. Hann á á hættu, að þau lög- teikn, sem í kortinu felast, verði misnotuð af óráðvöndum finnanda til að svíkja út verðmæti. Undirrit- aður greiðsluseðill (sölunóta) er sambærilegur við útgefinn tékka. Hvort tveggja bréfin eru viðskipta- bréf, þ.e. skjöl, sem þess konar réttur er tengdur við, að honum verður ekki framfylgt án skjalsins, né heldur er unnt án skjalsins að framselja hann öðrum. Greiðslu- miðlun má þó framkvæma með miklu einfaldari hætti en með framvísun plastkorts í verzlunum og útgáfu greiðsluseðils. Algengt er, að greiðslumiðlun fari fram í gegnum síma með vísan til númers á greiðslukorti. Munurinn á greiðslukorti og tékka kemur aðallega fram í því, að notandi kortsins fær greiðslu- frest. Móttakandi greiðsluseðils, sem útgefinn er með atbeina greiðslukorts, verður að bíða eftir greiðslu frá kortafyrirtækinu fram að gjalddaga. En móttakandi tékka getur jafnan framvísað honum strax í banka og fengið hann greiddan, enda sé næg innstæða á tékkareikningnum. Erlendis er þó einnig í umferð svokölluð „debet- kort“, sem gefa greiðslumóttak- anda kost á að fara strax í banka og fá greiðslu. Það fer eftir samningi aðila, á hvern kostnaður af greiðslukorta- þjónustu er lagður. Við þá samn- ingsgerð er staða kortafyrirtækja miklum mun sterkari en greiðslu- móttakenda (t.d. verzlana). Korta- fyrirtækin hafa í krafti þess valið þann kost að gera reikning sinn þeim fyrirtækjum, sem selja vöru og þjónustu gegn framvísun korts. Á hinn bóginn hafa þau ekki hér- lendis gert korthöfum reikning vegna þessa. Stafar það væntan- lega af því, að þau eru í sam- keppni um að ná viðskiptum við sem flesta korthafa og vilja því bjóða korthöfum sem hagstæðust kjör. Greiðslumóttakendur (t.d. verzlanir) bjóða upp á — eða telja sig neyðast til að bjóða upp á — kortaviðskipti til að verða ekki undir í samkeppni, þar sem keppi- nautar bjóða einnig upp á slík við- skipti. Það er þó í rauninni ekkert nýtt, því að verzlanir hafa löngum af þessari ástæðu boðið uppTt — eða talið sig neyðast til að bjóða upp á — reikningsviðskipti. Macintosh fyrir byrjendur Skemmtilegt og fræðandi 22 kennslustunda námskeið um forritið Works. Macintoshbók, 180 blaðsíður, innifalin. Síðdegis-, kvöld- og helgarnámskeið. Stýrikerfi, ritvinnsla, gagnasöfnun og áætlanagerð. Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 • slmi 68 80 90 Metsölublad á hverjum degi! Kortagjald í frumvarpinu er lagt til, að ráð- herra verði heimilt að fenginni til- lögu Verðlagsráðs að ákveða há- marksgjald sem kortafyrirtæki verði heimilt að krefja greiðsluvið- takanda (t.d. verzlun) um vegna notkunar greiðslukorta. Lagt er til, að ákveða megi gjald þetta sem tiltekinn hundraðshluta greiðslu- kortaviðskipta. Þá er og lagt til, að kostnaður vegna notkunar greiðslukorta greiðist að öðru leyti af korthöfum, sbr. 12. gr. Ef frv. verður að lögum, hefur það því í för með sér gjaldtöku úr hendi korthafa — eins konar korta- skatt, sem kortafyrirtækin inn- heimta. Rökin að baki gjaldtöku eru þau, að það sé óeðlilegt, að sá sem lán- ar borgi gjald fyrir að veita lán. í greinargerð fyrir frv. segir: „Sam- kvæmt þessu skal rekstrarkostnað- Sigurður Gizurarson „Frumvarpið um greiðslukortastarfsemi ber mjög svo keim af tilhneigingxi til ofskipu- lags og ofstjórnar. Höf- undum þess gengur greinilega gott eitt til. En þess eru mörg dæmi, að lög, sem eiga að vera til þjóðþrifa, snúast upp í andhverfu sína.“ ur af greiðslumiðluninni ekki Iagð- ur á greiðsluviðtakanda, heldur á korthafa. Tilgangurinn með ákvæðinu er að tryggja, að greiðslumiðlunin valdi ekki kostn- aðarauka hjá verzlunum og fyrir- tækjum, sem taka við greiðslu með reikningsfærslu gegn framvísun greiðslukorts, þar eð það veldur því að kostnaðaraukinn hlýtur að koma fram í hærra vöruverði." Sú hækkun vöruverðs, sem hér er talað um, kemur að líkindum einungis fram hjá þeim, sem borga með peningaseðlum. Sá sem notar greiðslukort græðir hins vegar vexti þar á móti, og þarf hann því ekki nauðsynlega að hljóta skaða af hækkuðu vöruverði. Með korta- gjaldinu er því í raun ekki ætlunin að vernda hann, heldur hinn, sem notar peningaseðla. Endurnýjun verðlagshafta? í raun er hér gerð tillaga um veruleg verðlagshöft. Lagt er til, að meginreglunni um fijálsa verð- myndun verði að þessu leyti kastað fyrir róða. Svo sem kemur fram í greinar- gerð fyrir frv. og er