Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 1990
17
Morgunblaðið/Ingvar
Ók á brunahana og valt
Snemma nýársdagsmorguns var Skoda-bíl ekið upp á gangstétt og á
brunahana við Jaðarsel í Breiðholti. Bíllinn valt, ökumaðurinn slasaðist
nokkuð og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl, en brunahaninn brotn-
aði og vant flóði um götuna. Myndin var tekin á slysstaðnum.
Viöskiptaskólinn býður nú upp á sérhæft nám fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnunar
störfum á hótelum og veitingahúsum. Námið er ætlað þeim er hyggjast starfa á hótel-
um og veitingahúsum í framtíðinni og þeim sem starfa þar nú þegar, en vilja þæta við
þekkingu sína.
Vaxandi umfang ferðaþjónustunnar á (slandi undanfarin ár, fjölgun veitinga- og gisti-
húsa og aukin samkeppni þeirra kallar í auknum mæli á hæft fólk í stjórnunarstöður.
NÁMSGREINAR: • starfsemi hótela og veitingahúsa • hótelbókanir og bókunarkerfi
• fjármál hótela og veitingahúsa • hótelstjórnun • markaðsfræðí • vettvangsheim-
sóknir og fleira og fleira.
Námið tekur alls 140 klst. og stendur yfir í 10 vikur. Kennarar á námskeiðinu eru allir sérfræðingar
á sínu sviði og hafa reynslu af stjórnun hótela- og veitingahúsa. Hringdu I okkur og við sendum
þér bækling með nánari upplýsingum.
Ath.: Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Viðskiptaskólinn
BORGARTÚNI 24 • SÍMI 626655
AÐ MISNOTA FRELSI
eftir Odd
Sigurðsson
í Morgunblaðinu 14. desember sl.
birtist grein eftir Hólmfríði Jóns-
dóttur BA í íslensku frá Háskóla
Islands. Við Hólpifríður erum á önd-
verðri skoðun um þróun móðurmáls-
ins og srhekkur okkar á málinu fer
ekki heldur saman.
Hólmfríður telur það mál steinrun-
nið sem ekkj getur haft safnheiti
eins og frelsi í fleirtölu og vifnar
máli sínu til stuðnings í grein eftir
prófessor í íslenskri málfræði.
Hnökrar eru á þeim málf lutningi því
dæmin sem tekin eru um keppni
annarsvegar og frelsi hinsvegar eru
ekki jöfn. í máli margra getur keppni
merkt kappleik eða annað slíkt ein-
stakt fyrirbrigði, en frelsi er eftir sem
áður huglægt ástand til hvers svo
sem það er notað. Hægt er að búa
til fleirtölumynd af orðinu frelsi, en
þar með er ekki sagt, að hugtakið
geti tekið á sig þá mynd. Vatn er
sem kunnugt er safnheiti, en engum
dettur í hug að tala um vötn í húsum
nútímafólks þótt þar sé hvort tveggja
heitt vatn og kalt. Hitt er jafn ljóst
að vötn eru víða á landinu, bæði renn-
andi og kyrrstæð, „en nú falla vötn
öll til Dýrafjarðar.. stendur á
gamalli bók. Rétt finnst mér að halda
í heiðri þá reglu að hafa safnheiti
ekki í fleirtölu og helst ekki að nota
hana þar sem komist verður af með
eintölu með góðu móti.
Tekið er til þess í grein Hólmfríðar
að verið sé að þýða úr ensku „four
freedoms“. Þjóðabandalagið sáluga
markaði stefnu sína í viðskiptum með
þessum slagorðum fyrr á öldinni og
hefur Evrópubandalagið vakið þau í
tengslum við samningsbundinn rétt
manna, sem eiga heima innan vé-
banda þess. Það er án efa ekki vanda-
laust að snara þessu hugtaki og víst
verður aldrei fundin nein ein og end-
anleg samsvörun við það á íslensku.