afar merki- Iegt, hafa bæði Neytendasamtökin og Kaupmannasamtök íslands ein- dregið farið þess á leit, að kostnað- ur af notkun greiðslukorta verði með lagaboði lagður á korthafa. Af hálfu Kaupmannasamtakanna hefur verið bent á, að á síðasta ári (1988) hafi áætlaður kostnaður af þessum sökum numið tæpum 600 milljónum króna, þ.e. 300 millj. kr. til kortafyrirtækja og 290 millj. kr. í vaxtakostnað sakir greiðsludrátt- ar. Verzlunarráð íslands mun hins vegar hafa lagzt gegn því, að slíkt kortagjald verði lögfest. Og sama máli gegnir auðvitað um kortafyrir- tækin. Hugmyndin um kortagjald sýnist lítt á rökum reist. í greinargerð fyrir frv. er vísað til þess, að Dan- ir hafa lögfest slíkt ákvæði um kortagjald. Það eru í sjálfu sé veig- alítil rök. Danir munu vera eina þjóð Efnahagsbandalags Evrópu, sem það hefur gert. Aðrar þjóðir bandalagsins hafa hafnað hug- myndinni. Málið er ekki svo einfalt sem frv. sýnist gera ráð fyrir. Það er í rauninni heldur langsótt að fara að skattleggja almenning (korthaf- ana) til að greiða niður hækkað vöruverð til þessa sama almenn- ings. Þeir sem nota- peninga eru vitaskuld ekki neyddir til að taka á sig aukinn kostnað, því að þeir eiga ftjálsa völ á að nota greiðslu- kort. Og ef staðreyndin er, svo sem haldið er fram, að kortin spari þjóð- félaginu verulega fyrirhöfn og fé, ber auðvitað að ýta undir aukna notkun þeirra. Auðvitað spara greiðslumóttakendur (t.d. verzlan- ir) sér fjármagn með því að taka upp greiðslukortaviðskipti. Þannig eru tekin upp reikningsviðskipti með mun hraðvirkari hætti en áður tíðkaðist, þ.e. með aukinni verka- skiptingu og sérhæfingu (tölvu- tækni). Verzlanir hafa hingað til tekið á sig vaxtakostnað, ef þær hafa leyft viðskiptavinum sínum að vera í reikningi. Á því verður engin breyting með upptöku korta- viðskipta. Eftirlit Verðlagsstofnunar og Bankaeftirlits Verðlagsstofnun og Bankaeftir- liti er samkvæmt frv. ætlað, undir yfirstjórn viðskiptaráðuneytis, að fylgjast með greiðslukortastarf- semi í landinu. Aúk umsjónar Bankaeftirlitsins skal samkvæmt frv. koma í hlut Verðlagsstofnunar að fylgjast með því, að greiðslu- kortastarfsemi sé í samræmi við sanngjarna viðskiptahætti og feli ekki í sér viðskiptaþvingánir. Ekki verður annað séð, en að Verðlagsstofnun hljóti nú þegar, samkvæmt gildandi lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti nr. 56/1978, að hafa • eftirlit með greiðslukortastarfsemi eins og öðr- um viðskiptum. Lögin hafa að markmiði að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfé- lagsins og sanngjarnri skiptingu þjóðartekna með því að; a. vinna gegn ósanngjörnu verði og við- skiptaháttum, b. vinna gegn órétt- mætum viðskipta- og samkeppnis- háttum svo og samkeppnishömlum, sem hafa í.för með sér skaðlegar afleiðingar fyrir neytendur, at- vinnurekendur eða þjóðfélagið í heild. Lögin taka til hvers konar atvinnustarfsemi, svo sem fram- leiðslu, verzlunar, þjónustu o.s.frv. Ekki verður því séð, hvaða þörf er á sérstökum ákvæðum að þessu lútandi í lögum um greiðslukorta- starfsemi. Af núverandi kerfi leið- ir, að gangi gjaldtaka kortafyrir- tækjanna úr hófi, er líklegt að ný kortafyrirtæki verði stofnsett. Ofskipulag? Loks eru og í frv. um greiðslu- kortastarfsemi allítarleg ákvæði um skaðabótaábyrgð korthafa ann- ars vegar og kortafyrirtækja hins- vegar. Ákvæði þessi sýnast óþörf og jafnvel líkleg til að hefta vald dómstóla til að komast að réttlátri og sanngjarnri niðurstöðu. íslenzk- ar reglur um skaðabótaábyrgð eru yfirleitt óskráðar og hafa mótazt af úrlausnum dómstóla. Það má setja spurningarmerki við það frumkvæði að lögfesta slíkar reglur á takmörkuðum sviðum. Frumvarpið um greiðslukorta- starfsemi ber mjög svo keim af til- hneigingu til ofskipulags og of- stjórnar. Höfundum þess gengur greinilega gott eitt til. En þess eru mörg dæmi, að lög, sem eiga að vera til þjóðþrifa, snúast upp í and- hverfu sína. Á millistríðsárunum . setti t.d. franska vinstri stjórnin lög um húsaleigu, sem áttu að vernda fátæka leigutaka. Afleiðing lag- anna varð sú, að stórlega dró úr húsbyggmgum, og tveimur áratug- um síðar bjuggu Fi-akkar í léleg- asta húsnæði Vestur-Evrópuþjóða. Að minni hyggju á ekki að setja lög, sem líkleg eru til að torvelda viðskiptahætti, sem eru ávöxtur háþróaðra tækniframfara síðustu ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.