Það má þó e.t.v. þýða með: „hið fjór-
Oddur Sigurðsson
„Ekki tel ég, að megin-
vandi íslenskrar tungu
sé fólginn í frjálslegri
noktun safiiheita í fleir-
tölu, en þarflaust er að
fólk með háskólapróf í
íslensku taki sig til og
verji slíkt í blöðum.
Engin nauðsyn er á að
laga íslensku að þörfum
nútímans í þeim skiln-
ingi að breyta reglun-
um.“
greinda frelsi“, „hornsteinar frelsis"
eða jafnvel „hið fereina frelsi" og er
þá alls ekki sama, hvort verið er að
skrifa almennan texta eða smíða
slagorð. Ailt þetta bliknar þó, þegar
ljóst er að átt er við viðskiptaréttindi
sem nokkrar þjóðir hafa orðið ásátt-
ar um. Hugtakinu réttur ætti ekki
að rugla saman við frelsi.
Eigi þeir sem um viðskiptalíf fjalla
erfitt með að koma hugsun sinni frá
sér án þess að grípa til hugtaka svo
sem verðs og frelsis í fleirtölu, þá
er ekki við íslenskt mál að sakast. A
íslensku má orða þetta allt vel og
snyrtilega án þess að grípa til mála-
ienginga, málskrúðs eða erlendra
orða, og án þess að btjóta reglur
íslensks máls, skráðar sem óskráðar.
Reglurnat' eru ekki grundvöllur
tungumálsins heldur er því öfugt
farið.
Ekki tel ég, að meginvandi
íslenskrar tungu sé fólginn í ftjáls-
legri noktun safnheita í fleirtölu, en
þarflaust er að fólk með háskólapróf
í íslensku taki sig til og vetji slíkt í
blöðum. Engin nauðsyn er á að laga
íslensku að þörfum nútímans í þeim
skilningi að breyta reglunum. Málið
er nógu þjált, annars væri það löngu
dautt. Breytist tungutak þjóðarinnar
verður reglunum hnikað til samræm-
is en vonandi verður þar fleira til
að letja en hvetja.
Mér þykir það ekki úrelt eða staðn-
að mál, sem hvergi víkur frá því að
hafa huglæg safnheiti í eintölu. Og
víst vona ég að „frelsisins lind“ fái
að renna óáreitt og ekki streymi yfir •
okkur „frelsanna lind“, runnin upp í
innra markaði Evrópubandalagsins.
Höfundur erjarðfræðingur.
Leikfimi
Nú er að hefjast hin vinsæla þrek-
og teygjuleikfimi í Breiðagerðisskóla.
Mætum hress á nýju ári.
Upplýsingar í síma 46301 eftir kl. 19.00.
Rósa Ólafsdóttir íþróttakennari.
Innilegar þakkir til sveitunga minna, sem
heiðruðu mig með samsœti í félagsheimilinu á
Flúðum á 80 ára afmœli mínu, 23.12. ’89.
Einnig þakka ég öðrum, sem glöddu mig með
heimsóknum, gjöfum og skeytum.
Mínar innilegustu nýársóskir til ykkar allra.
Þakka gömlu árin. Lifið heil.
Daníel Guðmundsson,
Efra-Seli, Hrunamannahreppi.
P1
■
I
■
I
I
I
I
■
I
I
I
■
I
I
I
I
■
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
ii!
PC
Byrjenda-
námskeið
líHll í( 11 LtíSf'/'
Skemmtilegt og gagnlegt nám- __irr__________i
skeið fyrir þá sem eru að byrja
að fást við tölvur.
Tími: 9., 11., 16. og 18. jan. kl. 20-23.
BSRB, ASÍ og VR styðja félaga sína
til.þátttöku á námskeiðunum.
Leiðbeinandi: Stefán Magnússon.
TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28, sími 687590
ubPilóiV
'ijsv imnii íTíin